Vísir - 21.01.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 21.01.1976, Blaðsíða 1
Kaupmaðurinn fœr ekki að auglýsa mjólkina - Baksíða ÞETTA HUS ER AÐ SÍGA v - *«?* . ■ '*m Landsig á Kröflusvœðinu 7 sentimetrar á hverja 100 metra! Við mælingar, sem gerðar hafa verið á Kröflu- svæðinu, hefur komið i ljós, að land sigur þar um 7 sentimetra á hverjum 100 metrum i áttina að Leirhjúk. Þá hefur komið I ljós, að nýja stöðvarhúsið hefur sigið nokkuð. Norðurendi hússins hefur sigið um 4 sentimetra og suðurendinn iyfst um 1 sentimetra. Þetta kom i ljós við fyrstu mælingu, en nú verða gerðar nákvæmari og fleiri mælingar til að fylgjast með landsigi á þessum slóðum. heitt vatn, og væri gott að nota það i steypuna. Annars kvað hann allt hafa gengið vel. Jarðfræðingar telja, að ástæðan fyrir landsiginu sé sú, að þarna hafi jörðin bólgnað út fyrir gosið, en sú bólga sé nú að hjaðna. Rétt er og að benda á það, að þegar svo stór hús eru reist sem stöðvar- húsið, siga þau alltaf eitthvað, en i þessu tilviki er þó'álitið að almennt landsig eigi sökina. Ekki er loku fyrir það skotið að þetta landsig aukist. Leifur Hannesson, verkfræðingur við smiði stöðvarhússins, staðfesti þetta i viðtali við Visi i morgun. Hann vildi þó ekki gera mikið úr þessu sigi, taldi að einhver hreyfing væri á landinu, og sagði engar skemmdir hafa komið fram á stöðvarhúsinu. Fengu 26 stiga heitt vatn Leifur sagði, að nú væri verið að undirbúa ná- kvæmari mælingar. Hann gat þess, að i dýpstu gryfjunni við stöðvarhúsið hefði fengist 26 stiga Óráðlegt að halda áfram Nefnd sérfræðinga i jarðvisindum við Raunvisindastofnun Islands hefur i bréfi til iðnaðarráðherra lýst þvi yfir, að hún telji óráðlegt að halda áfram framkvæmdum við Kröflu. Nefndin telur verulegar likur á þvi, að eldgos hefjist á ný á Mývatnssvæðinu. — Þá hefur Orku- stofnun sent frá sér bréf, þar sem komist er að svipaðri niðurstöðu. -AG. Sjóðaendurskoðun- in að koma í Ijós OLÍUSJÓÐUR LAGÐUR NIÐUR HLUTASKIPTAREGLUM BREYTT Otflutningsgjald af öllum sjávarafurðum lækki úr 16% i 6%. Stofnfjársjóði verði breytt. Oliusjóður lagður niður. Dregið verði úr iðgjaldastyrkjum til út- vcgsins sem fram hafa farið i gegnum Tryggingasjóð. Visir hefur fregnað að þetta sé kjarninn i tillögum þeim sem nefndin er endurskoðar sjóða- kerfið hefur skilað rikisstjórn- inni. Ennfremur mun vera gert ráð fyrir verulegum fiskverðs- breytingum i tillögum þessum. Þá mun vera kveðið á um breytt hlutaskipti. Er það gert til þess að útgerðin geti staðið straum af auknum kostnaði er hlýst af niðurfellingu á niðurgreiðslu á oliu. Þá hefur Visir fregnað að samstaða sé um verulegan hluta tillagnanna innan nefnd- arinnar sem endurskoðar sjóða- kerfið þó jafnframt komi fram mismunandi afstaða nefndar- manna til hinna ýmsu þátta. 1 heild má segja að i tillögun- um felist að meira fé fari um reikninga útgerðarinnar en minna i sjóðina. Jafnframt þvi sem i tillögurnar fléttist ábendingar aðila um kjara- samningana. — EKG. Hver stjórnar gegndarlausum innflutningi á alls konar vörum, sem ýmist virðast óþarfar, eða eru þegar framleiddar hér á landi. Ilér eru tvær verksmiðjur sem framleiða pilsner, en samt er flutt inn danskt pilsneröl. Tilbúiðpoppkorn er fluit inn, þýskt brauð, . danskar smákökur, raspaðar danskar gulrætur, enskar niður- i soðnar ávaxtakökur. ■B Já, hver stjórnar? ! Vandamál Sauð- ■ krœklinga ekki \ leyst með því að ■ skamma fjölmiðla Sjá bls. 3 jAtli Heimir iá elskulegum Itónleikum « ,,Þetta voru hinir um 15. tónleika tónskáld fær einnig T elskulegustu tón- . Sinfóniuhljóm- lofsamleg ummæli ® leikar”, skrifar Atli sveitarinnar. Þor- frá Atla. S Heimir Sveinsson kell Sigurbjörnsson BLS. 9 ■ Deilt um forrœði barna ! eftir skilnað - Sjó bls. 10 SDánarorsök er kunn Dánarorsök Kaldurs Jónssonar var kyrking, segir i krufnings- skýrslu. Sverrir Einarsson sakadómari staðfesti þetta i morgun. Hann m sagði jafnframt að maðurinn. sem verknaðinn framdi sæti enn inni ■ og rannsókn málsins héldi áfram. Maðurinn hefur viðurkennt að i | hafa tekið hálstak á Baldri. ba Eins og kunnugt er af fréttum er hér um að ræða krufningu á liki B mannsins sem fannst i fönn á Háteigsvegi fyrir skömmu. -VS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.