Vísir - 21.01.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 21.01.1976, Blaðsíða 3
vism Miðvikudagur 21. janiíar 1976. 3 Ýmsar vörur lœkka vegna tollalœkkana Ýmsar innfluttar vörur ættu að lækka i verði um þessar mundir. Tollalækkanir frá áramótum ættu að fara að hafa áhrif. Þegar hafa sést auglýsingar um lækkun á einni tegund inn- fluttra eldavéla. Vél sem áður kostaði 126 þúsund, kostar nú 115 þúsund. Eldavélar eru einu raf- magnstækin sem tollar lækka á. Tollar á innfluttum húsgögnum lækkuðu t.d. um áramótin um 10 prósent. Þær vörutegundir sem tollar lækkuðu á, eru yfirleitt þær sem einnig eru framleiddar hér- lendis. Tollalækkun er sú sama á öllum vörutegundunum, 10 pró- sent. Þ.e.a.s. tollur sem var t.d. 40 prósent, lækkaði i 30 prósent. Tollalækkanir um áramótin voru samkvæmt samningum við EFTA, Friverslunarsamtök Evrópu og EBE, Efnahagsbanda- lag Evrópu. Þegar við gerðum samninga við þessi samtök á sin- um tima, felldu þau strax niður alla tolla á vörum frá íslandi. Við fengum hins vegar aðlögunar- tima. Fram til 1980 eiga tollar á ákveðnum vörum að lækka um 10 prósent á ári hverju. Á móti kemur að iðnaður sem á i sam- keppni við innfluttu vörurnar, fær um leið ýmis friðindi, t.d. lækkun á tollum á hráefni og vélum. —ÓH Gróf sér bœli í snjó Skyldi nokkur hafa haft eins mikið fyrir þvi að láta ekki taka af sér mynd, Það er þá helst að frægar kvikmyndastjörnur reyni að leynast þegar ljósmyndarar nálgast. Þær geta ekki gert sér bæli í snjó. — En án gamans. Hún var að grafa sig inn I skafl og hefur vafalaust haft eins gaman af þvi og flestir aðrir að láta mynda sig. Ljósm: Jim. SALA Á SEMENTI TIL ALMENNRA FRAM- KVÆMDA í LANDINU HEFUR MINNKAÐ Sementssala á árinu 1975 nam alls 159.391 tonni, sem er mjög svipað magn og á árinu 1974. Salan var þá 158.597 tonn. Þetta kemur fram i frétta- tilkynningu, sem Sementsverk- smiðja rikisins hefur sent frá sér. Þar kemur einnig fram, að sala hefur minnkað til almennra framkvæmda i landinu. Aukning á sölu til framkvæmda við Sig- öldu nemur um það bil þessu magni svo útkoman verður svipuð og i fyrra. Þá er borin saman sala á sekkjuðu og lausu sementi bæði árin, og virðist hún svipuð. Ef hins vegar sala til framkvæmda við Sigöldu og Þorlákshöfn er bæði árin dregin frá sölu á lausu sementi, verður ljóst, að sementssala til steypustöðva i Reykjavik, Selfossi og Keflavik. er aðeins um 59 þúsund tonn árið 1975 en var árið 1974 76.400 tonn. Steypuframkvæmdir á þessu svæði hafa þvi minnkað um 23% frá fyrra ári. Salaásekkjuðu sementi, sem að langmestu leyti er selt til annarra landshluta, er mjög svipað bæði árin. -VS. Eldavélar C.F. 750 (S.G. 160) 70 cm breið með 4 hellum og klukkuborði. 2 ofnar. Sá efri 54 Itr. með grillteini og grillmótor. Einnig hraðræsir og steikarmælir. í neðri ofninum er einnig hægt að baka. Fáanlegir í 3 litum. Brún kr. 115.400 — (áður 126.900) Græn kr. 101.200 — (áður 109.800) Hvít kr. 114.900.— (áður 126.200). Vísir og bœjarstjórn Sauðórkróks -samþykkt og athugasemd Bæjarstjórn Sauðárkróks hef- ur séð ástæðu til að senda Vfsi og öðrum fjölmiðlum eftirfar- andi samþykkt, sem gerð var með atkvæðum allra bæjarfull- trúa: „Bæjarstjórn Sauðárkróks hefur haft áhyggjur af fram- ferði barna og unglinga i bænum á gamlárskvöld undanfarin ár, og telur nauðsynlegt að taka upp aukið samstarf lögreglu, bæjarstjórnar og félaga i bæn- um um að reyna að beina at- hafnaþrá ungmennanna I já- kvæða átt. Hinsvegar lýsir bæjarstjórn undrun sinni og vanþóknun á fréttum, sem birtar hafa verið dagblaðinu Visi og fleiri blöðum um ástand og bæjarbrag á Sauðárkróki s.l. gamlárskvöld. Bæjarstjórn telur ljóst að at- huguðu máli, aö framkomnar ásakanirséu i nokkrum atriðum ýktar og rangar og fréttaflutn- ingur i heild i villandi æsifrétta- stil, sem virðist engum öðrum tilgangi þjóna en rýra álit bæjarins og bæjarbúa út á við”. Hver er tilgangurinn? Forseta bæjarstjórnar Sauö- -árkróks hefur verið skýrt frá þvi, að Visir láti þessari athuga- semd eða samþykkt ekki ósvar- að. — Fyrstu viðbrögðin verða þau, að spyrja hver sé tilgang- urinn með slikri samþykkt? Er bæjarstjórnin að leysa ein- hvern innanbæjarvanda, það er, að finna einhvern sökudólg til að létta áhyggjum af öðrum. Ein- hversstaðar hefur sök bitið sek- an, ella hefði dýrmætum tima bæjarstjórnar Sauðárkróks ekki verið varið til að koma saman sllkri samþykkt. Þau vandamál, sem bæjar- stjórn Sauðárkróks og yfirvald staðarins eiga við að striða, verða ekki leyst með þvi að skamma fjölmiðla. t samþykkt- inni skortir allan rökstuðning, ekkert tilvik er sérstaklega nefnt til að styðja fullyrðingar um rangan fréttaflutning Visis. Hætt er við, að knötturinn hefði komið I andlit þeim, er honum kastaði, hefðu slik dæmi verið nefnd. Ahyggjur af börnum Bæjarstjórnin lýsir þvi yfir i upphafi samþykktarinnar, að hún hafi haft áhyggjur af fram- ferði barna og unglinga i bænum á gamlárskvöld undanfarin ár. Af einhverju stafa þessar áhyggjur, og renna stoðum und- ir fréttir fjölmiðla um ólæti á Sauðárkróki á gamlárskvöld. Ekki er nema gott eitt um þaö -að segja, að nú skuli hafið sam- starf um að beina athafnaþrá ungmennanna i jákvæða átt. Ekki hefur það hvarflað að Vfs- ismönnum, að álita börn og unglinga á Sauðárkróki verri né betri en börn og unglinga á öðr- um stöðum á landinu. Blaðið vill aðeins óska bæjarstjórninni ails hins besta I fyrirhuguðum af- skiptum af athafnaþrá þeirra. Hins vegar vill blaðið benda á, að samþykkt bæjarstjórnarinn- ar gerir fátt annað en að bera blak af þeim unglingum, sem til ólátanna stofnuðu, og óbeint að koma sökinni frá hinum seku yf- ir á þá fjölmiðla, sem frá ólát- unum greindu. Vart lýsir þetta miklum klókindum. Álifið út ó við t viðtölum hefur komið fram, að ýmsir ibúar á Sauðárkróki telja, að þessar fréttir hafi kom- ið óoröi á byggðarlagið. Hér hefur verið gerður úlfaldi úr mýflugu. Visir hefur ekki á nokkurn hátt reynt að gera litið úr þvi fólki, sem byggir Sauðár- krók. Blaöið hefur sagt frá góðu og illu, sem þar hefur gerst. Yfirlýsing bæjarstjórnar gerir ekki annað en að vekja enn meiri athygli á atburðum gaml- árskvölds, og hvetur til þess að atburðir kvöldsins verði endur- sagðir samkvæmt lögreglu- skýrslum og lýsingu sjónarvotta til að renna stoðum undir frá- sögn blaðsins. Mörg bæjarfélög yrðu að halda langa bæjarstjórnarfundi vegna skrifa um ólæti og tiltekt- ir unglinga, ef þau ætluðu að bregðast eins við og bæjarstjórn Sauðárkróks. Ekki er það ætlun Vísis að troða illsakir við bæjar- stjórn Sauðárkróks né nokkurn mann þar um slóðir. En sam- þykkt, eins og að framan greinir verður ekki látið ósvarað. Heímildir Vísis Bæjarstjórnin segir, að fram- komnar ásakanir séu ýktar og rangar og fréttaflutningurinn I heild i villandi æsifréttastil. —■ Heimildir blaðsins fyrir atburð- unum á Sauðárkróki á gamlárs- kvöld var lögreglumaður á staðnum, og siðar nokkrir sjón- arvottar. Lögreglumenn hafa ávallt verið taldar þær heimild- ir, sem bestar væru, þegar um slika atburði er að ræða. Þess- um þætti málsins visar blaðið til föðurhúsanna, og verða heima- menn af þeim sökum, að gera út um málið þar. Blaðið hefur enga ástæðu til að gera frásögn heimildar- manns sins lengri eöa ljótari en efni standa til. Hér er ekki um að ræða neinar óuppgerðar sak- ir, deilur né tilraunir til að rýra álit íbúa Sauðárkróks. Blaðið vill taka skýrt fram, að það getur fallist á það sjónar- mið að svonefndur „uppsláttur” fréttarinnar hafi verið nokkur ofrausn, einkum af þvi að hún var á forsiðu blaðsins. Fullyrð- ingu bæjarstjórnar um ýkjur og rangan fréttaflutning er hér meö neitað. Þá er rétt að taka fram, að breytingar hafa orðiö á ritstjórn Vísis. Þangað eru komnir nýir menn, og eins og fram kemur i þessari athugasemd blaðsins, er þeim mjög I mun að fréttir blaðsins séu réttar og byggðar á bestu fáanlegum upplýsingum. Þeir munu framvegis, eins og hingað til, leitast við að svo verði. —AG— Götur eins eftir loftórós ÁRAMOTA- SKRÍLSLÆTI ÁSAUÐÁR KRÓKI: BÖrn »U unjílingar stóftu fvrir miklum skrilslátum »)í óspekt- um á Sauftárkróki á jjamlárs- kvöld. l»«*ssi skrilsla*ti hafa ver- iö fastur li^n- á namlárskvöl(J: jir i uyj Kveiktu i ruslinu á að- algötunum Hátt á annafi hundraö börn og unglingar \wu i hopnuni seni • iöu fyrj^^^^Uunum Þau* iau höj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.