Vísir - 21.01.1976, Blaðsíða 4

Vísir - 21.01.1976, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 21. janúar 1976. visra VERÐUR HRINGBRAUTIN I Skipulagsnefnd Heykjavlkur- borgar hefur samþvkkt tillögu sem gerir ráð fyrir tilfærslu Hringbrautar. Hvorki liggja fyrir samningar við ríki né af- staða borgaryfirvalda til máls- ins og þvi er ekki hægt að segja að svo komnu máli hvenær eða hvort af þessari framkvæmd verður. Nú þegar liggur fyrir samn- ingur milli rikis og borgar um flutning Hringbrautar. Sá samningur gerir hins vegar ráð fyrir mun minni flutningi eða um fimmtiu metrum til suð-vesturs. Forsenda þess samnings var að tryggja Landspitalanum nægjanlegt rými til stækkunar spitalans. Við nánari athugun og útfærslu kom hins vegar i ljós að ýmsir annmarkar myndu f.vlgja. Fyrst og fremst þeir að Hringbrautin myndi skilja að starfsemi sem kreföist mikilla og góðra tengsla innbyrðis. KOSTIR TILLÖGUNNAR Skipulagsnefnd hefur i grein- argerð gert grein fyrir þeim kostum sem hún telur vera helsta við tillögu sina. 1 fyrsta lagi að innri tengsl bygginga á lóð Landspitalans verði mun auöveldari en ef Hringbrautin myndi aðskilja byggingarnar. 1 örðu lagi: Innra gatnakerfi tengist hinu ytra á betri hátt. Auk þess sem tengingar akvega innan lóðar Landspitalans verði leystar á hagkvæman hátt án þess að fara þurfi yfir hrað- brautir. 1 þriðja lagi verði öll tengsl Umferðarmiðstöðva bæði við hraðbrautir og umferðaræðar viðunandi. t fjórða lagi. Með þessari til- lögu verði mun auðveldara að ráðast i gerð umferðarmann- virkja á Miklatorgi án þess að valda röskun á umferð á Miklu- braut-Hringbraut. Jafnframt opnast möguleiki á vinstri beygju af framlengdum Bústað- arvegi vestur Hringbraut. Loks væri lausn fengin á téng- ingu Hringbrautar og Sóleyjar- götu án þess áð til þyrfti að koma skerðing á flugbraut sem liggur frá norðri til suðurs. En sú flugbraut er einmitt aðalflug- brautin i' Reykjavik. Ef tillögur skipulagsnefndar verða aðveruleika verður svæöið, þar sem nú er Hringbrautin á Landsspitalalóðinni en Hringbrautin færist nær flugvellinum. BREYTINGARNAR HAFA ÁHRIF Með tillögum skipulagsnefnd- 'ar er flugbrautin 07-25 skert nokkuðvið norð-austur-endann. Þessi flugbraut liggur i áttina frá Miklatorgi að Shell-stöðinni i Skerjafirði og er minnst notaða flugbrautin. Ennfremur er gert ráð fyrir að Hringbrautin verði niður- grafin við norðurenda aðalflug- brautarinnar sem einkennd er 02-20. Þvi er ekki talið að nein 4/ ^ ' 'M iffr* skerðing verði á þeirri braut, en hugsanlegt að litils háttar til- færsla verði á aðflugsljósabún- aði við norðurendann. ÓSAMMÁLA UMFERÐAR- PÓLITÍKINNI Tillaga sú sem lýst hefur ver- ið var samþykkt i skipulags- nefnd með þremur samhljóða atkvæðum. Sigurður Harðarson sat hjá við atkvæðagreiðslu og gerði grein fyrir skoðun sinni: ,,Höfuðástæðan fyrir flutningi Hringbrautar er að minu áliti, fyrirliggjandi umferðarspá Þróunarstofnunar og erfiðleikar við Iausn gatnamóta af þeim sökum. Þar eð ég er engan veg- inn sammála þeirri umferðar- pólitik og forsendum sem spánni liggja til grundvallar tel ég mig ekki geta tekið þátt i á- kvörðun um þennan flutning sem kosta mun borgina fleiri hundruð milljónir.” —EKG Þessi mynd sýnir betur en orð fá lýst hverjar breyting- ar verða ef hugmyndir skipulagsnefndar verða að veruleika. Feitletraða, dökka linan sýnir fyrirhug- aða Hringbraut. Þá má sjá hvernig Hringbrautin mun skera Landspitalalóðina ef henni verður ekki valinn nýr staður. KYNNIÐ YKKUR FORSOLUNA Forsala aðgöngumiða GL HLEMMTORGI ÖR SÓLHEIMUM OG í GSHEIMILINU ÖLD KL. 6-9 A MORGUN I SIGTUNI STÓR, BINGO 18 UMFERÐIR SPILAÐAR 3 UTANLANDSFERÐIR FJÖLDI ANNARA GLÆSILEGRA VINNINGA KAUPIÐ MIÐA I TIMA BINGÓIÐ HEFST KL. 8 HÚSIÐ OPNAÐ KL. 7,30 AF ÞESSU MÁ ENGINN MISSA ;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.