Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 9
HELGIN 17.-19. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 9 ó r n m á I ■ Alþýðuflokkurinn leggurtil að Islendingar láti á það reyna með aðildarumsókn, hvernig samningum er hægt að ná við Evrópusambandið (ESB). í ESB eru nánast öll lýðræðisríki Evrópu, stór og smá, og í Evrópu eru langmikilvægustu markaðir íslendinga Al<veðum sjálf framtíö oklcar - Nokkrir punktar um Evrópusambandið og hvað aðild að ESB hefur í för með sér. Stjórnmálaflokkum ber að móta framtíðarsýn. Alþýðuflokk- urinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands vill sjá Island til borðs með lýðræðisþjóðum Evrópu. Flokkur- inn hafnar hvers konar hræðsluáróðri um missi sjálfstæðis og þjóðemis Is- lendinga. Ungt fólk á Islandi - best menntaða kynslóð íslandssögunnar - á annað og betra skilið af forystu- mönnum sínum en úrtölur og von- leysi. Evrópusambandið er pólitískt og efnahagslegt samband lýðræðisríkja Evrópu. Því er ætlað að stuðla að friði í álfunni, hagsæld og lýðræði meðal aðildarþjóða sinna og vera vettvangur til að leysa sameiginleg málefni. Mikilvægi sambandsins hefur aukist ár frá ári og samstarfíð færst á æ fleiri svið. Mörg brýnustu úrlausnarefni samtímans, til dæmis umhverfismál, em þess eðlis að þau verða ekki leyst nema með mjög nánu samstarfi þjóða. Tengsl Islands við ESB em mikil í gegnum Evr- ópska efnahagssvæðið og munu auk- ast verulega á næstu ámm. Gildirþar einu hvort Island gerist aðili að sam- bandinu eða ekki. Nær allar lýðræðisþjóðir Evrópu em þegar aðilar eða hafa lýst yfir vilja sínum til að gerast fullgildir að- ilar að Evrópusambandinu. Af okkar nánustu ffændþjóðum em Danir, Svíar og Finnar þegar fullgildir aðil- ar, en Norðmenn höfnuðu aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Islendingar verða að ákveða sjálfir framtíð sína; það gera Norðmenn ekki fyr- ir okkur. Sjávarútvegurinn lykilatriði Ymsir andstæðingar Evrópusam- vinnu halda því fram að sjávarút- vegsstefna ESB útiloki aðild íslands. Ekki em þó gild rök fyrir því að hún útiloki fyrirfram umsókn Islands um aðild að ESB. Umsókn og samninga- viðræður em eina leiðin til að skera úr um það hvaða kjör Islendingum bjóðast við inngöngu í sambandið. Við mótun samningsmarkmiða er ekkert jafn mikilvægt og sam- staða um að tryggja óskoruð yfir- ráð yfir fiskimiðunum. Aðild fs- lands að ESB er í raun óhugsandi takist þetta ekki. Alþýðuflokkurinn leggur því til að sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum verði bundin í stjómarskrá. Þar með væri stjóm- völdum óheimilt að semja forræðið yfxr fiskimiðunum af sér. Fjölmörg rök styðja þá skoðun að íslendingum takist að tryggja hags- muni sína í sjávarútvegsmálum í samningum við ESB. ★ í grundvallarlögum ESB, Róm- arsáttmálanum, er kveðið á urn það að valdið til að setja lög og reglur á sviði sjávarútvegs sé hjá stofnunum sambandsins, en ekki einstökum að- ildarríkjum. Sameiginleg sjávarút- vegsstefna er gmndvölluð á þessu. Þó ber að hafa í huga að aðildar- samningar em jafnréttháir Rómar- sáttálanum og því möguleikar á lausn á sérmálum Islands sé pólitísk- ur vilji fyrir hendi. Evrópusam- bandið er pólitískt bandalag og hefur því reynst sveigjanlegt í að- ildarsamningum. ★ Frá upphafi hefur Evrópusambandið samið við tíu ríki um inngöngu. í öllum tilvikum héldu þessi ríki ffam ákveðnum samn- ingskröfum, sem þau töldu markast af gmndvallar- hagsmunum. Ævinlega hafa slík mál verið leyst þannig að báðir aðilar hafa talið sig geta unað við sinn hlut. Það em ekki hags- munir Evrópusambandsins að semja við nýtt aðildar- ríki þannig að það telji hagsmunum sínum ekki borgið innan sambandsins. ★ Evrópusambandið tekur því tillit til lífshags- muna væntanlegra aðildar- ríkja. Sambandið starfar samkvæmt þeirri reglu að sé aðildarþjóð háð nýtingu einnar auðlindar um af- komu sína, eigi hún að hafa forgang. Auðvelt er að sýna fram á algjöra sérstöðu íslensks sjávar- útvegs í samanburði við sjávarútveg annarra Evrópuþjóða. Annars vegar er það hin mikla þýðing sjávarútvegs íyrir íslenskt atvinnulíf, en sjáv- arútvegurinn stendur undir meira en helmingi af tekj- um þjóðarinnar af útflutn- ingi af vömm og þjónustu. Hins vegar er íslenskur sjávarútvegur rekinn sem alþjóðlega samkeppnisfær atvinnugrein á hagkvæmn- isgmndvelli, og þarf því að leggja sitt af mörkunt til efnahagslífs þjóðarinnar. Það er engum í hag - allra síst Evrópusambandinu - að breyta þessu hlutverki sjávarútvegsins í íslensku atvinnulífi. ★ Hin sameiginlega sjávarútvegs- stefna ESB tekur fyrst og fremst á vandamálum sem tengjast stjómun á sameiginlegum fiskistofnum aðild- arríkjanna. íslenska efnahagslög- sagan er algjörlega aðskilin frá efnahagslögsögu Evrópusam- bandsins og engir flskistofnar eru nýttir sameiginlega með ríkjum ESB. Sérstaða íslandsmiða er því skýr og vandséð að stjómun íslend- inga á eigin miðum valdi miklum erfiðleikum við ffamkvæmd sameig- inlegrar stefnu Evrópusambandsins. ★ Tilkall einstakra aðildarríkja til veiða í sameiginlegri lögsögu ESB byggir á reglum um veiðireynslu. Aðildarríki Evrópusambandsins hafa enga veiðireynslu innan ís- lenskrar lögsögu og hafa því ekki samkvæmt reglum ESB neina stöðu til að krefjast veiðiheimilda innan hennar. ★ Með reglugerð ESB frá 1992 er veitt fávik frá sjávarútvegsstefnunni sem á sérstaklega við hér á landi. Samkvæmt reglugerðinni geta aðild- arríki tekið sjálf við stjómun fisk- veiða við aðstæður þar sem stofnar eru staðbundnir og einungis út- gerðir frá einu landi nýta. Þessar aðstæður eiga við hér á landi og gætu Islendingar hæglega stjómað veið- um á Islandsmiðum án þess að í því fælist mismunun á gmndvelli þjóð- emis. ★ Minna má á að í EES-samn- ingnum féll Evrópusambandið ffá gmndvallarkröfu sinni f samningum við ríki utan bandalagsins um ein- hliða veiðiheimildir í stað markaðs- aðgangs. Spænsk stjómvöld hafa staðfest að þau muni ekki vekja upp slíkar kröfur á ný gagnvart Islandi. ★ í samningnum um EES er und- anþága frá fijálsum fjármagnsflutn- ingum, sem gefur íslandi heimild til að takmarka erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi. Viðurkennt er að þessir fýrirvarar em vart framkvæmanlegir og þarfnast rýmkunar. I raun koma engin sérstök ný vandamál upp í að- ildarsamningum við Evrópusam- bandið varðandi erlendar fjárfesting- ar í sjávarútvegi til viðbótar við þau vandamál, sem nú er reynt að finna lausn á. ★ Minna má á að Finnland og Svíþjóð náðu varanlegum undan- þágum frá sameiginlegu landbúnað- arstefnunni með því að bætt var við sérreglum um heimskautalandbúnað sem fela í sér viðurkenningu á sér- stöðu landbúnaðar á norðlægum slóðum. Sérstaða íslensks sjávarút- vegs er ekki minni en landbúnaðar á norðurslóðum. Þau dæmi sem hér hafa verið rakin sýna svo ekki verður um villst að íslendingar hafa góða samningsstöðu gagnvart ESB þeg- ar kemur að sjávarútvegi. Fullyrð- ingar um annað standast ekki. Endanleg niðurstaða fæst hins vegar ekki fyrr en við samninga- borðið. ESB og lífskjörin Aðild Islands að Evrópusamband- inu er liður í þeirri baráttu jafnaðar- manna að tryggja íslenskri alþýðu sambærileg lífskjör og velferðarríki Evrópu bjóða þegnum sínum. Sagan kennir okkur að þjóðinni hefur vegn- að best í sem nánustum tengslum við nágranna okkar, en verst þegar ein- angrun frá grannþjóðum var hlut- skiptið. Nær 70% af útflutningi þjóðarinn- ar fer til landa Evrópusambandsins. Jafn réttur okkar og keppinauta okk- ar á þessum mikilvæga markaði get- ur haft úrslitaáhrif á þróun íslensks efnahagslífs. í kjölfar aðildar að Evr- ópusambandinu fylgir fullur mark- aðsaðgangur fyrir sjávarafurðir og aukin fullvinnsla sjávarfangs innan- lands. Almennt efnahagsumhverfl innanlands verður sambærilegt við Evrópusambandið, sem ætti að leiða til aukinnar erlendrar fjárfestingar, aukinns stöðugleika og hagvaxtar. Kaupmáttur launa eykst stórlega strax frá fyrsta degi aðildar, enda mun verð landbúnaðarafurða geta lækkað um allt að 35 til 45%, ef treysta má niðurstöðu skýrslu Hag- fræðistofnunnar Háskóla íslands. Kjör hvers einstaklings í landinu myndu samkvæmt þessu batna um 22 þúsund krónur að meðaltali, eða um 88 þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu á ári. Til lengri tíma batna þó kjörin mun meira, enda hefur aðild að Evrópusambandinu í öll- um tilvikum haft mjög já- kvæð áhrif á efnahag nýrra aðildarríkja. Engin dæmi eru um hið gagn- stæða. Stórkostleg verð- lækkun Af pólitískum ástæðum er óvfst hvort og þá hversu hratt hagur neyt- enda batnar vegna GAJT. Gangi ísland í Evrópu- sambandið er verðlækkun á matvælum tryggð. Strax frá fyrsta degi aðildar þyrfti verðið að lækka til samræmis við við verðlag ESB. Samkvæmt útreikn- ingum Hagfræðistofti- unnar hefði þetta í för með sér 35-45% lækkun á matarverði hér á landi. Aðild að Evrópusam- bandinu er því mikið hagsmunamál íslenskra neytenda, ekki síst lág- launafólks. Kjör bænda versna ekki Samkvæmt útreikning- um Hagfræðistofnunnar gæti verð til frameiðenda lækkað um 30%. Að verðmæti er þessi lækkun um 5,5 milljarðar króna. Ef tekið er mið af samn- ingum Norðurlandanna við ESB ætti að koma á móti 4-7 milljarðar í beina styrki frá ESB og íslenskum stjóm- völdum. Styrkir ESB til bænda gætu numið um um 800 þúsund kr. á hvern bónda í landinu. Heild- artekjur landbúnaðarins og þar með kjör bænda þyrftu því lítið sem ekk- ert að breytast við inngöngu íslands í ESB. Mál næsta kjörtímabils Enginn vafi er á því að tengslin við Evrópusambandið verður eitt brýnasta úrlausnarefni næsta kjör- tímabils. Stjómmálaflokkum ber skylda til að móta skýra stefhu í svo mikilvægu máli og útskýra hana fyr- ir kjósendum. Enginn kemst hjá slíku með því að segja að málið sé ekki á dagskrá fyrr en eftir kosning- ar. Vilji Islendingar ekki taka þá áhættu að missa af tækifærinu, sem kann að opnast á næsta kjörtímabili, þurfa þeir að móta stefnu og ljúka heimavinnunni í tæka tíð. Þjóðin tekur lokaákvörðun Alþýðuflokkurinn Ieggur áherslu á að umsókn um aðild og endanleg ákvörðun um aðild eru tvær aðskildar ákvarðanir. Skapa þarf samstöðu þjóðarinnar um samningsmarkmið og fyrirvara í aðildarumsókn, sérstaklega í mál- efnum sjávarútvegsins. Loka ákvörðun verður í höndum al- mennings á Islandi - í þjóðarat- kvæðagreiðslu. ri i ir^Y^ floKkur- inn Gauti Eggertsson Bara. Tómas Ragnarsson Alþýðuflokkurinn vill frelsi með skýrum leikreglum. Ég líka. Sigurpáll Scheving Ég kýs flokk sem hefur stefnu sem samræmist mínum skoðunum. Ég hef ekki kosið Alþýðuflokkinn áður en þegar ég settist niður og fór að hugsa um stjórnmál þá kom hrein- lega ekki neitt annað til greina. Karl Hjálmarsson Heilbrigð hugsun. Jón Einar Sverrisson Alþýðuflokkurinn er framtíðin. Sigríður Björk Jónsdóttir Af því að framtíðin skiptir mig máli og þetta er eini flokkurinn sem þorir að taka afstöðu á raunsæum forsendum nútímans. Einar Jóhannes Ingason Vegna unga fólksins. Unnur Sturlaugsdóttir Af því að Alþýðuflokkurinn er eini flokkurinn sem setur heildarhag samfélagsins á oddinn án tillits til hagsmunahópa og án þess að skerða frelsi einstaklingsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.