Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 3
HELGIN 7. -10. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Umsagnir Arnórs Benónýssonar og Sæmundar Guðvinssonar um leiksýningar Þjóðleikhúsið Þrek og tár Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson Leikstjóri: Þórhallur Sig- urðsson Það er hvergi veikur hlekk- ur í þeirri keðju leikara sem flytur okkur Þrek og tár. Af hálfu höfundar eru persónur leiksins ekki allar dregnar skýrum dráttum en leikararnir fylla upp í þær eyður á snilldarlegan hátt. Þórhallur Sigurðsson leikstjóri og hans lið ná miklu út úr gloppóttu leik- verki og sýningin í heild er hin besta kvöldskemmtun. SG Sannur karlmaður Höfundur: Tankred Dorst í samvinnu við Ursulu Ehler Leikstjóri: María Kristjáns- dóttir Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk Fernandos Krapp og gerir það lista- vel. Þó ungur sé hefur Ing- var sannað að hann er einn örfárra ungra leikara sem getur kallast stórleik- ari. Júlía, eiginkona Krapps, er leikin af Hall- dóru Björnsdóttur og tekst henni af miklu öryggi að skapa persónu sem geng- ur í gegnum miklar hremmingar. Samleikur Ingvars og Halldóru er næg ástæða til að láta ekki þessa sýningu fram hjá sérfara. ab Kardemommubærinn Höfundur: Thorbjörn Egn- er Leikstjóri: Kolbrún Hall- dórsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir leikstýrir sýningunni og ferst það afar vel úr hendi. Sýningin er stílhrein og öguð en ólgandi af létt- leika og lífi. Unnin af vand- virkni og alúð út í smæstu smáatriði. Glæsileg leik- sýning sem er aðstand- endum sínum og Þjóðleik- húsinu til sóma. ab Glerbrot Höfundur: Arthur Miller Leikstjóri: Þórhildur Þor- leifsdóttir Hér er verið að flytja sögu, episkan skáldskap og það er gert án allra hunda- kúnsta. Leikararnir Ijá per- sónunum sál og hold en reyna ekki að trana sér fram fyrir skáldskapinn og leikstjórinn virðist ekki búa yfir neinni löngun til að sýna færni sína eða halda athygli áhorfenda með ódýrum trikkum, skáld- skapurinn ríkir hér einn. Fleynsla og færni allra að- standenda blómstrar og skilar heilsteyptu og meitl- uðu verki farsællega í höfn. ab Canon Prima AF-7 Sjálfvirkur fókus, flass og filmu- færsla. Jólaglaðningur: Borðþrífótur og hulstur Canon Prima Junior DX Sjálfvirkt flass og filmufærsla. Jólaglaðningur: Hulstur fylgir. Canon rima Mini Sjálfvirkur fókus, filmufærsla og fullkomið flass. Mjög nettí vasa. Jólaglaðningur: Borðþrífótur og hulstur Sjónaukar Mikið úrval af sjónaukum. HANN SMELLTI I PAKKA MYNDAVEL OG PABBA LÉT FÁ. Canon UC8 Hi Myndbandstökuvél ársins íEvrópu 1995-96. Fékk 10 í einkunn í „What Video". Taska fylgir. Myndbandstökuvélarfrá 69.900 kr. Canon Prima Super28V Compact myndavél ársins í Evrópu 1995-96. Jólaglaðningur: Borðþrífótur og taska með hólfi fyrir filmur og rafhlöður fylgir Zoom vélarfrá 16.990 kr. Jólafilman Þrjár 24 mynda Kodak Gold 400 filmur ítilboðspakka. 3 á verði 2 Canon EOS 500 með 35-80 mm iinsu. Mjög fullkomin með innbyggðu flassi. Léttasta SLR vélin á markaðnum. Jólaglaðningur: ítarleg bók um Ijósmyndun. Rammar Einstaklega glæsilegt úrval af fallegum römmum í öllum stærðum Jólaglaðningur fylgir öllum myndavélum (sjá texta við hverja myndavél). Jafnframt fylgja leiðbeiningar á íslensku. |‘SW I -/ VERSLANIR: BANKASTRÆTI 4, AUSTURVERI, LAUGAVEGI 82 GLÆSIBÆ, LAUGAVEGi 178, KRINGLUNNI, HÓLAGARÐI, HAMRABORG 5, HVERAFOLD 1-3, LYNGHÁLSI, SELFOSSI. HaníPetemen STOFNAÐ 1907 GÆÐI ERU OKKUR HUGLEIKIN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.