Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 1. MAI 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ onnur sjonarmio Flokkar af sama meiði Síðast liðið haust vöknuðu bjartar vonir í brjóstum margra jafnaðar- manna og umræðan um samvinnu á vinstri væng stjórnmálanna fékk byr undir báða vængi. í okkar 80 ára gamla flokki sem ber nafn með til- vísun í almannahag og jöfnuð, Al- þýðuflokkurinn - Jafnaðarmanna- flokkur íslands, hafa skipst á skin og skúrir. En jafnvel á dekkstu tímabilum í sögu flokksins hafa menn borið með sér drauminn um stóran og sterkan jafnaðarmannaflokk. Þessir átta ára- tugir eru sterk saga jafnaðarmanna, saga sigra en því miður líka saga ágreinings og klofnings. Nýir flokkar urðu til og þeir sömu Rannveig Guðmundsdóttir skrifar flokkar lognuðust oftast útaf aftur eins og hver önnur bóla sem hjaðnar. Tilraunir einstaklinga til að fara fram undir nýjum merkjum og breyttri for- ystu, en um sömu hugsjónir, hafa ekki enn borið árangur og sagan seg- ir okkur að slíkar tilraunir hafa sundrað í stað þess að sameina. Þess vegna var það gæfuspor að Jón Bald- vin Hannibalsson fyrrverandi for- maður Alþýðuflokksins og Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi varafor- maður Alþýðuflokksins ákváðu að leggja ágreining að baki með því að setjast að sama borði á ný við sam- einingu þingflokka Þjóðvaka og Al- þýðuflokks í þingflokk jafnaðar- manna. Hreyfing meðal jafnaöar- manna Umræðan um samvinnu á vinstri væng stjórnmálanna átti enn eftir að eflast með stofnun Grósku. Þó ung- liðahreyfingar flokkanna myndi kjarnann í Grósku þá hafa miklu fleiri lagt félagsskapnum lið. Þeirra á með- al eru flestir þingmenn jafnaðar- manna sem þannig undirstrika skiln- ing á nýrri hugsun unga fólksins og vilja sinn til samvinnu. Gróska hefur ekki verið á ferðinni á áberandi hátt á undangengnum vikum en á þeim vett- vangi er verið að vinna ótult starf og ný félög út um land hafa verið að sjá dagsins ljós. En það er ekki bara ver- ið að ræða samvinnu þvert á flokks- bönd bara innan Grósku því það er nefnilega hreyfing á málum á fleiri stöðum. - Nefnd skipuð fulltrúum Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks, Kvenna- lista og Þjóðvaka er að störfum og undirbýr m.a. sameiginlega velferðar- ráðstefnu 10 maí. - Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag ætla að hafa sameiginlegt 1. mai kaffi á Hótel Borg og bara það hefði nú einhverntíma þótt í frásögur fær- andi. - í Reykjanesbæ hefur verið stofn- að bæjarmálafélag, en aðstandendur þess eru Alþýðuflokkur Alþýðu- bandalag og óflokksbundnir. Það samstarf sem þannig hefur verið hleypt af stokkunum lofar góðu. - Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélag- anna í Hafnarfirði hefur skrifað Al- þýðubandalaginu bréf og óskað eftir viðræðum um nánara samstarf í bæj- armálum í Hafnarfirði. - Ákveðið hefur verið að skipa við- ræðunefnd Alþýðuflokksins og Al- þýðubandalagsins í Kópavogi í kjöl- far erindis frá Alþýðuflokknum um samstarf. - Alþýðubandalagið á Akureyri hef- ur sent erindi til Alþýðuflokksins með ósk um viðræður og mér er kunnugt um að sömu flokkar hafa hist á sam- eiginlegum nefndafundi í Garðabæ. Hvatning og gott fordæmi Um hraðann í samvinnuferlinu geta verið skiptar skoðanir. I haust var þeirri skoðun hreyft að það gæti verið varhugavert að fara of geyst því best væri ef framvindan yrði hæg og síg- andi. Það fmnst engin ein rétt uppskrift en baráttugleði og óþreyja má ekki setja menn út af sporinu né heldur verða kveikja efasemda um hug ann- arra. Það er hætt við að ögrandi yfir- lýsingar hafi helst þau áhrif að skerða þann hvata til dáða sem samstarf unga fólksins í Grósku óneitanlega er inni í stjórnmálaflokkunum. Það óvanalega og spennandi ferli sem greint er frá hér að framan gefur tilefni til bjartsýni og að draumurinn um stóran jafnaðarmannaflokk geti orðið að veruleika Unga fólkið á vinstri væng stjórn- málanna hefur stigið mjög afdráttar- laust skref til samstarfs með stofnun Grósku. Þau sýna fordæmi, hafna sundrungu og senda frá sér þau skila- boð að þeirra kynslóð sé staðráðin í að ná árangri saman. Þau hafa sett ágreiningsmál í farveg og vinna nú að stefnuskrá um sameiginleg áherslu- mál. Ungt fólk er auðlind og í stjórn- málaflokki er hún uppspretta nýrra hugmynda, en saman ætlum við að skapa nýja framtíðarsýn. Ef mál þróast á þann veg að sam- vinna verður í framboðsmálum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ er næsta víst að meiri- hluti vinnist á öllum þessum stöðum. Vonandi verður miklu víðar samvinna í sveitarstjórnakosningum en það er ljóst að Reykjavflc og Reykjanes geta haft afdrifarík áhrif á samvinnu og ár- angur jafnaðarmanna í næstu Alþing- iskosningum. Nú er þörf á sterku afli Nú er meiri þörf á sterku pólitísku afli en nokkru sinni fyrr og að jafnað- armenn allra flokka renni saman í einn farveg. Hverjir eru þessir jafn- aðarmenn allra fiokka? Þeir eru allt það umbótasinnaða fólk sem vill berj- ast gegn klíkuskap og hagsmunapóli- tík, fákeppni og samþjöppun peninga- valds, valds sem hefur birst okkur í skjóli þessarar ríkisstjórnar. Þeir eru fólk sem vill efla frelsi til athafna en standa vörð um samábyrgð og samhjálp. Þeir eru launafólkið sem gerir kröfu um að réttindi og skyldur fari saman hjá öllum og að hlúð sé að fjölskyldunni svo hún geti verið sá hornsteinn samfélagsins sem svo fallega er talað um. I samningahrotunni um daginnn birtist atvinnurekendahliðin okkur sem samstætt afl með sterkt pólitískt bakland meðan verkalýðshreyfingin var sundruð og mun veikari. Þessvegna er þörf á sterku pólitísku afli sem er samherji verkalýðshreyf- ingar og þetta sterka pólitíska afl á að vera sameinaðir jafnaðarmenn. Hvergi annars staðar myndi það ger- ast að verkalýðsleiðtogar kæmu úr röðum hægri flokksins, þess stjórn- málaafls sem er pólitískt bakland at- vinnurekenda. Hvergi annars staðar gæti það gerst að forsætisráðherra gefi „sínum mönnum" í forystu verkalýðshreyfingar uppskrift að kjarasamningum. Þessu verður ekki hægt að breyta nema verkalýðshreyf- ingin sameinist í sterkum jafhaðar- mannaflokki og nægir að benda á Norðurlöndin sem dæmi um árang- ursríkt pólitískt samstarf launafólks. Verkalýðshreyfingin þarfnast þess að sterkur jafnaðarmannaflokkur vinni með henni að nýjum áherslum í breyttu þjóðfélagi Rannveig Guðmundsdóttir formaöur þingflokks jafnaðar- manna. Framkoma Ragnars Hall- dórssonar Hall, sérstaks ríkissaksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í um- ræðuþætti í Sjónvarpinu, hafa vakið athygli. Svo virðist sem fólk almennt sé undrandi á hvemig Ragnar talaði og ekki síst vegna þeirra skýringa sem hann gaf fyrir þeirri ákvörðun að heimila ekki Ragnari Aðalsteinssyni rétt- argæslumanni Sævars Cicelski að leita málsgagna. Fólk virðist undrandi á hversu menn geta orðið ástfangnir að kerfinu, og á sama tíma virkt óskir og vonir fólks lítils, en það virðist hafa einkennt þann mann sem á að vera fulltrúi ríkisins í þessu einstaka máli. Það mætti halda að Islend- ingar séu kosningasjúkir. Umfang bresku kosninganna hafa verið með eindæmum í íslenskum fjölmiðlum. Það er nánast eins og þjóðin sé að eigna sér þessar kosningar, taka þær og gera að sínum, nema áhuginn sé aðeins fjöl- miðlanna, en ekki fólksins. Oðum styttist í yfirvofandi harða keppni á fjölmiðla- markaði með útkomu þriggja tímarita Þórarins Jóns Magnússonar og félaga. Fróðamenn hafa látið sem þeir kvíði ekki samkeppninni og þeir hafa sagt að svo sé sem þeir hafi valið sér keppi- nauta. Hins vegar heyrist að ekki sé svo í raun og veru. Innan Fróða er titringur varð- andi framgang sumra blaða fyrirtækisins og víst er að þar á bæ búa menn sig undir samkeppni, og það af fullri al- vöru. Það eru fleiri en Fróða- menn sem búa sig undir harða samkeppni. Útgefendur Helgarpóstsins, undir forystu Páls Vilhjálmssonar ritstjóra, gera nú allt sem þeir geta til að mæta aukinni útgáfu blaðsins Séð og heyrt, sem í þessum mánuði kemur út í hverri viku, en ekki aðra hverju viku, eins og verið hef- ur til þessa. Séð og heyrt hef- ur verið að ráða til sín blaða- menn og starfsmenn blaðsins segjast bjartsýnir á að þeim takist að vera með skemmti- legt blað í hverri viku, en til þessa hefur dregið úr sölu HP þá vikuna sem Séð og heyrt hefur komið út. Það fór eins og Alþýðublað- ið hafði sagt, titringur er þegar hafinn innan borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins, um hver eigi að vera (forystu í kosningunum á næsta ári. Ljóst er að því fer fjarri að Árni Sigfússon haldi sætinu átakalaust. Sem fyrr eru margir sem telja sig væn- legasta kostinn á þeim bæ, og Ijóst er að ekki verður friður um efsta sætið, eins og síð- ast, sem reyndar endaði með ósköpum, það er fyrir sjálf- stæðismenn, en endaði eins og best varð á kosið fyrir aðra. hinumegin "FarSÍde" eftir Gary Larson fímm a f ó r n ci m vegi Hvað kanntu best við í fari þínu? Björn Ingi Jóhannsson, bílasali: "Eg get ekki dæmt um það.' Grétar W. Guðbergsson, sölumaður: "Heiðarleika." Jón Stefánsson, sölustjóri: Þorvaldur Jensson, "Kyngetuna." bílasali: "Hvað ég er rólegur." Agla Róbertsdóttir, skrifstofumaður. "Hvað ég er skapgóð.' v 111 m e n n Prófið er með nokkurs konar súrrealísku ívafi þannig að mörkin milli veruleika og fá- ránleika eru óljós á köflum. Meyvant Þórólfsson aðstoðarskólastjóri Hjallaskóla tjáir sig um samræmt próf í stærðfræði en fjöldi nemenda fagnaði prófalokum í miðbæ Reykjavíkur í fyrra- dag. Mbl í gær. Fólk hefur sagt ýmislegt við mig um Sævar en það eina sem ég get látið hafa eftir mér er að hann hefur verið mikill kvennamaður. Hlynur Sölvi Jakobsspn en hann lék Sæv- ar Cicielski í heimildaþáttunum Aðför að lögum. Nema ef vera skyldi minnst á 1/4 hlut af strandvarðarþætti sem slæddist fyrir framan augu rýnis fyrir slysni. Fullt af sætum stelpum og strákum en eftir stendur spurningin: Hvernig er hægt að vera jafn hallærislegur og leiðinlegur og Mitch? Jú, svarið er nær en maður heldur. DT í gær. Svo var það í miðju þorska- stríði að ég endaði á varðskip- inu Tý. Það var siglt í klessu af freigátu sem heitir Falmouth. Ég var sá eini sem slasaðist um borð og er eina stríðshetja íslendinga. Jón Steinar Ragnarsson handritshöfundur og stríðshetja talar við Mbl í gær. Það eru einkum tvær bækur sem hafa haft veruleg áhrif á mig um ævina. Hin fyrri var einkunnabókin mín sem orsak- aði töluverðar tilfinninga- sveiflur hjá mér...Hin bókin sem hafði gríðarlega mikil áhrif á mig er kokkabók með fiskuppskriftum. Magnús Scheving leikritaskáld tjáir sig um andleg verðmæti. Það er ekki að spyrja að bókaþjóðinni. Helgarpósturinn. En á mánudag bar svo við að Víkverji heyrði á máli nem- endanna, að prófið hefði verið illyrmislega erfitt og í engu samræmi við þann undirbún- ing sem nemendurnir hefðu fengið. Samviska þjóðarinnar slær í hjarta Vik- verja. Mbl í gær. Ég heyrði á tal krakkanna í morgun að þeir vilja endilega fá að vita hvort þetta verði klagað og ef svo er hvort ein- kunnirnar verð færðar að kúrfu. Þeim fannst þetta ýkt erfitt. Flosi Kristjánsson aðstoðarskólastjóri Hagaskóla. Ég skildi ekki afhverju við máttum ekki Ijósrita þetta undir umsjón trúnaðarmanna ráðuneytisins. Sigurður E. Þorkelsson skólastjóri er ekki ánægður með að nokkurra hluta vantaði i fyrri hluta samræmdu prófblaðanna í stærðfræði sem bárust til Keflavíkur og þurftu nemendur að hafa endaskipti á prófinu þess vegna. Mbl í gær. Lofum hinum drottnandi stéttum að skjálfa fyrir kommúnistabyltingu. Þar hafa öreigarnir engu að týna nema hlekkjunum. Þeir eiga allan heim að vinna. Öreigar allra landa, sameinist! Lokaorö Kommúnistaávarpsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.