Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 24

Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 24
v<r \wre wn/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Helgin 7. - 10. desember 1995 187. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Menningar- helgi í Mos- fellsbæ Á vegum menningarmálanefndar Mosfellsbæjar fer fram viðamikil dagskrá um næstu helgi. Á laugar- daginn klukkan 13 verður opnuð sýning á ljósmyndum í eigu Frank Ponzi listfræðings. Sýning þessi er í tilefni af útkomu bókarinnar IS- LAND FYRIR ALDAMÓT eftir Ponzi. Sú bók hefur að geyma ljós- myndir sem teknar voru af enskum laxveiðimönnum hér á landi á árun- um 1882-1888. Ljósmyndir þessar fann Ponzi nánast fyrir tilviljun í fombókaverslun í London árið 1987. Myndimar em einstæðar í sinni röð og ómetanleg heimild um þetta tíma- bil í sögu þjóðarinnar í upphafi ljós- myndaaldar á íslandi. Sýningin er í svokölluðum KJARNA sem liggur miðsvæðis í Mosfellsbæ. Á laugardag og sunnudag verður viðamikil menningardagskrá í Gall- erí Álafoss. Þar verður spilað og sungið og rithöfundar lesa úr verkum sínum. Meðal listamanna sem koma fram em Sigrún Hjálmtýsdóttir, Friðrik Erlingsson og Einar Már Guðmundsson. Dagskráin hefst klukkan 14 báða dagana og samtím- is verður listmuna- og handverks- markaður j gömlu sundlauginni að Álafossi. Á laugardag klukkan 16 verður kveikt á bæjaijólatrénu við Þverholt og dagskrá fyrir börn verð- ur að Álafossi klukkan 17. Þá verður Leikfélag Mosfellssveitar með dag- skrá í Bæjarleikhúsinu á sunnudags- kvöld klukkan 20.30. Leikfélagið flytur dagskrá sem byggð er á verk- um Halldórs Laxness í tilefni þess að 40 ár em liðin frá því hann hlaut Nóbelsverðlaunin. Hafnarfjörður Kveikt á jólatrjám A laugardaginn klukkan 14.30 verður kveikt á vinabæjarjólatré við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði við hátíðlega athöfn. Jólatréð er gjöf frá þýska vinabænum Cuxhaven. Klukkan 15 verður síðan kveikt á jólatré við Thorsplan. Það er gjöf frá danska vinabænum Fredriksberg. Áfram heldur síðan gleðin í Hafnar- firði því klukkan 15.30 hefst jólaball í íþróttahúsinu við Strandgötu. Tónlist sem vonandi höfðar til hlustenda á aldrinum fimm ára til nítíu og fimm, segir Pétur Einarsson. Spennandi frœösla og alvöru skemmtun Endursöluaðilar: ACO BOÐEIND' BÓKVAL AKUREYRI - EST - HKH NÝHERJI' OPIN KERFI HF REIKNISTOFA VESTFJARÐA' TOK TÆKNIVAL ÖRTÖLVUTÆKNI Prologus Monster frá P6 með disk í janúar 1994 sendi hljómsveitin P6 frá sér myndband við lagið The World Within. var það sýnt á sjónvarpsstöðvum og vakti töluverða athygli. Á þessu myndbandi setti Pét- ur Einarsson sig í hlutverk sjálfumglaðs poppara. Að sögn fór Pétur á kostum í þessari túlkun, því sumir hafa enn ekki náð að greina hann ffá hlutverkinu. En myndbandið var í raun ljóð- ræn satíra á poppþyrstar strengjabrúður skemmtana- iðnaðarins, nokkuð sem fáir áttuðu sig á. Síðastliðið sumar sendi P6 frá sér annað myndband og nú var innihaldið allt annars eðlis. Myndbandið var við lagið Fly Without og fjallar um hyldýpi einmana- kenndarinnar, mikilvægi vináttunnar og brothættar tilfinningar í leikriti lífsins. Nú hefur Pétur gefið þessi lög út á geisladiski, ásamt tólf aukalögum. I stuttu samtali við Al- þýðublaðið sagði Pétur að lögin á geisladisknum væru af ýmsu tagi, bæði sungin og svo eingöngu leikin. Segja mætti að lögin væru blanda af poppi og rokki með blúsuðum ívafi, byggð á klassískum gmnni. Þegar Pétur var spurður að því hvort hann teldi að lögin hefði til eins aldurshóps öðmm fremur nefndi hann aldurshópinn fimm ára til nítíu og fimm ára. Jóladans- aríRáð- húsinu Á föstudaginn klukkan 16.30 efnir Danssmiðja Hermanns Ragnars til danssýningar í sal Ráðhúss- ins í Reykjavík. Sýningin nefnist Hátíð í bæ og bygg- ist upp á jóladönsum, sam- kvæmisdönsum og rokki. Allir em velkomnir. Sesselía Sigurðardóttir og Brynjar Örn Þorleifs- son íslandsmeistarar í 10 dönsum 1995 í flokki 14 til 15 ára. Nú hefur Sverrir Stormsker sent frá sér nýjan geisladisk sem ber heit- ið Tekið stórt upp í sig. Raunar kall- ar Sverrir sig Serði Monster um þessar rnundir en á disknum er að finna 19 „bannvæn lög“, flest effir Serði sjálfan. Með honum syngja meðal annars Megas, Laddi og Páll Óskar. Kjarvalsstaðir Safnverslun opnuð Nú hefur anddyri Kjarvalsstaða verið breytt og þar komið fyrir myndarlegri safnverslun. Þar er á boðstólum listræn gjafavara, úrval listaverkabóka, veggspjalda, lista- verkakorta, afsteypur af verkum As- mundar Sveinssonar og margt fleira. Þar að auki verður komið fyr- ir sýningarkassa í anddyri safnsins sem verslanir og fyrirtæki geta leigt til kynninga á vöm sinni. 1 framtíð- inni er stefnt að því að í safnverslun- inni verði einnig íslensk nytjalist og gjafavara eftir íslenska hönnuði. Safnverslunin er opin daglega klukk- an 10-18. Frá afhendingu íslandskortanna 1. desember. Þjóðarbókhlaða Islandskort að gjöf Bankar landsins og greiðslukorta- fyrirtæki hafa sameinast um að færa Landsbókasafni Íslands-Háskóla- bókasafni að gjöf um 70 verðmæt Is- landskort á eins árs afmæli safnsins. Kortin em úr eigu Kjartans Gunnarssonar lyfsala sem hóf söfnun fslandskorta fyrir um 30 ár- um. Hann hefur víða leitað fanga en einkum í London, Frakklandi og á Norðurlöndum. Þannig dró hann saman eitt stærsta kortasafn í ein- staklingseigu hér á landi, yfir 80 verðmæt kort. Elsta kortið kom út f Numberg 1544 en hið yngsta, jarð- fræðikort Þorvalds Thoroddsens, var gefið út í Kaupmannahöfn 1901. Kortin em til sýnis á opnunartíma safnsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.