Alþýðublaðið - 14.12.1995, Síða 18

Alþýðublaðið - 14.12.1995, Síða 18
18 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 14. -17. DESEMBER 1995 ----------------------- I „Að lokum er það samviskan sem er besti ráðgjafi Vaclav Havel forseti Tékklands ræðir um aukna samvinnu við Vesturlönd, nauðsyn málamiðlana, djöflana á Balkanskaga og vísindi og skynsemis- hyggju. Nú eru tæp sex ár frá „flauels- byltingin" varð í Tékkóslóvakíu, en í kjölfar hennar varð Vaclav Havel, fyrrum andófsmaður og heimspekisinnað leikritaskáld, forseti lands síns. Maðurinn, sem áður íyrr var óþreytandi í gagmýni sinni á vald- hafa, virðist finna hjá sér ríka þörf fyrir að réttlæta þá staðreynd að nú sé hann valdamaður. Hann hefur eigin orð til siðferðilegrar viðmiðunar og fær ekki gleymt þeim. Havel var talsmaður heimspekikenningar sem boðaði að menn skyldu „lifa í sannleika" og í stjómmála- starfi setja siðferði og sið- gæði í öndvegi. Hann sagði að stjómmálamönnum bæri að fylgja sannfæringu sinni og starfa af fullkominni óeigingimi í þjónustu við meðbræður sína. Djöflar vaða uppi Havel ræddi fyrst um þró- unina í landi sínu og sagði miklar framfarir hafa átt sér stað á síðustu ámm, nefndi hann þar sérstaklega úrbæt- ur í markaðskerfi, réttarkerfi og pólitískri stjómskipan. Hann viðurkenndi samt að breytingamar hefðu verið erfiðari í framkvæmd en vonast hefði verið eftir í því bjartsýna andrúmslofti sem ríkti meðal Iandsmanna í desember 1989. Hann lýsti einnig yfir von- brigðum sínum með skiptingu Tékkóslóvakía í Tékkland og Sló- vakíu í lok ársins 1992 - hefði viljað koma í veg fyrir skipting- una en það hefði einfaldlega ekki verið á sínu valdi. Havel er ntikill stuðningsmaður þess að Tékkar gerist aðilar að Nató og Evrópusambandinu. Hann hefur einnig hvatt Vestur- lönd til að sýna meira áræðni í samvinnu og samskiptum við fyrrum austantjaldslönd. „Það hefur verið hikað of lengi og nú er nauðsynlegt að koma á nýrri sam- vinnu,“ segir hann. „Ef það verð- ur ekki gert fá alls kyns djöflar að vaða uppi. Atburðir í Júgóslavíu sálugu ættu að vera okkur áminn- ing um það. Þar hefur berlega sýnt sig hvað djöflamir em færir um.“ „Að lifa í sannleika“ En hvað merkir eftirlætis hug- tak Havels „að lifa í sannleika" í landi sem býr ekki lengur við lyg- ar kommúnismans? Havel svarar þeirri spumingu: „Mér fmnst ég ekki hafa vikið frá grundvallarhugmyndum mínum eða gildum. En í lýðræðislegu, pólitísku umhverfi er ævinlega nauðsynlegt að taka tillit til ólíkra hagsmuna, utanaðkomandi þrýst- ings og vilja fjöldans. Einhverjar málamiðlanir em nauðsynlegar - annars væri maður kominn í hlut- verk einræðisherra - en þessar málamiðlanir ættu ekki að gera grundvallarhugmyndimar eða gildin tortryggileg." Ef Havel virðist í svari sínu vera í vöm þá er það vegna þeirra gagnrýnisradda sem segja hann hafa selt fyrri hugsjónir fyrir „nauðsynlegar málamiðlanir". Bent er á eftirfarandi atriði: Eitt sinn ræddi Havel um að taka fyrir alla vopnaframleiðslu í landinu, nú gerir hann engar at- hugasemdir við að tékkneskir skriðdrekar og vopn séu í stómm Ég er enginn Messías, ég hef enga uppskrift að því hvernig á að bjarga heiminum, hef enga sérstaka trúarkenningu fram að færa. A-mynd: E.ÓI. stíl seld til landa eins og Sýrlands. Eitt sinn talaði hann um að leysa upp Nató og Varsjárbandalagið, en þegar hann var kominn í emb- ætti var hann ekki lengi að hvetja til þess að landið gengi í vestræn hemaðarbandalög. Eitt sinn var hann í hópi baráttumanna gegn mengun, en nú fer hann varlega í að gagniýna kjamorkuframleiðslu lands síns. Havel hefur sína vöm, því for- setaembættið veitir honum tak- mörkuð völd. Tékkneska stjómar- skráin kveður skýrt á um að emb- ætti forsetans sé nánast valdalaust starf. Hann getur beitt neitunar- valdi á lagafmmvörp, en þingið getur fellt bann hans úr gildi með einföldum meirihluta. Hann getur tjáð sig um lagasetningar eins og reyndar flest annað, en engum ber skylda til að hlusta. Pólitískt vald kann að vera tak- markað en Havel hefur gert það að samviskustarfi, gerst opinber siðgæðisvörður þjóðar sinnar. Það var Havel sem bað opin- berlega afsökunar á brottrekstri Súdeta-Þjóðverja frá tékknesku landsvæði við lok seinni heims- styrjaldar. Það var Havel sem tók hinum ofsótta Salman Rushdie tveim höndum þegar sá síðar- nefndi heimsótti Prag og það er Havel sem hefur barist gegn kyn- þáttafordómum og gyðingahatri í minn“ landi sínu. Havel viðurkennir að stöðu sinnar vegna geti hann ekki gagn- rýnt menn og málefni jafn ftjáls- lega og áður. En hann er sann- færður um að hann fái best þjónað þeirri köllun sinni að stuðla að umbótum með því að vinna innan pólitísks ramma. Og þegar kemur að því að taka ákvarðanir segir hann:,,Að lokum er það samviska mín sem er besti ráðgjafi minn.“ Bóhem og kvennamaður Vinir Havels segja að hann sé fyrst og fremst listamaður, hvergi hamingjusamari en á krá með bjórglas í hönd og í félagsskap ungra og fagurra vinkvenna. Og hvað sem líður sterkri pól- itískri siðgæðisvitund þá hefur Havel átt í allnokkr- um ástarsamböndum utan hjónabands. Hann sækist eftir félags- skap listamanna og leitast eftir því að styrkja sam- bönd sín við listamenn. Hann telur Mick Jagger vin sinn og á sínum tíma gerði hann Frank heitinn Zappa að tékkneskum menningarfulltrúa. Vinsæll og áhrifamikill Staða hans er sterk. Þótt hann hafi ekki raunveruleg pólitísk völd þá hefur hann gífurleg áhrif. Skoðana- kannanir sýna að hann er einn vinsælasti stjómmála- maður landsins og lands- menn hlusta af áhuga á vikulegt útvarpsávarp hans þar sem hann ræðir málefni dagsins og reifar skoðanir sínar á „borg- aralegu þjóðfélagi". Með „borg- aralegu þjóðfélagi“ á hann við samfélag einstaklinga sem taka virkan þátt í uppbyggingu þjóðfé- lagsins. Hann á við þjóðfélag sem byggir á valddreifmgu og stjómað er af einstaklingum sem hafa sterka siðferðiskennd. Havel, sem aldrei þreytist á heimspekilegum vangaveltum, segir: „Vísindin og skynsemis- hyggjan nægja ekki lengur til að svara gmndvallarhugmyndum um tilvist mannsins. Það er andlegt tómarúm, og menn finna hjá sér löngun til að ná aftur sambandi við yfirvald „æðra manninum sjálfum". Hann lítur ekki á sig sem slíkt vald: ,JÉg er enginn Messías, ég hef enga uppskrift að því hvemig á að bjarga heiminum, hef enga sérstaka trúarkenningu fram að færa. En það hefur ekki farið framhjá mér að áhersla á hið and- lega á í vök að verjast í nútíma- samfélagi - og það hefur margar miður góðar afleiðingar. „Stundum", bætir hann við, „virðist sem ég sé að tjá tilfinning- ar og skoðanir almennings. Eg held jafnvel að ég geti sagt að á Vesturlöndum falli orð mín í betri jarðveg heldur en hér í austrinu... en ég ætla ekki að fullyrða neitt um áhrif mín á framvindu mála í þessum heimi.“ Independent. ✓ A uppstigningardag kom út bókin Stundum alltafefúr Harald Jónsson hjá bókaútgáfunni Bjarti. Haraldur Jónsson mælti sér mót við Harald í vikunni og spurði hann út í tilurð bókarinnar og annað sem ber oftar en ekki á góma í viðtölum Eg sé heldur engan mun á uppspuna og sannleika - játaði Haraldur eftir að Haraldur hafði gert að honum harða hríð. Hvað vakirfyrir þér? Það verður nú að segja hverja sögu eins og hún er. Og þá hvernig... ? Það hafði bara alls kyns efni safnast upp í kringum mig, maður er búinn að lenda í þetta mörgum lífsreynslum og svona. Mér fannst alveg vera kominn tími til að koma reglu á þetta. Og setja það í bók? Já. A þetta brýnt erindi við þjóð- ina ? Já, útgefandinn minn vill meina það. En um hvað er bókin? Ef þú vilt endilega fá að vita það, þá er viðfangsefnið voða- lega mikið það sem ég hef lent í og eins það sem ég hef séð beint. Eða óbeint. Mér finnst þetta frekar loðið svar. Kafloðið. Nei, svona í alvöru þá er ég í rauninni búinn að stunda skriftir meira en minna meðfram myndlistinni í langan tíma. í hita og þunga leiksins tóku ákveðnar myndir á sig þetta form. Sem röðuðu sér upp í orð. Mér fannst því liggja beinast við að setja upp sýningu í bókarformi. Þar sem hver opna og hendur lesandans mynda þá vœntan- lega hinar fjóru hliðar sýning- arsalarins. Það má alveg sjá það þannig. Nú ert þú myndlistamaður. Liggur þá ekki beinast við að halda sig við þá grein? Er nokkur ástœða til að vera með einhvern orðavaðal þegar þú hefur einu sinni fundið þig á einu ákveðnu sviði? Er þetta ekki líka dálítið frekt? Mörkin þarna á milli eru ekki ljós, ekki frekar en að tilveran sé kynskipt til dæmis. Sviðið er vítt, svo mikið er víst. En eins og maður segir, þá eru orð til alls fyrst. Samanber frumöskrið og svo framvegis. Það ættirðu nú að vita, orðamaðurinn sjálf- ur. Þú afsakar, en ég vil helst ekki vera að blanda mér ofmik- ið inn í þetta viðtal. Þú hefur örugglega frá nógu að segja. Þá verður þú líka að spyrja réttu spurninganna. Því eins og þú veist ; ef þú spyrð rangra spurninga þá færðu líka vitlaus svör. Já, láttu mig vita það. Er það ekki einmitt þessi vinnuregla sem raunvísindamenn hafa að leiðarljósi. Sem minnir mig á annað. I bókinni minni er ein- mitt einn texti sem kemur inn á þetta. hann varpar innstu hugsunum sínum fram í tölustöfum sem hún getur sjaldan deilt í eða margfaldað með sínum eigin Já, einmitt. Annars er ég nú kannski ekki rétti maðurinn til að túlka þessa texta út í það allsbera. Það verða einhverjir aðrir að ganga í það mál. Rólegur. Mér dalt þetta nú bara í hug. Örugglega. En hugsaðu þig betur um næst. Finnst þér ekki allir vera að skrifa Ijóð? Allir og enginn. Ég veit það ekki. Samt hef ég það lúmskt á tilfinningunni að Ijóðið sé að sækja í sig veðrið. Þér að segja. Við eigum nokkur afbragsljóð- skáld. Hvað fœr þig til að halda það? Ég skil það þegar ég sé það. Eins og í myndlistinni. Það er margt ótrúlegt í uppsiglingu. Ljóðið er líka hentugt form til að koma hugmyndum sínum á framfæri. í rauninni er hægt að innbyrða ljóðið eins og hvern annan skyndibita, mismunandi næringarríkan náttúrulega. Þetta er spurning um að ná há- marksárangri á sem skemmst- um tíma. Þú segir það. Og þannig held ég líka að ljóð og styttri textar lúti oftar en ekki svipuðum lögmálum og auglýsingar.Við erum að tala um þetta 7-10 sekúndur fyrir hverja mynd. Þá er athyglin skörpust og augun galopin. Og síðan er klippt yfir í næsta skot. Áður en áhorfandinn missir áhugann. Fólk hefur heldur ekki allan tímann í heiminum. Hefurðu rannsakað þetta? Þú sérð þetta líka á lengd spurninga í viðtölum almennt. Það þýddi ekkert fyrir þig að bera fram spurningu sem væri einhver langhundur og ætlast síðan til þess að ég svaraði hon- um. Ég held að ég skilji hvað þú ert að fara. En finnst þér Ijóð- formið ekki gamaldags? Liðinn tími? Nei, miklu frekar framtíðin. Við erum alltaf að setja hlutina og fyrirbærin í minna og þéttara form. Sjáðu til dæmis geisla- diskana... Já eða pitsurnar. Maður fær þetta líka á tilfinn- inguna. Lætur hana leiða sig í sannleikann. En það er líka hœgt að hugsa með tilfinningunum. Jú, jú. En það er strax annað. Þú meinar þá... ? Skýrir þetta sig ekki nokkurn veginn sjálft? Þá sér maður sig sjálfan og aðra í einskonar loft- mynd. Það var ágætis grein um þetta um daginn eftir kanadísk- an taugasálfræ*ing. Sjónræna ertingin er rosalega mikilvæg. Ég sé þetta ekki alveg fyrir mér. Kemur þetta fram í bók- inni? Mega lesendur þá eiga von á að fara í ákveðna tegund aflistflugi við lesturinn? t

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.