Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 19
HELGIN 14. -17. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 19 Væntanlegir lesendur þurfa ekki að vera með flugpróf upp á vasann, hvað þá annars konar próf eða pappíra. í því sam- bandi er alveg nóg að vera með bókina í höndunum. Og skilja íslensku ? Já, það er ekki verra. En uppsetning textanna höfð- ar sem sagt mikið til sjónarinn- ar. Er það ekki rétt skilið hjá mér? Jú, frekar en til augans. Þegar þú talar um loft og mynd ertu þá kannski að draga upp þrívíðar myndir á síðum hókarinnar? Það má segja það, já. Jú. Mér finnst orð og þá texti vera gæddur þeim eiginleika að höfða oft sterkar til fólks en myndir. Það er nú ekki algilt! Þá vil ég benda þér á þá blá- köldu staðreynd að ljósmyndir eru ekki lengur teknar gildar í dómsmálum í Bandaríkjunum. Hvað þá með myndbandsupp- tökur? Mér finnst það ekki koma þessu máli við. Ljóðin í bókinni eru í styttra lagi. Og öll ferhyrnd. Er ein- hver ástœða fyrir því? í sambandi við lögunina á textunum þá vann ég hana mik- ið út frá Hans-Petersen hönnun- inni. Og fjöldi orðanna réð stærð hverrar myndar/texta. Þannig að þetta eru ekki sneiðmyndir? Nei. Má þá líta á þessar myndir eins og í fjölskyldualbúmi? Eru þœr mjög persónulegar, eða hvað? Þær gerast oft inni á einka- heimilum. En þær eru aldrei beint prívat. Ertu kominn inn á gafl til fólks? Eru þetta niðurstöður úr einhverjum persónunjósnum ? Gluggagægjum ?! Eins og ég segi... þá er þetta allt byggt á sannsögulegu og stundum hef ég sjálfur alitaf komið við sögu. An þess að það komi beint málinu við. Eg sé heldur engan mun á uppspuna og sannleika þannig. Ef þetta virkar á sinn hátt, þá geta allir verið ánægðir. Já, þú meinar það. Já ég vil meina það. íbúðin er úthverfa hans hlutirnir sem hann safnar í kringum sig innyflin og fötin sem liggja á gólfinu húðin þar á milli Þegar ég renndi augunum yf- ir bókina fannst mér eins og það vœru yfirleitt ákveðnar að- alpersónur sem væru þarna á ferðinni. Er eitthvað til í því? Það er frekar að margir komi við sögu. En ég hef engar ákveðnar kennitölur í huga, ef þú átt við það. Þetta er ekki lyklakippa að tilgreindum skrá- argötum úti í bæ. Er bókin í fullri lengd? Hvað meinarðu? Hún er ekki stytt eða neitt svoleiðis. Nei. En það er samt gaman að þú skulir spyrja að þessu; í rauninni er töluverð vinna á bakvið hvern texta eins og gengur. Heilu skáldsögurnar þess vegna. Það sem skiptir máli, það fékk að lifa. Einhvers konar náttúruval þá? Það sagði ég aldrei. Ertu hliðhollur naumhyggju eða ákveðnum „minimalisma" í því sem þú gerir? Það er misskilningur. Þetta eru ýmist upphafspunktar eða þá endapunktar í ákveðinni at- burðarás. Maður er alltaf að fara aftur og aftur yfir byrjunar- reitinn. Það er þá ástœðan fyrir frek- ar öguðu orðavali, eða hvað? Ein setning segir meira en mörg orð. Hvernig myndir þú lýsa hlut- verki texta? Eins og ég segi þá þjóna þeir oft svipuðu hlutverki og skila- boð eða auglýsingar. Stoppa límann og víkka hann um leið. Aður en hann líður frá manni. Þú vilt ganga þetta langt? Texti í ætt við þennan er oft að benda fólki á að kaupa það sem er í nágrenninu kringum það. Þú kaupir það? Ertu að gefa í skyn að þetta séu einhvers konar umferðar- skilti tilfinninganna? Er það ekki fulllangt gengið? Að fjar- stýra upplifunum samferðar- fólks síns? Ef út í það er farið. Annars er aldrei hægt að ganga of langt. Einhvers staðar verður samt að draga línuna. Þess vegna getigur fólk í fötum og býr í húsum. Löng þögn. Já, já. Ein ágætis kona lýsir lestri texta þannig að þegar hún nálgast hann þá bleytir hún hann með inn- og upplifun sinni. I því sambandi má örugg- lega líta á þessa texta mína eins og geimfarafæði, sem þurrkað- an mat sem er hugsaður þannig að hægt sé að fara með hann í lengri ferðalög. An þess að vera með yfirvigt. Eða að fara upp og niður í lyftu. Ertu að höfða til einhvers ákveðins hóps með þessari bók? Hvort ég sé með einhvern ákveðinn markhóp í huga? Já, auðvitað: einstaklinga sem hafa gengið í gegnum ákveðna reynslu, jafnvel visst uppgjör við sjálfa sig. Það eru ótrúlega margir sem ég þekki og þekki ekki sem hafa svipaða ef ekki sömu söguna að segja mér. / alvörunni? Þú sérð þetta virkilega þannig? Þetta er gjarnan spurningin um að rekast á veggi en finna síðan dyrnar á sjálfum sér. Þá erum við einmitt komnir að myndlistinni. Hvað er að gerast hjá þér í henni? Það er ýmislegt í gangi þar eins og venjulega. Ég er núna að vinna að nýrri einkasýningu sem verður á næsta ári. En hún fjallar einmitt um tungumálið. Og þá í allt annarri mynd nátt- úrlega. Þar koma orð ekki beint við sögu. Hvað með jólabókaflóðið? Þú ert ekkert smeykur við að bókin drukkni innan um allar þykku og þungu skáldsögurn- ar? Það hvarflar ekki að mér. Eins og við vitum, þá fljóta ljóðabækur oftar en ekki lengra en þyngri textar. Þær eru bæði léttari og oft dýpri. Það er enginn skortur á yfir- lýsingum hjá sumum!!! Hérna er ég að tala um hreint og klárt rúmmál og þyngd. Ef þú vilt fá að heyra það. Þannig að við erum í góðum málum, eða hvað? Ég get ekki séð annað. báðir lófar hennar voru undirlagðir af djúpum línum sem voru líkar loftmynd af lífi hennar og hún var búin að setja punkta á vissa staði með rauðum kúlupenna Alþýðublaöið vill ennfremur vekja athygli á sýningu Haraldar Jónssonar á Internetinu: http://www.saga.is/Menning/Lagmenn- ing/Popp/Badweb/halli. html

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.