Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 16
16 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 17.-19. MARS 1995 V i ð t a I Afhverju inn Hrönn Hrafnkelsdóttir Af því að hann er æðislegur. Hildur Björk Sigurbjörnsdóttir Alþýðuflokkurinn er heiðarlegur og róttækur umbótaflokkur; flokk- ur sem þorir að framkvæma; flokk- ur sem hefur skynsemina að leið- arljósi í leit sinni að framtíðar- lausnum. Kjartan Emil Sigurðsson Alþýðuflokkurinn er einn flokka um að geta boðið uppá skynsam- lega og víðsýna utanríkisstefnu. Hólmfríður Sveinsdóttir Mér líst vel á hvað Alþýðuflokkur- inn ætlar að gera til nýsköpunar fyrir ungt menntafólk. Hrönn Hrafnsdóttir Alþýðuflokkurinn er eini stjórn- málaflokkurinn sem þorir að stefna til framtíðar - til Evrópu. Steinn Eiríksson Alþýðuflokkurinn og ráðherrar hans hafa staðið sig með afburð- um vel í ríkisstjórn undanfarin átta ár. Mér hefur litist sérstaklega vel á aðgerðir í þágu iðnaðarins. Vilberg Friðrik Ólafsson Alþýðuflokkurinn er eini flokkurinn sem býður uppá raunverulega val- kosti fyrir ungt fólk. Auk þess er ungliðahreyfing hans yfirburða- samtök. ■ Magnús Árni Magnússon heimspekinemi skipar 4. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Stefán Hrafn Hagalín settist niður með frambjóðandanum í gærkvöldi og ræddi við hann um landsins gagn og nauðsynjar - og Ijóð... Og Ijóð... „Hver dáð, sem maður- inn drýgir, er draumur um Konu ást" Magnús Árni Magnússon: Ég held að allir sem málið þekkja séu sam- máia um að unga kynslóðin í Alþýðufiokknum hafi sjaldan eða aldrei verið eins sterk. Við erum mörg, við erum ákveðin og ráðin í að láta til okkar taka. A-mynd: E.ÓI. „Ungir jaftiaðarmenn lögðu ofur- áherslu á að fá sína fulltrúa ofarlega á lista víðsvegar um landið. Þá urðu þeir að gjömýta sitt reyndasta fólk. Hér stend ég og get ekki annað, guð hjálpi mér amen,“ segir Magnús Arni Magnússon heimspekinemi sem skipar 4. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Magn- ús Ami er 27 ára gamall, yngsti son- ur hjónanna Magnúsar Bærings Kristinssonar fyrrverandi skólastjóra og Guðrúnar Sveinsdóttur sérkenn- ara. Hann er giftur Sigriði Björk Jónsdóttur sagnfræðinema og býr með henni í fallegu timburhúsi við Grettisgötu. Magnús Ami er bjartur yfirlitum og glaðhlakkalegur, útskei- fur, hrifnæmur og opinn fyrir nýj- ungum. Hann hefur reynt eitt og ann- að; hluti sem spanna allt frá for- mennsku nemendafélags Fjölbrauta- skólans í Breiðholti og leiklistamámi til hljóðlátrar iðkunar andlegra fræðistarfa og náms í Söngskólan- um. Umfram allt þetta er náungi sem veit lengra nefi sínu og var ekki fæddur í gær. Þú byrjaðir ungur að skipta þér af stjórnmálum. „Eg byijaði þegar ég fékk kosn- ingarétt, við átján ára aldurinn. Ég gekk í Félag ungra jafnaðarmanna í Kópavogi í kringum sveitarstjómar- kosningamar 1986. Það hefur sjálf- sagt haft sín áhrif að bróðir minn, Kristinn O. Magnússon, var í fram- boði fyrir Alþýðuflokkinn og varð fyrsti varabæjarfulltrúi og sfðar bæj- arfulltrúi þegar Rannveig Guð- mundsdóttir fór á þing. Hann dró sig síðan að mestu út úr stjómmála- vafstrinu, en eftir sat ég, pikkfastur í netinu." Og á þig hlóðst væntanlega ótölulegur fjöldi af embættum... „Ég hef löngum verið mikil fé- lagsvera og má varla detta inná fund neinsstaðar án þess að vera kosinn í stjóm, nefnd eða einhver leiðindi. Með ámnum hefur maður orðið að taka sig á og læra að velja og hafna. Innan hreyfingar ungra jafnaðar- manna var ég formaður utanríkis- málanefndar um fjögurra ára skeið, síðan varaformaður og loks formað- ur á síðasta ári. Þá ákvað ég að láta af embættum innan sambandsins, en læstist svo inni í ffamboðsmálum flokksins, þar sem ungir jafnaðar- menn lögðu ofuráherslu á að fá sína fulltrúa ofarlega á lista víðsvegar um landið. Þá urðu þeir að gjömýta sitt reyndasta fólk. Hér stend ég og get ekki annað, guð hjálpi mér amen.“ Er þetta ekki góður tímapunkt- ur í viðtalinu til að fara með svo- sem einsog eitt ljóð? ,Jú, hér er eitt eftir Stefán frá Hvítadal sem heitir Þér konur: Þér konur, sem hallimar hœkkið og hefjið mannanna sonu, hve Eysteins Lilja er innjjálg afást hans til jarðneskrar konu. Þér hœkkið vort andlega heiði, uns himnamir opnir sjást. Hver dáð, sem maðurinn drýgir, er draumur um konu ást. Var þetta ekki ágætt?" Aldeiiis fínt. Aftur að pólitík- inni: Ég heyri að utanríkismálin hafa fengið sitt pláss í þínu lífi. Liggja þar helstu áhugasviðin? ,Já, ætli það megi ekki skilgreina mig einhvem veginn á þann hátt ef menn endilega vilja." Menn endilega vilja... „Þá má hinsvegar ekki gleyma því að tenging okkar við Evrópu er eitt- hvað miklu meira en utanrikismál. Hún er miklu frekar lífsspurs- mál. Um daginn var ég á fundi með fulltrúum annarra stjómmála- floka og þar var einn aðilinn sem lá mér sér- staklega á hálsi fyrir að tala allan tímann um Evrópusambandið og koma aldrei til íslands, eins og hann orðaði það. En Evrópusam- bandsmálið er nú einu sinni eins íslenskt og það getur orðið. Það snýst um það hvort við Islendingar viljum skipa okkur í ffemstu röð evrópskra lýðræð- isríkja eða ekki. Það snýst um h'fsafkomu okkar hér á landi á 21. öldinni, það snýst um atvinnutækifæri ffam- tíðarinnar, að bjóða best menntuðu kynslóð fslandssögunnar, ungu kynslóðinni í dag, upp á störf á íslandi við sitt hæfi. Það snýst um að fá hingað til lands vel launuð störf. Ég elska Island og vil hvergi annarsstaðar búa. Þess- vegna er það skylda mín sem Islendings að berjast fyrir því að ég og rrn'n kynslóð höfum eitthvað hingað að sækja þegar við ljúkum okkar námi.“ Nú hefur verið mikið rætt um að ís- land græði svo og svo mikið við inngöngu og komist í allskonar digra sjóði án þess varla að þurfa koma með krónu á móti. Ætlar ísland að fara inn í Evrópusam- bandið einsog einhver betlikerling? „Ég vil helst af öllu að íslendingar taki þátt í alþjóðasamstarfi á jafnréttisgrundvelli. Við myndum þurfa að greiða eitthvað til Evrópu- sambandsins eins og allar aðildar- þjóðir. Einhveijir íslendingar, eins og bændur, listamenn og menningar- stofnanir myndu vafalaust fá ýmsa styrki, en gróði íslenskra heimila yrði mestur, því það er fyrirliggjandi að strax á fyrsta degi aðildar myndi matvælaverð lækka um 35 til 40 pró- sent. Gróðinn yrði líka sá að landið yrði fýsilegri kostur til fjárfestinga, þannig að hér myndu skapast fleiri vel launuð störf. Við verðum engin betlikerling, síður en svo.“ Ykkur ungum jafnaðarmönn- um hefur orðið tíðrætt um að tengingin við Evrópu séu jafn mikilvæg í menningarlegu tilliti og efnahagslegu. „Já, það er rétt að okkar rök eru fyrst og fremst menningarleg. Við erum Evrópuþjóð og við viljum eiga samleið með öðrum slíkum. Við telj- um að íslenska þjóðin sé mikilvægur kafli í því tónverki sem evrópsk saga og evrópsk menning er. Við höfum varðveitt betur en flestar þjóðir arf- leifð hinnar fomgermönsku þjóðar og án hennar væri Evrópa fátækari en hún er. Evrópusambandið leggur mikið upp úr fjölbreytni álfunnar og margbreytileika. Við höfum mikið að gefa og einnig mikið að þiggja." Er mikil starfsemi meðal ungra jafnaðarmanna þessa dagana? „Ég held að allir sem málið þekkja séu sammála um að unga kynslóðin í Alþýðuflokknum hafi sjaldan eða aldrei verið eins sterk. Við emm mörg, við eruin ákveðin og ráðin í að láta til okkar taka. Enda skynjar unga fólkið hve brýnt það er að sá boð- skapur sem jafnaðarmenn hafa fram að færa fái að heyrast og hafa áhrif og leiða okkur inn í nýja öld.“ Hvernig á ungt fólk að taka af- stöðu samanber samnefnt átak? „Ef ungt fólk kynnir sér málin for- dómalaust, þá er óttast ég ekkert fyr- ir hönd okkar jafnaðarmanna. En það er annað sem er brýnna. Stjóm- málaflokkur er ekkert annað en fólk- ið sem í honum er. Jafnaðarstefnan rímar við það sem stór hluti ungs fólks trúir á. Það verður að ganga til liðs viðjafnaðarstefnuna, þvf jafnað- arstefnan getur ekki gengið til liðs við neinn. Hún er hugsjón og um hana er til gamall flokkur með síung- ar hugmyndir. Það er flokkur sem hlustar. Auðvitað er enginn flokkur þannig gerður að menn geti verið sammála öllu sem hann segir og sátt- ir við alla í honum. Það væri þá al- deilis heilaþvottur sem færi þar fram. Alþýðuflokkurinn er ekkert annað en tæki þeirra sem aðhyllast jafnað- arstefnu til að breyta þjóðfélaginu. Þetta er lýðræðislegur llokkur og þar breyta ntenn og vinna á grundvelli lýðræðisins, þess sem gefur okkur nafn sitt í erlendum tungumálum, sósíal-demókratí og okkur íslensk- um jafnaðarmönnum gælunafn: krati." Stefnir þú einsog flestallir hinir ungpólitíkusarnir á að verða at- vinnupólitíkus eða embættismað- ur? „Ég stefni nú að því einu að jafn- aðarmenn vinni sigur áttunda apríl. Þá taka prófin í Háskólanum við. Ég klára heim- spekina í vor eða í haust. Svo langar mig til útlanda í ífekara nám. Nema ég detti inn á þing. Þá mun ég berj- ast fyrir stefnumálum nýrrar kynslóðar jafn- aðarmanna á þeim vett- vangi. Evrópumálin eru þar sýnu brýnust, sem lykill að lausn annars vanda.“ Nú hefur síðasta kjörtímabil verið erf- itt fyrir Alþýðuflokk- inn. Hann hefur með- al annars verið ásak- aður fyrir spillingu. Af hverju? Hvað gerðist? „Alþýðuflokkurinn er ekki spilltari stjóm- málaflokkur en hinir og til muna skárri ef málið er skoðað fordóma- laust. Það sem forysta flokksins talar stundum um sem helsta kost hans, það að hann sé ekki bundinn á klafa neinna sérhagsmuna, er einnig hans helsti veik- leiki. Hann á sér enga öfluga málsvara úti í þjóðfélaginu aðra en flokksmenn sjálfa. Þess vegna liggur þessi valdamikli og skeleggi stjómmálaflokkur svo vel við höggi og engir þjóðfélagshópar tala máli hans þegar illa viðrar. Þess vegna verður líka erfiðara fyr- ir flokkinn að réttlæta það þegar hann misst- tígur sig. Flokkar eins og Framsóknarflokkur- inn og Sjálfstæðis- flokkurinn hafa vísað til málefna eins og byggðastefnu, stuðn- ings við bændur og að- stoðar við sjávarútveg- inn eða að þeir séu að renna stoðum undir nýja atvinnuvegi, þegar þeir eru í raun að afhenda gæludýmm sínum og flokksgæðingum millj- arðatugi af almannafé. Þessi gælu- dýr, sem oft hafa öflug hagsmuna- samtök að baki sér, tala svo til stuðn- ings óráðsíunni eins og þeir eigi lífið að leysa. Þetta slær ryki í augu lands- manna sem er auðvitað vel við bændur, sjómenn og nýja atvinnu- vegi, og því sjá þeir ekki í gegnum blekkingarvefinn. Þetta er hin raun- vemlega spilling sem jafnaðarmenn em að berjast við og vegna þess að gríðarlegir hagsmunir gæludýranna em í húfi, er ekkert tækifæri látið ónotað til að koma höggi á Alþýðu- flokkinn." Hver eru helstu sóknarfæri flokksins í kosningunum? „Við megum ekki láta huglausa stjómmálamenn annarra flokka svæfa það mikilvæga mál sem ffam- tíð íslands í alþjóðlegu samhengi er. Þar munum við beita okkur og þar liggja sóknarfærin." Þetta var svo ágætt Ijóð hjá þér áðan lumarðu ekki á fleiri slíkum? „Nei. Nú er nóg kontið. Slepptu mér.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.