Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 14. -17. DESEMBER 1995 D'T' Gjafakort í leikhúsið. frábær jólagjöf! Gildir fyrir einn eða tvo á einhverja af sýningum Leikfélagsins í Borgarleikhúsinu. Fyrir börnin: Línu-bolir, Línu-Opal og Línu púsluspil. IJiTKFÉIAG m VÍLKOMIN í LEIKIII SIÐ! Borgarlelkhús S 568 8000 >oo r og skilja um hvað þetta blað átti að snúast. Niðurstaðan var Þorbjöm Tjörvi og það var Friðrik sem fékk hann til starfsins. Friðrik hefur áður reynt að fá hann til vinnu fyrir sig, meðal annars þegar hann rak Við- skiptablaðið. Þá hafði Þorbjöm Tjörvi þá lausn helsta á vanda blaðsins að reka Óla Björn Kárason ritstjóra. Það gefur einhveija hugmynd um raunveruleikaskyn hans. Hann gæti eins verið að reka nærbuxnaverk- smiðju." Þú telur sem sagt að Friðrik ráði Atökin um Helgarpóstinn feigðarómur af þessu“ Áma Möller. Undan honum hef ég ekkert að kvarta, mér sýnist hann sómakær og vandaður maður, að minnsta kosti í samanburði við hina. Hann hefur ítrekað lýst ánægju sinni með blaðið og þær breytingar sem ég gerði á því og að því leyti kom þessi brottrekstur svolítið á óvart. Hins veg- ar er hann upptekinn við rekstur svínabús fyrir austan fjall, á meðan Friðrik hefúr nægan tíma til að sinna blaðinu. Allur annar rekstur hans er og hefur meira og minna farið í vask- inn. Þriðji maður í stjóm er Kristinn Alberfsson, fyrrverandi ífarn- kvæmdastjóri og skósveinn Friðriks til margra ára. Eg er ósammála þeim í grundvallaratriðum um hvemig svona blað á að vera og við höfúm margoft rifíst um það. Eg er raunar ósammála þeim í grundvallaratriðum um lífið og tilveruna. Eg hef ekkert legið á þeirri skoðun minni við stjómarformann eða framkvæmdastjóra að ég myndi ekki þola afskipti Friðriks af blaðinu. Stjómarformaðurinn hefur hins vegar beðið mig að stilla mig gagnvart Frið- rik persónulega og það hef ég gert. Mitt mat er að framkvæmdastjór- inn hafi fengið fijálsar hendur um þessa ákvörðun, en hún hafi verið að undirlagi Friðriks og Kristins. Að minnsta kosti heyrði ég daginn áður en ég var rekinn, að Friðrik væri að hringja út um allan bæ í leit að arftaka mínum. Eg hló að því, en það reyndist vanmat á stöðu hans innan fyrirtækis- ins. Eftir á að hyggja hef ég líklega ver- ið of bláeygur varðandi þetta. Þegar ég kom að blaðinu stóð yfir leit að framkvæmdastjóra, sem var afar mik- ilvæg ráðning. Hann varð að vera hluti af liðinu, skilja mig og ég hann, þvísem hann vill ráða á blaðinu? ,,Eg get ekki dregið aðrar ályktanir. Allar hugmyndir sem hafa komið fram eftir brottrekstur minn em eins og bergmál af gömlum hugmyndum hans. Meira að segja framkvæmda- stjórinn talar í sömu frösum og hann. Mitt mat er að þetta blað muni ekki lifa lengi eftir áramót. Nýi ritstjórinn, sem er að mörgu leyti duglegur blaða- maður, mun ekki halda því á lífi, enda skilst mér að ráðning hans sé tíma- bundin. Það er feigðarómur af þessu öllu. Það er svolítið hart að horfa upp á það. Eg þykist skynja það í kringum mig að þetta blað hafi aftur verið að öðlast sess á meðal fólks sem var löngu hætt að nenna að opna það. Það var meira að segja farið að skila hagn- aði í fyrsta sinn í sögunni. Eg skrifa það á minn reikning og þeirra ágætu blaðamanna sem unnu þama. Það var kraftaverkalið og ekki völ á öðm betra.“ Hvað tekur nú við? ,JSÍú ætla ég ætla að halda jól með eðlilegum hætti, sem er ekki sjálfsagt í þessum bransa. Meðfram lít ég í kringum mig eíitir verkefnum. Eg á ekki von á að það vetði skortur á þeim.“ Karl Th. Birgisson leggur spilin á borðið í viðtali við Hrafn Jökulsson. kvæmt sé það framkvœmdastjóri sem segi ritstjóra upp en ekki öfugt. Eftir því sem best verður séð af lýsingu þinni á téðum framkvœmdastjóra þá hefur það vart verið sjálfstœð ákvörð- un hans? „Um það er rétt að hafa svolítinn formála. Ég kom til starfa þama í haust með því skilyrði að Friðrik Frið- riksson kæmi ekki nálægt rekstri blaðsins, enda er ég búinn að fá nóg af viðskiptum við hann. Mér var sagt að hann væri endanlega á leið út úr fyrir- tækinu, en það gekk ekki betur en svo að hann situr enn í f síðustu viku var Karli Th. Birgis- syni óvænt sagt upp störfum sem rit- stjóra Helgarpóstsins. Það kom nokk- uð á óvart, enda mat margra að blaðið hafi breyst verulega til batnaðar eftir að hann tók við ritstjóm þess í septem- ber. Alþýðublaðið innti Karl eftir hans hlið á málinu. Hvers vegna varstu látinn fara? .Aðalástæðan sem mér var gefin upp var að blaðið væri ekki nógu „brútal“, eins og það var orðað. Ég hlýt að líta á það sem yfirlýsingu um að ég sé ekki nógu óvandaður blaða- maður, sem ég er út af fyrir sig ánægður með. Seinna komu fram alls kyns aðrar skýringar, allt frá því að það væri of mikil „kratalykt" af blað- inu, deilur um verkstjóm, að mínir ágætu blaðamenn nytu sín ekki nógu vel undir minni stjóm - ég héldi þeim niðri - og jafnvel að launin mfn væm of há. Allt em þetta málamyndaástæður, enda hafði ekki verið kvartað yfir neinu af þessu við mig. Staðreyndin er sú að samskipti mín og framkvæmda- stjórans, Þorbjörns Tjörva Stefáns- sonar, hafa verið með þeim hætti að eitthvað varð undan að láta - annar hvor varð að fara.“ Hvað var að í ykkar samskiptum ? „Ég hef ekki legið á þeirri skoðun minni að hann sé ekki til þessa starfs fallinn. Hann hefur aldrei komið ná- lægt blaðaútgáfu og hefúr frómt frá sagt ekki hundsvit á henni. Ég gafst á endanum upp á að eiga samskipti við hann. stjóm blaðsins og er í daglegu símasambandi við fram- kvæmdastjórann. Hann hefur haft vit á að láta ekki sjá sig á blaðinu, vitandi að starfsfólkið þar hefur illan bifúr á honum. En síðastliðinn fostudag kom hann þó á stað- inn í fyrsta sinn í marga mán- uði á fund með framkvæmda- stjóranum og nýjum ritstjóra. Það hefur honum þótt óhætt, enda starfsfólkið meira og minna gengið á dyr. Ég hef aðallega átt sam- skipti við stjómarformanninn, Það er nokkuð síðan ég ámálgaði við blaðamenn mína að brátt hlyú að skerast í odda. Ég reyndi ítrekað að fá fund með stjómarformanninum til að ræða það vandamál, sem mér þótti framkvæmdastjórinn vera, en af því varð ekki. Eðli málsins samkvæmt gat ég ekki rekið hann, svo þessi varð nið- urstaðan.“ Hver vom viðbrögðin við þessum tíðindum? „Það er ekki ofmælt að viðbrögðin hafi verið hörð. Af þremur blaða- mönnum mínum hættu tveir störfum strax og sá þriðji heldur áfram störfúm Friðrik Friðriksson. Um hann seg- ir Karl: „Hann hefur haft vit á að láta ekki sjá sig á blaðinu, vitandi að starfsfólkið þar hefur illan bif- ur á honum." um stundarsakir sem fangi launanna sinna. Nánast allir pennar sem ég hafði fengið til blaðsins hættu líka samstundis. Ég er þakklátur fýrir það, en ég held að það segi líka eitthvað um raunveruleikaskyn þeirra sem tóku þessa ákvörðun. Blaðið var þetta fólk, ekki framkvæmdastjórinn eða stjómin. Ég sætti mig auðvitað við þessa niðurstöðu, þannig er þessi bransi. Það er hins vegar helvíti hart að horfa upp á þessa kjána eyðileggja blað sem var komið á fína siglingu." Nú segir þú að eðli málsins sam- Þorbjörn Tjörvi Stefánsson fram- kvæmdastjóri Heigarpóstsins. Um hann segir Karl: „Þorbjörn Tjörvi hefur aldrei komið nálægt blaðaútgáfu og hefur frómt frá sagt ekki hundsvit á henni. Hann gæti eins verið að reka nær- buxnaverksmiðju." Upplýsingabanki túrista um Reykjavík: A INTERNETIIMU Eigum við ekki öll heima hér?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.