Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 21
HELGIN 14.-17. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 21 ✓ I bráðskemmtilegri grein rifjar Jónas Sen upp írafárið í kringum launamál Kristjáns Jóhannssonar söngvara í fyrra og segir frá ýmsum óvæntum uppákomum í tónlistarheiminum, óvæntum, sorglegum og fyndnum Hneyksli Nú er um það bil ár síðan óperan Vald örlaganna eftir Verdi var sýnd á íjölum Þjóðleikhússins. Enn er mönnum í fersku minni hvflíkt írafár var í kringum sýninguna, sem orsakaðist af launamálum Kristjáns Jóhannssonar. Ef höfund þessarar greinar misminnir ekki fékk Kristján tæpa milljón í hvert skipti sem hann kom fram. Mörgum aðstandendum uppfærslunnar, einkum hljóðfæraleikurum, þótti sér skiljanlega mis- boðið og heimtuðu launahækkun. Svo virtist um tíma að ekkert yrði úr sýningunni, og greip þá mikil ör- vænting um sig. A endanum mun einhver karlfauskur úr menntamálaráðuneytinu hafa spurt Þorstein Gauta Sigurðsson píanóleikara hvort hann væri ekki til í að koma einn fram í stað hljómsveitarinnar og spila und- ir með söngvumnum. Þorsteinn Gauti hélt í fyrstu að þetta væri grín en svo var ekki. Sum möppudýr menntamálaráðuneytisins hafa bara ekki meira vit á menningarmálum en þetta. Eggert Stefánsson og Akureyringar En Kristján Jóhannsson er ekki fyrsti íslenski söngvarinn sem um er rifist. Einn umtalaðasti stór- söngvari íslands hét Eggert Stefánsson og var hann uppi fyrr á öldinni. Hann var eitt sinn á tónleikaferð um landið, og var Akureyri síðasti viðkomustaður hans. Eftir tónleikana birtist gagnrýni í öðm hvom blaði bæjarins, Degi eða Islendingi. Greinin var full af blótsyrðum og fann höfundur hennar söngvaranum allt til foráttu. Þá kom önnur grein í hinu blaðinu, en þar var Eggert hafmn upp til skýjanna. Hófst nú mikil ritdeila sem stóð í hálfan mánuð, og tóku óbreyttir Ak- ureyringar þátt í umræðunni. Eggert hafði ætlað að slaka á í bænum en fannst hinir innfæddu lítt skemmti- legir í þessum ham. Hann gat því ekki notið dvalarinn- ar, og á endanum ofbauð honum svo æsingurinn að hann ákvað að grípa til sinna ráða. Sérstakir kveðjutónleikar vora auglýstir til að skera úr um ágæti söngvarans í eitt skipti fyrir öll. Húsfyllir varð á tónleikunum og síðast á efnisskránni var þekkt dægurlag sem heitir „Goodbye". Eggert söng „Good- bye“ með miklum leikrænum tilburðum, geiflaði sig í framan og fetti sig og bretti. Þegar kom að síðasta er- indinu byrjaði hann að ganga niður af sviðinu í átt til áheyrenda. Hann labbaði meðfram þeim að útidymn- um og hélt áfram að syngja „goodbye, goodbye. Að lokum æpti hann „GÚDDBÆ!" gekk út og skellti hurðinni á eftir sér. En vesalings undirleikarinn varð einn eftir á sviðinu og lék eftirspilið. Enginn klappaði fyrir þessari uppákomu og Eggert kom aldrei til Akur- eyrar framar. Madame Butterfly hrópuð niður Það er ekki algengt að söngvari gefí áheyrendum langt nef eins og Eggert gerði fyrir norðan. Hitt gerist í óperuheiminum oftar að áheyrendur púi á söngvara. Nærtækt dæmi um það er þegar Madame Butterfly eftir Puccini (1858-1924) var sýnd í fyrsta sinn. Heimsframsýning- in átti sér stað árið 1904, og lá við öngþveiti í salnum því áheyrendur tóku ópemnni svo illa. Fljótlega eftir að sýningin hófst var til dæmis öskrað: „Þetta er gam- alt drasl; við viljum heyra eitthvað nýtt!“ Einnig vom gerð hróp að sjálfri prímadonnunni, Rosinu Storchio sem var ein fremsta söngkona síns tíma. A sýningunni var hún í víðum kjól og þá æptu áheyrendur: „Hún er ólétt, hún er ólétt, ligga ligga lá!“ Og svo þegar hún birtist með bam í fanginu nokkm síðar var gargað: „Ulla bjakk, þetta er hómungi sem hún heldur á. Oj barasta!!“ Rosina söng illa það sem eftir var sýningar- innar, enda var hún með grátstaf í kverkunum. Puccini var líka niðurbrotinn en hann lagði þó ekki árar í bát. Eftir að hann hafði jafnað sig nokkm síðar hófst hann handa við að endurbæta ópemna, og skipti þá engum togum að hún hlaut frábærar viðtökur og hefur verið vinsæl allar götur síðan. Hjónadjöfullinn Puccini Líkt og ameríski sjóliðsforinginn í Madame Butt- erfly var Puccini mikill kvennamaður. Hann var svo- kallaður hjónadjöfull, því kona hans, Elvira, var upp- haflega gift öðmm manni. Hún hélt framhjá manni sínum með Puccini, og á endanum stakk hún af með honum. En hún var fjarskalega afbrýðisöm og sá ást- konur tónskáldsins í hverju homi. Að lokum sauð upp úr. Þá áttu sér stað atburðir sem minntu um margt á söguþráðinn í Madame Butterfly, þar sem söguhetjan fremur sjálfsmorð í örvinglan. Ari fyrir fmmsýninguna var ung og saklaus þjónustu- stúlka, Doria Manfredi, ráðin á heimili Puccini-hjón- anna. Að venju fékk Elvira strax þá flugu í höfuðið að Doria væri hugsanlega ástkona manns síns, en sagði fátt í fyrstu. Afbrýðisemin nagaði hana þó stöðugt og magnaðist með tímanum. Hún tók að ásaka mann sinn um framhjáhald með Doriu, en Puccini neitaði öllum sakargiftum. Elvira varð samt að lokum sannfærð um að hún hefði rétt fyrir sér og gekk gjörsamlega af göfl- unum. Hún henti aumingja þjónustustúlkunni út úr húsinu og öskraði á eftir henni að hún skyldi koma henni fyrir kattamef. Nágrannamir urðu vitni að öllu saman, og hófst nú mikill kjaftagangur. Að lokum Eggert Stefánsson labbaði meðfram áheyrendum að útidyrunum og hélt áfram að syngja „goodbye, goodbye...“ Að lokum æpti hann „GÚDDBÆ!“ gekk út og skellti hurðinni á eftir sér. En vesalings undirleikarinn varð einn eftir á sviðinu og lék eftirspilið. Enginn klappaði fyrir þessari uppákomu og Eggert kom aldrei til Akureyrar framar. þoldi örvingluð þjónustustúlkan ekki illgimi þorps- búa, og líkt og í Madame Butterfly stytti hún sér ald- ur. Harmi slegin fjölskylda hennar lét þá kryfja líkið og í ljós kom að hún var hrein mey. í beinu framhaldi var Elvira kærð; hún tapaði málaferlunum og var fundin sek um meiðyrði og fyrir að hafa hótað stúlk- unni lífláti. Hún var dæmd til fangelsisvistar en þurfti samt ekki að afplána hana þvf sættir tókust í málinu. Puccini borgaði nefnilega fjölskyldu þjónustustúlk- unnar offjár, og var málið látið niður falla. Puccini var glæsimenni og þótti hrokafullur. Hann hafði líka efni á því enda virtur og dáður sem tónskáld. Er hann var í Berlín sat hann gjaman á kaffihúsinu „Undir linditrénu“. Þar sá ungur íslenskur námsmaður hann oft, en það var Ámi Kristjánsson píanóleikari. Lýsir Ámi honum svo, að Puccini hafi verið mikill herramaður, ávallt snyrtilega klæddur, fínn með sig og með rándýran hatt á höfðinu. Enda eltu konumar hann á röndum. ■ Hinn frægi vísindamaður Stephen Hawking vill láta rannsaka möguleika á ferðalögum afturjjf Er hægt að ferðast um Einn frægasti stjameðlisfræðingur heims, Stephen Hawking, sem um áraraðir hæddist að þeirri hugmynd að mögulegt væri að ferðast aftur í tímann hefur skipt um skoðun. Hawking heldur því nú fram að menn eigi ekki einungis að gæla við hugmyndina um möguleika þessa heldur eigi ríkisstjómar einnig að leggja fram fjármuni til rannsókna á þessu umdeilda máli. Fyrir þremur ámm átti breski háskólaprófessorinn í miklum rökræðum við starfsfélaga sína sem veltu fyrir sér hvort afstæðiskenning Einsteins gerði ráð fyrir þessum möguleika. Hawk- ings mótmælti félögum sínum og útilokaði algjörlega möguleikann á því að menn gætu ferðast aftur í tímann. Hann sagði hugmyndina fáránlega, samkvæmt henni gæti menn myrt forfej sína ogjafnvel komið í veg fyrir eigin fæðingu. „Besta sönnun þess að tfmaflakk er kvæmanlegt er sú, að ferðamenn frá framtíðinni hafa ekki fjölmennt í heim§5knir til okkar,“ sagði hann. Hawking skrifar formála að bók bandaríska stjarnfræðingsins Lawrence Trek og þar kveður við annan tón. Nú segir Hawking að sá tími kunni að koma að menn geti ferðast um tímann. Hawking hefur síðan sagt að hann haldi enn að ekki sé raunhæft að gera ráð fyrir slíkum ferða- lögum, en í huga sínum leynist efínn. Hann vilji því ekki útiloka möguleikann og bendir á að rannsóknir á fyrirbærinu fari fram í nokkrum háskólum, þar á meðal í Cambridge og í Kali- fomíu. „Til slíkra rannsókna þarf ekki mikið fjármagn,“ sagði hann, „það sem þarf er víðsýni sem gerir ráð fyrir möguleika sem virðist fjarstæðukenndur.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.