Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 3
I HELGIN 14. - 17. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ i I í \ I i Í > i I Umsagnir Kolbrúnar Bergþórsdóttur um bækur Kristín Ómarsdóttir: Dyrnar þröngu Mál og menning 1995 Eftir lestur skáldsögu Kristínar Ómarsdóttur fer ekki hjá því að vissar efa- semdir leyti á hugann um réttmæti þess að tilnefna hana til íslensku bók- menntaverðlaunanna. Greinilegar tilraunir höf- undar til að gæða skáld- verk sitt frumleika og ferskleika mistakast. Verk- ið festist í meðalmennsku, verður sjaldnast áhuga- vert og stundum beinlínis þreytandi. Á bókarkápu er talað um grallaralegan, Ijóðrænan, blíðlegan og fyndinn texta - og einhver lýsingarorð önnur eru lát- in fylgja, sem sannfæra eiga lesandann um ágæti stílsins og verksins. En þrátt fyrir margháttaðar yfirlýsingar og bókarkápu skortir veruleg stíltilþrif í verkið. Þar vantar fjör, kát- ínu og fyndni. Ljóðrænan hefur einnig farið fyrir lít- ið. Dramatík finnst ekki. Kolbrún Bergþórsdóttir. Böðvar Guðmundsson: Híbýli vindanna Mál og menning 1995 í þessu fyrra bindi stórrar og viðamikillar skáldsögu kynnumst við íslensku al- þýðufólki sem eftir erfiða vist í landi sínu heldur burt í leit að betra lífi í öðru landi. Þetta er átaka- og harmsaga sem höfundur segir, ekki einungis af yfir- gripsmikilli sögulegri þekkingu, heldur einnig af mikilli innlifun og hlýju. Sagan hefði aldrei orðið eins áhrifamikil og hún er nema vegna þess síðar- nefnda. Höfundi stendur ekki á sama um það fólk sem hann er að segja frá og hann er óhræddur við að opinbera samúð sína. Tilfinningin er ótvíræður kostur sögunnar. Þetta er bók sem ég er sannfærð um að muni falla mjög stórum lesendahópi í geð og hún á skilið að njóta at- hygli hans. Kolbrún Bergþórsdóttir. Skútuvogi 16, Reykjavík: Alla virka daga kl. 8.00-18.00, lau. 9. og 16. des. kl. 10.00-18.00, sun. 10. og 17. des. kl. 13.00-17.00, fös. 22. des. kl. 8.00-20.00, lau. 23. des. kl. 10.00-20.00, aðfangadag lokað. Helluhrauni 16, Hafnarfirði: Alla virka daga kl. 8.00-18.00, lau. 9., 16. og 23. des. kl. 9.00-13.00, sun. lokað. unnai

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.