Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 11
HELGIN 14. -17. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 Maria Ellingsen í hlutverki Agnesar Við höldum áfram að skoða hvaða myndir kvikmyndahúsin bjóða upp á yfir jólin. Að þessu sinni eru jólamyndir Laugarás- og Stjörnubíóanna á dagskrá. Agnes og Indíáninn í skápnum Agnes Ástríður, svik og blóðug hefnd eru viðfangsefni Agnesar, nýrrar íslenskrar stórmyndar, sem styðst við atburði frá fyrri hluta nítjándu aldar. Frumsýning veður föstudag- inn 22. desember í Laugarásbíói og verða almennar sýningar þar og í Stjörnubíói. Agnesfjallar um þá dramatísku atburðarás sem leiddi til síðustu aftökunnar á íslandi árið 1830, þegar Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru tekin af lífi fyrir morðið á Natan Ketilssyni. Þessir atburðir eru kveikjan að handriti myndarinnar, sem skrifað er af Jóni Ásgeiri Hreinssyni og framleiðandanum Snorra Þóris- syni, en myndin lýtur lögmálum skáldskapar fremur en sagnfræði. Agnes er ung og aðlaðandi ein- stæð móðir, sem starfar sem vinnukona hjá sýslumanni í Húna- vatnssýslu og eiginkonu hans. Hún fellur fyrir Natani Ketilssyni, dularfullum og djarftækum kvennamanni og sjálfmenntuðum lyflækni, sem dæmdur hefur verið fyrir ólöglega lækningastarfsemi. Dramatísk samskipti aðalpersón- anna þriggja, Agnesar, Natans og Sýslumanns, hrinda af stað ör- lagaþrunginni atburðarás, þar sem ástarsamband breytist í martröð ofbeldis og tortímingar. í aðalhlutverkum eru María Ellingsen, sem leikur Agnesi, Baltasar Kormákur fer með hlut- verk Natans og Egill Ólafsson leikur sýslumann. í öðrum helstu hlutverkum eru, Hilmir Snær Guðnason. Magnús Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Guð- ný Guðlaugsdóttir, Gottskálk Dagur Sigurðarson og Árni Pétur Guðjónsson. Leikstjóri er Egill Eðvarðsson, kvikmyndataka var í höndum Snorra Þórissonar, hljóðvinnslu annaðist Þorbjörn Erlingsson, leikmynd Þór Vigfússon, bún- inga hannaði Helga I. Stefáns- dóttir, Ragna Fossberg sá um förðun, klippingu Steingrímur Karlsson og tónlist samdi Gunn- ar Þórðarson. Framkvæmdastjóri var Sigrún Ósk Sígurðardóttir. Agnes er framleidd af Pegasus hf. í samvinnu við Journal Film í Berlín og Zentropa Entertainments í Danmörku og naut gerð hennar styrkja úr Kvikmyndasjóði (slands, Berlin Brandenburgsjóðnum, kvik- myndasjóði Evrópuráðsins Eu- rimages og Norræna sjónvarps og kvikmyndasjóðnum. Tæknibrellur leika stórt hlutverk í myndinni en leikstjórinn, Frank Oz leitaði hjálpar hjá tæknibrellufyrir- tækinu, Industrial Light & Magic og þá er ekki að sökum að spyrja, árangurinn er undraverður. Indíáninn er kominn úr skápnum Myndin er byggð á verð- launaskáldsögu Lynne Reid Banks, The Indian in the Cup- board. Sögupersónan Omri á af- mæli. Hann er orðinn níu ára og fær margskonar gjafir sem alla drengi á hans aldri fýsir að eiga, en þetta eru allt sam- an ósköp hefðbundnar gjafir. Omri hrífst meira af tveimur óvenjulegum gjöfum sem hann fær frá bróður sínum og besta vini. Með helstu hlutverk fara Hal Scardino, sem leikur strákinn Omri, Litefoot,Cherokee ind- íáninn sem leikur Litla Björn og Lindsay Crouse, erfer með hlutverk móður Omris. Vandræda- gemlingarnir Hér er á ferðinni grínvestri með þeim, og Terence Hill. Spencer leikur mannaveiðar- ann Moses, en Hill byssu- brandinn Travis, bræður sem ekki hafa talast við í háa herr- ans tíð. Nú eru jólin í nánd, tími endurfunda og fjölskyldu- tengsla. Móðir þeirra vill að bræð- urnir komi að heimsækja sig til að tala um fjársjóð sem faðir þeirra hafði skilið eftir sig. Bræðurnir verða vitaskuld forvitnir og ákveða að fara saman til mömmu yfir jól- in. Rómantíkin er líka til staðar, þýsk blómarós kveikir áhuga Tra- vis og ruglar hann heldur betur í ríminu. En allt fer vel að lokum enda jólin tími friðsemdar og kær- leika. K^nningar I~íelga Agnes (slenska stórmyndin Agnes verð- ur síðan þriðja jólamynd Stjörnu- bíós, en hún er einnig sýnd í Laug- arásbíói og vísast til þess sem þar segir. Efþú vilt vita bvað bera mun hœst í heimspeki og vísindum á komandi árum, þá er þetta bókin fyrir þig l jeturss um lífið, voru langt á undan samtíma þekkingu Helgi Pjeturss SvnxlWng >SÍ» ty Mortal Kombat: Til í slaginn Mortal Kombat Heimsins bestu bardaga- hetjur há alræmdustu or- ustu allra tíma í ævintýra og spennumyndinni Mor- tal Kombat. (níu kynslóðir hefur Shang Tsung, illræmdur seiðmaður sem er ekki af þessum heimi, leitt valda- mikinn prins til sigur gegn dauðlegum óvinum sínum. Sigri hann tíundu Mortal Kombat keppnina mun illska og hatur sem blómstra í heimi myrkraafl- anna, taka sér bólfestu á jörðinni að eilífu. Nú hefur Rayden, þrumu- guðinn mikli ákveðið að senda þrjár bardagahetjur til að etja kappi við þessa yfirnáttúrulegu og illu krafta. Tvo menn og eina konu og þau verða að kafa djúpt í hugarfylgsn sín til að magna upp þann kraft sem þarf til að sigra öfl myrkranna. Myndin er uppfull með bardagasenur og tækni- brellur og hefur notið mik- illa vinsælda í Bandaríkjun- um á þessu hausti. Indíáninn í skápnum Ein af þremur jólamynd- um Stjörnubíós er Indíán- inn í skápnum. Þetta er heillandi og ævintýraleg barna- og fjölskyldumynd sem kemur úr smiðju Franks Oz, en hann er snillingur í gerð fjölskyldu og gamanmynda. Hér er um að ræða frumlega kvik- mynd sem býr yfir töfrum sem aðeins er hægt að finna í ævintýramyndum. REYFARAKAUP! VEGGSAMSTÆÐA kr. 33.250. Margir litir. Ótal möguleikar á uppstillingu. Svart/hvítt/beyki. SJÓNVARPSSKÁPAR kr. 15.500 og 9.700 Gullfallegar KOMMÓÐURí úrvali Svart/hvítt/beyki. Gott verð! Fallegir FATASKAPAR. Svart/hvítt/beyki. SKRIFBORÐ með stækkunarmögu leika SJÓNVARPSSKÁPAR margar Svart/hvítt/beyki/fura frá kr. 8.600. gerðir. Svart/hvítt/beyki/mahoni Verð frá kr. 5.900. LYNGÁS110, GARÐABÆ - SÍMI 565 4535 HiRZLAN BÓKAHILLUR. Svart/hvítt/beyki/fura. Verð frá kr. 3.300.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.