Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 23
HELGIN 7. - 10. DESEMBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
23
Einsog gengur
Hrafn Jökulsson skrifar
Umsagnir
Hrafns
Jökulssonar
um bækur
Alþýðublaðið - umtalaðasta blað í heimi miðað við fólksfjölda!
Zzzzzzzzzzzzz
Allir vita það, flestir viðurkenna það:
verkalýðshreyfíngin er lémagna dínósár sem
hefur ekki einu sinni þrek til að geispa gol-
unni. Sumurn finnst þetta dapurleg stað-
reynd, öðrum stendur á sama og einhverjir
eru sjálfsagt harla glaðir. En enginn virðist
vita hvað er hægt að gera í málinu.
Um daginn talaði ég við ungan mann af
landsbyggðinni. Hann lýsti ástandi verka-
lýðsfélagsins í bænurn svona: „Þetta er 300
manna félag með fimm manna stjórn plús
varastjórn. Á síðasta aðalfundi mættu íjórir
- formaðurinn meðtalinn. Einhvernveginn
tókst að skrapa saman í stjómina en svo var
bara flett í gegnunt félagatalið þegar að því
kom að manna varastjóm. Ég er ekki viss
um að allir stjómarmennimir viti ennþá af
þessari upphefð sinni."
Hvemig skyldi svo mannlífið vera í þess-
um litla bæ? Jú, viðvarandi atvinnuleysi síð-
ustu ár og auðvitað hefur blessaður kaup-
mátturinn minnkað þar einsog annarsstaðar.
Fólk er svona heldur vondauft þegar frarn-
tíðina ber á góma. Einhverjir á leið til Dan-
merkur eða Noregs.
Annars ber ekki mikið til tíðinda í pláss-
inu: kvótinn smáfjarar út, kaupfélagið er á
sínum stað, tveir barir keppa um krónumar.
Jú, svo kom stjórn verkalýðsfélagsins
saman um daginn. Hagyrðingurinn í hópn-
um, sem annars lætur mest að sér kveða á
þorrablótum, var látinn semja harðorða
ályktun um launahækkun þingmanna. Ann-
ars var þetta víst frekar dauflegur stjómar-
fundur og menn nenntu varla að æsa sig yftr
molakaffinu. Félagsstarfið? Kjarabaráttan?
Ástandið? Frestað til næsta fundar.
Ungi maðurinn var þungur á brún. En
undir þessum þungu brúnum var glóð sent
minnti á Amald í Sölku Völku: þama var
maður sem vildi hrista slenið af fólki, grípa
geirinn í hönd, binda strönd við strönd.
Þótt hann feginn vildi. Amaldur vorra
daga þaif nefnilega ekki einasta að vekja
launafólk uppaf værðarlegum blundi sinnu-
leysisins, helstu íjendur hans em ekki sá
hluti „aðila vinnumarkaðarins" sem em arf-
takar Bogesens kaupmanns - heldur hinn
helmingurinn: Forystumenn launþega.
Þessir þreytulegu, velktu verkalýðsfor-
ingjar sem verið hafa í öllum fréttatímum
síðan elstu menn muna að útskýra hvemig
allt er á leiðinni lóðrétt til andskotans.
Mennimir sem árurn saman hafa talað um þá
smán sem lægstu launin eru en alltaf skrifað
undir nýja og enn nýja samninga til að festa
lágu launin, smánartaxtana, í sessi. Menn-
imir sem hafa samið sig svo útúr öllu korti
að íslendingar fást ekki til þess að vinna í
fiski. Ekki vegna þess að það sé ófínt. Held-
ur af því fólk lætur ekki bjóða sér alveg hvað
sem er.
Þegar Benedikt Davíðsson kemur fram í
sjónvarpi - lítur hann þá út einsog maður
sem hefur umboð í launamálum frá tugum
þúsunda Islendinga; maður sem er formaður
fjölmennustu samtaka á Islandi?
Nei, þessi mæðulegi heiðursmaður sem
við sjáum í sjónvarpinu, kvöld eftir kvöld,
gæti í hæsta lagi verið formaður hússtjómar
í blokk að kvarta yfir hávaða í næsta stiga-
gangi.
Um daginn talaði ég við kunningja minn
sem er forystumaður í verkalýðsfélagi. Hann
kvað fast að: „Verkalýðshreyfingin er ónýt,
steindauð..." Mér brá dálítið. Ég var sam-
mála, en að hann skyldi segja þetta...
Allir vita það, flestir viðurkenna það. Er
ekki tímabært að gefa spilin uppá nýtt? Eða
ætlar verkalýðshreyfingin að lifa á því næstu
árin að hafa fengið tíuþúsund manns til að
mæta á útifund í haust að mómiæla kaup-
hækkun þingmanna? Trúið mér: Það var
ekkert afrek. Kattavinafélagið hefði fengið
jafnmarga til að stonna niðrí bæ af þessu til-
efni.
Fólkið á útifundinum var ekki að hylla
verkalýðsforingjana sína. Það var ekki að
koma þessum skilaboðum á framfæri: Þetta
er ósvinna, en við treystum ykkur til að gera
eitthvað í málinu. Fólkið var einfaldlega að
segja: Við höfum það skítt og meðan við
höfum það skítt eiga valdamenn landsins
ekki að halda sér veislu.
Tíminn líður stundum hægt á Islandi. Það
var rifjað upp í Alþýðublaðinu um daginn að
þing Alþýðusambandsins árið 1958 sam-
þykkti ályktun um að taka bæri upp vinnu-
staðasamninga. Ég þykist vita að núverandi
forystu ASI þyki þetta hryllileg hugmynd.
Samt er þetta óhjákvæmilega það sem koma
skal: tíminn líður kannski hægt en hann líð-
ur alltaf að lokum, einsog sagt er á Strönd-
um.
Verkalýðshreyfingin í núverandi mynd
getur ekki lifað á fomri frægð. Auðvitað
munu foringjamir strita við að sitja en þar
kemur að öndunarvélinni verður kippt úr
sambandi. ■
„Þegar Benedikt Davíðsson
kemur fram í sjónvarpi - lítur
hann þá út einsog maður sem
hefur umboð í launamálum frá
tugum þúsunda íslendinga?
Nei, þessi mæðulegi heiðurs-
maður sem við sjáum í sjón-
varpinu, kvöld eftir kvöld, gæti
í hæsta lagi verið formaður hús-
stjórnar í blokk að kvarta yfír
hávaða í næsta stigagangi.“
William R. Hunt:
Vilhjálmur Stefánsson
landkönnuður
Björn Jónsson íslenskaði
HKÁ 1995
Vestur-íslend-
ingurinn Vil-
hjálmur Stef-
ánsson var
heimsfraegur
landkönnuður,
vísindamaður
og rithöfundur,
sveipaður Ijóma
ævintýrisins. Á fyrstu áratugum aldar-
innar jók Vilhjálmur mjög þekkingu
manna á norðurslóðum, og gerði upp-
drætti af yfir 100 þúsund fermílum af
áður ókönnuðu landsvæði: það er ekki
ofmælt að segja að hann hafi síðastur
manna gert landafundi á jörðinni. Sú
mynd sem dregin er upp af Vilhjálmi
Stefánssyni erá margan hátt heillandi.
Hann var hugrakkur, sjálfstæður og
ákveðinn; lét viðteknar kenningar ekki
þvælast fyrir sér og átti þessvegna
mikinn þátt í að breyta hugmyndum
manna um lif á norðurslóðum. Hann
virðist hafa skorið sig úr hópi flestra
landkönnuða með óblandinni virð-
ingu sinni fyrir lífsstíl frumbyggja.
Hrafn Jökulsson.
Þór Jónsson:
Á valdi örlaganna
Æviminningar maestro
Sigurðar Demetz óperusöngvara
Iðunn 1995
Vincenz Dem-
etz fæddist árið
1912 íSt. Úlrikí
Suður- Týról á
landamærum
Austurríkis og
Ítalíu. Örlög -
eða tilviljanir -
báru hann um
síðirtil (slands: þartókhann sér nafnið
Sigurður enda þýðir Vincenz sá sem
sigrar. Hérlendis er Sigurður Demetz
kunnastur fyrir söngkennslu sem
hann stundaði í áratugi, og hafa ýmsir
af bestu söngvurum okkar notið hand-
leiðslu hans. Þór Jónsson hefur aug-
sýnilega vandað verk sitt í hvívetna.
Frásögnin er lifandi, nostursamlega
unnin og einatt fjörleg. Eðli málsins
samkvæmt skipar tónlistin öndvegi,
en Sigurður er líka hispurslaus þegar
hann segir frá ástamálum og öðru
einkalífi. Mér þóttu lýsingar Sigurðar á
Evrópu milli stríða til muna forvitni-
legra lesefni en frásögn af íslensku
tónlistarlífi á árum kalda stríðsins.
Æviminningar hans eru að nokkru
marki aldarspegill: saga af vonum og
vonbrigðum, sigrum og ósigrum. Nið-
urstaðan ertvímælalaust sú, að um er
að ræða fróðlega og vel skrifaða bók.
Hrafn Jökulsson.
Kynningaráskrift - aðeins 750 krónur á mánuði
• Alþýðublaðið leggur áherslu á umræðu um pólitík,
menningu og málefni líðandi stundar. Alþýðublaðið hef-
ur á að skipa hárbeittum og bráðskemmtilegum stílistum
sem láta sér ekkert mannlegt óviðkomandi. • Við bjóðum
nú kynningaráskrift að blaðinu fyrir aðeins 750 krónur á
mánuði. • Vertu með á nótunum og lestu greinar Hall-
gríms Helgasonar, Kolbrúnar Bergþórsdóttur, Hall-
dórs Björns Runólfssonar, Arnórs Benónýssonar,
Jónasar Sen, Sæmundar Guðvinssonar, Guðmund-
ar Andra Thorssonar og Hrafns Jökulssonar. •
Hafðu samband í síma 562 5566, sendu símbréf 1562 9244
eða sendu svarseðilinn til Alþýðublaðsins, Hverfis-
götu 8- 10, 101 Reykjavík.
Alþýðublaðið
- ekki bara
fyrir krata!
■---------------------------------------------------------------1
I Nafn !
, i
| Heimilisfang________________________________________________ j
j Staður______________________________________________________ j
I I
! Póstnúmer !
I ' ~ ' " |
! Kennitala !
I --------------------------------------------———--------------- |
! Ég óska eftir að greiða með □ gíróseðli □ greiðslukorti !
I I
] númer:_______________________________________________________ ]
j Gildirtil: j
I ~ |
I I
I---------------------------------------------------------------1