Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 19
HELGIN 7. - 10. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIO 19 4- Hugljúf fjölskyldumynd: Sinatra í verndarfaðmi alræmdra mafíósa meðal annars Gregory De Palma, Salva- tore Spatola og Joe Gambino. Sinatra giftist í þriðja sinn um miðjan sjöunda áratuginn, leik- konunni Miu Farrow. Hann var tæplega fimmtugur, hún var nítján ára. Vinir hans hæddust opinber- lega að sambandinu. „Ég á viskí sem er eldra en Mia“, sagði Dean Martin. „Ff Frank giftist þessari eiga bömin hans eftir að segja Mamma Mia,“ sagði annar vinur." Fyrrverandi eiginkona, Ava Gardner, sem nú var orðin af- kastamikil fyllibytta, gaf sér tíma til að líla upp úr glasinu til að hreyta út úr sér svívirðingum um ungu eiginkonuna, sem hafði klippt hár sitt og var með drengja- koll. Ava sagði: „Ég vissi alltaf að Frank ætti eftir að lenda uppi í rúmi með litlum strák.“ Við vin sinn sagði Sinatra: „Mia er góð stelpa og ég er ein- mana“. Þegar vinurinn viðraði efasemdir sínar um að sambandið myndi endast henti Sinatra lampa á gólfið og öskubakka í glugga- rúðuna, hringdi síðan nokkur sím- töl og gekk frá væntanlegu brúð- kaupi. Frank og Mia giftust í kyrr- þey við undirspil af Strangers in the Night, nýjasta lagi Sinatra. Sonur Sinatra fékk fréttimar af giftingunni þar sem hann var á tónleikum í Florída og sagði við áheyrendur sína áður en hann söng lög sem faðir hans hafði gert fræg: „Ég ætla að helga föður mínum fimm mínútur af tíma mínum vegna þess, eins og hann sagði mér sjálfur á veikleika- stundu, þá er það nákvæmlega sá tími sem hann hefur gefið mér í samskiptum okkar.“ Hjónaband Sinatra og Miu Farrow entist í einhverja mánuði og hann skildi við hana vegna þess að hún var ekki reiðubúin til að fóma starfsframa fyrir hjóna- bandið. Hann giftist í ljórða sinn, og að því er virðist það síðasta, árið 1976, konu sem var fullkomlega sátt við að vera einungis eigin- kona Frank Sinatra. Meðal veislu- gesta í brúðkaupinu var Ronald Reagan, sem nú var orðinn einn nánasti vinur Sinatra. Tíu ámm áður hafði Sinatra sagt um Reagan af djúpri íyrirlitningu: „{ hvert skipti sem maður er í návist Reag- ans heldur hann ræðu og hann veit aldrei um hvað hann er að tala. Vandamál Reagans er það að eng- inn hefur viljað hafa hann í vinnu.“ hina stundina er hann ekki eins in- dæll.“Anthony Quinn tók máli listamannsins Frank Sinatra þegar hann sagði: „Ég er ekki sáttur við allt sem Frank gerir eða hvemig hann á til að koma fram við fólk, en sá sem syngur eins og hann getur ekki verið algjör óþokki“. En Marlon Brando, sem Sinatra kallaði venjulega „muldrarann" og oflofaðasta leikara tuttugustu aldar, komst kannski að skemmti- legustu niðurslöðunni um eðli söngvarans þegar hann sagði: „Ff ég á að lýsa persónuleika Franks Sinatra þá er hann þannig maður að þegar hann deyr og fer til himna þá á hann eftir að hella sér yfir Guð fyrir að hafa gert sig sköllóttan." ■ Kejmmgar I~felga ^jPjeturss „Blaðakonur eru hórur“ Á áttunda áratugnum var röddin óneitanlega farin að gefa sig, en Sinatra lifði á fomri ffægð og ferðaðist um heiminn og söng gömlu góðu lögin. Fjölmiðlar eltu hann enn á röndum við litla hrifn- ingu söngvarans. Mesta ljölmiðla- fárið varð í Ástralíu þar sem Sin- atra hellti sér yfir þarlendar blaða- konur sem ítrekað höfðu reynt að ná tali af honum, og líkti þcim við hómr. Yfirlýs- ingin vakti þvílíkan úlfaþyt að hún var rædd í ástralska þing- inu. Að lokum neyddist Sin- atra til að biðjast afsökunar á orðum sínum. Þegar heim kom gat hann ekki stillt sig um að endurtaka glæpinn þegar hann sagðist vilja biðja hórur afsökunar á því að hafa líkt þeim við blaðakonur og bætti við: „Munurinn á frétta- konum og hómm er sá að hómr selja líkama sinn en fréttakonur selja sál sína vegna þess að það er enginn sem vill borga fyrir líkama þeirra.“ Maðurinn sem mælti þessi orð hefur á ferli sínum fengið fjölda viðurkenninga fyrir fjárstuðning sinn við stofnanir og einstaklinga. Orðumar og skjölin sem hon- um hafa verið afhent vegna þess stuðnings ættu að bera sannfærandi vott um mann- gæsku hans. Ymsir hafa þó orðið til að efast. Karl Breta- prins setti efasemdir sínar í kurteisan búning þegar hann sagði: „Frank Sinatra er ansi einkennilegur maður. Afar in- dæl eina stundina og.. jæja, um lífið, voru langt á undan samtíma þekkingu Efþú vilt vita hvað bera mun hœst í heimspeki og vísindum á komandi árum, þá er þetta bókifi fyrir þig

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.