Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 15
HELGIN 7. -10. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15 Pocahontas ræðir erfiðleika ást- arinnar við föður sinn. og góðri leikstjórn Richard Donn ers (Lethal Weapon). Gullauga Gullauga er jólamynd hjá bæði Háskólabíó og Sambíóunum. (Sjá Háskólabíó) Pocahontas Þetta er nýjasta langa teiknimynd- in frá Walt Disney kvikmyndafyrir- tækinu. Hún segirfrá ævintýrum indjánaprinsessunnar Pocahontas og enska landnemans John Smith. Að sjálfsögðu verður þessi stórglæsilega teiknimynd sýnd með vandaðri íslenskri talsetningu þarsem margir af virtustu leikurum þjóðar- ; innar Ijá persónunum raddir ; sýnar. Meira um gæludýra- spæjarann Önnur kvikmyndin um gæludýraspæjarann Ace Ventura er ein vinsælasta mynd ársins erlendis og er ekki að sökum að spyrja þegar gamanleikarinn Jim Carrey er annars vegar. Háskólabíó Gullauga Nýjasta James Bond mynd- in Gullauga, verðurfrum- sýnd 15. desemþer í Há- skólabíói og Sambíóunum. Að þessu sinni er það leik- arinn Pierce Brosnan, sem fer með hlutverk ofurnjósn- arans. Með önnur hlutverk í myndinni fara Sean Bean, Robbie Coltrane, Joe Don Baker, Samantha Bond leikur Miss Money- penny, Judi Dench er M, Desmond Llewellyn er Q sem fyrr og nýju Bond stúlkurnar heita Izabella Scorupco og Famke Janssen. Hér er allt eins og það á að vera, glæsilegar konur, magnaðar tæknibrellur og illmenni frá Rússlandi. Leikstjóri myndarinnar er Martin Campbell og hún er framleidd af Michael G. Wilson og Barbara Brocc- oli. Presturinn Presturinn eftir leikstjórann Antoniu Bird með Linus Roche í aðalhlutverki er ein af jólamyndum Háskóla- bíós. Myndin segirfrá ung- um kaþólskum presti sem , lendir í mikilli siðferðis- Presturinn á í sálarstríði. klemmu þegar eitt sóknarbarna hans trúir honum við skriftir fyrir því að faðir hennar misnoti hana kynferðislega. Myndin olli miklum úlfaþyt þegar Miramax fyrirtækið frumsýndi hana í Bandaríkjunum þar sem íhaldssöm trúfélög for- dæmdu hana. Hún hefur hinsveg- ar notið gríðarlegra vinsælda víða um heim, er til dæmis vinsælasta mynd ársins í heimalandi páfans, hinu rammkaþólska Póllandi. Að vanda koma fagrar konur en hættulegar við sögu hjá 007. Carrington Á annan í jólum frumsýnir kvik- myndahúsið myndina Carrington með Emmu Thompson í aðal- hlutverki. í kringum fyrri heims- styrjöldina fóru listamenn og bó- hemar í London að láta æ meira bera á andúð sinni á því Viktor- íanska siðferði sem ríkt hafði ára- tugum saman í Englandi. Mynd- listarkonan Dóra Carrington var ein af þeim og ástarsamband hennar við skáldið Lytton Strachey er ein af sérkennilegustu og Ijúfs- árustu ástarsögum sem brugðið hefur verið upp á hvíta tjaldið. Leikskáldið Christoper Hampton skrifaði handritið og þreytir auk þess frumraun sína sem leikstjóri. Handrit hans var verðlaunað á Cannes hátíðinni síðastliðið vor auk þess sem Jonathan Pryce varvalinn þesti leikarinn á hátíð- inni fyrir ógleymanlega túlkun sína á hinum einstæða Strachey. Saklausar lygar Síðastliðinn föstudag frumsýndi Háskólabíó Saklausar lygar. Mynd- in gerist á umbrotatímum í Evr- ópu. Lögreglumaðurinn Alan Cross yfirgefur konu sína og fer til Frakklands til að vera viðstaddur jarðarför besta vinar síns. Þar kynnist hann fjölskyldu sem býr yfir ískyggilegum leyndarmálum. Á yfirborðinu lýtur allt vel út en spillingin teygir sig aftur um marg- ar kynslóðir þar sem morð, eitur- lyfjavandamál og fasismi leynast. Með aðalhlutverk fara Stepen Dorff, Gabriella Anwar og Adri- an Dunbar. Leikstjóri er Patrick Dewolf Ólafur Ólafsson landlæknir lauk læknanámi fyrir tæpum fjórum áratugum og hefur gegnt stöðu landlæknis síðan 1972. En hefði hann ekki sjálfur sinnt því að breyta skráningu sinni í Símaskránni til samræmis við breytingar á högum sínum, gæti hann enn haft þar starfsheitið læknanemi. Ólafur Ólafsson PÓSTUR OG SÍMI læknanemi! Símaskráin 1996 verður í einu bindi og mikil áhersla lögð á að hún innihaldi sem réttastar upplýsingar. Rétthafar síma - jafnt einstaklingar sem fyrirtæki - þurfa sjálfir að óska eftir öðrum breytingum en þeim sem orsakast af flutningi. Vinsamlegast athugið skráninguna og sendið inn breytingar ef með þarf hið fyrsta. Eyðublað er á blaðsíðu 21 í nafnaskrá Símaskrár 1995. Upplýsingar eru veittar í síma 550 6620 og faxnúmer er 550 6629. Rétt skal vera rétt! 1996 Eitt af því sem eftirvæntingu vekur á aðventunni eru jólamynd- ir kvikmyndahúsanna. Hér á eftir fer yfirlit um það sem helst er á döfinni hjá, Regnboganum, Sambíóunum og Háskólabíói. Skyldu það verða James Bond - jól Regnboginn Nine Months Jólamynd Regnbogans er Nine Months með þeim Hugh Grant og Julianne Moore í aðalhlut- verkum. Hér er á ferðinni róman- tísk gamanmynd er segir frá par- inu Samuel og Rebeccu sem í fimm ár hafa notið Ijúfa lífsins í San Francisco og alltaf litið á sam- band sitt sem fullkomið. En skyndilega verður þar breyting á. Auk þeirra Grant og Moore fara Robin Williams, Tom Arnolds og Joan Cusack með stór hlut- verk í myndinni.Chris Columbus er handritshöfundur, framleiðandi og leikstjóri. The City of Lost Children Ævintýramyndin The City of Lost Children, verður frumsýnd í Regn- boganum á næstunni. Höfundar og handritshöfundar eru Marc Caro og Jean Pierre Jeunet. Mynd þeirra Delicatessen var sýnd hér á landi fyrir nokkru. Myndin gerist í óþekktri framtíð og segir frá Krank sem er einmana og óhamingjusamur vegna þess að hann hefurglatað hæfileikanum til að dreyma. Hann tekur upp á því að ræna börnum og hafa í haldi hjá sér í þeirri von að á endanum finni hann upp aðferð til að kom- ast yfir drauma þeirra. Með helstu hlutverk fara, Mireille Mosse, Ron Perlman, Joseph Comar og Judith Vittet. A Walk in the Clouds Nýjasta mynd leikstjórans Alf- onso Arau A Walk in the Clouds kemur á tjaldið í Regnboganum fljótlega. Með aðalhlutverk í myndinni fer stórstjarnan Keanu Reeves en auk hans fara Aitana Sanchez-Gijon, Anthony Quinn og Giancarlo Giannini með stór hlutverk. Paul Sutton er nýkominn heim úr stríðinu þegar hann tekur að sér að leika eiginmann ungrar og stór- glæsilegrar dóttur vínekrueiganda. Tilgangurinn er að blekkja ráðrík- an föður stúlkunnar. Sambíóin Algjör jólasveinn Tim Allen fer á kostum í hlutverki Scott Calvins, mannsins sem yfir- stjórn Norðurpólsins hefur ákveð- ið að verði næsti jólasveinn. Þetta er myndin sem íbúar Pólsins vildu ekki að yrði gerð og myndin sem sannar í eitt skipti fyrir öll að sveinki er ekki finnskur, norskur eða sænskur. Algjör jólasveinn varein vinsæl- asta kvikmynd ársins í Bandaríkj- unum og kemur nú fyrir sjónir Evr- ópubúa um þessi jól. Launmor ðingj ar Sivester Stallone og Antonio Banderas eru kaldrifjaðir laun- morðingjar í þessari mögnuðu spennumynd. Stallone er bestur í faginu en vill hætta. Banderas er nýliðinn sem vill komast á toppinn og vill þess vegna Stallone feigan. Sþennumynd sem kemur verulega á óvart, byggð á snjöllu handriti James Bond gefur hvergi eftir í baráttunni við óvininn úr austri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.