Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 11
HELGIN 7. - 10. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 Molar úr Vídalíns- postillu Um lestrarkunnáttu Einhver vill segja: Eg get lesið Guðs orð þótt ekki heyri eg það. Því er verr, að þeir eru svo fáir sem lesa kunna. Já, þótt sjálfir kunni þá hirða sumir ekki um að kenna það börnum sínum og er það guðlaust ræktarleysi. Um heimspeki . Vilji menn af heimspekinganna vatnsrennum drekka vísdóminn þá er altíð hætt við að þar fljóti í bland nokkrar agnir holdlegrar skynsemi sem að er reiði og fjandskapur í gegn Guði, því þó þær séu útrunnar í upphafi af þeim sanna vísdómsbrunni þá fer þeim eins og öðru vatni að það dregur dám af þeim farveg er það rennur um. Trúið mér: Svo eru og spekinganna lækir að þeir tapa sínum uppruna þá þeir renna um leirveltu syndum spilltrar náttúru. Um konungsvaldið Vér höfum eftirdæmin hjá sjálf- um oss þegar þetta vesæla land flaut í sínu eigin blóði áður en Guð gaf oss konung, svo að eng- inn mátti óhultur leggjast í rekkju sína. Hversu ágætlega leið oss þá? Hversu fór þá fram í landi voru? Mundu menn þá ekki allshugarfegnir verða að játa konungi og ganga undir hann til að halda lífi og limum, friði og frelsi? Um fegurð heimsins Lít kristinn maður, á hinn fagra skapnað heims þessa, hversu kostulegur hann er. Hann hafa heiðnir menn á latínu kallað mundum fyrir hans fegurðar sakir og Grískir í sama máta kosmon sökum hans prýði. At- huga hin fögru himinsins Ijós, hversu þeim er víslega niður- skipað. Þau hafa sinn afmark- aðan gang allt frá veraldarinnar upphafi allt til þessa dags, svo aldrei hefur ennú þrotið nótt né dag, vetur nú sumar, hita eður kulda í hagkvæman tíma. Virð fyrir þér náttúru dýranna, fugl- anna, fiskanna, grasanna, hver svo eru prýðileg að Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo skrýddur sem eitt af þeim. Um starf Guðs Seg mér: Hvör myndaði þig nær þú enginn varst? Hvör for- sorgaði þig í móðurlífi? Hvör lciddi þig út þaðan? Hvör gaf þér aldur og vöxt, mál og vit? Gjörðir þú þetta sjálfur? Eða hjálpaðir þú nokkuð þar til með þinni áhyggju? Seg mér: Er þá ekki lífið meira en fæðslan og Vídalmspostilla er eitt stórbrotnasta og áhrifamesta rit íslandssögunnar. Hún hefur verið ófáanleg í áratugi en nú hefur Mál og menning bætt úr því. Á dögunum komu húslestrar meistara Jóns Vídalíns út í veglegri útgáfu sem Ginmar Kristjánsson og Mörður Árnason önnuðust Jón Vídalín var margir menn í senn - segir Mörður í fróðlegu samtali við Hrafn Jökulsson um meistara Vídalín. „Það fer auðvitað ekki hjá því að mér þyki vænt um hann eftir að hafa verið með verk hans í höndunum, og stundum fundið til ábyrgðar einsog hann standi og horfi yfir öxlina á mér,“ segir Mörður Ámason íslenskufræðingur um hvemig Jón Vídalín komi honum fyrir sjónir eftir löng og náin kynni. Mörður annast íítgáfu Vídalínspostillu ásamt séra Gunnari Kristjánssyni. Óhætt er að segja að Vídalínspostilla hafi átt mikinn þátt í að móta viðhorf og hugsunarhátt margra kynslóða Islend- inga. Hún var fyrst prentuð 1718-20 og var fyrsta húslestrarbókin eftir íslenskan höfund, gefin út tíu sinnum á 18. öld og í 13. skipti árið 1838. Postillan var síðast gefin út fyrir hálfri öld, árið 1945, en hin nýja bók er 15. útgáfa hennar. Húslestramir eru með nútímastafsetningu en við frágang þeirra er frumútgáfunni fylgt sem nákvæmast. Leitast er við að láta orðfæri höfundar og stílsnilld njóta sín til fullnustu á máli síns tíma, en hverjum lestri fylgja orðskýringar og athugasemdir þegar þeirra er þötf. Séra Gunnar Kristjánsson ritar ítarlegan inngang um Postilluna og höfund hennar. Þar er ævi Vídal- íns rakin, sagt frá þjóðlífi á 17. öld en einkum fjall- að um guðfræðilegt og heimspekilegt baksvið Postillunnar annarsvegar og hinsvegar um mál- snilld höfundarins. Sigurður Nordal sagði urn Jón Vídalín að hann væri mesti ræðuskörungur sem uppi hefur verið á íslandi. Séra Páll Þorleifsson sagði að Postilla hans væri stórbrotnasta verk íslenskrar kristni. Hin veglega útgáfa Ví- dalínspostillu nú flokkast því undir menningarleg stórtíð- indi. Yfirstéttarmaður á tímum íslandsklukku , Jón Vídalín var merkilegur ifiaður," segir Mörður. „Bak- gmnnur hans var í menntastétt, íslenskri yfirstétt. Hann er af bestu ættum landsins en hann hefur líka í sér ákveðinn al- þýðleika sem sést á ævi hans. Hann var til dæmis á sjó tvær vertíðir í Eyjum, og má sjá merki þess í bókinni. Eftir að hann lauk námi í Kaupmannahöfn var hann látinn skrifa upp handrit fyrir Áma Magnússon og Þormóð Torfason; virðist hafa leiðst það verk heldur en það má líka sjá á bókinni að Vídalín er ekki ókunnur fomritunum þótt hann vitni aldrei beint til þeirra. Eftir þetta gekk hann í danska herinn, og má kalla sérkennilegt tímabil í ævi hans, og ef vel er að gáð sést að hann hefur haft ákveðin kynni af hemaði. Hann kemur heim og virðist fljúga beint í æðstu stöðu: verður biskup rétt þrítugur. Hann kemur inn í samfélag 17. aldar, sama samfélag og ljallað er um í íslandsklukkunni. Á hans tíma er Jón Hreggviðsson dæmdur, á fyrra hluta ævi hans er síðasta galdrabrenna á íslandi. Þannig að hann kem- ur inn í öld sem er sérkennileg. Hann kemur líka inní ís- lenska pólitík sem er enn sérkennilegri, og lendir í miklum deilum við Odd Sigurðsson lögmann. Þar að auki er þetta öld þarsem siðvendni heiramanna var ekki uppá mjög marga fiska. Einn frægasti fundur þeirra Odds, við Narfeyri, fór þannig fram að þeir vom báðir vel dmkknir, einsog herramenn vom einatt á mannfundum á þeim tíma, og slóg- ust. Þannig að Jón Vídalín var margir menn í senn. Sem kennimaður og biskup naut hann mjög traustrar guðfræði- menntunar, en líka mjög traustrar klassískrar menntunar. Hann er af annarri kynslóð fommenntamanna. Frændi hans var Amgrímur lærði og Brynjólfur Sveinsson var næstnæst- ur biskup í Skálholti á undan honum. Vídalín hefur yflr- gripsmikla klassíska menntun, sem kemur meðal annars fram í mælskulistinni þarsem hann styðst við klassíska mælskufræði frá tímum Grikkja og Rómveija. Gunnar Kristjánsson og Mörður Árnason, umsjónarmenn útgáfunnar. „I Postillunni er mikill listamaður að fjalla um sígild efni - og ég veit ekki hvað á við okkur meira erindi en einmitt slikir hlutir," segir Mörður.A-mynd: e.ói. Hann stendur líka á ákveðnum tímamótum í guðfræðinni. Þegar talað er um guðfræði á þessum tíma - 17. öld og fyrsta hluta 18. aldar - verður maður að skilja hana aðeins öðrum skilningi en nú er gert. Guðfræðin var ósköp einfald- lega sá kenningarammi sem umræður og umhugsun um til- tekna hluti - eilífðarmálin, siðfræðina, samband manns við mann - fóru fram í. Því verður að skilja guðfræðina miklu víðara skilningi en nú er gert, þegar margar greinar hafa tek- ið við af guðfræði miðalda og fyrstu aldanna eftir siðaskipti. I heildina lýsir útúr Vídalínspostillu - og það er kenning Gunnars sem ég tek undir af þaullestri bókarinnar - að ís- lendingar hafi gert sér ranga mynd af Jóni Vídalín. Þeir haft talið hann vera hetjuprédikara, refsiglaðan siðapostula sem hótar mönnum með helvítiseldi og ber menn til hlýðni með sínum mikla málvendi. En þessi mynd er ekki að öllu leyti rétt, einkum ekki ef maður skoðar samtíma Vídalíns. Hið guðfræðilega orðalag þessa tíma gerði auðvitað ráð fyrir til- vist hins vonda. Kristin kenning gerði ráð fyrir því - og ger- ir enn - að maðurinn fæðist syndugur, og það sé aðeins í gegnum trú, gegnum trúna á Krist og hinn þríeina guð sem maðurinn geti losað sig við þennan uppruna. Það er innan þessa ramma sem Jón Vídalín talar - einsog allir gerðu út- um öll lönd á sama tíma. En þá verður aftur að segja að Jón Vídalín stendur á ákveðnum krossgötum. Hann byggir auðvitað á klassískum lútherisma, en á þeim tíma sem hann var að skrifa bókina var þetta aðeins að breytast. Menn þykjast greina ákveðna kalvíniska drætti í Vídalín, sem ég er ekki viss um að sé rétt, en einkum hafa menn fundið frum-píetista drætti. Og píet- isminn í upprunalegri mynd var í raun tiltölulega mildileg guðfræði, en breyttist síðar og trénaðist upp í siðavendni og hræsni. Jón Vídalín sjálfur - einsog hann skín útúr bókinni - er milt yfirvald, svo maður noti nú kunnuglegt orðaval. Hann er sjálfur breyskur, það kemur fram. Hann segir mönnum auðvitað að bæta sína trú og bæta fyrir sitt lífemi, en hann gefur líka öllum tækifæri. Jafnvel þótt menn hafi brotið mikið af sér eiga þeir sér viðreisnar von, og jafnvel þó þeir trúi lítið þá er veik trú líka trú, segir Vídalín: Lítil perla er líka perla, einn dropi sjávar er líka sjór. Þannig kemst maður að þeirri niðurstöðu að Jón sjálfur og kenning hans er opin á þann hátt að inní hana er öllum hleypt. Þegar hann síðan sveiflar refsivendinum er það fyrst og fremst yfir yfirvöldum, stórsyndurum, brotamönnum í hópi leikra og lærðra valdsmanna." Okkar svar við Rembrandt og Bach Hver er staða Jóns Vídalíns stílfrœðilega gagn- vart samtíð sinni? „Á þessum tíma var barokklistin í uppgangi í Evr- ópu. Hérlendis má segja að það tímabil hafi staðið frá því skömmu eftir siðaskipti og langt fram á 18. öld, nokkuð lengur en annarsstaðar. Af bókmennt- um, og þarmeð listaverkum þessa tíma, eru Vídal- ínspostilla og Passíusálmar Hallgríms Péturssonar mestu stórvirkin. Á þann hátt má segja að Vídalín og Hallgrímur séu svar okkar við Rembrandt og Ru- bens, Bach og Handel - án þess að frekar sé farið út mannjöfnuð. Styrkur Vídalíns sem stílista liggur í samkomu úr tveim- ur áttum: Annarsvegar er hinn hámenntaði húmanisti sem hefur vald á mælskufræði ættaðri frá fomöld, og er vel les- inn í íslendingasögum og öðrum fomum norrænum fróð- leik; hinsvegar getur hann blandað þetta ákaflega alþýðlegu orðfæri og tekið dæmi úr því máli sem alþýða samtímans skildi. Enda var hann að skrifa fyrir alþýðuna, ekki presta: Vídalínspostilla var skrifuð fyrir húsbóndann á heimilinu til að lesa yftr konunni sinni, bömunum, vinnukonunni og fjósamanninum. Á Vídalín em ýmis stíleinkenni barokksins; þungur, stríð- ur tónn undir og síðan mikið stflskraut ofan á. Hann beitir brögðum barokklistarinnar með því að orða hugsunina einu sinni, síðan á annan hátt og þriðja. Maður getur að þessu leyti borið hann saman við Bach.“ Einn mesti stíiisti íslenskrar tungu Hversu aðgengilegur er Vídalínfólki á okkar dögum? „Stfllinn er þess virði að menn leggist ofan í hann, vegna þess að Jón Vídalín er einn af mestu stflistum íslenskrar tungu. En umfjöllunarefni Vídalíns em líka klassísk. Hann íjallar um samband mannsins við eilífðina, um réttlæti og samúð í samfélaginu, og hann er á sinn hátt að virða fyrir sér tilvistarleg vandamál. Eg ætla ekki að halda því fram að guðfræði hans, þar sem djöfullinn er áberandi og uppmna- syndin viðurkennd, sé mönnum nauðsynjalestur á ofan- verðri tuttugustu öld. En þama er mikill listamaður að fjalla um sígild efni - og ég veit ekki hvað á við okkur meira er- indi en einmitt slflcir hlutir.“ ■ líkaminn meira en klæðnaður- inn? Hvör lætur grasið á jörð- unni vaxa? Segir ekki Jesús að það verði að akurkarlinum sof- anda? Hvör plantar trén í skóg- inum? Hvör lætur sauðina fjölga á jörðunni? Hvör fram- leiðir fiskanna af sjónum? Hvör gefur regnið á jörðina í hag- stæðan tíma? Um sáttmála góðrar samvisku Viljir þú því auðmýkja þig fyrir hönum út af hjarta í bæninni þá lát þér í hug koma hvílíkur þú varst þegar þér var kastað inn í heiminn svo sem öðru hræi, í andlegan máta dauðum í upp- runasyndinni, og hvernig hann hefur þig með vatni og anda endurgetið í skírninni til einnar lifandi vonar og gjört þar við þig sáttmála góðrar samvisku. Um kirkjusókn Nú er það þó ekki nóg að koma saman til kirkjunnar, nema menn gjöri þar Guðs eyrendi nieð allri alúð. Annars er vor kirkjugangur ekki nema eintóm hræsni og væri af illu skárra að koma þar aldrei (sem þó er stór synd í sjálfu sér nær því má vel við koma) því hitt er að nálægj- ast Guð með vörunum, en hjart- að er þar langt frá. Um karla og konur Guð hefur hlutunum næsta vís- lega hagað. Manninum hefur hann gefið afl og vitsmuni, kon- unni fegurð og blíðlæti, hvör- tveggi eiga svo sínar gáfur að brúka að Guði þóknist. Karl- maðurinn á að brúka styrkleika sinn til erfiðis en ekki til of- stopa, vitsmunina til forsjónar og ekki hrekkvísi, konan fegurð sína til að þóknast manninum því það hefur Guð skapað í náttúrunni en eigi til lauslætis því það hefur djöfullinn innfært í heiminn, blíðleika sinn til að ávinna mannsins geðsmuni en ekki til að svíkja hann til vondra verka eins og Jessabel. Um heiftina Heiftin er eitt andskotans reið- arslag. Hún afmyndar alla mannsins limi og liði. Hún kveikir bál í augunum. Hún hleypir blóði í nasirnar, bólgu í kinnarnar, æði og stjórnleysi í tunguna, deyfu fyrir eyrun. Hún lætur manninn gnísta með tönnunum, fljúga með höndun- um, æða með fótunum. Hún skekur og hristir allan líkam- ann og aflagar svo sem þegar hafið er uppblásið af stórviðri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.