Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 12
ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 7. - 10. DESEMBER 1995 12 „Það verður aldrei neitt úr þér, Albert litli,“ sagði kennari Alberts Einsteins. Sama dóm fengu Newton, Darwin, Edison og Churchill, ásamt skara annarra snillinga, sem fannst skólagangan hreinasta píslarganga. Kolbrún Bergþórsdóttir gluggaði í skólaskýrslur snillinganna. John Stuart Mill var fullkom- inn nemandi - líkJega fyrirmynd- arnemandi allra tíma. Þriggja ára gamall hóf hann að nema grísku og stærðfræði, og dundaði við lestur mannkynssögu í frístund- um. Atta ára gamall lagði hann stund á latínu og náttúruvísindi og fjórtán ára hafði hann á valdi sínu öll grundvallaratriði í rök- fræði og hagfræði. Gáfnauppeld- ið skilaði þeim árangri að Stuart Mill fékk taugaáfall um tvítugt og sökk í dýpstu myrkur tilvist- arþunglyndis. Hann náði sér þó aftur á strik, þökk sé skáldskapn- um, en Stuart Mill sagði að ljóð skáldsnillingsins Wordsworth hefðu bjargað geðheilsu sinni á þessu myrka tímabili. Eins og kunnugt er gerðist Mill síðar af- kastamikill hugmyndafræðingur. Hann var óumdeilanlega undra- barn sem uppfyllti þær vonir sem við hann voru bundnar og einn af velgerðamönnum mannkyns. Stuart Mill var eitt af undra- börnunum. Isaac Newton var það alls ekki. Hann var einn þeirra fjölmörgu snillinga sem sýndu lítil fyrirheit í æsku, og þjáðist af feimni og minnimáttar- kennd. Hann var tólf ára þegar hann var sendur í almennings- skóla þar sem honum leið afar illa og sóttist námið ofur seint. Það var ekki til að bæta ástandið að mest áberandi nemandi skól- ans lagði hann í einelti. Þegar svo hafði gengið um nokkurt skeið þótti Newton komið nóg. Hann skoraði á andstæðing sinn í slagsmál, og lauk viðureign þeirra á þann veg að Newton lú- barði fantinn. Við það óx New- ton svo ásmegin að hann ákvað að ganga á hólm við óvin sinn á öðrum vettvangi og lagði allt kapp á að vera fremri námsmað- ur en hann. Það tókst með mikl- um ágætum. Þegar Newton lá ekki yfir skólabókum dundaði hann við að smíða tæki og tól. Hann smíðaði vatnsúr, sólskífu og farartæki sem minnti að nokkru á frumstæðan bíl. Þegar Newton var fjórtán ára gamall varð móðir hans ekkja og New- ton var ætlað að taka við rekstri sveitabýlis fjölskyldunnar. Hann reyndist óhæfur til þess verks og var sendur aftur í skóla. Fram- haldið þekkja flestir. Newton varð einn mesti vísindamaður allra tíma og setti meðal annars fram þrjú undirstöðulögmál al- fræðinnar og þyngdarlögmálið. James Watt, fíngerður drengur sem þjáðist af stöðugu mígreni, var líkt og Newton lagður í ein- elti af bekkjarfélögum sínum, sagður „leiðinlegur og heimsk- ur“. Þegar hann var þrettán ára fékk hann brennandi áhuga á rúmfræði. Síðar á ævinni vann hann að endurbótum á gufuvél- inni og átti það framtak sinn þátt í að hrinda iðnbyltingunni af stað. „Nothæfur í fallbyssufóður“ Hertoginn af Wellington sigraði Napóleon við Waterloo, en metnaðarfullir fjölskyldumeð- limir höfðu litla trú á því að drengurinn ætti eftir að skeiða sigurbrautina. Wellington sýndi svo lítil tilþrif í námi að móðir hans tók hann úr skóla og útveg- aði honum einkakennara. En þar sýndi verðandi hertogi einungis tilþrif í fiðluleik. Ævareið móðir hans sá til þess að hann gekk í herinn og sagði af litlu ástriki að sonur sinn væri helst „nothæfur í fallbyssufóður". Sonurinn kom henni þægilega á óvart og sinnti hermennsku af þvílíkri einurð að hann komst til æðstu metorða í breska hemum. Líkt og Wellington var Charl- es Darwin ekki vandaðar kveðj- urnar í æsku. Hann reyndist svo lélegur námsmaður að faðir hans sagði eitt sinn við hann: „Það eina sem þú hefur áhuga á er að fara á veiðar, sinna hundum og veiða rottur. Þú átt eftir að verða sjálfum þér og fjölskyldu þinni til ævarandi skammar." Darwin minnist skólagöngu sinnar í Shrewsbury með eftirfar- andi orðum: „Ekkert hefði getað Charles Darwin: Meiri áhugi á rottu veiðum en námi. Picasso: * Olæs tíu ára og tekinn úr skóla. haft verri áhrif á þroskaferil minn, því þarna byggðist námið eingöngu á klassískum fræðum ásamt einhverjum slatta af úreltri landafræði og sögu. Eg lærði ekkert sem skipti máli. Þegar ég lauk námi hafði ég hvorki staðið mig vel né illa; og ég held að all- ir kennarar mínir, ásamt föður mínum, hafi álitið mig afar venjulegan dreng, reyndar örlítið fyrir neðan meðalgreind." Darwin kolféll á læknaprófi í Edinborgarháskóla. Hann stund- aði síðan nám í Cambridge með litlum árangri en ástríðufullur áhugi hans á náttúrufræði varð til þess að rúmlega tvítugur fór hann í siglingu um strendur Suð- ur-Ameríku og reyndist ferðin einn mesti vísindaleiðangur allra tíma. Darwin hélt nákvæma skrá um þær lífverur sem hann sá og birti niðurstöður sínar í frægu riti þar sem hann setti fram þróunar- kenninguna. Thomas Alva Edison, þótti flestum óþolandi bam, því hann var svo forvitinn og spurull að menn höfðu verulegan ama af. Fyrsti kennari hans lýsti honum sem „rugluðum", föður hans tókst næstum því að sannfæra hann um að hann væri „bjáni“ og skólastjóri hans benti honum á að hann yrði aldrei til að „afreka nokkum skapaðan hlut“. Mamma vissi betur og þegar drengurinn hennar virtist ófær um að tileinka sér einföldustu námsgreinar og fékk hvað eftir annað hroðalegan vitnisburð þá tók hún hann úr skóla og kenndi honum sjálf. Arangurinn var sá að Thomas litli varð hinn mesti bókaormur og milli bóka dund- aði hann sér við uppfinningar. A ævinni þróaði hann yfir eitt þús- und uppfinningar og gildi þeirra fyrir mannkynið er ómetanlegt. „Það verður aldrei neitt úr þér, Einstein“ Albert Einstein var æði langt frá því að teljast til undrabarna. Reyndar óttuðust foreldrar hans mjög að sonurinn væri vangefinn því hann var málhaltur allt til níu ára aldurs og eftir það svaraði hann einungis spurningum eftir óeðlilega langa umhugsun. Hon- um vegnaði svo illa í gagnfræða- skóla, í öllum fögum nema stærðfræði, að kennari hans, ráð- lagði honum að hætta námi og sagði: „Það verður aldrei neitt úr þér, Einstein." Sá virtist ætla að hafa rétt fyrir sér því Einstein féll á inntökuprófi í tækniskóla í Zurich. Hann gafst ekki upp og náði prófi í annarri tilraun. Eftir útskrift átti hann í miklu basli vinnumarkaði því honum var margoft sagt upp störfum. Hann missti þó ekki móðinn, heldur dundaði við að þróa fyrstu hug- myndir sínar um afstæðiskenn- inguna. Henry Ford þvældist í gegn- um nám sitt með lágmarkskunn- áttu í flestum skriflegum og bók- legum greinum. Hann sýndi hins vegar afburða skilning á vél- tækni strax á unga aldri, gerði við tæki á bóndabæ föður síns og hafði ofan af fyrir bekkjarfélög- um með því að búa til vatnshjól og gufuvélar. Hann varð sem kunnugt er bílaframleiðandi og einn af auðugustu mönnum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.