Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
HELGIN 7. - 10. DESEMBER 1995
4
JÓN ÓSKAR
v i t i m e n n
Það er mín skoðun
að láta eigi uppsögn
kjarasamninganna gilda
og taka slaginn.
Halldór Björnsson varaformaður
Dagsbrúnar í samtali við DV í gær.
Hitt er merkilegra
að engar konur skyldu láta
sjá sig í nektarröðinni í Aust-
urveri, enda hefði það verið
ólíkt betra myndefni.
Dagfari DV í gær.
Fjölmiðlar og aðrar
kjaftandi stéttir segja okkur
það hundrað sinnum á dag
að samkeppnin sé það afl
sem leysir vanda og hnúta og
bætir úr böli.
Árni Bergmann í DV í gær.
Við, Pollýönnurnar,
megum ekki til þess hugsa
að menn búi hér í ósátt við
sína ófullkomnu þjóð og leggi
á sig, og okkur hin, ómældar
píslir við að þola hér við.
Úr lesendabréfi i DV i gær.
Jafnvel þó að menn
séu styttri tíma í rigningu
ef þeir hlaupa en þegar
þeir ganga, verða menn
jafnblautir í lokin.
Morgunblaðið í gær.
Hann hefur einnig reynst
okkur ánægðum viðskipta-
vinum sínum vel með alls
kyns „sprengjutilboðum
þegar við á. Hann er bestur
á sínu sviði.
Aðdáandi Jóhannesar í Bónus
í lesendabréfi í Morgunblaðinu í gær.
f réttaskot úr f ortíð
Að flengja þá!
Bændur eystra kvarta sáran undan
drykkjuskap Reykvíkinga þeirra,
er komu á Skeiðarétt, og töluðu
um að réttast væri að flengja þessa
óróaseggi og lögbrjóta. Töldu
sennilegt, að öðmvísi yrði þeim
lítt hegnt, jafnvel þó nöfn þeirra
væm skráð. Leitt er til þess að vita
að höfuðstaðarbúar skuli fá óorð á
sig til sveita, vegna nokkurra
drykkjuslána, sem em að flækjast
sjálfum sér til skammar og öðmm.
Alþýðublaðið
27. september 1920
Hvers konar flokkur?
í seinasta pallborði (30/11)
spurði ég, hvers vegna þeir (þær)
hefðu hæst um sameiningu jafnað-
armanna, sem harðast hefðu gengið
fram í því að sundra jafnaðarmönn-
um?
Til dæmis hefur aldrei fengist
trúverðug skýring á því, hvers
vegna Jóhanna Sigurðardóttir fann
það allt í einu út, eftir 7 ára setu í
ráðherrastól á vegum Alþýðu-
flokksins, að hún gæti ekki lengur
Háborðið
Jón Baldvin
Bljr, ,w-.. * ■.
Hannibalsson
1 ; ,f skrifar
j
starfað innan flokksins? Ef skýring-
in á að heita sú, að hún hafi ekki
getað starfað með mönnum eins og
undirrituðum, þá hlýtur að vakna sú
spuming hvemig hún uni hag sín-
um í félagsskap Agústar Einarsson-
ar?
Þeir sem fylgst hafa að undan-
fömu með málflutningi Ágústar á
þingi, til dæmis í landbúnaðarmál-
um, um framkvæmd GATT-samn-
ingsins, um veiðileyfagjald og bú-
vörusamning, eiga bágt með að
heyra mun á málflutningi mínum
og Ágústar. Og ekki nema von, því
hann er enginn. Ágúst hafði nefni-
lega þessa heimanfylgju með sér úr
Alþýðuflokknum og heldur áfram
að fylgja stefnunni óbreyttri. Þeir
sem hafa hins vegar kynnst Ágústi
við samningaborð, sem formanni
samninganefndar ríkisins, halda því
að vísu fram að fenginni reynslu að
Ágúst sé mun ósveigjanlegri við
samningaborðið en undirritaður.
Trúlega vomm við of undanláts-
samir og leiðitamir Jóhönnu - eða
hvað?
Alla vega vefst það fyrir manni,
þótt allur sé af vilja gerður að skilja,
hvemig það að smækka jafnaðar-
mannaflokkinn geti verið rétta leið-
in til að stækka?
Stóri flokkurinn
Og svo er það þetta með „Stóra
flokkinn". Menn eru orðnir leiðir á
smáflokkatilverunni og láta sig
dreyma um stóran flokk. í huga
flestra er undirskilið: Stóran jafnað-
armannaflokk, eins og annars staðar
á Norðurlöndum. Þar hafa jafnaðar-
mannaflokkamir, með verkalýðs-
hreyfinguna að bakhjarli, mælst af
stærðargráðunni 35-45% áratugum
saman. Þessir flokkar - jafnaðar-
mannaflokkar á Norðurlöndum og
annars staðar í N-Evrópu, em marg-
ir hveijir að fagna aldarafmæli sínu
á þessum áratug. Þeir hafa yfirleitt
verið stærsti stjómmálaflokkurinn
(eða annar af tveimur tiltölulega
jafnvígum) þar sem best hefur til
tekist að byggja upp mannúðleg
velferðarþjóðfélög í Evrópu.
Islenska jafnaðarmannaflokkn-
um - Alþýðuflokknum - var í ár-
daga ætlað að feta í fótspsor þessara
flokka. Fyrstu tvo áratugina vom
Alþýðuflokkurinn og Alþýðusam-
bandið ein skipulagsheild. En Al-
þýðuflokkurinn íslenski er 20-30
ámm yngri en bræðra- og systra-
flokkamir í N-Evrópu. Jafnaðar-
stefnan hafði því ekki náð að skjóta
djúpum rótum í íslensku þjóðfélagi,
hugmyndalega og skipulagslega,
þegar áhlaup rússnesku byltingar-
innar (1917) og djöfulsskapur milli-
stríðsáranna braust út. Hann varð
því veikari fýrir að standa af sér
áhlaup kommúnista en hinir rót-
grónu jafnaðarmannaflokkar á
Norðurlöndum. Þeir hristu þetta af
sér eins og hverja aðra óvæm. Þar
urðu kommúnistaflokkamir yfirleitt
ekki annað en tiltölulega fámennir
og áhrifalausir sértrúarsöfnuðir
menntamanna. Stóm jafnaðar-
mannaflokkamir stóðu þetta af sér.
Fyrir utan rangláta kjördæma-
skipan og kosningalög var það sí-
endurtekinn klofningur Alþýðu-
flokksins sem olli því að stóri jafn-
aðarmannaflokkurinn, sem alla
dreymir nú um, varð ekki að vem-
leika hér á landi.
Alþýðuflokkurinn hefur klofnað
ekki sjaldnar en 6 sinnum á 80 ára
ferli sínum. Með hvaða afleiðing-
um? Að sundra jafnaðarmönnum,
veikja launþegahreyfinguna og
færa Sjálfstæðisflokknum völdin á
silfurfati.
Eins dauði er annars brauð
Hvað gekk öllu þessu fólki til,
sem sífellt var að kjúfa jafnaðar-
mannaflokkinn í smærra og
smærra? Surrúr trúðu á Sovétið og
hötuðu jafiiaðarmenn eins og pest-
ina sem svikara við „málstað öreig-
anna“. Þeir vildu reyndar heldur
vinna með íhaldinu innan verka-
lýðshreyfingarinnar en jafnaðar-
mönnum, sem segirheilmikla sögu.
Arftakar þessara manna vilja skilj-
anlega sem minnst um jjetta tala nú-
orðið - skiljanlega. Það breytir ekki
því að þessi síendurtekna klofnings-
iðja, hvemig svo sem hún hefur ver-
ið réttlætt hveiju sinni, er megin-
skýringin á því að draumurinn um
stóra jafnaðarmannaflokkinn hefur
enn ekki orðið að vemleika á Is-
landi.
Hitt liggur ekki eins í augum uppi
en er engu að síður satt, að þessi
sundrungariðja varð vatn á myllu
Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðis-
flokkurinn er stór af því að hið nátt-
úrulega mótvægi hans, hreyfing
jafnaðarmanna, er sundmð og
sjálfri sér sundurþykk. Þetta er
söguleg lexía sem þeir verða að
læra, sem láta sig dreyma um stóra
jafnaðarmannaflokkinn.
Lexían er sú að jafnaðarmanna-
Okkur vantar vissulega ekki fleiri flokka.
En okkur vantar viti borna og fordómalausa
umræðu, byggða á vitneskju um fortíðina og
skilningi á framtíðinni, um þau málefni sem
jafnaðarmenn eiga að geta náð samstöðu um.
Lítið skref er upphafið að Iangri ferð.
flokkurinn verður aldrei stór á Is-
landi nema að Sjálfstæðisflokkur-
inn verði minni. Þetta er eitt af því
sem við getum lært af reynslu
Ijöldaflokka jafnaðarmanna annars
staðar á Norðurlöndum. Ef við not-
umst við gömlu merkimiðana um
hægri og vinstri þá spanna þessir
flokkar vinstrið og vel yfir miðjuna.
Hægri flokkamir á Norðurlöndum
em með íylgi fráca 15% upp í 25%.
Öfugt við Sjálfstæðisflokkinn ís-
lenska em þeir tiltölulega klárir á
sinni hugmyndafræði (markaðsbú-
skapur + lágmarks ríkisafskipti).
Uppistaðan í fylgi þeira er meðal
sjálfstæðra atvinnurekenda, stjóm-
enda fyrirtækja og effa lagsins í
embættiskerfinu.
Jafnaðarmannaflokkamir njóta
fylgis yfirgnæfandi meirihluta laun-
þega. (Undantekningamar em
bændur sem yfirleitt em opinberir
styrkþegar en reka eigin sérhags-
munaflokka og hluti kennara og
heilbrigðisstétta, sem virðast finna
sér eðlilegt athvarf í litlum vinstri-
sósíalistaflokkum). Verkalýðs- og
launþegahreyfingin er yfirleitt heil
og óskipt að baki jafnaðarmanna-
flokkunum. Sennilega er það ekkert
ejtt sem hefur valdið eins miklum
usla í íslenskum stjómmálum og
skemmdarstarfsemi kommúnista á
sinni tíð innan verkalýðshreyfingar-
innar. Sundmngariðja kommanna
innan verkalýðshreyfingarinnar
lamaði umbótaafl hreyfingarinnar á
stjómmálasviðinu. (Verðbólgu-
tímabilið frá stríðsámm fram á sein-
ustu ár er að hluta til afleiðing
þessa.)
Að læra af reynslu annarra
Það sem við þurfum að læra af
reynslu jafnaðarmanna á Norður-
löndum er meðal annars að leita
svars við spumingunni: Hvemig
fóm þeir að því að verða ráðandi
35-45% flokkar svo lengi sem raun
ber vitni?
Þeir vom undantekningarlaust
harðir andstæðingar kommúnista
og Ráðstjómarríkjanna. Frá og með
millistríðsárunum (eða stríðsámn-
um) vom þeir eindregið fylgjandi
Magnús Þór Magnússon fram-
kvæmdastjóri: Já, ég er mikill að-
dáandi þessa áttræða snillings.
Dóra Gunnarsdóttir nemi: Já, ég
er það. Átti hann ekki 80 ára afmæli
um daginn?
Baldur Rúnarsson nemi: Já, ég
hlusta mikið á hann.
Valgeir Sigurðsson verslunar-
maður: Eg hef mjög gaman að
hlusta á hann en er enginn aðdáandi.
markaðskerfi í efnahagsmálum.
Markaðskerfið malaði gullið, sem
dugði til að greiða reikninga vel-
ferðarkerfisins. Velferðarrríkið evr-
ópska, sem jafnaðarmenn em arki-
tektar að, reis á hagvaxtarskeiði
Evrópu eftir stríð. Vandi jafnaðar-
manna nú og í framtíðinni er að
reka velferðarríki - án hagvaxtar.
Jafnaðarmenn hafa lært það af
blóðugri sögu Evrópu að vera al-
þjóðasinnar - ekki þjóðemissinnar.
Jafnaðarmannaflokkamir em því
víðast hvar eindregið íylgjandi
sammnaferlinu í Evrópu, (þótt
vissulega finnist minnihlutahópar á
móti), enda fjölmennasti þingflokk-
urinn í Evrópuþinginu í Strassburg.
Þeir vita sem er að velferðarríkinu
verður ekki lengur haldið uppi
nema á gmndvelli samþjóðlegs
samstarfs - út yfir landamæri þjóð-
ríkja. Þeir vita sem er að þjóðríkið
er of lítið til að leysa hin stóm
vandamál samtímans; vandamál at-
vinnuleysis, mengunar, alþjóðavið-
skipta, ljárfestingar, félagslegra
undirboða, svo eitthvað sé nefnt,
kalla á samþjóðlegar lausnir.
Hvað getum við lært af þessum
flokkum?
Þeir sem vilja byggja upp íjölda-
flokk jafnaðarmanna á Islandi
verða að reka pólitík sem skírskotar
til jafnaðarmanna, þvert yfir núver-
andi landamæri flokka. Island úr
NATO - herinn burt, dugar ekki til
þess. Barátta gegn EFTA og EES
dugar ekki til þess. Andúð á NATO
og sameiginlegu öiyggiskerfi lýð-
ræðisríkjanna, dugar ekki til þess.
Andóf gegn erlendu Ijármagni til
uppbyggingar í atvinnulífinu, dugar
ekki til þess. Þjóðemissinnuð ein-
angmnarhyggja dugar ekki til þess.
Tregða að viðurkenna jöfnun at-
kvæðisréttar sem gmndvallarmann-
réttindi, dugar ekki til þess. Varð-
staða um óbreytt ástand í sjávarút-
vegi og landbúnaði, dugar ekki til
þess. Tillitsleysi til hagsmuna neyt-
enda í þéttbýli dugar ekki til þess.
Kröfugerð á hendur ríkinu um sjálf-
virkan vöxt opinbera geirans, með
hækkandi skattlagningu og skulda-
söfnun, dugar ekki til þess. Og það
þarf meira til: Stóri jafnaðarmanna-
flokkurinn á nefnilega ekki að vera
hagsmunafélag um óbreytt ástand,
heldur róttækur umbótaflokkur og
þar af leiðandi óbundinn sérhags-
munum.
Okkur vantar vissulega ekki fleiri
flokka. En okkur vantar viti boma
og fordómalausa umræðu, byggða
á vitneskju um fortíðina og skiln-
ingi á framtíðinni, um þau málefni
sem jafnaðarmenn eiga að geta náð
samstöðu um. Lítið skref er upphaf-
ið að langri ferð.
Höfundur er formaður Alþýðuflokksins -
Jafnaðarmannaflokks íslands.
Erla Ásmundsdóttir húsmóðir:
Já, hann er æði. Ljúfur og fínn.