Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 20
20 ALP YUUBLAOIU riivnvii uurtuun i.ivmi i»»/ Þingflokkur jafnaðarmanna á Akureyri með samræðu um auðlindir Auðlindir íslands - sameign allra eða séreign fárra? Veitingahúsið við Pollinn laugardag- inn 3. maí kl. 14.00 -17.00. Þingflokkur jafnaðarmanna býður Akureyr- ingum og öðrum Norðlendingum til sam- ræðu um auðlindir landsins, nýtingu þeirra og hlutdeild almennings í þeim. Hér er um að ræða létt samræðuform án ræðuhalda. Dagskrá Kl. 13.45 - 14.00 PKK-tríóið leikur þjóðlagatónlist. KL. 14.00 - 14.05 Oktavía Jóhannesdóttir, formaður Jafnaðarmannafé- lags Eyjafjarðar, býður gesti velkomna til samræð- unnar. Kl. 14.00 - 14.20 Rannveig Guðmundsdóttir, formaður þingflokks jafn- aðarmanna, og Ágúst Einarsson, alþingismaður og umræðustjóri, fjalla um fyrirliggjandi þingmál sem snerta auðlindir íslands. Fyrirspumir úr sal. Auðlindir lands og hafs Kl. 14.20 - 14.40 Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, rökræðir við alþingismennina Gísla S. Einarsson og Lúðvík Bergvinsson. Fyrirspumir úr sal. Kl. 14.40 - 15.00 Þorsteinn Sigurðsson, lektor við Háskólann á Akur- eyri, svarar spurningum og viðhorfum Gísla og Lúð- víks. Fyrirspumir úr sal. Mannauður og auðlindir hafsins Kl. 15.00 - 15.20 Þorvaldur Gylfason, prófessor, ræðir um kenningar sínar við alþingismennina Jón Baldvin Hannibalsson og Svanfríði Jónasdóttur. Fyrirspurnir úr sal. Kl. 15.20 - 15.40 Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Útgerðarfélags Ak- ureyringa, bregst við spumingum og viðhorfum Jóns Baldvins og Svanfríðar. Fyrirspurnir úr sal. Kl. 15.40 - 16.00 Kaffihlé. PKK-tríóið leikur íslensk þjóðlög. Orkulindir og mannauður Kl. 16.00 - 16.20 Ómar Ragnarsson, fréttamaður, spjallar við alþingis- mennina Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur og Guð- mund Árna Stefánsson. Fyrirspurnir úr sal. Kl. 16.20 - 16.40 Þorkell Helgason, orkumálastjóri, ræðir við Ástu Ragnheiði og Guðmund Árna. Fyrirspumir úr sal. Kl. 16.40- 17.00 Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokks- ins, Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka, og Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskaframleiðenda, draga sam- an þræði við lok samræðunnar og kalla eftir sjónarmiðum úr sal. Umræðustjóri er Ágúst Einarsson alþingismaður. Vill ný sam- tökíslensks launafólks Haldið upp á aldarafmæli stéttarsamtaka prentara um þessar mundir. Nýtt stétt- artal og saga bókagerðarmanna gefin út. Sæmundur Árnason formaður Félags bókagerðarmanna leggur til að margvíslegt samstarf launafólks verið tekið upp. Sögusafn verkalýðshreyfingar verði eflt, ný heildarsamtök alls launafólks Ný heildarsamtök íslensks launa- fólks, þar sem opinberir starfsmenn stæðu við hlið ASÍ-félaga og sam- taka sem nú eru utan heildarsamtak- anna eru á óskalista Sæmundar Árna- sonar formanns Félags bókagerðar- manna, sem er hér tekinn tali í tilefni af 1. maí en um þessar mundir er ver- ið að halda upp á að öld er liðin frá því elstu samtök verkalýðshreyfing- arinnar HÍP, Hið íslenska prentarfé- lag, voru stofnað. í tilefni af afmæl- isári er margt á döfmni hjá bókagerð- armönnum. Það er vor í lofti og Sæmundur er farinn að huga að sumarfríum bóka- gerðarmanna og við byrjuðum spjall- ið með hækkandi sól: „Orlofsmálin eru til stöðugrar end- urskoðunar. Við erum alltaf að reyna eitthvað nýtt, nú erum við til dæmis búnir að leigja bændagistingu á Hér- aði í sumarog verður spennandi að sjá hveraig viðtökurnar verða. Okkur finnst skynsamlegra að reyna eitt- hverjar nýjungar í þessum dúrnum heldur en fara út í fjárfestingar. Annars er helsta sumarhúsabyggð bókagerðarmanna í Miðdal þar sem við eigum fimm hús. Einnig erum við með hús í Ölfusborgum, Illuga- stöðum í Fnjóskadal og á Akureyri. Þá reyndum við þá nýbreytni í fyrra að skipta við Verkaýðsfélag Húsa- víkur á bústöðum, þannig að þeir Húsvíkingar fengu afnot af einu Miðdalahúsa meðan við fengum af- not af húsi við Hallbjarnastaði þar nyrðra. Báðir staðir voru með 100% nýtingu á orlofstímanum." Elsta og yngsta stétt- arfélagið Bókagerðmenn voru einna fyrstir í landinu til að koma skipulagi á stéttarfe'Iag sitt? „Það er óhætt að segja að við byggjum á gamalli hefð hér. Hið ís- lenska prentarafélag var stofnað árið 1897 en Félag bókagerðarmanna var stofnað árið 1980. Við erum því bæði eitt yngsta og elsta stéttarfélag á landinu. Eru samtök bókagerðarmanna frábrugðin öðrum stéttarfélögum? -Já að mörgu leyti, t.d. að því er tekur til iðngreina og ófaglærðra. Þegar FBM, Félag bókagerðarmanna var stofnað voru sérgreinafélögin þrjú fyrir iðnmenntaða; Grafiska sveinafélagið, Bókbindarafélag ís- lands og HÍP. Við vorum þannig séð fyrstir til að sameina iðngreinar og opna samtök okkar fyrir ófaglærðu fólki. Félagið er fyrir alla sem starfa við bóka- og blaðagerð. / gamla daga var talað um að bókagerðarmenn vœru menntaðri en aðrar stéttir. Heldurðu að eimi eftir afþví enn? „Nei, við erum á sama báti og flestir aðrir í alþýðusamtökunum. Það var stundum sagt í gamla daga að þeir sem ætluðu að ganga mennta- veginn en hefðu ekki efni á að fara í menntaskóla og háskóla færu í prent- iðnaðinn í staðinn. Þetta er löngu lið- in tíð. Menning á aldar- amælinu En það fylgdi stéttinni mikill menningarlegur metnaður, hann er enn fyrir hendi? „Já vissulega höldum við því til streitu. Ef til vill vitnar okkar metn- aðarfulla útgáfa í tilefni af aldaraf- mælinu einmitt um það. Þriggja binda stórvirki, saga og stéttartal bókagerðarmanna var að koma út hjá bókaforlaginu Þjóðsögu. Verkið er tvíþætt, saga samtaka bókagerðar- manna í heila öld og stéttartal sem spannar meira en 400 ár. í bókinni fjallar söguritarinn Ingi Rúnar Eðvarðsson um stofnun stétt- arfélaga bókagerðarmanna, kjara- baráttu og helstu áfanga í 100 ára sögu skipulagðrar félagsstarfsemi þeirra. Að hinu leytinu til er stéttar- tal bókagerðarmanna í tveimur bind- um. Gífurleg fjölgun hefur verið í stéttinni á síðustu árum og Bóka- gerðarmenn hinir nýju koma nú út í tveimur veglegum bindum. Þor- steinn Jónsson ættfræðingur hefur haft yfirumsjón með stéttartalinu. Það samanstendur af einum 2200 æviskrám þar sem tugþúsundir ís- lendinga koma við sögu. Það spann- ar frá upphafi prentaldar á íslandi, 16. öld og til okkar daga. Það byrjar á Jóni Matthíassyni hinum sænska og nær til allra lærðra prentara á fyrri öldum til dagsins í dag. Allir félagar í félaginu í dag eru sömuleiðis í stétt- artalinu. Auðvitað eru samtímamenn okkar fyrirferðarmestir í stéttartalinu enda hefur fjölgunin í stéttinni verið gífurleg síðustu 20 árin. Hið glæsilega verk ber einnig vitni um faglegan metnað og vand- virkni íslenskra bókagerðarmanna, það er að öllu leyti unnið af félögum í Félagi bókagerðarmanna. Geturðu gert grein fyrir fleiru sem gert hefur verið ítilefni afafmœlinu? „Við héldum glæsilega hátíð með menningardagskrá eins og kunnugt er í Borgarleikhúsinu. Þá stendur nú yfir sýning í Ráðhúsinu á þróun prentlistar í landinu. Fleira er gert á afmælisári t.d. nefni ég afmælis- merkið, frímerkið sem kemur út í september næstkomandi í tilefni af 100 ára sögu bókagerðarmanna. Enn fe,:::a landinu aifnli a morgun.f ¦:S1 40 ára samtakabarátta prentara 2: .....lEitirv s. lui...........;......:........"—..... f f t V"..^:,::t„z..: Stundum var talað um aö prentarar væru eins og „yfirstótt, innan verka- lýðshreyfingarinnar svo öflugir þóttu þcir. Myndin er af Alþýðublaðinu þegar haldið var upp á fertugsafmæli HÍP, Hins íslcnska prentarafélags.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.