Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 9
HELGIN 14. -17. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 Vikupiltar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Björn Bjarnason heiðrar Rushdie Bjöm Bjamason er sá fyrsti í langri röð menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem kemur manni þannig fyrir sjónir að hann kunni hugsanlega að vera starfi sínu vaxinn. Hann er laus við þetta tortryggna hræðslufas gagnvart menningu sem ein- kennir marga flokksmenn hans og virðist ekki þurfa að tileinka sér menningarbrag. Hann notar kommur á undan nafnháttar- merkjum og mun ekki falla gífuryrtur á staf- setningarprófi eins og Sverrir Hermannsson eða skipa sjálfkrafa Hannes Hólmstein og Jóhann Hjálmarsson í allar menningamefnd- ir eins og Birgir Isleifur, Ragnhildur Helga- dóttir og vesalings Olafur G. Einarsson gerðu af því þau þekktu enga aðra. Hann flytur eftirtektarverðar ræður sem hljóma eins og hann hafi samið þær sjálfur og þær hafa gjaman að geyma einhveija persónu- lega - jafnvel frumlega - hugsun, sem er fá- heyrt. Hann er að sögn hrókur alls fagnaðar á intemetinu, hann hlustar á kennara og aðr- ar harmkvælastéttir mennta og menningar og virðist geta lagt eitthvað til málanna sjálf- ur: hann kemur vel undan vetri kalda stríðs- ins og hefur alla burði til að verða farsæll ráðherra. Þeim mun einkennilegra og raunalegra þykir manni að sjá hans eigin frásögn á téðu neti af ummælum hans um mál Salmans Rushdie á Bókamessunni í Gautaborg. Þar var Rushdie raunar óvæntur heiðursgestur sem var vel við hæfi því Norðurlandaráð hafði gefið út sérstaka bók honum til stuðn- ings og var sú bók kynnt á sérstakri sam- komu þar sem menningarráðherra Dana, Svía og Norðmanna heiðruðu meðal annarra Rushdie. Seinna þann sama dag vom pall- borðsumræður þessara ráðherra - og í hóp- inn bættust ráðherramir frá Finnlandi og litla íslandi. Kannski hefur Bimi fundist hann þá þegar út á þekju og ekki annað að gera en að reyna að undirstrika sérstöðu sína - ekki er gott að vita hvað honum gekk til - en að minnsta kosti skar hann sig úr hópnum þeg- ar talið barst að máli Rushdies. í netgreininni segist honum svo frá um- ræðunum: „Ég lét þess getið, að á fundi, sem ég sat með Salman Rushdie fyrr á þessu ári í London, hefði hann sagt, að aðeins með því að koma einræðisherrunum frá völdum í Ir- an væri unnt að aflétta dauðadóminum yfir sér. Hvemig gætum við gert það? Hvað gæt- um við í raun gert annað en minnt á algildi mannréttinda og hvatt allar þjóðir og ráð- menn [svo - g.a.t.] þeirra til að viðurkenna það? Væmm við tilbúnir [svo - g.a.t.] til þess að beita valdi til að tryggja mönnum tjáningarfrelsi?“ Hvað er maðurinn að segja? Þetta: úr því að ísland hefur ekki bolmagn til þess að ráð- ast inn í íran emm við þar með laus allra mála. Nema auðvitað með almennu hjali um algildi mannréttinda. Ríkisstjóm íslands hefur ekki svo ég muni mótmælt dauðadóm- inum yfir Salman Rushdie, og kemur skýr- ingin loksins núna: það er vegna þess að hér er enginn her, en eins og kunnugt er hefur Bjöm stungið upp á að bætt verði úr þeim skorti, og ef til vill er þá hægt að fara að gera sig breiðari... Þetta er auðvitað bara yfirklór þess sem látið hefur ógert að gera það sem í hans valdi stendur til að hjálpa meðbróður í nauðum. Jón Baldvin Hannibalsson skrifaði hér á dögunum grein í þetta blað þar sem hann lýsir því með mörgum orðum hve miklu það hafi skipt fýrir Litháa þegar Islendingar urðu til að viðurkenna sjálfstæði þeirra og hann fór sjálfur sem utanríkisráðherra í táknræna heimsókn þegar aðrir hvikuðu. Þá gátum við vissulega verið stolt yfir reisn okkar ráð- herra, yfir því að rödd litla Islands heyrðist um víða veröld. Hins vegar hafa ráðherrar í ríkisstjómum landsins frá 1989, þegarmorð- hvöt Erkiklerksins yfir Rushdie hljómaði, ekki treyst sér til að hafa uppi mótmæli. Getur hugsast að það sé vegna þess að Rushdie er ekki ofsóttur af kommúnista- stjóm? Hvað er maðurinn að segja? Þetta: úr því að ísland hefur ekki bolmagn til þess að ráð- ast inn í íran erum við þar með laus allra mála. Nema auðvitað með almennu hjali um algildi mannréttinda. Rík- isstjórn íslands hefur ekki svo ég muni mótmælt dauðadóm- inum yfir Salman Rushdie, og kemur skýringin loksins núna: það er vegna þess að hér er enginn her. ■'M'/,, /. / / / ✓ / Hm 3 1. 91 Umsagnir Kolbrúnar Bergþórsdóttur um bækur Steinunn Sigurdardóttir: Hjartastaður Mál og menning 1995 Af skáldkonum okkar er Steinunn Siguröardóttir sú sem mesta yfir- burði hefur í stíl. Stílleikni hennar nýt- ur sín yfirleitt vel í þessu verki, og tek- ur reyndar stundum völdum af sögu- þræðinum á þann veg að hin eigin- lega saga verður útundan. Stílfærn- inni gefst þó ekki ætíð kostur á að njóta sín. Vandræðin eru þau að í verkinu er verið að lýsa tvenns konar ferðalagi. Eins konar ytri og innri ferð. Lýsingar á þeirri ytri leiðast óneitanlega út hversdagslegt snatt og gera það að verkum að bókin er ekki alltaf jafn áhugaverð og jaðrar við að vera lang- dregin. Aðalpersónur eru allar konur - einstaka karlmenn væflast inn ísög- una, eins og illa gerðir hlutir, en í Ijósi fyrri verka höfundar held ég að vand- ræðalegt hlutskipti sé einfaldlega ætl- að karlmönnum í sögum Steinunnar. Kolbrún Bergþórsdóttir. Taslima Nasrin: Skömmin Mál og menning 1995 Bókin nær aldrei listrænu flugi þótt pólitíska erindið sé beitt. Nasrin ætl- aði sér að snerta samvisku heimsins og stugga við hinu illa. Vopn hennar voru ástríðan og réttlætiskenndin, og er það ekki ónýtt fylgdarlið. Ég hefði kosið að listræn nákvæmni og ögun hefðu slegist í hópinn. En þrátt fyrir skort á þeirri liðveislu hefur Nasrin tekist að skrifa verk sem er nauðsyn- leg samviskulesning og kjarkmikið innlegg í baráttu gegn öfgaöftum heimsins. Kolbrún Bergþórsdóttir. Cees Nooteboom: Sagan sem hér fer á eftir Vaka-Helgafell 1995 Ég á erfitt með að gera mér í hugar- lund þann listunnanda sem ekki heill- ast af þessu hugvitsamlega, stílfagra verki. Þetta er verk án formgalla, skrif- að af öryggi og vitsmunum, án nokk- urrar tilgerðar. Þetta er falleg saga, stundum tregafull, stundum kímin, afar heimspekileg, ætíð áhugaverð. Þetta er saga sem er listaverk. Kolbrún Bergþórsdóttir. Gyrðir Elíasson: Kvöldið í Ijósturninum Mál og menning 1995 Smásagnasafn Gyrðis staðfestir enn að hann er mestur stílisti í hópi skálda okkar af yngri kynslóð, og skákar einnig flestum þeirra eldri. Tæknileg- ir yfirburðir hans eru gífurlegir því hann býr yfir ögun og næsta óaðfinn- anlegu formskyni. Með þessari bók hefur hann enn á ný staðfest að hann er einn albesti stílisti okkar og næm- asti og Ijóðrænasti sagnamaður okk- ar. Kolbrún Bergþórsdóttir. Ég hef aldrei hatað nokkurn mann nógu mikið til þess að láta hann fá dementana sína aftur. Zsa Zsa Gabor. Syndaselir um eigin syndir og annarra... Enginn ætti að voga sér að leysa hann úr fangelsi án núns samþykkis. Hann skal fara rakleitt úr klefanum í gröfina. Eiginkona Yebi Eliahu: Hann hefur verið í fangelsi í 31 ár (ísrael fyrir að neita að fallast á skilnað. Reyndar þarf ekki nema eitt glas til þess að ég verði al- gerlega dauðadrukkinn. Eina vandamálið er, að ég man ekki hvort það er þrettánda eða fjórtánda glasið. George Burns. Ég keypti öll myndböndin með Jane Fonda. Mér finnst æðislegt að sitja og háma í mig kökur og horfa á þau. Dolly Parton. Það var kona sem kom mér til að drekka, og ég hef ekki einu sýnt henni þá hátt- vísi að þakka fyrir mig. W.C. Fields. Fjandinn hafi það, ég var vanur að taka tveggja vikna hádegisverðarhlé! Spencer Tracy. Kókaín er aðferð guðs til að segja þér að þú þénir of mikla peninga. Robin Williams, bandarískur leikari. Kókaín er ekki vanabindandi. Ég ætti að vita það: ég hef notað það árum saman. Tallulah Bankhead 11902-1968), bandarísk leikkona. Ofstækismaður er sá sem getur ekki skipt um skoðun og vill ekki skipta um umræðuefni. Winston Churchill. Ég hef aldrei hatað nokkurn mann nógu mikið til þess að láta hann fá dementana sína aftur. Zsa Zsa Gabor. Ég get borið um að Christopher Reeve er ekki hommi. Þegar við kysstumst í Dauðagildruntti lokaði hann ekki augunum. Michael Caine.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.