Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 12
12 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 14. -17. DESEMBER 1995 Edith Piaf, „Spörfuglinn“, hefði orðið áttræð á morgun. Kolbrún Bergþórsdóttir minnist þessarar dáðu og ógæfusömu söngkonu. önnur Piaf asta skemmtistað Parísar. Þar söng hún eins og hún hafði sungið á göt- unum; án farða í svörtum kjólg- armi sem var rifinn á nokkrum stöðum. Síðar urðu kjólamir úr fínna efni, en liturinn var venju- lega sá sami. Þetta kvöld sló Edith í gegn og eftir það lá leiðin upp á tindinn. Eg væri ekki Piaf nema vegna sagði söngkonan sem þekkti þ Ástin var slagsmál,lygar og löðrungar I mínum huga byggir ástin á slagsmálum, stórfelldum lygum og nokkrum löðmngum,“ sagði Edith Piaf sem var gat sýnt af sér mikið samviskuleysi í ástarlífi. Á ævi sinni átti hún í óteljandi ástarsam- böndum. Mörg þeirra vom við lagasmiði og söngvara. Þá menn notaði hún miskunnarlaust söng- ferli sínum til framdráttar. Einn þeirra minntist þess að hún læsti hann inni og sagði að sú aðferð og aðrar sambærilegar hefðu ekki tal- ist til undantekninga. Þegar hann barði á dymar og sagðist vilja fá að komast út hrópaði söngkonan: „Eg hleypi þér ekki út fyrr en þú hefur samið frábært lag fyrir mig. Hugs- aðu um mig! Það verður til þess að þú færð innblástur. Og mundu, Shakespeare var viðvaningur í x í Skaftafelli Endurminningar Wóðgarðsvarðar. Helga k. Einarsdóttir skráði. Ómetanleg heimild um náttúruperluna í Skaftafelli, Hvíldarlaus ferð inn í drauminn Ijóðrænar og hnittnar smásögur eftir Matthías Johannessen. Skáldkonur fyrri alda eftir Guðrúnu P. Helgadóttur. Fróðleg og skemmtileg bók. Furður og feluleikir Limrur og Ijóð í sama dúr eftir Jónas Árnason. Lífsgleði Minningar og frásagnir sex þjóðkunnra íslendinga. Þórir S. Guðbergsson skráði. HÖRPUÚTGÁFAN STEKKJ^RHOLT 3IÐUMULI 29 SIÐUMULI 29 - 108 REYKJAVl samanburði við þig!“ Árangurinn af þessurn aðferðum lét reyndar ekki á sér standa, en lagvísir ást- menn Piaf sömdu aragrúa frábærra laga beinlínis fyrir hana og í sam- vinnu við hana. Hún var óprúttin í ástarlífi, not- færði sér þá sem hún taldi geta greitt götu sína á söngferlinum og kastaði karlmönnum frá sér þegar hún hafði ekki lengur not fyrir þá. Meðan hún nennti að sinna þeim krafðist hún þess að þeir fylgdu þeim lífsháttum sem hún hafí tam- ið sér. í því fólst að lifa hátt við mikinn glaum langt fram á morg- un. Hún sóttist eftir tilbreytingu og hraða og þreyttist því fljótt á elsk- hugum sínum. En hún var örlát að eðlisfari. Fólk sem hún þekkti ekki, og kærði sig ekki um að þekkja, en vissi að byggi við skort fékk að njóta þess örlætis. f byrjun hvers mánaðar sendi hún fjölda ein- staklinga, sem bjuggu við bágan fjárhag, ávís- un í pósti. Vinimir tóku einnig sitt. í þeim hópi vom afætur og sníkju- dýr sem gengu í eigur hennar eins og væm þær þeirra eigin. Þeir höfðu á brott með sér plötur, bækur, sængur- föt, allt sem hönd á festi og vakti löngun þeirra. Peningarnir hurfu sömuleiðis því vinimir fengu lánaða peninga hjá söngkonunni sem þeir endurgreiddu ekki - og hún bað aldrei um endurgreiðslu. Söng- konan fræga varð stór- skuldug. „Peningar", sagði hún. „Hvemig „í hvert sinn sem hún syngur fínnst manni eins og hún sé að þvinga sál sína úr líkamanum í hinsta sinn,“ sagði Jean Cocteau um Edith Piaf. Sjálf sagði hún: „Fyrir mér er söngurinn flóttaleið. Annar heimur. Þá er ég ekki lengur á jörðinni.“ Götustelpan sem röddin bjargaði Einhverja flóttaleið varð hún snemma að fmna ætlaði hún sér að komast af. Hún fæddist og ólst upp í sámstu fátækt; eina athvarf henn- ar vom götur Parísar þar sem hún söng til að afla sér viðurværis. Móðir hennar yfirgaf hana þegar hún var komabam. Móðuramma hennar tók bamið þá að sér, en sinnti því lítt. Þegar Edith var sjö ára kom loks að því að föðumum blöskraði uppeldisleysið og tók barnið í sína umsjá. Hann var reyndar lítt fær um að sinna dóttur sinni, flæktist með hana um landið þar sem hann sýndi leikfimilistir á götum meðan Edith réttí fram hatt hans í von um að vegfarendur létu smáræði af hendi rakna. Vegna stöðugra ferðalaga lör lítið fyrir skólagöngu dótturinnar, en faðir- inn lagði þó metnað sinn í að hún kynnti sér sögu Frakklands og yfir- heyrði hana löngum stundum um sögulegar staðreyndir. Faðirinn, sem sagt er að hafi ekki verið ill- menni, sló hana í andlitið vissi hún ekki svarið. Afleiðingar vom frem- ur einkennilegar því á fullorðinsár- um naut Edith þess ákaft að láta elskhuga sína berja sig. Þegar Edith var tíu ára veiktist faðir hennar og gat því ekki unnið fyrir þeim. Edith fór út á götur Par- ísar og þar sem hún vildi ekki betla söng hún eina lagið sem hún kunni; Marseillaise, þjóðsöng Frakka. Vegfarendur fylltust sam- úð með umkomulausu bami um leið og þeir heilluðust af söngnum. Edith nældi sér í meiri peninga en nokkrn sinni þegar hún vann með föður sínum. Fimmtán ára kaus hún að yfir- gefa föður sinn til að vinna fyrir sér á sinn hátt. Hún söng á götunum til að eiga fyrir mat. í fylgd með henni var vinkona hennar Mom- one sem Edith kallaði systur sína. Starfi Momone var sá sem Edith hafði áður haft hjá föður sínum; hún gekk með hatt á milli vegfar- enda sem leið áttu um og safnaði peningum. Vinkon- urnar gistu í kjallaraholum, og um nætur meðan önnur þeirra svaf varð hin að standa vakt með gildan staf að vopni til að verjast rottum sem sóttu að þeim. Hin unga Edith vakti mikla athygli fyrir söng sinn á göt- um Parísar. Einn aðdáenda hennar var ungur drengur, sendill, sem gaf sér tíma til að hlusta og stara á hana tímun- um saman. Þau urðu ástfang- in og hófu sambúð. Hann út- vegaði henni vinnu í búð, en hún unni frelsinu og þoldi einungis við í þrjá daga áður en hún strauk úr starfi. Edith yfirgaf unnustan stuttu eftir að dóttir þeirra fæddist. Hún var nú tæplega tvítug, alin upp á götunni og hafði aldrei notið umhyggju. Hún kunni ekki að annast bam. Því fór sem fór. Dóttir hennar náði ekki tveggja ára. Hún lést vegna vanrækslu móðurinnar. Sama ár og dóttir hennar lést var Edith uppgötvuð og boðið að syngja í einum fræg- ISIYTT KAFFIHÚS (rifíáífkatrmtí Kaffí, kaká, kökur Ol og aðrir drykkir Fimmtudagskvold: Hjörtar Hoiúser & Matthías Matthíassan sp/ía fcjrír Oííoer 0 féíacja

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.