Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 13
HELGIN 17.-19. MARS 1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ 13 ■ Sigrún Benediktsdóttir, fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, skipar 9. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík „Auðvelt ad tala máli flokksins II Sigrún Bencdiktsdóttir er lög- fræðingur og framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Hún skipar 9. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík til al- þingiskosninganna í vor. Sigrún hef- ur áður starfað sem framkvæmda- stjóri Húseigendafélagsins og var Sigrún Benediktsdóttir: Ég hef mestan áhuga á efnahagsmálun- um. Þau eru grunnforsenda þess að hér sé hægt að halda úti öfl- ugu velferðarkerfi. Sjávarútvegs- málin þykja mér sérstaklega áhugaverð. A-mynd: E.ÓI. fulltrúi í borgardómi í 4 ár. Hún stundaði lögmennsku um hríð en lík- aði ekki starfinn. Sigrún bætti við sig rekstrar- og viðskiptafræði í endur- mennturdeild Háskóla íslands og tók við framkvæmdastjórastarfi Styrkt- arfélagsins eftir það. Hún hefur verið lögfræðingur Mæðrastyrksnefndar nær óslitið frá 1984. Sigrún er gift og á íjórar dætur. Sú yngsta þeirra er þriggja mánaða gömul. En hvers- vegna er hún á framboðslista Al- þýðuflokksins? „Ég tel stefnu Alþýðuflokksins bera af stefnumálum annarra flokka. Ég tók sæti á listanum því mér finnst að þessi stefna verði að fá allan þann stuðning sem hægt er að veita henni. Ég hef verið krati í hjarta mínu alla ævi, þó ég hafi ekki alltaf kosið Al- þýðuflokkinn.“ Hvað var það við lögmanns- störfin sem þér iíkaði ekki? „Lögmannsstaifið er afar krefj- andi og erfitt og sá hluti þeirra starfa sem ég fékkst við, sem voru inn- heimtustörf og slíkt, átti illa við mig. Mér þótti erfitt að herja á fólk. Ann- ars vil ég taka það fram að ég er heilluð af lögfræðinni sem fræði- grein.“ Þú ert í alls konar félagsstörf- um, ekki satt? „Jú, árið 1984 tók ég þátt í því að stofna Kvennaráðgjöfina. Annars snúa mín áhugamái mest að mann- Aðalfundur rækt ýmisskonar og þá ekki síst líkamsrækt. Svo er ég Bridge- sjúklingur. Það má segja að sólarhringurinn sé stundum ekki nógu langur." Hvernig líst þér á að fara í kosningabaráttu fyrir Al- þýðuflokkinn? „Ég hlakka til að taka slaginn og mér finnst auðvelt að tala máli flokksins. Hann hefur upp á hæft fólk að bjóða. Mér finnst stefna hans eiga sér hljómgrunn og sýnist að fólk beri traust til forsvarsmanna hans, þrátt fyrir að margir mikli fyrir sér ádeilurnar sem hann fékk á sig fyrr í vetur. og þær deilur sem urðu í kjölfar flokks- þingsins síðasta sumar. Það væri auðveldara að koma boðskap hans á framfæri ef þessi mál hefðu ekki komið upp. UtanríkisráðheiTann er óumdeilt afar hæfileika- ríkur stjórnmálamaður." Ertu sátt við Evrópu- stefnu flokksins? _____ „Já, ég er það og ég skil ekki hvers vegna menn úr öðmrn flokkum þráast við að skoða hlutina. Alþýðuflokkur- inn er ekki að leggja neitt ann- að til. Svo á þjóðin að segja lokaorðið í þjóðratkvæða- greiðslu." Hver eru þín heistu áhuga- svið innan stjórnmálanna? „Ég hef mestan áhuga á efnahagsmálunum. Þau em grunnforsenda þess að hér sé hægt að halda úti öflugu vel- ferðarkerfi. Sjávarútvegsmálin þykja mér sérstaklega áhuga- verð. Ég tel að það verði að breyta kvótakerfinu. Hún er hættuleg sú stefna sem nú er í gangi og gengur út á það að festa eignarhald fárra aðila á auðlindinni kringum landið, eins og nú er verið að gera með erfðafjárskatti og öðmm ráð- stöfunum. Þess vegna er brýn þörf á því að koma inn í stjóm- arskrá ákvæði um þjóðareign á fiskimiðunum." Ertu bjartsýn á gengi flokksins í koinandi kosning- um? „Já ég er bjartsýn. Ég sá það í skoðanakönnun fyrir nokkr- um dögum að meirihluti þjóð- arinnar telur atvinnumálin vera brýnasta úrlausnarefni stjóm- málamanna á næsta kjörtíma- bili. í sömu skoðanakönnun kont fram að einungis 2 pró- sent töldu Evrópumálin brýn- asta úrlausnarefnið. Það er beint samhengi á milli þessara ntála og það er okkar hlutverk að koma því til skila. Það er ntikið verk, en ef það tekst þá kvíði ég engu.“ VöKVaS 1 inaöur, ^ sK\pt í / ■ _ wUbe\tóvasaÉ __^urrKul0j a , Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 20. mars kl. 20.30 á Hótel Sögu, Súlnasal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. 3 ára at*Vr9 sparneVrn'eða Verð frá- ÁrQ' ierð 1995 staðgre áttVco »rn'0° r»d* SÖ\0- ar0\a bíV'nn upP' OKHUt b'að; 6it upp«« 4 „ýjan, BRIMBORG FAXAFENI 8 • SlMI 91- 685870

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.