Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 15
HELGIN 14. -17. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15 \ Umsagnir Hrafns Jökulssonar & Sæmundar ^ Guðvinssonar um bækur Ingólfur Margeirsson: María - konan bak vid goðsögnina Vaka-Helgafell 1995 Ingólfur Margeirsson hef- ur einstakt lag á að magna áhrif frásagnar Maríu Guðmundsdóttur hvenær sem færi gefst. Litla þorp- ið Deauville við Signuflóa var athvarf Maríu frá brjál- æði tískuheimsins í París. Þangað fór hún „til að finna sterkan storminn í fangið á auðri ströndinni, horfa á dökk skýin æða um trylltan himininn og villtar öldurnar hamrandi ströndina meðan máninn slokknaði og kviknaði á víxl." Þetta er eins og að horfa á atriði í kvikmynd þar sem tónlist er notuð tii auka þau hughrif sem ver- ið er að lýsa. Sæmundur Guðvinsson. Sigurður A. Magnússon: Irlandsdagar ^ Fjölvi 1995 frlandsdagar er afar fróð- • leg og.á köflum skemmti- leg lesning. Sigurður A. Magnússon hefur gott auga fyrir umhverfinu og lýsingar hans á landi og þjóð bera vott um einlæg- an áhuga hans fyrir við- 9 fangsefninu. Það hefur ekki í annan tíma verið gefin út á íslensku jafn ít- arleg og vönduð bók um (rland. Sæmundur Guðvinsson. Einar Már Guðmundsson: (auga óreiðunnar Mál og menning 1995 ( nýrri Ijóðabók er engu lík- ara en Einar Már hafi fyllst gráum Ijóðfiðringi - fortíð- arþrá, nostalgíu. Það er einsog Einar Már sé að reyna að yrkja einsog Ein- ar Már. Útkoman er í hæsta máta pínleg. Einar Már Guðmundsson er sá höfundur íslenskur sem einna mestar kröfur eru gerðar til. Vitanlega geta allir gert sig seka um örlítil gráfiðruð hliðarspor, en við væntum þess að þau séu ekki gerð að opinberu hneyksli með því að aug- lýsa þau upp sem meiri- háttar afrek. Hrafn Jökulsson. Sinfóniuhljómsveit íslands Fjölskyldutónleikar í Háskólabíói laugardaginn 16. des. kl 14.30 Hljómsveitarstjóri: Einleikari: Einsöngvarar: Kynnir: Kórar: Bernharður Wilkinson Ástríður A. Sigurðardóttir Árný Ingvarsdóttir, Guðrún Árný Karlsdóttir, María Marteinsdóttir og Rúrik Fannar Jónsson Lovísa Árnadóttir Gradualekór Langholtskirkju, stjórnandi Jón Stefánsson Kór Öldutúnsskóla, stjórnandi Egill Friðleifsson Skólakór Garðabæjar, stjórnandi Guðfinna Dóra Ólafsdóttir Skólakór Kársness, stjórnandi Þórunn Björnsdóttir t/W Dmitri Shostakovich: Ludwig v.Beethoven: Glazunov: W&C Noona: Hátíðarforleikur Píanókonsert nr. 1, 3. þáttur Árstíðirnar, Haustið Hljóðu Jólaklukkurnar Ýmis jólalög * Mióasala é skrifstofu hljómsveitarinnar og við innganginn SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANPS Háskólablói við Hagatorg. sími 562 2255 Heimalöguð jólasaga og glöggur leynigestur Alþýöuflokksfólktakið eftir! Jólaskemmtun flokksins verður haldin í Risinu Hverfisgötu 105 Reykjavík. Gleðin hefst klukkan 20:30 stundvíslega. Hrafn Jökulsson hinn glaðbeitti ritstjóri Alþýðublaðsins flytur heimalagaða jólasögu. Leynigestur kemur í heimsókn. (Passið ykkur á geimverunum) Bryndís Schram stjórnar veislunni af alkunnri röggsemi. Söngur, grín og jólasveinahúfur. (Skiljið silkihúfurnar eftir heima). Mætið tímanlega í jólafötunum. Skemmtilegasta nefndin. enær fær learinn Gullí Bergmann aðalhlutx erk? Grátbrosleg frásögn af leikaranum í litla leikhúsinu við Tjörnina sem er þjóðkunnur fyrir sinn smitandi hlátur. Hröð og spennandi atburðarás minnir í mörgu á sakamálasögur. Þegar til tíðinda dregur koma þau lesandanum á óvart. ORMSTUNGA BÓKAÚTGÁFA um stúlkuna á Græna kaffi? W. D. Valgardson Þessi spennandi verðlaunasaga Vestur- íslendingsins William D. Valgardson fjallar um leit sögumanns að stúlku sem hverfur á dularfullan hátt. Inn í söguna fléttast uppgjör hans við líf sitt ásamt minningabrotum sem hægt og bítandi skerpa einkenni sögupersónanna og skýra breytni þeirra. Gunnar Gunnarsson og Hlldur Finnsdóttir íslenskuðu ORMSTUNGA »ítu Siliif áfram að vera vdðimaður? Óvenjuleg skáldsaga frá síðustu dögum einræðisins í Rúmeníu. Engin sagnfræði getur miðlað því sem þessi skáldsaga gerir. Herta Muller, sem hefur sópað til sín bókmennta- verðlaunum, sameinar myndrænaframsetningu og rytmiskan prósa í einstæðri umfjöllun um einræðisvald. Efnistök höfundar minna oft á vinnubrögð Franz Kafka. Franz Gíslason íslenskaði ORMSTUNGA BÓKAÚTGÁFA Alþýðublaðið fyrir þá sem eru á milli tannana áfólki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.