Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 8
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ HELGIN 7. - 10. DESEMBER 1995 HEFURÞU ATHUGAÐ : ‘ 1 HVAÐ ÞAÐ | Sendu jólapakkana og jólapóstinn með DHL Við gefum þér 2 auka vikur Það er engin ástæða til að láta jólapakkana og jólamatinn velkjast um í pósti í nokkrar vikur. DHL kemur jólapökkunum hratt og örugglega heim til viðtakenda. Síðasti dagur til að senda Jólagjöf er 18. desember. Við erum ódýrari en Pósturinn Það er ódýrara að senda jólakortin til útlanda með sendibréfa- þjónustu DHL en með hefðbundnum flugpósti. Ef þú ert með 20 jólakort eða fleiri sækjum við þau heim til þín endurgjaldslaust. ATH Skilið bréfunum ófrímerktum. mikilvægar ddgsetningar Síðasti dagur til að senda jólakort til einstakra landa er: 15. des. til Norðurlandanna. 14. des. til Evrópu. I I. des. til Bandaríkjanna, Kanada og annarra landa. vmtmm/mEEXfmeæ ® Við stöndum við skuldbinöingar þinar DHL HRAÐFLUTNINGAR HF Faxafen 9 -108 Reykjavlk Slmi 568 9822 • Fax 568 9865 Frá Flokknum til frelsis Bækur____| Guðrún Fimibogadóttir Milli landa j F í m m « í s 1 e n s k a r * k o n u r í P a r í s Þessi frásögn Guðrúnar er svo einstæð og áhrifa- mikil að maður verður agndofa. Guðrún Finnbogadóttir: Milli landa Fróði 1995 Bókin um líf fimm íslenskra kvenna í París ber heitið Milli landa. Þessi titill lætur ekki mikið yfir sér en er auðskilinn eftir lestur bókarinnar. ís- lensku konumar sem hafa lengi átt heimili í París eru raunar alltaf staddar milli landa, milli Frakklands þar sem þær eru búsettar og milli Islands sem fylgir þeim hvert fótmál. Þær tala um að fara heim þegar þær fara til Is- lands. En þæreru útlendingar í Frakklandi og eftir áratuga bú- setu þar eru þær á vissan hátt útlendingar í sínu föðurlandi. Það er Guðrún Finnboga- dóttir sem hefur skráð sögu kvennanna fimm í París. Hún segir í formála að uppistaðan í sögunum séu ekki stórvið- burðir: „Þær em ofnar úr smá- munum hvundagsins, ham- ingju hans og óhamingju, til- viljunum og óvæntum atburð- um, öllu því sem gefur honum form, tilgang og virðuleik. Þessar sögur em um lífið sjálft, þótt litlar séu. En þær em sagðar í fullri einlægni." Ein sagan í bókinni er saga Guðrúnar sjálfrar og nefnist Betra er að vera lifatuli hund- ur en dautt Ijón. Þessi frásögn Guðrúnar er svo einstæð og áhrifamikil að maður verður agndofa. Lýsing hennar á æskuámnum á Marbakka er lifandi og skemmtileg, en síð- an taka við önnur ár í öðm landi. Hvemig má það vera að ung og gáfuð kona, og dóttir Finnboga Rúts Valdimars- sonar í ofánlag, skuli strax við upphaf námsdvalar í Leipzig ganga kommúnismanum á hönd? Og hvemig getur það gerst að hún kjósi ámm saman að lifa undir áþján mannhaturs og kúgunar kerfisins? Sökkvi „sífellt dýpra í fen ósjálfstæðis, kúgunar og sjálfs- Sæmundur ■ . ^ skrifar blekkingar,“ eins og hún segir sjálf? Og Guðrún svarar: „Ef ég kynni svarið við því vissi ég líka hvers vegna milljónir manna dýrk- uðu einræðisherra, sem þeir innst inni hötuðu, aðrar milljónir grófu sína eigin gröf og biðu eftir að falla í hana án þess að mótmæla á með- an enn aðrar milljónir stóðu í bið- röð eftir dauðasprautunni." Þá bætir það ekki úr skák að Guðrún giftist ofstækisfullum kommún- ista, Araba, og má ekki aðeins þola kúgun kerfisins heldur einnig kúg- un eiginmannsins. Hún vildi frekar deyja en missa hann. Uppgjöfin komst upp í vana. Frásögn Guð- rúnar af þessum kafla í lífi hennar er miskunnarlaust uppgjör við for- tíðina og kommúnismann. Þá tíð er hún villtist á Guði og Stalín, þar til hún varð frjáls á ný. Það er margt sagt í fáum orðum en mikill fengur væri ef Guðrún Finnbogadóttir skrifaði sérstaka bók um þetta tímabil ævi sinnar. Þær íjórar konur sem segja Guð- rúnu sögu sína eru Anna Sólveig Ólafsdóttir, sem hefur starfaði í íslenska sendiráðinu í París í nær þijá áratugi, Helga Björnsson, tískuhönnuður, Margrét Bene- diktsdóttir, gift viðskiptajöfri og íjögurra bama móðir og Nína Gautadóttir listmálari. Guðrún notar það form að vitna við og við í sögu kvennanna með þeirra eigin orðum og síðan endursögn frá eig- in bijósti inn á milli. Þetta er vand- meðfarið form en Guðrúnu tekst að sneiða hjá helstu skerjum og út- koman er afar greinargóð, lifandi og skemmtileg lesning. Það er vart hægt að segja að þessar konur hafi lifað hvunndagslífi, en þær koma til dyranna eins og þær eru klædd- ar og lífshlaup þeirra vissulega áhugavert. Fjöldi mynda prýðir bókina sem gefur henni aukið gildi. Hj artastaður Steinunnar Þriðjudaginn 12. desember næstkomandi verður nýstárleg kynning á nýju skáldverki í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Þá frumsýnir leikhúsið nýja leikgerð sem Ingunn Asdís- ardóttir hefur gert af nýjustu skáldsögu Stein- unnar Sigurð- ardóttur, Hjartastaður. I leikgerðinni er brugðið upp stuttum myndum úr sögunni og hafa aðstandendur kosið að nefna hana Hjartastaður Stein- unnar. Leikendur eru þær Anna Elísabet Borg, Kolbrún Erna Pétursdóttir og Margrét Vilhjálmsdóttir. Leikstjóri er Ingunn Asdísardóttir. Mál og menning styrkti leikgerðina en Hjartastaður er fyrsta bók Stein- unnar sem kemur út hjá því for- lagi. Hjartastaður segir frá æv- intýraferð um ytri heima og innri. Harpa Eir leggur í erfiða ferð til að bjarga dóttur sinni, Eddu Sólveigu, frá undirheimalýð í Reykjavík. Hún fær vinkonu sína, þekkt- an flautuleikara, til að aka þeim mæðg- um á ættaróðalið austur á íjörðum þar sem þær ætla að hafa vetursetu.. En leið- angurinn sem upphaflega var lagt í til að bjarga baminu verð- ur öðrum þræði að leit móður- innar að sjálfum sér. Aðeins verða þijár sýningar á verkinu: 12. desember, fimmtu- daginn 14. desember og sunnu- daginn 17. desember. Sigurlaugur Elíasson / A einum Héluvoð yfir borginni ek gegnum lágþokutjald tumfmgur Hallgríms bendir til himins mínútusáldur á blýósen drengurinn vakandi eftir álagasvefn hefur hönd lausa á sænginni spyr einhvers svara einhvern veginn byrjum að fikra okkur gegnum klökkt mistrið stað Þetta Ijóð er úr nýútkominni Ijóðabók Harmónikuljóö frá blýósen, eftir Sigurlaug Elíasson. Bókin skiptist í fjóra kafla þar sem atvikum er fylgt í eitt ár, frá hausti fram á næsta haust. Þetta erfimmta Ijóðabók höfundar. Alþýðublaðið fyrir þá sem eru á nálum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.