Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 17.-19. MARS 1995 S k o ð u n Það er ekki rétt að við leyfum þeim að þukla okkur að vild. Við látum þá ekkert káfa á okkur. Þeir fá aðeins að koma við brjóstin á okkur en það telst varla káf. 18 ára reykvísk stúlka sem vinnur sem fatafella á Café Bóhem. MP í gær. Þeim var klappað hlýlega lof í lófa og ég þóttist greina í klappinu þakklæti fyrir að hafa haldið uppi, áratugum saman, þessu hvíta laki sem hver þjóð vefur utan um vitund þegna sinna svo þeir ætist ekki í víðáttu reynslunnar og heitir menning. Leikdómur Guðbrands Gíslasonar um sýningu Halaleikhópsins. Mogginn í gær. Er Magnús ekki bara spældur? Bubbi Morthens um gagnrýni Magnúsar Kjartanssonar á Björgvin Halldórsson fyrir að velja enskan meðhöfund að íslenska Eurovisionlaginu. MP í gær. Nýjar leiðir í landbúnaðarmálum „Hagræðing innan greinarinnar er skynsam- ari lausn en núverandi stefna, sem heldur öllum sauðfjárbændum við fátækramörk- in...Hugmyndir eins og að banna heima- slátrun, herða viðurlög við framhjásölu og auka niðurgreiðslur, til dæmis með útflutn- ingsbótum, er engin lausn á vandanum. Því fyrr sem bændur eru leystir undan þeim fjötrum sem þeir búa við, því betra." „Efvið horfum til bakct er enginn vafi á að við sauðfjárbœndur stœð- um betur í dag efmeginreglur versl- unar og viðskipta hefðu ráðið skipu- lagi og sölu. Efvið hotfum tilfram- tíðar, með innflutning og harðnandi samkeppni í huga, getur það fyrir- komulag sem núna er alls ekki geng- ið.“ Þannig Ijúka þau Guðrún S. Krist- jánsdóttir og Gunnar Einarsson, búendur á Daða- stöðum, grein sinni í Morgunblaðinu 11. febrúar síðast- liðinn. Þessar skoðanir eiga vax- andi fylgi að fagna innan bændastétt- arinnar. Þær eru einnig í samræmi við þau sjónarmið sem Alþýðuflokk- urinn hefur lengi boðað. Alþýðuflokkurinn vill afnema nú- verandi kvótakerfi í landbúnaði fyrir mjólk og sauðfjárafurðir. Halda ætti áfram beingreiðslum til bænda, en þær ættu að vera óháðar framleiðsl- unni. Með því móti fá markaðslög- málin betur að njóta sín. Slíkt fyrir- komulag myndi veita svigrúm til hagræðingar innan greinarinnar, framleiðsluaukningar hjá þeim býl- um þar sem það á við og tekjuaukn- ingar fyrir bændur. Hugmyndir af þessu tagi eru í anda nýgerðs GATT-samnings, sem heimilar svokallaðar grœitar greiðslur til bænda, það er greiðslur sem ekki skekkja samkeppnisstöð- una verulega í viðskiptum með land- búnaðarvörur. Framleiðslutengdar greiðslur þykja ekki heppilegar að þessu leyti. Framangreindar tillögur Alþýðu- flokksins fá stuðning í drögum að fyrstu skýrslu OECD, Efnahagssam- vinnu- og þróunarstofnunarinnar, um landbúnaðarstefnuna á íslandi. Endanleg skýrsla er væntanleg á næstu vikum, en ekki er búist við breytingum á meginniðurstöðunum. Forstjóri þjóðhagsstofnunar hefur nýlega fjallað opinberlega um suma þætti þessarar skýrslu (Morgunblað- ið 15. febrúar síðastliðinn) og land- búnaðarráðhen-a gerði hana að um- talsefni á Búnaðarþingi síðastliðinn mánudag 13. mars. Skýrsludrög OECD staðfesta það sem áður hefur komið fram að styrkir til landbún- aðar á Islandi hafi verið með þeim hæsm af OECD- ríkjum á síðast- liðnum 15 ámm og alhœstir á ár- unum 1981-1992. Styrkimir náðu hámarki á árinu 1991 en þá námu þeir hvorki meira né minna en 84% af framleiðslu- verðmæti, sem er tvöfalí hœrra en OECD-meðaltalid. Það er fyrst á ár- inu 1993 sem Island fellur í 3. sœti, með 75% stuðning af framleiðslu- verðmœti samkvœmt bráðabirgða- tölum, á eftir Sviss (77%) og Noregi (76%). Meginniðurstaðan í skýrsludrög- um OECD er sú að stofnunin leggur til minnkun ríkisstyrkja til landbún- aðar á Islandi og innflutningsvemdar f áföngum. Hagkvæmasta leiðin til þess sé að afnema núverandi verð- stýringarkerfi. Afnám framleiðslu- kvóta og markaðstenging framleiðsl- unnar myndi opna möguleika á stækkun búa og frekari sérhæfingu. Ahrifin yrðu jákvæð á vinnslugrein- ar, heildsöluna og smásöluna. Eftir- spum eftir búvömm myndi trúlega aukast. I þessu sambandi leggur OECD til að beingreiðslur vegna kindakjöts- og mjólkurframleiðslu verði aftengdar framleiðslunni. Þetta mætti gera í áföngum. Til lengir tíma litið ættu greiðslur til bænda að taka mið af heildartekjum búanna. OECD bendir á að frekari mark- aðsvæðing í landbúnaði á Islandi myndi betur undirbúa bændur undir vaxandi samkeppni á landbúnaðar- sviðinu, sem ætti að leiða af frekari GATT-viðræðum í framtíðinni. Stofnunin varar við því að hefja út- flutningsuppbætur á ný. Að lokum segir að kerfisbreyting- amar sem leiddu af síðasta búvöm- samningi til lækkunar á styrkjum til sauðfjár og mjólkurframleiðslu hafi verið hógværar. Þörf sé á mun rót- tœkari breytingum á landbúnaðar- kerfinu ef ná eigi þeim markmiðum sem stjómvöld hafi lýst yfir að þau stefni að, til þess að tryggja að mark- aðsverð ráði meiru um framleiðsl- una. Afnám innflutningsbanns og lækkun tolla á búvömm í áföngum myndi styrkja umbætur á þessu sviði. Miðstýringin í landbúnaði hér á landi er orðin svo mikil að verði ekkert að gert mun hún ganga að landbúnaðinum dauðum. Ef við getum dregið einhvem lærdóm af efnahagshruni miðstýrðu hagkerf- anna í Austur-Evrópu og Rússlandi þá er hann þessi: Hefjast verður handa sem fyrst um að innleiða markaðslögmál í framleiðslu land- búnaðarvara, sérstaklega kjöt og mjólkurframleiðslu. Stfga mætti stórt skref í þessa átt með því að hœtta að tengja beingreiðsur til bœnda við framleiðsluna. Ákvörðun af þessu tagi yrði mikil- vægur áfangi í þá átt að tryggja hags- muni bænda til lengri tíma. Sam- keppni mun aukast á komandi ámm. Hagræðing innan greinarinnar er skynsamari lausn en núverandi stefna, sem heldur öllum sauðfjár- bcendum við fátœkramörkin. Þvf miður heyrast tillögur sem ganga í allt aðra átt frá Bændahöll- inni þessa dagana, þar sem Búnaðar- þing stendur yfir. Þar, eins og í Sov- étríkjunum forðum, vilja menn kenna ófömm bænda um allt annað en kerfið sjálft. Hugmyndir eins og að banna heimaslátrun, herða viður- lög við framhjásölu og auka niður- greiðslur, til dæmis með útflutnings- bótum, er engin lausn á vandanum. Því fyrr sem bændur em leystir und- an þeim fjötrum sem þeir búa við, því betra. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. Pallborðið | r Wí'ión e JM Baldvin 'þ 'iJB Hannibalsson skrifar Hinsvegar gæti veríð að þeir [starfsmenn Stasi] hafí stundum fylgst með einhverj- um sem var á uppleið, var líklegur til að komast til auk- inna metorða í stjórnmálum, virtist verða æ mikilvægarí. Þeir gætu hafa viljað dylja tengslin við slíkan mann enn betur. David H. Childs, breskur sérfræðingur f málefnum Stasi, í samtali við Morgunblaðið, aðspurður um skýringu á því hversvegna skjöl um Svavar Gestsson voru fjarlægð úr hirslum Stasi. Gagnrýnendur eru í vondum málum, það vita allir. Þeirra staða er afleit og spurning hvort ekki er tímabært fyrír suma þeirra að fínna sér eitthvað þarfara að gera. Ingibjörg Haraldsdóttir skáld og formaður Rithöfundasambandsins, aðspurð um stöðu bókmenntagagn- rýnenda. MP í gær. René Descartes vann að bók um alheiminn þar sem fram kemur að hann er hallur undir kenningar Kópernikusar. En þegar hann frétti að Galileó hefði verið fordæmdur fyrir að taka undir með Kópemikusi að sólin væri miðpunktur alheims og plánetumar snémst um hana, þá stakk þessi jesúíta-lærði, franski heimsspekingur hálfkömðu verkinu undir stól. Byggt á Isaac Asimov's Book ofFacts "FarSide" eftir Gary Larson. Nú er Ijóst að ekkert verð- ur úr „kristilegu fram- boði" í Suðurlandskjör- dæmi einsog til stóð. í nýj- asta tölublaði Sunnlenska fréttablaðsins er gagnmerk yfirlýsing frá Kjartani Jónssyni, eina manninum sem orðaður var við hið kristilega framboð. Þar segir hann að „óyfirstíganlegur ágreiningur" hafi komið upp millum hans og þeirra tveggja sem væntanlega munu skipa efstu sæti „kristilega framboðsins" í Reykjavík og Reykjanesi. Kjartan segir að „þungu fargi" sé af sér létt enda hafi hann alla tíð verið í miklum vafa um hvort rétt væri að bjóða fram undir „kristileg- um" merkjum. Athyglis- verðast í yfirlýsingu Kjartans Jónssonar er hinsvegar að hann lýsirfullum stuðningi við Alþýðubandalagið, og segir að stefna „kristilegra" fari í 90% tilfella saman við stefnu Alþýðubandalagsins! Þetta er einkar fróðlegt í Ijósi þess að einu stefnumál „kristilega" framboðsins sem fram hafa komið snú- ast um baráttu gegn mann- réttindum samkynhneigða, andstöðu við fóstureyðingar og glasafrjóvganir. Það eru semsagt fréttir að þessi mál séu komin inn í stefnu Al- þýðubandalagsins, en varla eru þessar yfirlýsingar mjög að skapi allra frambjóðenda þess flokks - eða hvað... Hörð hríð er nú gerð að Þorsteini Pálssyni fyrir ömurlega frammistöðu í sjávarútvegsmálum. Gagn- rýnin á Þorstein teygir sig langt inn í raðir sjálfstæðis- manna, enda þykir hann í senn vera verkdaufur ráð- herra og sendisveinn út- gerðarauðvaldsins í LÍÚ. Þá reyndi Þorsteinn á sínum tíma að banna Smuguveið- ar íslendinga, en þær hafa nú fært þrjá milljarða í þjóð- arbúið. Það þurfti sameigin- legt átak Jóns Baldvins Hannibalssonar og Dav- fðs Oddssonar til að koma í veg fyrir að Þorsteinn bannaði Smuguveiðarnar. Bátasjómenn og trillukarlar eru Þorsteini líka reiðir fyrir að hygla sífellt sægreifun- um. Gagnrýni á Þorstein er enganveginn ný af nálinni, en athygli vekur í kosninga- hríðinni að forystumenn Sjálfstæðisflokksins koma honum ekki til varnar. Sárin úrformannsslagnum eru ógróin og Davíð þykir greinilega ekki miður þótt Þorsteinn engist... Knattspyrnumenn eru nú að dusta rykið af skón- um og í hönd fer spennandi keppni í fjórum deildum. í 4. deild vekur athygli að nýtt lið verður með í slagnum: Knattspyrnufélag SÁÁ. í fyrra varð liðið efst utan- deildarliða og vann sér því rétt til að leika í deilda- keppninni. Lið SÁÁ, sem hlotið hefur nafnið Víkverji, ereinvörðungu skipað óvirkum alkóhólistum og þótti sýna góða takta í fyrra. Kannski hér sé að fæðast nýtt stórveldi í boltanum... „Jesús Pétur! Ólína! Hann stefnir beint á okkur. Nagaður blýantur númer 2!" Dabbi dagsins Ungir sjálfstæðismenn eru vel upp aldir. Ef þeim er sagt að eitthvað - ja, til dæmis Evrópumálin - séu ekki á dagskrá, þá halda þeir kjafti. Gluggum í þriggja ára gamalt við- tal við Davíð Stefánsson, þáver- andi formann Sambands ungra sjálfstæðismanna. Hann er sem- sagt að tala um Evrópumál: „Eg sagði í grein í Morgun- blaðinu sem ég skrifaði 1989 að við ættum að huga að aðild að EB.“ & „Ýmsir stjórnmálaleiðtogar hafa sagt að þetta sé ekki á dagskrá í íslenskri stjórnmála- umræðu. En þetta er á dag- skrá, hvort sem menn vilja það eða ekki.“ & „Mikilvægast af öllu er að upplýsa þjóðina um raunveru- Ieikann í þessum málum og reyna að skilja kjarna málsins frá öllu pólitíska írafárinu, sem hefur komið upp vegna Evrópumálanna.“ Húrra fyrir Davíð. Stefánssyni. Fimm á förnum ve Eigum við að sækja um aðild að Evrópusambandinu? Aðalheiður Benediktsdóttir, starfsmaður Lyfjaverslunar ís- lands: Já, ég held við ættum að gera það og fá þar með aukna samkeppni. Hannes Ingólfsson, tæknifræð- ingur: Já, tvímælalaust. Erlendur Cassata, verslunar- maður: Já, auðvitað eigum við að kannainngöngu. Arnar Arnarson, nemi: Já, við skulum láta á það reyna. Árni Ingólfsson, læknir: Já, ég hef lengi verið þeirrar skoðunar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.