Vísir - 21.01.1976, Blaðsíða 14

Vísir - 21.01.1976, Blaðsíða 14
Ted Kennedy: „Eg var kosinn strangasti mað- ur sumarsins" Miövikudagur 21. janúar 1976. visra Ted Kennedy segir ritstjóra Enquirer frá uppeidi Kennedybarn- anna. Caroline Kennedy baðar Ijósmyndara... Kennedybörnin hafa reynt bæði kosti og galla þess aö bera Kennedynafnið. „Ég er mjög hreykinn af þeim öllum”, sagði Ted Kennedy nýlega i viötali við blaðið Enquirer. Ted er forsvarsmaður barna Johns og Roberts, 13 að tölu, auk eig- in barna. Hann segir frá áhyggjum og gleði sem fylgja uppeldi þessa barnahóps. ,,Þó að margir kostir felist i þvi að bera Kennedynafnið, eru ábyrgöin og álagið ekki siðri. — Krökkunum veitist oft erfitt að sætta sig við það. En ég held að þau geri sitt besta til að axla þessa ábyrgð og vona að þau verði hamingjusöm. Timinn leiðir það i ljós.” Sagði Ted að börnunum fyndist hann hafa verið full strangur. Á hverju ári kjósa þau þann úr hópi fullorðna fólksins sem strang- astur er — og vinnur hann oftast. ,,Ég er ekki viss um að ég samþykki þetta”, sagði hann hlæjandi. ,,Ég reyni ásamt mæðrum þeirra aö veita þeim ábyrgðartilfinn- ingu. Þegar þau voru yngri var þeim refsað ef þau brutu eitthvað af sér. Þau verða enn að fara að settum reglum. Það er algengast nú orð- ið að þau komi óf seint heim á kvöldin. Þegar svo er, verða þau að sætta sig við að vera skemur úti næstu kvöld”. Ted ver eins miklum tima og hann getur með börnunum. „Ég reyni að sýna þeim fram á að trúin er mikilvægust i lifinu,— trúin á sjálfan sig og trúin á framtið föðurlandsins. Trúin hefur allt- af verið rikur þáttur i lifi Kennedyfjölskyldunnar. Við reynum lika að gera þeim skiljanlegt að þau finni öryggi og ást innan veggja heimilisins. Og þó að stjórnmál séu mikilvægur þáttur, er fjölskyld- an undirstaða hamingjunnar. Ted og yngsti sonur hans. Ein af þeim fáu stundum sem þeim gefst til að vera saman. John-John leikur við frænda sinn. Douglas sonu Roberts fór marga reiðtúr þann daginn. Max, Douglas og Rory, börnum Roberts fannst vel við eigandi aö taka undir hljómsveitinni. Patrick, sonur Teds leggur sitt til. ("V 1 Umsjón: Þrúöur G. Haraldsdóttir. -----11 y 1 Kennedyfjölskyldan safnaðist saman á 85 ára afmæli Rose Kennedy. Ted, Jacquline, Maria og Eunice Shriver og Robin Lawford syngja afmælissöng fyrir Rose. Caroline Kennedy virðist oröin dauðleið á skrifum blaða um þátttöku hennar I næturlifi Lundúnaborgar — og hún hefur svarað heldur óvenjulega fyrir sig. Caroline stundar nám við listaskóla Sotheby. Fyrir skömmu brá hún sér I friminútum yfir götuna á kaffi- stofu. Ljósmyndari nokkur, Michael Daines, sat fyrir henni á leið I skólann aftur. Eftir langa mæðu birtist ung- frúin. ,,Ég var rétt að munda vélina, þegar Caroline skvetti úr glasi framan i mig. Ég varð hold- votur og myndavélin blotnaði. Þegar ég sá Caroline með glasið, hélt ég að hún ætlaði með það inn i bekk.” Tveir ljósmyndarar urðu vitni að atburðinum og náði annar þeirra, Marriner, þessari myndasyrpu. „Hún var fokvond, sagði Marriner. „Stúdentar sem horfðu á, skelltu upp úr, þegar Caroline hljóp i burtu að loknu afrekinu.” 'En Raymondo Bolatto, eigandi kaffistofunr.ar, var ekki eins kátur. „Ég gaf henni vatnið i þeirri góðu trú að hún væri þyrst. Ef ég hefði vitað þetta, hefði hún ekkert fengið og ég sem stútfyllti glasið.” Caroline virðist ætla að feta i fótspor móðurinnar, en eins og frægt er órðið getur hún reynst ljósmyndurum skeinuhætt. Þessi atburður átti sér stað skömmu eftir að Kennedyfjöl- skyldan hafði beðið Caroline að rifa seglin I samkvæmislifinu. Caroline kemur út úr kaffistofunni og skvettir úr glasinu yfir ljósmyndarann, sem sat fyrir henni. Caroline yfirgefur vigvöllinn á harða hlaupum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.