Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 14
14 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 7. - 10. DESEMBER 1995 Framtíð Rússlands ræðst ekki í Moskvu heldur úti í héruðum landsins sem verða æ sjálfstæðari, segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra í mjög athyglisverðri grein um ástandið í Rússlandi. Milli vonar og ótta „Rússneski herinn samanstendur nú af 600 þúsund liðsforingjum, án hermanna. Ástandið er svo slæmt að Moskvustjórnin hefur sent 43 þúsund glæpamenn, sem lokið hafa fangavist, til að fylia upp í eyðurnar," seg- ir Jón Baldvin í grein sinni. ER JELTSÍN búinn að vera? Mun vanheilagt bandalag komm- únista og þjóðemissinna ná meiri- hluta í rússnesku dúmunni eftir kosningamar í desember? Þýðir það endalok „umbótastefnunnar" eða kemur upp þrátcili milli forsetans og þingmeirihlutans, sem endar með valdatöku hersins (Pinochet- módelið)? Verður Lebed hershöfð- ingi næsti forseti Rússlands - með stuðningi valdahópa í héruðum Rússlands, sem vilja losna undan oki Moskvu? Mun rússneski herinn láta til skarar skríða og hemema Eystrasaltslöndin á ný, ef Austur- Evrópuríkin verða tekin inn í NATO? Þetta em nokkur dæmi um þær spumingar sem menn ræddu sín í milli, bak við tjöldin, á nýlegri NATO-ráðstefnu í Vilrnus um ör- yggismál Eystrasaltssvæðisins. A ráðstefnuna mættu fyrirlesarar frá höfuðstöðvum NATO. Þar vom einnig fulltrúar stjómvalda og þjóð- þinga frá Eystrasaltsríkjunum, Mið- og Austur-Evrópuríkjum og nokkr- um íyrrverandi Ráðstjómarlýðveld- um svo sem Hvíta-Rússlandi, Ukra- ínu, Moldóvu og Khasakstan. Full- trúar frá Rússlandi, sem áður höfðu boðað komu sína, létu hins vegar ekki sjá sig. Það sem er frásagnarvert af þess- ari ráðstefnu er ekki það sem heyrð- ist frá embættismönnum NATO í formlegum ræðum. Ræða þeirra var loðmulla í embættismannastíl, án merkingar eða niðurstöðu. Öðm máli gegndi um fræðimenn, sem starfa við rannsóknarstofnanir og töluðu á eigin ábyrgð. Einn þessara fræðimanna, Phillip Petersen, hjá Potomac Foundation, vakti sérstaka athygli viðstaddra. Viðfangsefni hans var samskipti miðstjómarinnar í Moskvu og héraðsstjómanna í hinu víðlenda Rússlandi sem telja alls 87 einingar. A þessum þremur ámm hefur Petersen átt við viðtöl 600 leiðtoga í héraðsstjómum og forystumenn fyrrverandi Ráðstjóm- arlýðvelda, sem em 15 talsins. Nið- urstöður hans em um margt allt aðr- ar en þeirra Kremlólóga, sem halda sig í Moskvu og skilja Rússland út frá bæjardymm Kremlveija. Niðurstöður Petersens urðu til- efni heitra umræðna ráðstefnugesta bak við tjöldin, enda stungu þær mjög í stúf við hefðbundna og opin- bera söguskoðun á ástandi mála í Rússlandi. RAUÐI ÞRÁÐURINN í orð- ræðu manna frá Austur-Evrópu og Eystrasaltslöndum var þessi: Okkur er lífsnauðsyn að tryggja framtíðar- öryggi okkar með aðild að ESB og NATO. Dragist það von úr viti get- ur það orðið um seinan. Þeir bentu á að verstu eríiðleikamir við um- skiptin frá kommúnískri nýlendu- stjóm til markaðskerfis og lýðræðis væm nú að baki. Hmn þjóðarfram- leiðslu hefði verið stöðvað. Verð- bólga væri að verða viðráðanleg. Gjaldmiðlar væm traustir og not- hæfir í viðskiptum. Einkavæðing væri komin vel á veg - svo að ekki yrði aftur snúið. Löggjöf, sem tryggði vemd eignarréttar, erlendar íjárfestingar og eðlilega viðskipta- hætti, væri komin á. Erlend íjárfest- ing væri komin á skrið. Hagvaxtar- horfur væm góðar. Þeir vom al- mennt sammála um að Eystrasalts- svæðið yrði fyrirsjáanlega mesta hagvaxtarsvæði Evrópu á næstu áratugum - ef friðsamleg þróun héldist. En þetta EF olli að þeirra mati gríðarlegri óvissu. Sú óvissa var annars vegar tengd framtíð Rúss- lands og hins vegar því sem þeir kölluðu „skort á pólitískri forystu" af hálfu Evrópusambandsins og NATO. Það hættulegasta sem hugsast gæti fyrir Austur-Evrópu og Eystrasaltssvæðið væri þessi viðvarandi óvissa um framtíðina. Það væri betra fyrir afla aðila, þar með talið Rússland, að binda endi á óvissuna. Það verður aðeins gert með bindandi ákvörðunum um stækkun ESB og NATO. Þess vegna vildu menn heyra skýr svör frá fulltrúum aðalstöðva NATO - en fengu diplómatíska þvælu - loð- mullu. Ætla foiystumenn Evrópusam- bandsins að sitja í mörg ár á ríkja- ráðstefnu að rífast um landbúnaðar- styrki og fjölda kommissara, á sama tíma og 100 milljónir Austur-Evr- ópubúa bíða milli vonar og ótta um svör við aðildarumsóknum sínum? Ætla foiystumenn ESB og NATO að láta Boris Jeltsín og hem- aðarforystuna í Moskvu hræða sig frá því að taka umræddar ákvarðan- ir, sem þó eru tvímælalaust í þágu lýðræðis og öryggis í álfunni? Eru Vesturveldin að gera sömu mistökin gagnvart Jeltsín og þau gerðu áður gagnvart Gorbatsjov? Nefnilega að það megi ekkert gera til að styggja Jeltsín, því að það verði vatn á myllu „harðlínuafl- anna“ (kommúnista og þjóðemis- fasista). Em menn búnir að gleyma því að Gorbatsjov var undir lok fer- ils síns orðinn fangi harðlínuaflanna og það þurfti Boris Jeltsín til að bjóða þeim byrginn og knýja fram breytingar? Fulltrúar Eystrasaltslandanna vom með lífið í lúkunum vegna ný- legra upplýsinga um áætlanir á borðum rússneska herráðsins um hemám og yfirtöku Eystrasaltsríkj- anna, í því tilviki að NATO sam- þykkti aðild Austur-Evrópuríkj- anna. ÞETTA LEIDDI til mikilla um- ræðna um stöðu „nýlendustjómar- innar í Moskvu“ og hinna nýju valdamiðstöðva í hémðum og hér- aðsbandalögum vítt og breitt um Rússland. Á það var bent að Moskva hefur aldrei verið annað en nýlendustjóm, sem beitt hefur valdi til að fara ráns- hendi um auðlindir héraðanna. Megintilgangur hers og lögreglu hefur verið að beita kúgunarvaldinu innanlands. En nú er svo komið að það er ekki bara að Boris Jeltsín sé búinn að vera: Moskvuvaldið er að hmni komið. Það gefur út tilskipan- ir sem enginn fer eftir. Valdahóp- amir í hémðunum líta á Moskvu sem höfuðóvin sinn. Moskva hefur ekki lengur einokun á því að beita ofbeldi innan ríkisins. Líturn á herinn sem dæmi. Hann byggir á herskyldu. Síðastliðin ár hefur ekki einn einasti einstaklingur hlýtt herskyldu í tveimur stærstu borgum Rússlands. Herskyldan skilar hins vegar um það bil 60% ár- angri í héruðunum. En meirihluti þeirra hermanna er í þjónustu hér- aðsstjómanna, sem em að byggja upp stofhanir sínar - til vamar Moskvuvaldinu. Þegar Jeltsín þurfti á vopnuðum liðsstyrk að halda til að kveða niður uppreisnartilraun Kaspúlatovs og Rútskojs í gamla þinginu, varð hann að leita til hér- aðsstjómanna. Rússneski herinn samanstendur nú af 600 þúsund liðsforingjum, án hermanna. Ástandið er svo slæmt að Moskvustjómin hefur sent 43 þúsund glæpamenn, sem lokið hafa fangavist, til að fylia upp í eyðumar. Meira en helmingur af flugvöllum hersins er óstarfhæfur, meðal ann- ars vegna skorts á eldsneyti. Vopnabúnaður hemámsliðsins í Austur-Evrópu liggur í gríðarlegum mslahaugum, sem ryðga niður rétt eins og rússneski flotinn í Múrm- ansk. Þessi her eyðir nú seinustu kröftunum í að leggja Chetsnyju í rúst, auk þess sem hann hefur uppi hótanir um íhlutun í grannríkjunum til þess að halda vemdarhendi yfir 25 milljónum Rússa sem þar búa. Þeir gleyma því að meira en 25 milljónir manna, sem ekki em af rússnesku þjóðemi, búa innan landamæra Rússlands. Boris Jeltsín: Rúinn trausti og vonlaus um endurkjör sem forseti Rússlands. NIÐURSTÖÐUR? Boris Jeltsín er rúinn trausti og er vonlaus um endurkjör sem forseti Rússlands. Vesturveldin eiga ekki að miða stefnu sína við það að Jeltsín sé ein- hvers konar haldreipi umbóta og skásti kosturinn til að koma í veg fyrir valdatöku kommúnista og þjóðemissinna. Stjómkerfið í Moskvu er hmnið. Rússlandi verð- ur ekki bjargað með valdbeitingu gamla nýlendukerfisins í Moskvu. Almenningur í Rússlandi hefúr upplifað breytingamar hingað til sem hran lífskjara og niðurlægingu, á sama tíma og fámennur hópur úr gömlu kommúnistafoiystunni hefur makað krókinn. Að vemlegu leyti er þar um að ræða einkavædda glæpamenn sem áður vom ríkis- reknir glæpamenn. Vonin um að Rússland nái sér á strik og geti þróast í átt til efnahags- framfara og lýðræðis er við það bundin að héraðsstjómimar valdi verkefnum sínum og fái ósvikið umboð kjósenda til breytinga. Það mun gerast í andstöðu við Moskvu- valdið. Og það tekur áratugi, áður en svör fást við spumingunni, hvort það tekst. Rússneski herinn er fyrst og ffernst innlent kúgunarafl. Hótanir frá Moskvu um að hemum verði beitt til að koma í veg fyrir að Aust- ur-Evrópa og Eystrasaltsríkin gangi í ESB og NATO, á ekki að taka al- varlega. Hins vegar eiga Vestur- veldin að beina stuðningi sínum að valdahópum í héraðsstjómum og fyrrverandi lýðveldum Ráðstjómar- ríkjanna. Þar er að finna einu aðil- ana sem leitað geta lýðræðislegs umboðs kjósenda sinna fyrir efna- hagslegum umbótum og framför- um og gætu hugsanlega valdið verkefninu. Það versta sem Vestur- veldin geta gert er að viðhalda tómarúminu - og þar með óviss- unni. ■ Höfundur er formaöur Alþýöuflokksjns og fyrrverandi utanríkisráðherra. Umsagnir Hrafns Jökulssonar og Kolbrúnar Bergþórsdóttur um bækur Kristín Marja Baldursdóttir: Mávahlátur Mál og menning 1995 Mávahláturer fyrsta skáldsaga Krist- ínar Marju Baldursdóttur. Þetta er saga sem einkennist af miklu hug- myndaríki og ólgar af fyndni og fjöri. I verkinu sitja konur í öllum aðalhlut- verkum og stjórna atburðarás af festu og öryggi. Karlarnir vappa um sögu- sviðið, yfirleitt fremur vitgrannir, gera sér aldrei alminnilega grein fyrir því hvað um er að vera, en lifa í þeim hrapalega misskilningi að þeir ráði eigin örlögum. Þeir vanmeta vald kvennanna og enda því sem fórnar- lömb þeirra. Það erenginn rembingur í þessu verki. Enginn tilgerð. Verkið er skrifað af sannri frásagnargleði, í létt- um og liprum stíl. Bókin er bráðfyndin, en kímnin hefur stundum á sér napran blæ. Persónusköpun er einkar vel heppnuð, en persónugallerí bókarinn- ar eru margbreytilegt og litríkt. Sögu- sviðið er sjávarþorp í upphafi sjötta áratugarins og höfundi hefurtekist að skapa trúverðugt andrúmsloft og laða stemmningar liðins tíma. Þetta er vel unnin skáldsaga, hugmyndarík.fyndin og sérlega skemmtileg. Kolbrún Bergþórsdóttir. Einar Már Guðmundsson: í auga óreiðunnar Mál og menning 1995 í nýrri Ijóðabók er engu líkara en Ein- ar Már hafi fyllst gráum Ijóðfiðringi - fortíðarþrá, nostalgíu. Það er einsog Einar Már sé að reyna að yrkja einsog Einar Már. Útkoman er í hæsta máta pínleg. Ljóð Einars Más 1980 voru háðsk og ófyrirleitin - nú einkennast þau af ólundarlegu nöldri. Ljóð hans voru töff - nú er þau álíka púkaleg og tiskan í gær. Ljóð hans voru sannar- lega fersk - nú ber hann á borð fyrir okkur uppislægjumyglur. Ljóð hans voru heróp gegn hinu viðtekna - nýju Ijóðin minna helst á þreytulegar lummur í lesendadálkum blaðanna. I besta falli minnir skáldskapurinn á hugmyndasnauðan leiðarahöfund. Vandamál Einars Más er hinsvegar ekki í reynd fólgið í því að hann hafi svona margar skoðanir að koma á framfæri - heldur að hann telur sig þurfa að hafa einhverjar skoðanir. Ein- ar Már Guðmundsson er sá höfundur íslenskur sem einna mestar kröfur eru gerðar til. Vitanlega geta allir gert sig seka um örlítil gráfiðruð hliðarspor, en við væntum þess að þau séu ekki gerð að opinberu hneyksli með því að aug- lýsa þau upp sem meiriháttar afrek. Hrafn Jökulsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.