Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 22

Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 22
22 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 7. -10. DESEMBER 1995 HLUTABREFASJ OÐUR 21. ALDARINNAR ÍSLENSKIF JÁRS J ÓÐURINN Skattaafsláttur • nýr, spennandi ávöxtunarmöguleiki • hlutur í vaxtartækifærum framtíðarinnar ÍSLENSKI FJÁRSJÓÐURINN HF. er nýr sérhæfður hlutabréfasjóður frá Landsbréfum hf. Sjóðurinn fjárfestir í fyrirtækjum sem eiga mikla vaxtarmöguleika, bæði á sviði sjávarútvegs og tengdrar atvinnustarfsemi og í upprennandi atvinnugreinum, þar sem hæfir stjórnendur, sérfræðiþekking og íslenskt hugvit skapa fyrirtækjum vænlega samkeppnisstöðu á alþjóðlegum mörkuðum. • Skattaafsláttur Hlutabréf í ÍSLENSKA FJÁRSJÓÐNUM veita einstaklingum allt að 45.000 króna endurgreiðslu tekjuskatts í ágúst á næsta ári (90.000 kr. hjá hjónum). • Fjárfesting til framtíðar Auk þess færð þú góða ávöxtun spariíjár og nýtur þátttöku í arðvænlegum vaxtar- tækifærum. • Boðgreiðslur eða áskrift Þú getur keypt hlutabréf á VISA og EURO boðgreiðslum til allt að 24 mánaóa eöa í mánaðarlegri áskrift. SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK, • Einfaldara getur það ekki verið! Þú getur keypt hlutabréfí ÍSLENSKA FJÁRSJÓÐNUM hjá Landsbréfum og í öllum útibúum Landsbankans. • Eitt símtal dugir Hvort sem þú vilt kaupa á boðgreiðslum, í áskrift eða einfaldlega staðgreiða! Tryggðu þér bréf í tæka tíð m y LANDSBRÉF HF. /^4« fx*t Umsagnir Arnórs Benónýssonar um leiksýningar Kaffileikhúsið Sápa þrjú og hálft Höfundur: Edda Björg- vinsdóttir Leikstjóri: Sigríður M. Guðmundsdóttir Styrkur sýningarinnar er fyrst og fremst fólginn í því hversu vel leikararnir standa sig. Ég minnist þess ekki að hafa séð Helgu Brögu Jónsdóttur standa sig jafnvel. Ólafía Hrönn var ekki síðri, reyndar er hún sifellt að koma á óvart og virðist eiga jafnlétt með að túlka Soffíu frænku og gallharð- an pönkara. Það eru raun- ar þær stöllur sem halda sýningunni á floti og leik- ur þeirra einn gerir það fullkomlega þess virði að sjá sýninguna. AB Kennslustundin Höfundur: Eugéne lonesco Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir Bríet leiðir sitt fólk af ör- yggi í gegnum sýninguna og samleikur þeirra Stein- unnar Ólínu og Gísla Rún- ars geislar af fyndni og ör- yggi. Sérstæður leikstíll Gísla fellur vel að þessu absúrdverki þó á pörtum fari hann út á ystu nöf í átakasenunum. Þetta er kraftmikil og bráðfyndin sýning sem á erindi til allra. ab Möguleikhúsið Ævintýrabókin Höfundur og leikstjóri: Pétur Eggerz Eftirminnilegast við þessa sýningu er sú mikla alúð sem allir sem nærri henni koma leggja í verk sitt. Fyrst skal nefna textann. Hann er lipur og einfaldur án þess þó að lenda niður í lágkúru. Tvímælalaust það besta sem ég hef séð frá Péturs hendi. Ástæða er til að hvetja foreldra sem vilja kynna börnum sínum ævintýraheim leik- hússins til að láta ekki þessa sýningu fram hjá sér fara. AB M 588 9200, BREFASIMI 588 8598 Alþýðublaðið fyrir skvísur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.