Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 9
HELGIN 7. -10. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 þeir viku sér afsíðis og báðu fyrir leikaranum meðan atriðið var tekið upp. Guð bænheyrði þá. Listrænu frelsi glatað Eftir þessa mynd steig Keaton ógæfuspor þegar hann hætli eigin kvikmyndarekstri og gekk í þjón- ustu MGM kvikmyndaversins. Þessi skipti áttu eftir að reynast honum dýrkeypt. Hann glataði list- rænu sjálfstæði sínu og var nú gert að leika eftir reglum annarra. Hann þurfti einnig að takast á við nokkru öðruvísi miðli en áður, því tal- myndimar voru nú kornnar til sögu. Það olli honum þó ekki til- lakanlegum áhyggjum. Vandinn fólst ekki í röddinni heldur persón- unni sem honum var nú gert að leika á hvíta tjaldinu. Kvikmynda- um. Hann var einungis listamaður, blxðlyndur og óframfærinn, og treysti öllum. Hann var einfeldn- ingur í kvikmyndafrumskóginum sem hafði vaxið í kringum hann. Hann átti aðeins eina ástríðu, þá að fá fólk til að hlæja. Það fékk hann ekki lengur, og sviptur listrænu frelsi og hamingju í einkalífi fann hann einungis eina undankomu- leið. Hún fólst í stöðugri drykkju. En Keaton var ekki skapaður til drykkju. Eftir tvö glös vissi hann hvorki í þennan heim né annan. Hann hafði engan áhuga á þeim myndum sem honum var gert að leika í og skapaði sér iljótlega óvild annars forstjóra MGM Louis B. Mayer sem rak hann eftir að Keaton hafði skrópað í móttöku og farið að horfa á hafnarbolta. Hinn hellt í menn endalaust í þeirri von að þeir gæfust upp á drykkjunni. Þessi „lækningaraðfcrð" gekk af nokkrum visunönnum dauðum. í meðferðinni kynntist Keaton hjúkrunarkonu sem hann kvæntist í janúar 1933. Keaton rnundi það ekki, hann hafði verið ofurölvi. Árið 1935 var Keaton læknaður af drykkjusýki sinni og þótt hann ætti eftir að taka einstaka rispur eftir það var drykkjuvandamálið að mestu úr sögunni. Hann giftist í þriðja sinn árið 1940 og hjóna- bandið færði honum mikla gæfu. Hann hafði við nóg að iðja í auka- hlutverkum í fjölda mynda, en var ekki stórstjama sem fyrrum. Hann lék meðal annars aukahlutverk í kvikmynd Chaplins Sviðsljós. Þar stigu þessir tveir meistarar þöglu myndanna á svið og léku saman listir sínar. Keaton stal senunni. Chaplin, sem var meistari egóisins, varð ekki um sel og lét klippa bestu senur Keatons úr myndinni. Til gamans má geta þess að í sjálf- sævisögu sinni nefnir Chaplin Keaton ekki á nafn, enda hafði Chaplin ekki gaman af samkeppni, nema þeirri sem hann gat auðveld- lega unnið. Árið 1949 skrifaði kvikmynda- gagnrýnandinn James Agee fræga grein í tímaritið Life um helstu stjömur þöglu myndanna. I kjöl- farið fylgdu sýningar á myndum Keatons í kvikmyndaklúbbum víða um heim og alls kyns viður- kenningar. Keaton komst að því að gömlu myndimar hans vom ekki gleymdar og að hann, sem fyrrum hafði verið talinn afar hæfileika- mikill án þess að vera álitinn snill- ingur, var nú sagður ekkert minna en snillingur. Stundum vissi þessi feimni og hlédrægi maður ekki hvemig hann átti að bregðast við allri athyglinni. Á kvikmyndahá- tíðinni í Feneyjum 1963 var hon- um til dæmis fagnað svo mjög að hann brast í grát. Hann lést árið 1966, virtur og dáður, og hlaut fögur eftirmæli, meðal annars þessi frá fyrrum samstarfsmanni sínum: „Við dáð- um hann meira en flesta aðra. Fyrir nokkru voru hundrað ár liðin frá því að Buster Keaton - „steinandlitið mikla“ - kom í þennan heim. Kolbrún Bergþórsdóttir hefur lengi verið aðdáandi Keatons og segir hér frá ævi meistarans Snillingurinn sem gleymdist en fannst aftur Fyrir nokkm vom hundrað ár frá fæðingu Buster Keatons, eins frægasta leikara þöglu kvikmynd- anna. Keaton var einstæður lista- maður, og í augum fjölmargra að- dáenda sinna ekkert minna en snillingur. Það má segja að Buster Keaton hafi fæðst í fjölleikahúsi, en for- eldrar hans vom á ferðalagi með farandleikhópi, þar sem Houdini var aðalskemmtikraftur, þegar frú Keaton varð léttari. Þriggja ára gamall var Buster kominn á svið, samkvæmt eigin kröfu. Hann varð snemma afburða fimleikamaður, gat leikið alls kyns kúnstir og bmgðið sér í öll möguleg gervi. Strax á táningsaldri var hann orð- inn stjórstjama. Eini skugginn í lífi Busters var faðir hans, ofbeldisfullur drykkju- maður, sem lagði hendur á hann og móðir hans og veittist jafnvel að þeim í sýningaratriðum Jxeirra þannig að þeim stóð hætta af. Mæðginin sáu loks ekki annað ráð en að flýja undan ofbeldisseggn- um. Þau fiuttu til New York. Dag nokkrun átti Buster leið um þar sem verið var að taka upp kvik- mynd með leikaranum fræga Fatty Arbucle. Hann staldraði við og fylgdist með tökum, en þá vék sér að honum maður og bauð hon- um hlutverk í myndinni. Eftirleik- urinn var auðveldur, ekki hvað síst vegna þess að með Buster og Ar- bucle tókust góð kynni sem leiddu til náinnar samvinnu. Þeir léku saman í íjölmörgum myndum og í einni þeirra hló Buster í fyrsta og eina skiptið á kvikmyndatjaldinu. „Steinandlitið mikla“ Buster skapaði sér sérstaka ímynd á hvíta tjaldinu. Hann var maðurinn sem aldrei sýndi minnstu svipbrigði, og skipti þá engu hversu miklar raunir hann rataði í. „Steinandlitið mikla“ var hann nefndur, því svipbrigðaleysið var ætíð hið sama. Það varð vöra- merki hans og endurspeglaði sam- bland af rósemi, fálæti og áhuga- leysi á brjálæði heimsins. Tilfinn- ingamar mátti lesa úr augunum. Ef hann deplaði augunum bar það vott um ráðleysi, ef hann hnyklaði brýmar merkti það ætlun hans að sýna staðfestu í baráttu við and- stæðing sinn. Ef hann starði lengi á stúlku jafngildi augnaráðið ólgandi ástríðu. Og svo notaði hann katt- liðugan líkama til að tjá allar mögulegar kenndir. Frami Buster Keaton varð fljót- lega slíkur að honum varð kleift að stofna eigið kvikmyndafyrirtæki. Þegar hann hóf að leikstýra eigin kvikmyndum var mál manna að hann væri jafnoki hvaða Holly- wood leikstjóra sem væri. Hann bjó nú að heimsfrægð, sendi frá sér hverja myndina á fætur annarri, „Steinandlitið mikla" í meistaraverki sínu Hershöfðingjanum. var giftur ungri leikkonu, hinn fögra Nathalie Talmadge, átti tvo syni og glæsileg híbýli. Meistaraverkið Árið 1927 kom Hershöfðinginn, íburðarmesta og dýrasta mynd sem Buster Keaton leikstýrði og lék í, og þar var að finna frægt brú- aratriði sem var dýrasla atriði þöglu kvik- myndanna sam- anlagðra. „Gerið myndina svo raunveralega að fólk finni til,“ sagði Keaton við samstarfsfólk sitt og seinna sagðist hann vera hreyknastur af þessari mynd af öllum þeim sem hann gerði. Nú er litið á myndina sem meist- araverk og eina bestu kvikmynd sem gerð hefur verið. Og þegar myndin var framsýnd vora Keaton og samstarfsmenn hans sammála um að hún væri einmitt ekkert ann- að en meistaraverk. Flestir gagn- rýnendur vora ósammála þeim. I New York Times stóð: „Þetta er alls ekki eins gott og fyrri verk Kea- tons“, í Variety var sagt: „Hers- höfðinginn er óskemmtileg mynd“ og Life sagði „Margt spaugið er skelfing smekklaust." Viðbrögðin voru Keaton vissu- lega vonbrigði, en hann sneri sér að næstu verk- efnum. Eitt þeirra var kvik- myndin Steam- boat Bill. Þar er að finna eitt frægasta og stór- kostlegasta áhættuatriði sem um getur í kvik- myndasögunni. Það er atriðið þar sem Buster stendur á götu þegar húsgafl hrynur yfir hann. Keaton lagði sig í lífshættu vegna þessa atriðis, því ef gaflinn félli á hann myndi hann hreinlega merj- ast ofan í jörðina. Opinn gluggi á gaflinum varð að falla yfir Keaton þannig að Keaton stæði í honum miðjum, ætlaði hann að halda lífi. Nokkrir samstarfsmanna Keatons vora svo óttaslegnir um líf hans að Hann var orðinn ofdrykkjumaður og fór í meðferð á einkenni- legt drykkjuhæli þar sem áfengi var hellt í menn endalaust í þeirri von að þeir gæfust upp á drykkjunni. Þessi „lækningaraðferð“ gekk af nokkrum vist- mönnum dauðum. verið reyndi að gera úr honum dap- urlegan trúð sem vekti samúð áhorfenda. Keaton felldi sig engan veginn við þessa persónu. Sögu- efnið var einnig valið án samráðs við hann og öll áhættuatriði komu nú í hlut sérstakra áhættuleikara. Löngu seinna lýsti hann ástandinu: „Hver einasti maður frá MGM var koniinn í gríndeildina til mín. Þeir hlógu sig máttlausa að eigin orða- leikjum. Þeim var sama um það sem gerðist, ef orðalag var bara fyndið. Þegar ég var að kljást við Thalberg hjá MGM sagði ég: „- Láttu mig fá handrit eins og þau sem ég var vanur að fá. Um leið og atburðarásin er ákveðin og allt gengur í haginn finn ég alltaf stað í sögunni þar sem ekki þarf samtöl. Þá verða kaflar upp í myndinni án samtala og allt verður með gamla laginu.“ En það varð ekkert með gamla laginu, hvorki á starfsferli né í einkalífi. Eiginkona Keatons yfir- gaf hann, tók synina með sér og breytti eftimafni þeirra úr Keaton í Talmadge. Skilnaðurinn gerði Keaton gjaldþrota. Óhamingja og ofdrykkja Ólíkt Harold Lloyd og Chaplin var Keaton ekki klókur í viðskipt- í litlu gestahlutverki í frábærri mynd Billy Wilders, Sunset Boulcvard frá árinu 1950. Hann sagði seinna að hann hefði aldrei séð myndina. forstjórinn, Irving Thalberg, bar mikla virðingu fyrir hæfileikum Keatons og bauð honum að koma aftur til starfa. Keaton var of stolt- ur til að taka því boði. Hann var 37 ára og ferill hans virtist á enda. Hann var orðinn ofdrykkjumað- ur og fór í meðferð á einkennilegt drykkjuhæli þar sem áfengi var Buster skaraði fram úr í starfi sínu, en það var líka svo golt að vera með honum og vinna með honum. Maður sem auðvelt er að vinna með og er hæfileika- ríkur finnst manni vitaskuld stórkostlegasti maður í heimi. Og hann var það.“ ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.