Vísir - 21.01.1976, Síða 17

Vísir - 21.01.1976, Síða 17
VISIR Miðvikudagur 21. janúar 197«. ( ~ Útvarp, kl. 19,35: Útvarp, kl. 14,30 fimmtudag: Hver eru starfskjör bankastjóra? Starfskjör bankastjóra eru meðal efnis i þættinum „Vinnu- mál” i útvarpinu i kvöld. Þar verður rætt við Baldvin Jónsson ritara bankaráðs Landsbanka íslands um starfskjör banka- stjóra. Þátturinn hefst annars á þvi að fjallað verður um rétt manna til inngöngu i stéttarfélög. bvi næst verður sá fasti liður þátt- arins að svara spurningum hlustenda. Eru menn hvattir til að nota sér þessa þjónustu. f þessum þætti verður svarað fyrirliggjandi spurningum. Fastur liður þessara þáttar er að kynna stéttarfélög og félög atvinnurekenda. Að þessu sinni verður kynnt samband is- lenskra bankamanna. „Vinnumál” hefst klukkan 19.35. — VS/EA Öskjuhliðarskóliun á meðan hann var enn i byggingu. t haust var liann tekinn I notkun, en nú er hús- næðið orðiðof litið og ekkert bólar á nýjum áfanga. Öskjuhlíðarskólinn: Þegar of f jölmennt og ekki hœgt að taka við fleirum... Öskjuhliðarskólinn er tekinn fyrir i útvarpinu á morgun, i þætti sem Gisli Helgason og Andrea Þórðardóttir sjá um. Öskjuhliðarskólinn er skóli fyrir hugfötluð börn. Þaðvar sannar- lega breyting til batnaðar þegar hægt var aðflytja úr Iiöfðaskóla i þessi nýju húsakynni. En nú er svo komið, að Öskjuhliðarskól- inn er orðinn of litill, og getur ekki tekið við fleiri börnum. Þau Andrea og Gisli lögðu leið sina i' Öskjuhliðarskólann til þess að ræða þar við Magnús Magnússon skólastjóra sem lýs- ir meðal annars skólanum. Skólinn var tekinn i notkun i haust. Áður varð að búa við mjög slæma aðstöðu i Höfða- skóla. Allir hlökkuðu til þess að geta flutt, og kennararnir sáu fram á að geta loks veitt börn- unum það, sem ekki var hægt að hugsa um áð'ur. En sama vandamálið blasir við. Húsnæð- ið er fallegt og gott en þrengslin eru ennþá fyrir hendi. Það er þvi ekkert skritið þó menn séu sárir yfir þvi að enn bólar ekk- ert á nýjum áfanga. f skólanum eru börn á öllum aldri,um 110 að tölu. Of mikið er af börnum i skólanum eins og er, og þvi er ekki hægt að taka við fleirum. En meira um þetta og frekari upplýsingar fáum við i útvarp- inu á morgun klukkan hálf þrjú. —EA MIÐVIKUDAGUR 21. janúar 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Kreutzersónatan” eftir Leo Tolstoj Sveinn Sigurðs- son þýddi. Árni Blandon Einarsson les (8) 15.00 M iðdegis tónleika r. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Bróðir minn ljónshjarta” eftir Astrid Lindgren Þorleifur Hauksson les þýð- ingu sina (12). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 VinnumáLÞáttur um lög og rétt á vinnumarkaði. Umsjónarmenn: lög- fræðingarnir Gunnar Eydal og Arnmundur Backman. 20.00 Kvöldvaka.a. Einsöngur Elsa Sigfúss syngur islenzk lög. Valborg Einarsson leikur á pianó. b. Gisli Gróuson Skerfjörð Magnús Sveinsson kennari flytur frumsamda smásögu. Hagnýt lifsspeki.Dr. Sveinn Bergsveinsson flytur frum- ort stuttjóð. d. Þegar bjarn- dýr gekk á land i Grimsey Sigriður Schiöth les frásögn Péturs Sigurgeirssonar vigslubiskups. e. Litið til byggða austan Lónsheiðar. Þórður Tómasson safn- vörður i Skógum flytur fyrra hluta erindis sins. f. Kórsöngur Kammerkórinn syngur islenzk lög. Söng- stjóri: Rut L. Magnússon. 21.30 útvarpssagan: „Morgunn” annar hluti Jó- hanns Kristófers eftir Komain Kolland i þýðingu Þórarins Björnssonar. Anna Kristin Arngrimsdóttir leik- kona les (8). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: ,.í verum" sjálfsævi- saga Theódórs Friðriksson- ar Giis Guðmundsson les siðara bindi (8). 22.40 Pjassþátturi umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 21. janúar 1976 18.00 Björninn Jógi. Banda- risk teiknimyndasyrpa. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Kaplaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dick- ens. Brottförin. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.50 Gluggár. Bresk fræðslu- myndasyrpa. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Aðalsteinn Ingólfsson. 21.15 McCloud. Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Kvennamorðinginn. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 22.05 Kaj Munk. Dönsk heim- ildamynd um prestinn og rithöfundinn Kaj Munk. Vinir og vandamenn segja frá kynnum sinum af hon- um. Einnig er lesið úr verk- um hans. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision- Danska sjónvarpið). 23.05 Dagskrárlok. Stórkostlegt högg, Kalli, en Sjónvarp, kl. 20,35: Listaskóldin inn í stofu til — í þœttinum Vöku Hjalti Rögnvaldsson hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn i Equus. Spjallað verður við hann i Vöku i kvöld. Hér er Hjalti með dóttur sinni. Þeir sem ekki kom- ust i Háskólabió til þess að sjá og heyra lista- skáldin vondu eiga kost á þvi að fá þau inn i stofu i kvöld. Þrjú skáldanna koma nefni- lega fram i þættinum Vöku. Þeir sem koma fram eru Guðbergur Bergs- son Sigurður Pálsson og Hrafn Gunnlaugs- son. Þeir fara með verk sin sem þeir fluttu i Há- skólabiói. Eins og komið hefur fram tókst skáldunum að fylla salinn i Háskólabiói og meira en það. Margir höfðu talið þetta djarft og áttu ekki von á þvi að margir sýndu áhuga. En það er vonandi vondu okkar að þetta verði endurtekið, eða eitthvað þessu likt. En fleira er á dagskrá i Vöku. Sýnd verða tvö atriði úr Equus sem Leikfélag Reykjavikur sýnir um þessar mundir, og hef- ur viðasi hvar fengið góða dóma. Hjalti Röngvaldsson fer með aðalhlutverkið en frammistaða hans hefur vakið mikla athygli. Aðalsteinn Ingólfsson umsjón- armaður Vöku, ræðir við Hjalta i þættinum i kvöld. Þá verður grafiksýningin i Norræna húsinu á dagskrá, en sú sýning er merkileg, m.a. vegna þess aðhér er um að ræða útlánasýningu. Spjallað verður við Jón Reykdal um þessa sýn- ingu. Loks verður svo rætt við Ólaf Jóhann Sigurðsson i tilefni þess að hann fékk bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs. Það er Vésteinn Ólason lektor sem ræðir við Ölaf Jóhann. —EA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.