Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 14. -17. DESEMBER 1995 v i t i m e n n Það versta við það er að bless- uð börnin eru fórnarlömb snarbrjálaðrar og ótímabærr- ar jólasveinadýrkunar sem er álíka fölsk og yfirlýsingarnar um að bæta kjör hinna verst settu sem eru helst til þess fallnar að framkalla gæsahúð og grænar bólur. OÓ á víðavangi í Tímanum í gær. Þýskir knattspyrnumenn eru komnir í vetrarfrí, sem lýkur ekki fyrr en í febrúar, og við sýnum ekki leiki sem þeir spila ekki. Svona einfalt er það. Úlfar Steindórs- son framkvæmdastjóri Stöðvar 3. Morgunblaðið í gær. Hugmyndir um aukna skatt- heimtu til að mæta fjárhags- vanda heilbrigðiskerfisins, sem heilbrigðisráðherra hefur viðrað, bera hins vegar aðeins vott um uppgjöf í baráttunni við útþenslu ríkisútgjaldanna. Úr leiðara Morgunblaðsins í gær. En hitt sagði ég heldur ekki, að það væri örugglega allt í lagi að vera samkynhneigður. Bjarni Karlsson sóknarprestur í Vest- mannaeyjum, í opnu bréfi til Davíðs Þór Jónssonar, i Mogganum i gær. í markaðssetningu á Medis- ana Turbo-buxum hefur aldrei verið haldið fram að nóg væri að fara í buxurnar og leggjast á meltuna með konfektskálina í kjöltuna. Þetta hljómar nú samt vel. Þuríður Otte- sen í Morgunblaðinu i gær. fréttaskot úr fortíð Sumar- bústaðir verkamanna Víða um lönd færist það í vöxt að verkamenn fái allt að 14 daga sumarfrí. Jafnframt færist það í vöxt að einstök verkamannafélög taki á leigu eða kaupi sumarbú- staði upp í sveit, og skiptast þá fé- lagsmenn á um það, að „taka frí- ið“ og búa í húsunum, einkum þeir sem kvæntir eru - hinir eiga hægara með að fara víðar. Nýlega hafa póstmenn í Kristjaníu keypt allstórt hús á fögrum stað upp í sveit skammt frá Kristjaníu; í því eru 13 herbergi og 3 eldhús. Hér á landi mun þetta lítið sem ekki eiga sér stað, nema ef vera skyldi að prentarar hafi sumarbú- stað á leigu. Alþýðublaðiö 6. október 19201 Staður í tilverunni Það er rétt hjá höfundi Reykjavíkurbréfs að ríkis- forsjá, einokun og skömmtunarkerfi, hafa verið á undanhaldi sem ráðandi hugmyndir um stjórn efnahagsmála í heiminum á síðustu áratugum. Hitt er misskilningur að Sjálfstæðisflokkurinn hafí verið frumkvöðull slíkra efnahagsumbóta s.I. hálfa öld. Þvert á móti. Þetta pólitíska valdabandalag hefur yfírleitt varið ríkisforsjána, millifærsluna, skömmt- unarkerfín og fákeppnina fram á seinustu stund. Því aðeins hefur hann drattast úr sporunum að hann hafi verið teymdur í rétta átt.* Sjálfstæðisflokkurinn einn á því láni að fagna að þeir grundvallar- þættir, sem hann hefur byggt stefnu sína á í meira en hálfa öld njóta nú meiri stuðnings og viður- kenningar en nokkru sinni fyrr. Hinir flokkamir þrír eru allir að leita að nýjum stað í tilverunni. Háborðið Jón Baldvin m ” . Hannibalsson skrifar I þessari tilvitnuðu klausu birtist niðurstaða höfundar Reykjavíkur- bréfs Mbl. laugardaginn 2. des. s.l. I þessu Reykjavíkurbréfi var höf- undurinn að hugleiða stöðu ein- staklingsins í íslensku þjóðfélagi, frammi fyrir valdboði ríkisins eða einokunarvaldi forréttindaaðila. Höfundurinn komst að þeirri nið- urstöðu að hlutur einstaklings hefði skánað talsvert á síðastliðinni hálfri öld. Það er rétt. Hitt liggur ekki eins í augum uppi að þessa já- kvæðu þróun megi rekja til verka Sjálfstæðisflokksins eða áhrifa hans á stjóm landsins. Þó hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið stærsti flokkur þjóðarinnar síðastliðna hálfa öld. Ekki verður með sanni sagt að Alþýðuflokkurinn hafi ekki fundið sér „stað í tilvemnni“ - í sögu lýð- veldisins. Alýðuflokkurinn er brautryðjandi velferðarríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn var lengi vel harður andstæðingur þess. En hef- ur síðar, eins og flestir andstæðing- ar jafnaðarmanna, fallist á það í grundvallaratriðum. Alþýðuflokk- urinn eins og aðrir jafnaðarmanna- flokkar - hefur fyrir löngu fallist á markaðskerfið sem hagkvæmustu framleiðsluvélina. Mér sýnist sag- an sýna, að Alþýðuflokkurinn hafi reynst vera sjálfum sér samkvæm- ur um þessi grundvallaratriði. Sama verður hins vegar ekki með sanni sagt um Sjálfstæðisflokkinn. Ekki svo að skilja að stefna Sjálfstæðisflokksins eigi ekki að snúast um frelsi einstaklingsins. Það á að vera kjami „sjálfstæðis- stefnunnar“. Frelsi einstaklingsins á að vera aflvaki framfaranna. Andstaðan við það er þjóðnýting, ríkisforsjáin, eða pólitísk einokun- araðstaða hinna fáu forréttinda- aðila á kostnað frelsis hinna mörgu og smáu. Þetta er stefnan. Og það er rétt að þessi stefna nýtur nú meiri stuðnings og viðurkenningar en nokkm sinni fyrr. Spumingin er bara þessi: Hvað kemur þetta Sjálfstæðisflokknum við? Hvar og hvenær hefur hann verið í farar- broddi fyrir afnámi ríkisforsjár og auknu athafnafrelsi einstaklinga gegnum samkeppni á markaði? Helmingaskipti Sjálfstæðisflokkurinn var lengst af í stjómarandstöðu frá stofnun (1929) fram á stríðsárin (Þjóð- stjómin). A kreppuámnum var það helsta verkefni forystumanna Sjálfstæðisflokksins í stjómarand- stöðu að semja við Framsókn um helmingaskiptin á þjóðarauðnum gegnum hrossakaup í hinum ríkis- rekna Landsbanka. Frægast er dæmið þegar þeir sömdu um Kveldúlfs- og SÍS-skuldimar í bankaráði Landsbankans: Formað- ur Framsóknarflokksins (f.h. SÍS) og formaður Sjálfstæðisflokksins (f.h. Kveldúlfs). Sumir halda því fram að Olafur Thors hafi verið stoltastur af Ný- sköpunarstjóminni. Sú stjóm var mynduð utan um samninga um að eyða stríðsgróða þjóðarinnar til að koma upp togaraútgerð í opinber- um rekstri (ríkis og sveitarfélaga). Flestir hagfræðingar telja að upp- haf ógæfunnar í efnahagsmálum lýðveldisins megi rekja til Ný- sköpunarstjómarinnar; rangskráð gengi, millifærslukerfi til að halda útflutningnum gangandi og pólit- ískt skömmtunarkerfi yfir við- skiptum og ijárfestingu. Þessu ríkisforsjárkerfi, sem rekja má til Nýsköpunarstjómar Sjálfstæðisflokksins, varð ekki hnekkt fyrr en að hluta til í Við- reisnarstjóminni (1959-71). Hveij- ir vom helstu hugmyndasmiðir Viðreisnar um afnám ríkisforsjár, millifærslu- og skömmtunarkerfis og einokunar? Areiðanlega ekki þeir forystumenn Sjálfstæðis- flokksins, sem höfðu verið á bóla- kafi í millifærslu- og skömmtunar- kerfum alla sína tíð - og þekktu ekkert annað. Þess sér ekki merki að forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins hafi haft djúpan skilning á nauðsyn efnahagsumbóta í átt til markaðskerfis og viðskiptafrelsis á ámnum eftir stríð. Sannleikurinn er sá að hugmyndafræðingar Við- reisnar vora ungir hagfræðingar - og enginn þeirra var í forystu Sjálf- stæðisflokksins á þeim tíma. Hinn pólitíski forystumaður þeirra í upphafi Viðreisnar var Gylfi Þ. Gíslason, síðar formaður Alþýðu- flokksins. Auðvitað hefðu umbæt- umar ekki orðið að vemleika án stuðnings Sjálfstæðisflokksins. En hin hugmyndalega forysta var ekki hans. Samt er þetta blómaskeið flokksins. Síðan hefur flokkurinn ekki staðið undir væntingum fylg- ismanna sinna. Hvert er frumkvæðið? Hvaða þrekvirki hefur Sjálf- stæðisflokkurinn unnið síðan í rík- isstjómum sem hann hefur veitt forystu eða átt hlut að til þess að draga úr ríkisforsjá og ýta undir at- hafnafrelsi einstaklinga á gmnd- velli samkeppni á markaði? Hvaða flokkur er það sem á undanfömum áratugum hefur staðfastlega gagn- rýnt ríkisforsjá, millifærslukerfi og skömmtunarkerfi í íslenskum landbúnaði? Ekki Sjálfstæðis- flokkurinn. Hvaða stjómmálaflokkur er það sem vill virkja markaðskraftana við nýtingu fiskimiðanna, með því að taka upp veiðileyfagjald fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar? Ekki Sjálfstæðis- flokkurinn. Hvaða flokkur var það sem beitti sér fyrir afnámi einokunar í útflutningi á saltfiski? Ekki Sjálf- stæðisflokkurinn. Hvaða flokkur var það sem opnaði fyrir frelsi í út- flutningi á frystum fiskafurðum á Bandaríkjamarkaði? Ekki Sjálf- stæðisflokkurinn. Hvaða flokkur var það sem hafði ftumkvæði að nútímalegri löggjöf um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds, og kom þar með á nýrri skipan sjálfstæðra hér- aðsdómara? Það var ekki lögfræð- ingaflokkurinn mikli, Sjálfstæðis- flokkurinn. En sýslumannastóðið í Sjálfstæðisflokknum beitti sér harkalega gegn með lagsbræðrum sínum í Framsókn. Hvaða flokkur var það sem beitt sér fyrir nútímalegri löggjöf um í]ármagnsmarkaðinn utan banka- kerfisins? Hvaða flokkur er það sem ótvírætt hefur haft fmmkvæði að auknu fijálsræði í viðskiptum, á heimamarkaði og í utanríkisvið- skiptum? Ekki Sjálfstæðisflokkur- inn. Hvaða flokkur var það sem stóð I Trúir þú á jólasveininn? Ásdís Sif Gunnarsdóttir nemi: Já, ég trúi á jólin og sveininn með. Bjarni Ólafsson silkiprentari: Já, ég trúi á hann eftir að ég sá Giljagaur í morgun. Gunnbjörg Óladóttir hjá Lista- safni: Nei. Það er of gott til að vera satt að hann sé til. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson nemi: Já, eins og tvisvar tveir em Ijórir. allan tímann heill og óskiptur að samningunum um Evrópska efna- hagssvæðið, þótt Sjálfstæðisflokk- urinn beitti sér gegn þeim samn- ingum meðan hann var í stjómar- andstöðu? Það var Alþýðuflokkurinn. Eng- inn einn gjömingur hefur breytt jafn miklu á jafn skömmum tíma í þá átt að auka samkeppni og tryggja rétt hinna mörgu og smáu á markaðnum gegn forræði ríkis- valdsins og einokunaraðstöðu for- réttindaaðila. Ný helmingaskipti Og hvernig hefur ríkisstjóm Davíðs Oddssonar staðist sín próf varðandi rétt einstaklingsins frammi fyrir ríkisforsjá og einok- un? Fyrsta prófið var gabbið um GATT. Ríkisstjóm Davíðs Odds- sonar er sú hin eina í heiminum sem notaði GATT-samningana til þess að lögfesta ofurtolla, sem hinduðu viðskipti og koma í veg fyrir nokkra aðlögun á samnings- tímanum í átt til frjálsari viðskipta- hátta. Hún hefur því svipt Islend- inga voninni um það að aukin sam- keppni muni smám saman knýja einokunarkerfin í landbúnaðinum til kostnaðaraðhalds og verðlækk- ana á samningstímanum. Og hvað með 12 milljarða bú- vömsamninginn sem Sjálfstæðis- flokkurinn beitti sér fyrir á dögun- um? „Hann er slæmur fyrir skatt- greiðendur, hann er slæmur fyrir neytendur og hann er sérstaklega slæmur fyrir bændur...“ sagði Pét- ur Blöndal, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins. Hann var reyndar eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði gegn þessum samningi, með tilvísan til Sjálf- stæðisstefnunnar þ.e. að hann væri andvígur ríkisforsjá, millifærslu- og skömmtunarkerfum, en með- mæltur athafnafrelsi einstaklings- ins og samkeppni á markaði. Pétur er að verða fjarvistarsönnun Sjálf- stæðisflokksins frá stefnu flokks- ins, oftast einn á báti í þingflokkn- um. Það er rétt hjá höfundi Reykja- víkurbréfs að ríkisforsjá, einokun og skömmtunarkerfi, hafa verið á undanhaldi sem ráðandi hugmynd- ir um stjóm efnahagsmála í heim- inum á síðustu áratugum. Hitt er misskilningur að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi verið frumkvöðull slíkra efnahagsumbóta s.l. hálfa öld. Þvert á móti. Þetta pólitíska valda- bandalag hefur yfirleitt varið ríkis- forsjána, millifærsluna, skömmt- unarkerfin og fákeppnina fram á seinustu stund. Því aðeins hefur hann drattast úr spomnum að hann hafi verið teymdur í rétta átt. Höfundur er formaður Alþýðuflokksins og alþingismaður Nínu Fischer þolfimikennari: Já, ég get ekki annað en trúað á hann eft- ir að ég fékk jólagjöf niður stromp- inn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.