Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 10
VAKA-HELGAFELL 10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 7. -10. DESEMBER 1995 Vetrareldur - ef þú lest aðeins eina skáldsögu á ári! é VAKA-HELGAFELL SÍÐUMÚLA 6, 108 REYKJAVÍK SÍMI 550 3000 í skáldsögu sinni, Vetrareldur, skrifar Friðrik Erlingsson um mannlega reynslu af miklu listfengi og er langt síðan íslenskur skáldsagnahöfundur hefur fjallað um tilfinningar fólks af jafn miklu innsæi. Á síðum bókarinnar lifna eftirminnilegar persónur og kynnist lesandinn þeim í gleði og sorgum, vonum þeirra og vonbrigðum, hamingju og nístandi sársauka. Vetrareldur er fyrsta skáldsaga Friðriks Erlingssonar ætluð fullorðnum en kunnastur er hann fyrir söguna um Benjamín dúfu. Hann hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir ritstörf sín heima og erlendis. í Vetrareldi nær Friðrik mögnuðum tökum á lesendum sínum með stílfimi sinm og sterkri persónusköpun. Þetta er seiðandi íslensk saga sem engan svíkur. AHRIFARIK SKÁLDSAGA eftir FrIÐRIK ERLINGSSON Umsagnir Arnórs Benónýssonar og Sæmundar Guðvinssonar um leiksýningar Borgarleikhúsið Lína Langsokkur Höfundur: Astrid Lindgren Leikstjóri: Ásdís Skúladóttir Lína og apinn bera hita og þunga leiksins ásamt Önnu og Tomma. Margrét Vil- hjálmsdóttir fer með hlut- verk Línu og á þar mjög góða spretti. Hlutverk Ní- elsar apa er vel skipað þar sem er Fanney Vala Arnórs- dóttir. Ásdis Skúladóttir leikstjóri hefur um margt skapað hina bestu skemmt- an en hefði mátt láta hana springa út með meiri krafti og fjöri. Hvað sem því líður er sýningin í heild hið besta ævintýri fyrir börn og full- orðna. SG Hvað dreymdi þig Valentína Höfundur: Ljudmíla Raz- úmovskaja Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir Guðrún Ásmundsdóttir fagnar 40 ára leikafmæli sínu í hlutverki ömmunnar Ninu Petrovnu. Og Guðrún bregst ekki, eftir hlé sýndi hún allar sínar bestu hliðar, og aftur og aftur skapaði hún andartök sem aðeins eru á færi hinna bestu. Sýn- ingin býr yfir gullfallegum og vel unnum augnablik- um, en geldur þess að leik- stjórinn nær ekki að fullu utan um verk sitt. ab Barpar Höfundur: Jim Cartwright Leikstjóri: Helga E. Jóns- dóttir I þessu verki reynir veru- lega á þann hæfileika leik- arans að geta brugðið sér i allra kvikinda líki og skapað hinar aðskiljanlegustu per- sónur án flókinna hjálparm- eðala. Það hlýtur því að vera öllum leikurum nokkur ögrun að fá að takast á við slíkt verkefni og víst er þetta samviskusamlega unnin sýning, sem ætlar sér ekki um of og hlýtur að teljast hin dægilegasta kvöld- skemmtun. ab Hafnarfjarðar- leikhúsið Her- móður og Háðvör Himnaríki Höfundur: Árni Ibsen Leikstjóri: Hilmar Jónsson Árni hefur með þessu verki skapað alíslenskan ærsla- leik, þar sem fer saman ferskur og bráðfyndinn texti og hröð, fljótandi at- burðarás, full af óvæntum uppákomum. Þó leikgleðin og krafturinn séu vissulega hreyfiaflið í persónusköp- uninni og stundum farið fram á bjargbrúnina í þeim efnum, missir leikstjórinn aldrei tökin. Útkoman er því glæsileg frumraun hjá nýju leikhúsi, þar sem saman fer vel skrifað verk, vönduð leikstjórn og kraftmikill, ag- aðurleikur. ab

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.