Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 14. - 17. DESEMBER 1995 MMBUDID 21035. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Klögumál Sivjar Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknar segir farir sínar ekki sléttar í viðtali við tímaritið Mannlíf. Hún kvartar hástöf- um yfir því að öll gagnrýni á ríkisstjómina beinist að Fram- sóknarflokknum meðan sjálfstæðismenn hafi það náðugt. Orð- rétt segir þingmaðurinn: „Mér frnnst ráðherrar Sjálfstæðis- ílokksins hafa sloppið vel. Þetta er sameiginlegt verkefni og því verða ríkisstjómarflokkarnir að standa saman þegar aðgerðim- ar em skýrðar út fyrir fólki. Framsóknarmenn lentu í ráðuneyt- um sem em með mest umleikis og standa því í skotlínunni en mér fínnst ómögulegt að hinn ríkisstjómarflokkurinn sigli lygn- an sjó á meðan. Friðrik Sophusson er fjármálaráðherra og ber því mikla ábyrgð á þeim ramma sem hverju ráðuneyti er settur. En hann hefur sagt að í ríkisstjóminni séu tíu fjármálaráðherrar. Þetta er ekki rétt.“ Það er vissulega rannsóknarefni hvemig fjármálaráðherra er stikkfrí þegar gagnrýni á ríkisfjármál er annarsvegar. Þangað til Friðrik kom til sögunnar var það allajafna skjót leið til yfir- þyrmandi óvinsælda að gegna embætti fjármálaráðherra. En nú er öldin önnur: Friðrik Sophusson kemur fyrir einsog hver ann- ar blaðafulltrúi ríkisstjómarinnar, og virðist ekki bera mikla ábyrgð á störfum hennar. Það er árviss viðburður að Friðrik boðar snarpa atlögu að halla ríkissjóðs - jafnframt því að út- skýra afhverju fyrri áform um slíkt náðu ekki fram að ganga. En Friðrik er aldrei gagnrýndur: Hvorki fyrir sífelldan hallarekstur né stórfelldan niðurskurð. Þar hafa aðrir ráðherrar - bæði í nú- verandi og síðustu stjóm - borið hitann og þungann. Ummæli Sivjar em því fyllilega réttmæt - svo langt sem þau ná. Hún ætti hinsvegar ekki að vera slíkri furðu lostin yfír því að Framsóknarflokkurinn sé gagnrýndur harkalega. Þótt fram- sóknarmenn séu fæstir langminnugir geta þeir væntanlega rifj- að upp að fyrir aðeins hálfu ári boðuðu þeir fagnaðarerindi sem er í hrópandi ósamræmi við aðgerðir ríkisstjómarinnar nú. Lof- orðalisti Framsóknar var langur og skrautlegur: Framsóknar- menn ætluðu að uppræta atvinnuleysi, lækka skatta, hækka laun, skera niður þjónustugjöld í heilbrigðiskerfinu, afnema skólagjöld og stórefla framlög til flestra málaflokka, ekki síst mennta- og heilbrigðismála. Utá þennan fagurgala jók Fram- sóknarflokkurinn fylgi sitt, auk þess sem einstakir frambjóð- endur - með Siv í broddi fylkingar - lofuðu breytingum og uppstokkun á öllu milli himins og jarðar. Kosningabarátta Framsóknar var einstaklega óábyrg, enda hlýtur hinum skynugri framsóknarmönnum að hafa verið morgunljóst að aldrei yrði unnt að standa við stóm orðin. Stað- reyndimar tala sínu máli: Atvinnuleysi hefur aldrei verið meira; þjónustugjöld em aukin í heilbrigðiskerfinu jafnframt meiri niðurskurði; framkvæmdir á vegum ríkisins em stórlega skom- ar niður á næsta ári, svo jafngildir hátt í þúsund ársverkum; seilst er með ósvífnum hætti í létta pyngju aldraðra og öryrkja; ekki hróflað við hinum ónýtu kerfum í landbúnaði og sjávarút- vegi. Og til þess að kóróna trakteringamar kemur hinn bros- mildi heilbrigðisráðherra nú og boðar stórfelldar skattahækkan- ir! Það er óneitanlega hyldjúp og óbrúanleg gjá millum orða framsóknarmanna í vor og „efndanna“ nú. Framsóknarmenn verða - einsog aðrir ómerkingar - að sitja undir gagnrýni. Hitt er hárrétt hjá Siv Friðleifsdóttur að sjálf- stæðismenn sleppa furðuvel. Það er mál sem stjómarandstöðu- flokkamir hljóta að ráða bót á. ■ Kæruliðinn Guðni s Agústsson Guðni er vísast glaður með þann úrskurð, en um leið sjálfsagt einn um það að kæra ljósmynd af sjálfum sér til Siðanefndar. Þá verður það að teljast í meira Iagi skemmtilegt að Guðni telji það refsivert athæfi að hann hafi ekki fengið símtal frá Hrafni Jökulssyni. Guðni Ágústsson hefur verið í fréttum. Guðni Ágústsson hefur verið í fréttum á hverfandi ári. Flestar eru þessar fréttir þó til komnar vegna annarra frétta. Guðni Ágústsson hefur verið í fréttum vegna þess að hann hefur verið í fréttum. Þegar komið var fram á haust fannst Guðna Ágústs- syni nóg komið af sér í fréttum. Kannski vildi hann frekar vera í réttum. Og þegar Guðna Ágústssyni fannst komið of mikið af fréttum af sér fór hann í mál. Hann kærði þessar fréttir. Guðni Ágústsson kærði á dögunum fimm fréttir af sér í tveimur blöðum fyrir „Siða- Vikupiltar ---^ Helgason nefnd Blaðamannafélags Islands“. Og nú er Guðni enn einu sinni kominn í fréttir. Enn meiri fréttir. Svona til að rifja upp þennan fréttarekstur, þá hófst hann með orðum Guðna sjálfs þegar hann sl. vor var spurður um afstöðu til ný- búa svaraði: Island fyrir Islend- inga. Þetta vom þau orð sem hann lét sjálfur falla og hefur aldrei aftur tekið, orð sem strax þá (sem nú) tengdu hann boðskap kynbóta- klúbbsins „Norrænt mannkyn" og leiddu síðar til þess að formaður fé- lagsins var spurður hvort Guðni væri ekki félagi og formaðurinn staðfesti það. Og það var frétt. Það var ein alvarlegasta frétt árs- ins. Alþingismaður og stjómarliði tengist kynþáttahatarafélagi. Guðni sór það af sér, en bæði for- maður og fyrrum formaður stað- festu meðlimsku hans. (Eða var það meðlymska?) Orð stóð gegn orði, en á bakvið orð Guðna leynd- ust óneitanlega áður fallin orð hans: ísland fyrir íslendinga, hið óopinbera slagorð „Norræns mannkyns.“ í umfjöllun Siða- nefndar kemur m.a. fram, í yfirlýs- ingu Einars Jónssonar formanns „Norræns mannkyns" að Guðni Ágústsson hafi óskað eftir því í október 1995 að hann yrði tekinn út af félagsskrá. Hvers vegna óskaði hann eftir því að vera tekinn út af félagsskrá ef hann var aldrei í félaginu? Maður sér þetta fyrir sér. Á þeim gömlu góðu sumarbjörtu dögum þegar Suðurlandskjördæmi var hreinn og fagur reitur, síðasta nýbúalausa sýslan í allri Evrópu, þar sem Ijóshært og vöðvastælt norrænt mannkyn plægði sinn akur og sat við mjaltir og gat sín hrein- ræktuðu böm og glæsilegur fulltrúi þess, hávaxinn Guðni Ágústsson, ók þar um á sínum norræna jeppa - svo sællega langt útúr öllum frétt- um en samt inná þingi - og heilsaði uppá sitt heimafólk og fundaði og tók í hendur, og bændur vom að stofna félag til dýrðar þessu glæsi- lega fólki sem reytti sinn arfa og rak úr sínum túnum, félag sem virt- ist saklaus og einlægur klúbbur, þama í sveitinni, svo langt frá öllu alþjóðlegu samhengi; félag sem í raun var ekki annað en ofur mann- leg útgáfa af Hrossaræktarfélagi Suðurlands, og alls ekki neitt Slát- urfélag Suðurlands vegna þess að engir arabar vom enn komnir á beit í uppsveitir Ámessýslu, engir svertingjar sýnilegir í heimatúnum Flóamanna, ekkert tælenskt útsæði í kartöflugörðum Þykkvabæjar, enginn skáeygður minkur í hænsnakofum Selfyssinga: I stuttu máli fallegt félag um fallegt fólk og formaður þess hittir þingmanninn á einhverjum mann(kyns)fundinum fyrir kosningar og þeir spjalla létt um kynbætur og hrossarækt og jú... félagið... og formaðurinn spyr hvort Guðni sé ekki með og Guðni segir hress og norrænn já, eða nei, þetta sérstaka formsóknar- nei sem enginn veit hvað þýðir og gæti þess vegna verið já og for- maðurinn tekur það gott og gilt og skráir Guðna sem gleymir þessu um leið en fær þó annað slagið fundarboð og segir þá við sjálfan sig já já, þeir að funda blessaðir, já já, og hugsar gott og vel og þetta er jú ágætt og veitir kannski ekki af, hugsar hann á leiðinni austur í þingjeppanum um leið og hann keyrir framhjá kmllhærðum putta- lingum í fæti Hellisheiðar og sér fyrir sér hættuna: Útlendingamir em á leið austur fyrir fjall. Hann bmnar framhjá þeim og finnst þeir ekki falla nógu vel inní hraunið og segir við sjálfan sig: Já, ísland á að vera fyrir Islendinga. Þetta var á þeim saklausu túnum. Þegar enginn vissi af Mannræktar- félagi Suðurlands, þegar beittir pennar vom enn í námi, og orðið nýbúar ekki enn orðið til og þeir sjálfir ekki fleiri en 30 Víetnamar með brosandi Sigrúnu Stefánsdótt- ur í blokk vestur á Melum, saklaus- ir mállausir og allslausir eins og 30 sætir silfurrefír sem þjóðin hafði í búri sér til þægðar, lét vinna í BÚR. En smám saman kom erlendur veruleiki inn í íslenskt þjóðlíf og sakleysið hvarf. Og það kom í ljós að víetnamamir voru refir eftir allt saman sem á nokkmm áram höfðu eignast heilu veitingastaðina, og sf- fellt fleiri bættust í hópinn. Nýbúar urðu hluti af þjóðlífinu. Og þá var algóður Guðni vakinn upp úr sín- um sæla Ijóshærða sveitalífs- draumi og ntuldraði í svefnrofun- um, hálf óvart: „Island fyrir Islend- inga“. Tíu ára gamalt handaband við bónda austur í Fossnesti og umlandi ,já já, nei nei, ætli það... og ætli það ekki...við sjáum til, já sendu mér eintak...“ hatði vafist upp á handlegg hans og var nú orð- inn rauður borði með rasistamerki. Var orðið frétt. I Alþýðublaðinu. Með mynd. Og Guðni kærir. Góður maður sagði eitt sinn: „Það er lítilmannlegt að afneita gömlum kæmstum." Nú var aríafé- lagið kannski ekki beint kærasta guðna, heldur frekar svona hjá- kona, sem Guðni segir svo upp um leið og allt kemst upp. En burtséð frá því. Er það ekki síðasta sort þegar stjómmálamaður grípur til lögfræðings um leið og halla fer á hann í þjóðmálaumræð- unni? Er þá ekki fokið í öll vit? Guðni kærði allar fréttir, alla um- ræðu í fjölmiðlum, um meinta þátt- töku sína í „Norrænu mannkyni". Kæra hans til Siðanefndar var í 5 liðum. Hann kærði 5 fréttir. Hann kærði m.a. einfalda og orðrétta endursögn í HP á umræðufundi í Háskólanum. Ef þær umræður hefðu farið frant á þingi hefði hann þá kært Þingtíðindi fyrir Siða- nefnd? Það verður fróðlegt að sjá hvort hann kæri ekki „Öldina okk- ar“ þegar þar að kemur. Hann kærði ásaknir um vem sína í félaginu, í sama mánuði og hann sagði sig formlega úr því. Væri ég gefínn fyrir upphrópunarmerki, kæmu hér fimm. Siðanefnd vísaði reyndar (skilj- anlega) öllum þessum kærum frá, nema einni. Nema kæm á forsíðu- frétt Alþýðublaðsins um staðhæf- ingu formanns „Norræns mann- kyns“ þess efnis að Guðni hefði verið meðlimur í félgainu. Og Guðni fékk þá kæm sína tekna til greina vegna þess að a) fréttinni fylgdi ljósmynd af honum og b) ekki var hringt í hann. Guðni er vísast glaður með þann úrskurð, en um leið sjálfsagt einn um það að kæra ljósmynd af sjálf- um sér til Siðanefndar. Þá verður það að teljast í meira lagi skemmti- legt að Guðni telji það refsivert at- hæfí að hann hafi ekki fengið sím- tal frá Hrafni Jökulssyni. í úrskurði sínum bendir Siða- nefnd á að hennar sé ekki að meta „sannleiksgildi frétta" heldur „vinnubrögð" blaðamanna. Það væri gaman að fá skorinorða rit- gerð frá heimspekingi nefndarinn- ar, Þorsteini Gylfasyni, um það hvenær sannleikurinn varð viðskila við siðfræðina. Og kannski skildu leiðir þeirra einhvemtíma, ég veit það ekki, ó-Kant-lesinn maður, en varla hefur lygin orðið samferða. Kjami þessa máls er sá að ekkert var rangt í umræddri frétt. Hún var sönn. Og hún var sannarlega frétt. Dómnefndarmenn halda hinsvegar (e.t.v. vegna stöðu sinnar) að dag- blað sé einskonar réttarsalur þar sem allir aðilar eigi sinn rétt til sæt- is í einhverri vitnastúku. Og það samdægurs. Dagblað er spegill dagsins og svo kemur annað á morgun. Væri rétt heiti Siðanefndarinnar ekki frernur „Vinnueftirlit Blaða- mannafélags Islands"? Því rétt má vera hjá nefndarmönnum; í úr- skurði sínum em þeir að dæma „vinnubrögð“. Þeir em að dæma „- layout", útlitsteiknun, uppsetn- ingu, eða „legorð" eins og Einar Már Jónsson þýddi þetta. Þeirn er sama um innihald fréttarinnar. Þeir dæma hana af útlitinu. Hvar liggja mörkin? Hve langt má tegja hug- takið „útlit“? í þessu tilfelli emm við að tala urn ljósmynd af Guðna Ágústssyni. Er nefndin kannski að fjalla um það hvemig Guðni lítur út? Lítur hann ekki ágætlega út? Hér er siðanefndin komin útá hála braut, hefur skilið sannleikann eftir heima í hillu og er að kljást við grafíska hönnun, með vægast sagt óljósum verkfæmm, kafloðnum lagabókstaf sem varla er bókstafur að öðm leyti að hann er orðaður með bókstöfum: 3. gr. siðareglna B.í. (sem nefndin byggir úrskurð sinn á) kveður á um að blaðamaður „vandi“ vinnu sína og sýni „tillits- semi í vandasömum málum“. Nefndin viðurkennir þar með að hér hafi verið um „vandasamt mál“ að ræða. Það er að segja: Vanda- samt fyrir Guðna. Nefndin kemst í ótrúlega mótsögn við sannleiks- fjarlægð sína þegar hún viðurkenn- ir það. Nefndarmenn blotta sig þegar þeir í niðurlagi úrskurðar síns taka afstöðu til félagsskaparins „Norræns mannkyns“ (telja hann siðferðilega vafasaman) og segja þau ummæli Hrafn Jökulssonar „undarleg" að Guðni sé „aleinn um að líta svo á að það flokkist undir æmmeiðingar að bendla einhvem við þann félagsskap.“ Nefndin tel- ur ummælin undarleg „í ljósi þess sem sagt er um stefnuskrá félagsins í forsíðufrétt í Alþýðublaðinu og ýmissa ummæla sem höfð em eftir formanni félagsins." Ummælin vom þau að reka ætti alla nýbúa úr landi. Semsagt: Hér er siðferðileg afstaða á ferð. Hér snýst því dómur Siðanefnd- ar, verður búmmerang, og kemur aftur í hausinn á kæranda. í raun er úrskurðurinn siðferðilegur áfellis- dómur yfir félagsskapnum „Nor- rænt mannkyn" og Guðna þar með, sem enn hefur ekki tekist að skilja gmndvallarafstöðu sína til nýbúa frá þessu skondna austaníjallsfé- lagi. Það er aðeins stigsmunur á því að vilja nýbúa burt úr landi og að vilja loka landinu fyrir þeim. ísland fyrir íslendinga. Málfrelsið er vandmeðfarið. Eitt er að dæma menn fyrir óprúttið níð og siðlausa lygi um náungann þó naumur sé. Annað er að dærna menn fyrir birtingu á félagsskráð- um staðhæfingum, þó óþægilegar séu fyrir einn af axlabreiðari mátt- arstólpum þjóðfélagsins. Kannski Siðanefndin ætti að endurskoða þetta með sannleik- ann. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.