Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 1. MAI 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ Frá þingi BSRB, en flest félaga innan bandalagsins eiga eftir að semja. Ogmundur Jónasson var endurkjörinn sem formaður. Njóta góöærisins og batans En Ögmundur, það er liðinn þriðj- ungur af árinu og samningar hafa verið lausirfrá áramótum, er hœgt að bjóða fólki upp á lengri bið með frá- gang samninga? "Fréttir af nýjum samningum ber- ast nú jafnt og þétt þannig að ljóst er að veruleg hreyfing er á þessum mál- um. Hins vegar skulum við ekki gleyma því, að það er verið að tala um að binda samninga fram yfir aldamót, fram á næstu öld. Þetta gerist í bull- andi uppsveiflu og góðæðri. Við erum að tala um góðæri sem er meira en þessi þjóð hefur áður upplifað. Hag- vöxtur í fyrra var 5.7% á sama tíma og OECD var hagvöxturinn að með- altali 2.1% og 1.4% í Evrópusam- bandinu og það er spáð áframhald- andi hagvexti upp á 3.5% hér landi. I þessari uppsveiflu ætlast fólk eðlilega til þess að njóta hluta af góðærinu og batanum. Menn verða því að hugsa sig vel um áður en þeir ganga frá samningum fram á næstu öld. Síðan horfa menn náttúrulega með hryllingi upp á það sem ríkisstjórnin kann að taka upp á, til dæmis í skattamálum og kerfisbreytingum, sem hafa nánast allar verið á kostnað launafólks og til hagsbóta fyrir þá efnameiri í þjóðfé- laginu og jafhan þegar ríkisstjórnin neyðist til að gera eitthvað fyrir þá sem eru verr settir þá býr hún þannig um hnútana að það skili sér vel inn á borð hátekjufólks, samanber fjár- magnstekjuskattinn og breytingarnar á tekjuskattinum og þannig mætti áfram telja." Aftur að pólitíkinni, skil ég þig rétt að þú ert ekki talsmaður sameiningar á vinstri vœngnum, jafnaðar- og fé- lagshyggjumanna ? "Ég hef í rauninni alltaf verið tals- maður þess að safna liði um hin fé- lagslegu sjónarmið, safna liði um málefnin. Eg vil hins vegar ekki safna liði um stofnanir og flokka sem ganga í þveröfuga átt. Ég hef stundum minnt á að einu sinni hefur tekist að safna öllum í einn flokk, ekki bara vinstri mönnum, heldur hægri mönnum líka, en það var í Sovétríkjunum. Sá flokk- ur lifði bara fyrir sjálfan sig, þangað til hann dó. En áður hafði hann kæft allt líf í heilli þjóð. Auðvitað er þetta öfgafullt dæmi en ef gjaldið fyrir stór- an flokk er að hann afsali sér hugsjón- um og baráttumarkmiðum sínum þá blæs ég á slíkt og spyr hvort ekki sé heilbrigðara að vera með einingar sem eru með skýrari stefnu sem barist er heilshugar fyrir, hvort það er ekki líklegra til að örva pólitíska baráttu heldur en einhver steindauður sam- fylkingarflokkur. Ég er hins vegar einn af örfáum alþingismönnum sem sagði fyrir kosningar að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn kæmi ekki til greina, og það stendur enn. Eg vildi samstarf annarra flokka, þó ég sé ekki "Fréttir af nýjum samningum berast nú jafnt og þétt þannig að Ijóst er að veruleg hreyfing er á þessum málum. Hins vegar skulum við ekki gleyma því, að það er verið að tala um að binda samninga fram yfir aldamót, fram á næstu öld. Þetta gerist í bullandi uppsveiflu og góðæðri. Við erum að tala um góðæri sem er meira en þessi þjóð hefur áður upplifað. Hagvöxtur í fyrra var 5.7% á sama tíma og OECD var hagvöxturinn að meðaltali 2.1% og 1.4% í Evrópusam- bandinu og það er spáð áframhaldandi hagvexti upp á 3.5% hér landi. sáttur við þá alla. Mér finnst það vera skylda stjórnmálaflokka að skýra frá því fyrir kosningar með hverjum þeir ætla að starfa að kosningum loknu. Síðan getur kjósandinn kosið sam- kvæmt þessu og styrkt þær pólitísku- áherslur sem eru honum að skapi. Flokkar verða að fá vera til og flokk- ar verða líka að fá að deyja. Hið end- anlega takmark er hins vegar að sjálf- sögðu að fá kröftuga fylkingu til að berjast fyrir lýðræði og jöfnuði. Ef við hugsum um það eitt að gera þetta, einbeitum okkur að þessu pólitíska- markmiði mun landið snúast félags- hyggjunni í hag. Ég er einfaldlega að vara við því að félagshyggjan sigli undir fölsku flaggi og gerist dráttar- klár frjálshyggjunnar." Þú átt alltaf að efast Þú tókst dœmi af breska Verka- mannaflokknum, þegar þú nefndir að vegna valdafíknar hafi þeir fallið frá sínum baráttumálum, ogþegarþú tal- aðir um að stjórnmálamenn ogflokkar eigi að standa við það sem þeir segja, til dœmis varðandi samstarf'eftir kosn- ingar, get ég þá ekki sem kjósandi ef- ast um þig eins og aðra, að þú gerist það valdasjúkur að þú jafnvel fœrir í stjórn með Sjálfsæðisflokki þó þú seg- ir annað? "Þú átt alltaf að efast. Og þú átt dæma menn af verkum þeirra. Fólk á aldrei að trúa á einstaklinga eða flokka, það á fólk aldrei að gera. Fólk á að treysta á sjálft sig og eigin gagn- rýni og síðan á að stilla stjórnmála- mönnum upp í prófinu, alla daga, 611- um stundum. Ég vil lifandi stjórnmála- umræðu og er andvígur þeirri afstóðu sem félagshyggjumenn víða eru að taka með yfirgengilegri hentistefnu og eftiröpun og ofuráherslu á valdastjórn- mál, ég er mjög andvígur þessu. Það sem við þurfum mjög á að halda, sér- staklega við sem viljum kenna okkur við félagshyggju, er lífleg umræða um leiðir og markmið og í stað þess að slá á þá umræðu, sem menn gera þegar þeir gerast mjög uppteknir af valda- brölti, þá vil ég örva hana. Ég held að það skipti minna máli en margan grun- ar hver heldur um hin formlegu völd í þjóðfélaginu, ég held að það skipti meira máli hver jarðvegurinn er, hvaða hugmyndir eru á sveimi og að sjálf- sögðu hvaða hugmyndir verða ofan á. Tökum kvótann sem dæmi, hann er einhver versti hryllingur sem hefur komið yfir þessa þjóð. Það er verið að færa fáeinum mönnum yfirráð yfir sameiginlegum verðmætum þjóðar- innar. Síðan er verið að tala um í fullri alvöru að leyfa þeim að veðsetja þetta sem sína eign. Það sem hefur hins veg- ar verið að gerast, þó við eigum enn eftir að ná fram breytingum á þessu, er að þjóðin er orðin vel með á nótunum, betur en áður og það hefði ekki verið hægt að koma kvótakerfinu á núna. Það er þetta sem ég á við, það þarf að plægja hinn pólitíska akur betur. Ákvarðanir og framkvæmdir í stjórn- Ákvarðanir og fram- kvæmdir í stjórnmálum spretta upp úr honum. Þetta vissu frjáls- hyggjumennirnir á sín- umtíma, þeirfluttu inn á færibandi hugsð- uði og áróðursmeist- ara frjálshyggjurnar og plægðu jarðveginn, sáðu í hann og hlúðu að honum. Nú eru þeir að uppskera, það eru þeir að gera á veislu- borði auðhyggjurnar, þar eru ríkulegir ávext- iraf þvístarfi, sem þeir hafa unnið um áratugaskeið. málum spretta upp úr honum. Þetta vissu frjálshyggjumennirnir á sínum tíma, þeir fluttu inn á færibandi hugsð- uði og áróðursmeistara frjálshyggjurn- ar og plægðu jarðveginn, sáðu í hann og hlúðu að honum. Nu eru þeir að uppskera, það eru þeir að gera á veisluborði auðhyggjurnar, þar eru ríkulegir ávextir af því starfi, sem þeir hafa unnið um áratugaskeið. Það er þetta sem þarf að gera í félagshyggj- unni, ég legg meira upp úr þessu staríi en baráttunni til að ná völdum í þjóð- félaginu, því með þessu nást hin eigin- legu pólitísku áhrif og þau skipta meira máli en hin formlegu völd." Dreymir um sameigin- lega baráttu Sérð þú ekki fyrir þér sameiginlegt framboð jafnaðarmanna við nœstu kosningar? "Ég slæ ekki á það. Mig dreymir um sameiginlega baráttu félagshyggju- manna fyrir sameiginlegum markmið- um. Eg vil að menn taki hóndum sam- an og myndi ríkisstjórn þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn á ekki aðild. Það finnst mér vera grundvallaratriði vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir hagsmuni og markmið öndverð félagshyggjunni. Hin er svo spurningin, fyrir hverju ætla menn að berjast. Ef ætlunin er að búa til tveggjaflokkakerfi þar sem allir yrðu keyrðir niður í sama farið, þá mun koma fram þriðja aflið, á því leikur ekki nokkur vafi. Það mun gerast fyrr eða síðar, menn skulu gæta að þessu. Það er þess vegna sem ég segi; R-list- inn á að gæta sín á því að keyra ekki upp að markaðshyggjunni, eins og mér þykir hann gera í alltof mörgum mál- um, nú síðast með því að gera félags- lega húsnæðiskerfið að hlutafélagi, með því að einkavæða í gríð og erg, með áherslum í launakerfi í sama anda og frjálshyggjan í Garðastræti og fjár- málaráðuneytinu er að berjast fyrir. Menn skulu ekki gleyma að innan þessar hreyfingar er fjöldinn allur af fólki sem er orðið mjög ósátt við þetta og er ekki tilbúið að láta teyma sig á asnaeyrum. R-listinn yrði sterkari ef hann í tæka tíð tæki tillit til þessa." Ég er sannfœrður um að þú kaust Reykjavíkurlistann, en hefur þú orðið fyrir vonbrigðum með hann? "Eg ætla að segja eitt; vinur er sá sem til vamms segir. Að baki R-listan- um stendur félagshyggjufólk í Reykja- vík og í þeirra röðum finn ég til póli- tískrarsamkenndar. Þetta eru varnaðar- orð, ekki bara mín, heldur margra. Verði tekið tillit til þeirra verð ég ekki fyrir vonbrigðum. Þá yrði líka full ástæða til bjartsýni og 1. maí er dagur bjartsýninnar."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.