Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 12
12 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 17.-19. MARS 1995 Kristján Emil Jónasson Af því aö Fríða frænka er í fram- boði fyrirflokkinn. Örn Úlfar Sævarsson Vegna víðsýnnar utanríkisstefnu Alþýðuflokksins. Sigurður Orri Jónsson Á framboðslistum flokksins má finna frambærilegasta fólkið. Hreinn Hreinsson Af því ég vil geta lifað í nútíman- Júlía Jóhannesdóttir Alþýðuflokkurinn er eini flokkurinn sem býðurfólki upp á raunveru- lega framtíðarsýn. Nú og líka af því að Fríða er í framboði. Ólafur Lárusson Ég er harður lýðræðissinni í pólít- ík. Það ríkir bágborið ástand á at- vinnumarkaðnum og í því sam- bandi vil ég benda á atvinnuleysi hreyfihamlaðra og fatlaðra. Við verðum að stefna að góðu at- vinnulífi. Gunnar Alexander Ólafsson Ég vil að ísland sé þátttakandi í al- þjóðlegu samstarfi í stað þess að vera einangrað fyrirbæri norður í Ballarhafi. ■ Ásta B. Þorsteinsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri og formaður Þroskahjálpar, skipar 3. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík. í samtali við Stefán Hrafn Hagalín ræðir hún um heilbrigðismálin, velferðarkerfið og ísland í Evrópu r „Island verður fremst meðal jafningja í Evrópusambandinu" - þar sem við stöndum gríðarlega vel til dæmis hvað varðar gæði þeirrar heilbrigðisþjónustu sem við veitum, segir Ásta. „ísland á að ganga í Evrópu- sambandið hnarreist og án betlistafs og láta til sín taka sem forystuafl. Við höfum af miklu að miðla." Ásta B. Þorsteinsdóttir: Sú reynsla sem ég hef fengið í starfi mínu, í baráttunni fyrir bættum lífskjörum dóttur minnar og sem formaður Þroskahjáipar hefur reynst mér mjög mikilvæg. Þrátt fyrir að málefni fatlaðra hljómi ef til vill sem sértækur málaflokkur þá er það nú svo, að þau spanna gífurlega stórt svið. A-mynd: E.ÓI. „Ég er þess fullviss að okkar sýn á velferðarkerfið og okkar vinnubrögð hvað það snertir er eitthvað sem fiillt erindi á í umræðuna í Evrópu í dag,“ segir Asta B. Þorsteinsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri og formaður Þroskahjálpar, sem skipar 3. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Hún er gift Ástráði B. Hreiðarssyni lækni og eiga þau þijú böm, Amar 27 ára, Asdfsi Jennu 25 ára og Þorstein Hreiðar 19 ára. Ásta er fædd og uppalin í Verkó í Vestur- bænum, dóttir Ásdísar Eyjólfsdóthir og Þorsteins Þorsteinssonar. Þetta er gáfuð og heillandi kona með afslapp- aða og sjálfsörugga framkomu þess sem ekki lætur slá sig útaf laginu - hvað sem á gengur. Asta ber það ut- an á sér að vera skelegg og hörð í hom að taka, enda er það kannski ekki að furða sé litið á feril hennar sem felur meðal annars í sér erilsamt starf hjúkmnarfræðings, hjúkmnar- framkvæmdastjóra og formanns sex þúsund manna samtaka í átta ár. Við þessa reynslu bætist síðan 25 ára bar- átta hennar fyrir mikið fatlaða dóttur. Tiltölulega nýkomin í víglínu ís- lenskra stjórnmála situr þú í þriðja sæti jafnaðarmanna í Reykjavík, afliverju? „í fyrsta lagi hef ég áhuga á að taka þátt í stjómmálum vegna þess að ég tel, að á þann hátt geti maður best haft áhrif á þau málefni sem manni em helst hugleikin. I öðm lagi hef ég unnið náið í gegnum árin með ýmsum stjómmálamönnum og fólki sem starfar innan hins félagslega geira og úr þeim herbúðum fékk ég mikla hvatningu. Það var þessi stuðningur sem gerði gæfumuninn fyrir mig og ég ákvað að gefa kost á mér í þetta sæti. Þau málefni sem mér em sérstaklega hugleikin em málefni fatlaðra - það kom upphaf- lega til vegna dóttur minnar - og heilbrigðismál sem ég hef um ára- tugaskeið unnið við. Inní þessa málaflokka blandast síðan velferðar- mál á borð við uppeldis- og mennta- mál og ekki síst áhuginn á að hlúa að og bæta stöðu fjölskyldna á Islandi. Þetta em málaflokkar sem ég tel mig hafa allgóða þekkingu á, sé ágætlega hvað má bæta þama og veit býsna vel af eigin raun hvar skóinn krepp- ir.“ Þegar maður lítur yfir starfsfer- il þinn er Ijóst að þú kemur vel brynjuð og með gott veganesti inní stjórnmálin... „Sú reynsla sem ég hef fengið í starfi mínu, í baráttunni fyrir bættum lífskjömm dóttur minnar og sem for- maður Þroskahjálpar hefur reynst mér mjög mikilvæg. Þrátt fyrir að málefni fatlaðra hljómi ef til vill sem sértækur málaflokkur þá er það nú svo, að þau spanna gífurlega stórt svið. Ég hef þurft að setja mig mjög vel inní þessi mál og kem því reiðu- búin til í baráttuna." Hvemig líkar þér veran í röðum framvarðasveitar jafnaðar- manna? ,Ááér líður mjög vel þarna. Ég er ekki framapotari og það era ýmsar stórar ástæður fyrir því, að ég valdi Alþýðuflokkinn sem minn stjóm- málavettvang. Þar fann ég hljóm- gmnn fyrir mín viðhorf og mínar hugsjónir: lífssýn jafnaðarmanna er lífssýn mín. Mér finnst Alþýðuflokk- urinn í dag vera bjartsýnt og jákvætt stjómmálaafl og það sem mér fellur best við hann er að þar er litið raun- sæjum augum á málefnin og stefna mótuð samkvæmt því. Þama er ekki að finna neinar skýjaborgir. Raun- veruleikatengingin er mér afar áríð- andi þáttur í störfum og stefhu flokksins. Að sjálfsögðu er ekki ann- að hægt en að horfast í augu við þá staðreynd, að við höfum verið að fara í gegnum erfiðleikatímabil - aflabrestur og svo framvegis - en mér finnast jafnaðarmenn hafa tekið á vandamálunum með mikilli skyn- semi og neytt hvers færis sem gafst til að rétta af kúrs þjóðarskútunnar og stefna henni til framtíðar. Við stöndum frammi fyrir því í dag, að nauðsynlegt er að stokka upp vel- ferðarkerfið og taka til gagngerrar endurskoðunar svo nást megi fram spamaður og aðhald á öllum sviðum. Ef ekki verður gripið rösklega í taumana gæti annars komið til þess að kerfið hreinlega hrynji vegna sjálfvirkrar útgjaldaþenslu. Ekkert kerfi er svo heilagt og fullkomið að það þoli ekki yfirhalningu og upp- færslu til nútímans." Ýmsir forystumenn Alþýðu- flokksins hafa sagt að lengi megi hagræða enn innan kerfisins áður en það fari að bitna á heiisu fólks og grunnþjónustu. Ertu sammála þessu? , Já, og ég hef ákveðnar skoðanir á því hvemig megi framkvæma þessa hagræðingu. Þar er komið beint inná mitt starfssvið sem hjúkmnarfram- kvæmdastjóra því ég hef einmitt þurft að takast á við þessi vandamál frá fyrstu hendi og unnið mína vinnu samkvæmt þeim spamaði og hag- ræðingaraðgerðum sem fyrir liggja. Ég starfa nú á endurhæfingardeiid Landspítalans þar sem áður hét Kópavogshæli, þar vinna 180 manns og það kentur í minn hlut á þessum deildum að halda utanum fjármálin. Ég hef einnig starfað á Kvennadeild Landspítalans." Ertu þá send sérstaklega á milli til að stjórna aðhaldsaðgerðum? „Það hentar mér allavega ekkert illa að standa í þessum erfiðu verk- um, en við hjúkranarfræðingamir höfum vitaskuld skipt með okkur verkum og haldið utan um ákveðin svið. Það er síðan verið að breyta ýmsu í stjómskipulagi spítalans." Er það hollt fyrir stofnanir að hafa hreyfanlega yfirmenn sem færa með sér ferska vinda og ný sjónarmið? „Ég held að það sé stjómendum gott og hollt að takast á við ný verk- efni í stað þess að staðna. Það er ein- ingunum mjög nauðsynlegt að fá inn nýtt fólk til að vinna störf þar sem stöðugt þarf að endurmeta flesta þætti og skoða hvemig þeir mættu ef til vill fara betur.“ Þetta starf sem þú gegnir hljóm- ar cinsog sniðið fyrir einhverskon- ar hörkutól - öll þessi endurskipu- lagning og hagræðing..., ertu hörkutól? „Ég er nú varla rétta manneskjan til að dæma um það. Ég er hinsvegar vön að vinna og finnst skemmtilegt að takast á við svona erfið verkefni. Sérstaklega hef ég gaman af því sem ég er að gera núna þar sem ég sam- eina tvö stór ástríðumál mín. I fyrsta lagi er ég hjúkmnarfræðingur og hef gaman af því að axla þá ábyrgð sem í stjómunarstörfunum felst. En í öðra lagi er ég líka að takast á við málefni fatlaðra og er um þessar mundir að starfa ásamt frábæm fólki að því að breyta þama um starfsemi; gefa því fólki sem hefur átt sitt heimili þama - kannski alla sína ævi - tækifæri til að eignast nútímaheimili og flytjast þaðan á brott. Við emm að upplifa mjög athyglisverða hluti þama í fyrsta sinn, að áform og ákvarðanir og áform sem hafa legið fyrir um þriggja ára skeið án þess að fá braut- argengi em að verða að vemleika. Á ámm áður vom sólarhríngsstofnanir eina úrræðið sem bauðst fyrir fatlaða og þroskahefta, en áherslur breyttust og það var farið að skapa sambýli og önnur fijálsari úrræði. Sólarhrings- stofnanir fyrir þennan þjóðfélagshóp em orðnar gamaldags og hætt að byggja slíkar upp. Allsstaðar í kring- um okkur em menn að leggja stofn- anir af þessu tagi niður því þær sam- ræmast ekki nútímaviðhorfum um líf fatlaðra. ísland er í raun mjög aftar- lega á merinni að vera byija á þessu fyrst núna. Við emm að bjóða fötluð- um og aðstandendum þeirra nýtt líf og ég er glöð að fá að taka þátt í að stíga þessi framfaraskref.“ Og þú segir að íslendingar byrji seint á þessu verki miðað við aðrar þjóðir? „Svíar hafa í mörg ár verið að leggja niður þessar stofnanir og Bandaríkjamenn sömuleiðis. Danir em einnig komnir vel á veg og Finn- ar hafa jafnvel lagt niður nýlegar stofnanir. Á Islandi hefur þetta ekki verið gert nema á Akureyri þar sem tekin var ákvörðun um að Sólborg yrði lögð niður. I dag er síðan búið að gera samning um það að Háskól- inn á Akureyri yfirtaki húsnæði Sól- borgar. Þar má reyndar sjá dæmi um hvemig tveir aðilar innan kerfisins hagnast á endurskipulagningunni." Hefur verið gert nóg af því að leita samráðs við stjórnendur í heilbrigðiskerfinu? „Ég tel að lengi megi bæta sig í þeim efnum. Hjúkmnarfram- kvæmdastjórar og aðrir stjómendur í heilbrigðiskerfinu búa til dæmis yfir mikilli reynslu og þekkingu á mál- efnum deilda sem undir þá heyra. Það má ekki vanmeta það, að starfs- fólkið sem vinnur útá akrinum hefur af miklu að miðla. Samráð er geysi- lega mikilvægur hlekkur í þessu ferli.“ Hvað með önnur málefni vel- ferðarkerfisins? „Ég vildi gjaman láta til mín taka eitt málefni sem mér hefur fundist hafa lent útí kanti, en það eru málefni aldraðra. Ég tel það gríðarlega brýnt að öldruðum borgumm verði gert það kleyft - með öflugri heimahjúkr- un og þjónustu - að dvelja sem allra lengst á heimilum sínum. Miklu máli skiptir, að önnur úrræði þegar heim- ili fólksins sleppir feli í sér minni einingar en þessar stóm og óheimil- islegu stofnanir sem tíðkast í dag. Elliheimilin eiga að minnka til mik- illa muna og jafnvel að stefna að sambýlisforminu þar sem veitt yrði ákveðin stuðningsþjónusta." Kostnaðarhlutdeild sjúklinga. Nokkur orð um hana? „Ég tel að við getum ekki farið mikið lengra í þeim efnum og þá er ég að tala um allan þorra almennings sem maður þarf að gæta hagsmuna fyrir. Margar fúllyrðingar hafa verið settar fram um þessi mál og mér finnst athyglisvert í þessu sambandi að líta á Dani sem áður höfðu heil- brigðiskerfi á heimsmælikvarða - kerfi þar sem enginn þarf að greiða krónu - en hafa nú dottið niður í átj- ánda sæti yfir þær þjóðir sem státa af mestum gæðum heilbrigðisþjónustu. Danir hafa verið seinir að taka upp hjá sér nýjungar og hafa hliðrað sér hjá því að framkvæma umbætur á kerfinu; endurskoðun sem vissulega er alltaf þörf á þessu sviði. Utkoman er sú, að Danir horfa fram á sjálf- virka útgjaldaaukningu og kerfi sem illmögulegt er að stjórna. Þessu þurf- um við Islendingar að vara okkur á.“ Nú langar mig aðeins að skipta um gír og spyrja þig um hvar þú sjáir sóknarfæri Alþýðuflokksins liggja í komandi kosningum? „Sérstaða Alþýðuflokksins felst að mfnu mati í því, að flokkurinn er mjög skýra framtíðarsýn og hún er afar raunsæ. Persónulega er ég mjög mikill Evrópusinni og er því afar upptekin af þeim þætti framtíðarsýn- arinnar. Um nokkurra ára skeið hef ég tekið virkan þátt í Norðurlanda- samstarfinu og þar hefur maður fundið hvemig vindamir blása. Ég get ekki neitað því að maður hefur á stundum verið hálf einmana og átt erfitt komandi frá landi þar sem Evr- ópusammninn var ámm saman heil- ög kýr sem ekki mátti ræða - og má varla enn. Það hefur oft verið erfitt fyrir mig sem íslending að fóta mig þama inni.“ Hvað er það sem heillar þig svona við Evrópusambandsum- ræðuna? „Ég hef kannski nokkuð aðrar áherslur í Evrópumálunum en marg- ir aðrir: Þrátt fyrir að ég skilji vel og gangist undir hinar efnahagslegu röksemdir, þá held ég að það sé allt- of lítið um það talað að önnur verð- mæti em einnig í húfi. Ég skil til dæmis ekki hvers vegna menn gleyma því á hverju Evrópuhugsjón- in gmndvallaðist í upphafi, friðar- hugsjóninni. Þetta hafa menn lagt til hliðar í umræðunni um efnahagsmál- in. I Evrópusamstarfinu em einnig fjölmörg verkefni á mennta-, menn- ingar- og félagslega sviðinu sem þarfnast brýnnar umræðu og gætu að mörgu leyti skipt sköpum fyrir okkur íslendinga að tengjast. Þessir hlutir hafa einnig farið dálítið fyrir bí í um- ræðunni. Eg horfi til dæmis á um- fangsmikil verkefni á sviði mennta- mál og félagslegra mála á borð við málefni fatlaðra." Eru Islendingar þá að sleppa heilu köflunum útúr Evrópuum- ræðunni? ,Já, við emm til dæmis alltaf að tala um hvað við getum fengið útúr inngöngu í Evrópusambandið, en ekki hvað við getum lagt á vogar- skálamar. Ég er þess fullviss að okk- ar sýn á velferðarkerfið og okkar vinnubrögð hvað það snertir er eitt- hvað sem fullt erindi á í umræðuna í Evrópu í dag. Norðurlöndin eiga saman mikinn möguleika á að hafa varanleg áhrif til framfara í velferð- armálum í álfúnni. Island verður fremst meðal jafningja í Evrópusam- bandinu og er þannig í þriðja eða fjórða sæti yfir þær þjóðir í heimin- um sem státa af mestum gæðum heilbrigðisþjónustu. Island á að ganga í Evrópusambandið hnarreist og án betlistafs og láta til sín taka sem forystuafl. Við höíúm af miklu að miðla.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.