Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 23
HELGIN 14.-17. DESEMBER 19yb ALÞÝÐUBLAÐIÐ 23 Einsog gengur Hrafn Jökulsson skrifar Minnisblöð frá Sarajevo Um daginn var ég að grúska í ýmislegum pappírum sem ég var búinn að steingleyma, hafði einhvemtíma sett þá ofan í kassa, lok- að kassanum og síðan farið að hugsa um eitt- hvað annað. En um daginn opnaði ég þenn- an kassa af rælni, og sjá: Þama var kveð- skapur síra Björns í Sauðlauksdal og sömu- leiðis Mikaels Mathiesens. (Sá síðamefndi var forfaðir minn og bjó austur á Mjóanesi sitthvom megin við aldamótin 1800. Nei, ég er ekkert skyldur þeim.) Fleira kom uppúr kafinu: bréf, margvíslegar orðsendingar, ljósmyndir. Minningar. Ég var orðinn þægi- lega nostalgískur þegar ég rakst á stórt, brúnt umslag. Á umslagið var skrifað: Samtal við dr. Predrag Finci. Sarajevo, september 1992. Ég fór á sínum tíma til Sarajevo í því skyni að leita uppi dr. Predrag Finci. Ég hafði lesið grein eftir hann í The European þarsem hann skrifaði um lífíð og dauðann í Sarajevo. Þetta var fjórum mánuðum eftir að umsátrið hófst: grein hans var, fyrirgefið kli- sjuna, einsog seiðmögnuð sálumessa - mín- us sáluhjálp og heilaga von. Það tók talsverðan tíma að finna dr. Finci. Jú, sögðu kunningjar mínir á sjónvarpsstöð- inni í Sarajevo, við vitum hver hann er, en nú um stundir er ekki hlaupið að því að hafa uppá fólki hér í borg. Mér lá svosem ekkert á, og þar að auki höfðu einhverjir króatískir fólar skotið niður ítalska birgðaflugvél og þessvegna var ekkert flogið til Sarajevo næsta mánuðinn. Serbar, fyrir sitt leyti, voru ljón á vegi þeirra sem ætluðu í spássitúr útúr borginni. Einn góðan veðurdag sagði Micho mér að dr. Finci væri kominn í leitimar. Dr. Predrag Finci reyndist vera prófessor í heimspeki við háskólann í Sarajevo, aukþess leiðtogi gyðinga í borginni. Þegar konungs- hjónin af Spáni gerðu gyðinga brottræka fyr- ir hálfu árþúsundi héldu sumir yfir þvera Evrópu, og settu sig niður í Bosníu. Það fylgir sögunni af spænsku gyðingunum að þeir tóku með sér lykla að húsum sínum: sannfærðir um að einn góðan veðurdag myndu þeir snúa aftur. Það átti ekki fyrir þeim að liggja, en af- komendur þeirra urðu heimamenn í Bosníu. í þann tíð var landið hluti af Tyrkjaveldi: Vestur og Austur mættust á Balkanskaga. Tyrkir, einsog flestir múslimar fyrr og síðar, létu sig litlu skipta hvaða guð menn áköll- uðu; þeir þröngvuðu Allah ekki uppá Bo- sníumenn fremur en aðra. Ferðalangur í Sarajevo gat dáðst að tignarlegri mosku og farið svo og gefið sig á vald dulúðlegri rétt- trúnaðarkirkju Serba, nema hann labbaði í næstu götu að skoða katólska kirkju þarsem vom Króatar að biðja til Maríu guðsmóður. Gyðingarnir sem komu til borgarinnar reistu bænahús án þess að nokkrar athugasemdir væm gerðar: Sarajevo var í árhundruð tákn umburðarlyndis í Evrópu. Fram að heims- styrjöld númer tvö bjuggu mörgþúsund gyð- „Þú verður að skilja hvað Sarajevo stóð fyrir. Lífíð í Sarajevo var öðruvísi en annarsstaðar. Umburðarlyndi, léttleiki, lífsgleði - þetta var Sarajevo. Héðan í frá getur borgin aldrei orðið annað en grafreitur alls þessa, viðurstyggilegt minnismerki um hatur og svik.“ ingar í borginni og undu bærilega sínum hag, rétt einsog katólskir, rétttrúaðir og mús- limar. Gyðingamir í Sarajevo urðu flestir helförinni að bráð, enda Bosnía þá innlimuð í fasíska Króatíu sem meira og minna var stjómað frá Berlín. Haustið 1992 bjuggu tvöhundruð gyðing- ar í Sarajevo. Hinn fomi og ægifagri graf- reitur þeirra var nú skilgreindur sem fremsta víglína, og því vettvangur sprengjuregns. Kannski verður einhvemtíma hægt að nota hann sem bílastæði. Predrag Finci: rúmlega fertugur, sýndist mér, dökkur yfirlitum, fágaður og alþýðleg- ur í senn. Glóð augna hans var ekki kulnuð einsog hjá svo mörgum íbúum Sarajevo. I The European hafði hann skrifað: „Hér veit maður ekki hvaða dagur er, maður eld- ist um heilt ár á einum degi, allt í kringum mann og innan í manni er að drepa mann; maður veit að þennan tangó dansar nmður við dauðann. Þegar þessu stríð lýkur - ef því lýkur nokkurntíma - munum við aldrei geta minnst á það án þess að um okkurfari hroll- ur; hver draumur verður martröð. Tímahil er glatað, œskan eyðilögð. Og aldrei var sumarið svofagurt.“ Sumrinu var ekki lokið þennan septem- berdag. Þetta var laust uppúr hádegi: Serb- amir í hlíðunum umhverfis borgina nývakn- aðir, væntanlega búnir að fá sér fyrsta slivo- vitz- sjússinn. Bráðum myndi byrja að rigna. Þremur árum síðar skoða ég minnisblöð frá samtali okkar. „Þótt þessu stríði lyki í dag,“ sagði Finci blátt áfram, „þá mun siðmenningin aldrei, aldrei eiga afturkvæmt til Sarajevo. Of mik- ið hefur gerst. Það er búið að drepa sjálfan anda Sarajevo. Við munum aldrei geta lifað eðlilegu lífi í þessari borg, við getum ekki tekið upp þráðinn þarsem frá var horfið.“ Mig langaði ekki til að trúa þessum orð- um. Maldaði í móinn: En auðvitað lýkur stríðinu innan skamms, og þá verða menn að heíja daglegt líf af einhveiju tagi. Gróa ekki öll sár um síðir? „Nei,“ sagði dr. Finci, „ekki öll sár gróa um síðir. Þú verður að skilja hvað Sarajevo stóð fyrir. Lífið í Sarajevo var öðmvísi en annarsstaðar. Umburðarlyndi, léttleiki, lífs- gleði - þetta var Sarajevo. Héðan í frá getur borgin aldrei orðið annað en grafreitur alls þessa, viðurstyggilegt minnismerki um hat- ur og svik.“ Dr. Finci sagði mér að næstæðsti maður Bosníu-Serba hefði verið prófessor í ensk- um bókmenntum við háskólann. Sérfræð- ingur í Shakespeare. „Ég mun aldrei skilja - og ég vil ekki skilja það - hvað gerðist í huga hans, þegar hann tók þá ákvörðun að varpa sprengjum á borgina þarsem hann var alinn upp, þarsem hann hafði búið allt sitt líf - þarsem var allt hans líf.“ Shakespeare hefði hinsvegar áreiðanlega verið áhugasamur um persónuleika háskóla- prófessorsins sem dag nokkum setti sér það takmark að afmá fæðingarborg sína af landakortinu og drepa vini sína. Umsagnir Kolbrúnar Bergþórsdóttur um bækur Isabel Allende: Paula Tómas R. Einarsson þýddi Mál og menning 1995 Mesti styrkleiki þessa verks er sterk persónu- sköpun, ásamt til- finningaríkri tján- ingu, sem brýst fram á svo einlæg- an og sannfær- andi hátt að les- andinn kemst ekki hjá því að vera gagntekinn af verkinu. Þetta er ein þeirra bóka sem menn gefast ekki upp á að lesa. Þetta er bók sem heldur mönnum við efnið, ekki einungis meðan þeir lesa hana held- ur einnig í þó nokkurn tíma eftir lest- urinn. Kolbrún Bergþórsdóttir. Súsanna Svavarsdóttir: Skuggar vögguvísunnar Forlagið 1995 Meginvandi höf- undar er sá að hann gerir sér enga grein fyrir eigin vangetu, en hún blasir þó við lesendum á hverri síðu. Því harm- rænni sem þján- ingu persóna er ætlað að vera því hlægilegri verður hún. Því ákafari sem losti og gredda persóna er því afkáralegri verða lýs- ingar höfundar. Afleiðingarnar eru þær að verkið minnir hvað eftir ann- að á skopstælingu. Þess vegna skellir lesandinn upp úr, einmitt þegar höf- undi er hvað mest mál. Kolbrún Bergþórsdóttir. Björn Th. Björnsson: Hraunfólkið Mál og menning 1995 Þó mér þyki sitt- hvað skorta, þá er þetta langt frá því að vera slæm bók. Húnerafarvelstíl- uð, enda er Björn Th. einn okkar bestu stílista. ( henni er saman- kominn mikill sögulegur fróðleikur og því ættu flestir að vera einhverju nær eftir lest- urinn. En um leið skortir skáldsöguna nokkuð til þess að vera verulega minnisstæð örlagasaga. Kolbrún Bergþórsdóttir. Kormákur Bragason: Auga fyrir tönn Hekluútgáfan 1995 Það er efnið sem afveigaleiðir höf- undinn. Hann eigrar um, stefnulaust, með söguefnið i farteskinu og gónir á kynferðisþáttinn, sem hann bisast við að gera sem subbulegastan. Þar lukk- ast honum erindið svo vel að á enda- sprettinum fyllist bókin af kynferðis- legu óráðshjali, svo umfangsmiklu, að það hlýtur að slá út af laginu jafn- vel ötulustu hugarsmiði í þeim efn- um. Kolbrún Borgþórsdóttir. Alþýðublaðiö - umtalaðasta blað í heimi miðað við fólksfjölda! Kynningaráskrift - aðeins 750 krónur á mánuði bið leggur áherslu á umræðu um nnlitík • Alþýðublaðið leggur áherslu á umræðu um pólitík menningu og málefni líðandi stundar. Alþýðublaðið hef- ur á að skipa hárbeittum og bráðskemmtilegum stílistum sem láta sér ekkert mannlegt óviðkomandi. • Við bjóðum nú kynningaráskrift að blaðinu fyrir aðeins 750 krónur á mánuði. • Vertu með á nótunum og lestu greinar Hall- gríms Helgasonar, Kolbrúnar Bergþórsdóttur, Hall- dórs Björns Runólfssonar, Arnórs Benónýssonar, Jónasar Sen, Sæmundar Guðvinssonar, Gudmund- ar Andra Thorssonar og Hrafns Jökulssonar. • Hafðu samband í síma 562 5566, sendu símbréf í 562 9244 eða sendu svarseðilinn til Alþýðublaðsins, Hverfis- götu 8- 10, 101 Reykjavík. Alþýðublaðið - ekki bara fyrir krata! Nafn Heimilisfang Staður Póstnúmer Kennitala Ég óska eftir að greiða með □ gíróseðli □ greiðslukorti númer: Gildirtil:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.