Vísir - 21.01.1976, Blaðsíða 13

Vísir - 21.01.1976, Blaðsíða 13
ER IRWIN ÚR LEIK? Allt útlit er fyrir að stærsta von Kanada um gullverðlaun i bruni karla á Olympiuleikunum i Innsbruck i byrjun næsta mánaðar, Dave Irwin, verði ekki meðal keppenda þar. Hann slasaðist illa i brunkeppninni i Wengen I Sviss á dögun- um og liggur nú á sjúkrahúsi með nokkur brotin rifbein, slitin liðbönd og tognaður á fæti. Hann féll illa efst i brautinni i fyrri umferðinni — þarna var barist um stig i heimsbikarkeppninni — rann stjórnlaust niður brautina og var rænulaus þegar að var komið. Þyrla var fengin til að flytja hann á sjúkrahús i Interlaken, og þar er haft eftir læknum, að hann verði varla orðinn nógu góður þegar brun- keppnin hefst i Innsbruck, en það er ein af fyrstu greinum leikanna, sem keppt verður I. Aftur á móti er það haft eftir Irwin, sem er 20 ára gamall og sigraði m.a. i bruni i heimsbikarkeppninni i Schladming i Austurriki i siðasta mánuði, að hann ætli sér að vera kominn á fætur fyrir þann tima, og kominn i það mikla æfingu, að gullið verði hans. -klp- o • Sendiráðsmaðurinn œtlar að gera Danmörku að stór- veldi í körfuknattleik! Tók við um áramótin og hans fyrsta verk var að kasta út úr búningsklefanum bjór og vindlingum A sama tima og islendingar fengu tvo bandariska körfuknatt- leiksmenn til að leika með tveim 1. deildarliðum — KR og Ar- manni — fengu danir sér einnig sina fyrstu „atvinnumenn”. Þeir gerðu — eins og oftast — betur en islendingar — fengu sér þrjá — og þeir hafa eins og hér gert það að verkum, að nú sækja danir enn meir i að horfa á körfubolta en áður, og sérstaklega þá leiki, sem útlendingarnir taka þátt i. Raunar er ekki hægt að segja að þeir hafi fengið nema tvo frá Bandarikjunum — Charles Campbell sem leikur með USG og Graig Scott, sem er hjá Stebnsgade — þann þriðja fundu þeir á „heimavigstöðvum” en 'það er Dale Dover, sem er einn af háttsettustu mönnum i banda- riska sendiráðinu i Kaupmanna- höfn. Hann leikur með Sisu, liðinu, sem Þorsteinn Hallgrims- son lék með iþar til i fyrra, og nú frá og með 1. janúar hefur hann tekið við þjálfun danska lands- liðsins. Dover þessi sem er 26 ára gamall, og er rúmir tveir metrar á hæð, var áður leikmaður með Harvard University og hinu frægu atvinnum.liði B. Celtic. í heimalandi sinu var hann þekktur undir nafninu „Flash” og það kalla danir þennan nýja lands- liðsþjálfara sinn einnig. Hann fékk á sinum tima tilboð frá hinu fræga sýningaliði Harlem . Globetrotters, en afþakkaði það, sagðist heldur vilja starfa hjá utanrikisþjónustunni og æfa og leika með áhugamönnum viða um heim — en til Danmerkur kom hann frá sendiráðinu i Portúgal. Hann var ekki að skafa utan af hlutunum, þegar hann tók við danska landsliðinu nú um ára- mótin og ræddi þá við blaða- menn. „Þið eigið mikið af frábær- um efnum i góða körfuknattleiks- menn” sagði hann. „Ég ætla mér að velja gott lið og ná góðum árangri með það, og við stefnum m.a. að þvi að sigra i Polar Cup keppninni, sem háð verður hér i Kaupmannahöfn i april. En til þess að svo megi verða, verður i fyrsta lagi að vera hugarfarsbreyting hjá landsliðs- mönnunum. Til þessa hefur landsliðið farið inn á með þvi hugarfari að tapa með sem minnstum mun, en nú þegar ég tek við, verður farið inn á til þess eins að sigra — sama við hverja við leikum. Ég trúði þvi ekki fyrr en ég sjá það sjálfur að eitt fyrsta verk danskra kröfuknattleiksmanna að loknum leik, var að hella i sig bjór og kveikja sér i vindlingi inni i búningsklefa. Þetta hafði ég aldrei séð fyrr en hér i Dan- mörku. Hér eftir verður þetta bannað, og sömuleiðis allt sem heitir öl og vindrykkja, og skal aldrei fara ein bjórflaska inn i búningsklefa hjá danska landsliðinu á meðan að ég ræð þar rikjum. Það er eins og það sé einhver hefð hjá dönskum körfuknatt- leiksmönnum að þamba sem mest af bjór i reykfylltum búningsklefunum að loknum leik, en nú er þvi lokið. Ef leik- mennirnir geta ekki sætt sig við það — hversu góðir sem þeir eru — er minu starfi með landsliðið þar með lokið. Ég hef hugsað mé að búa til gott landslið úr þeim efnivið, sem hér er, og ég veit að ég get það, ef leikmennirnir vilja og gera það sem ég segi þeim. Danmörk get- ur orðið stórveldi i körfuknatt- leik, en til þess að svo megi verða, þurfa menn að fórna ein- hverju, og ef það verður gert, skal ég sjá um afganginn”, sagði þessi eldfljóti leikmaður við dönsku blaðamennina um leið og hann klæddi sig úr diplómatajakkanum og i æfingagallann... -klp- Miðvikudagur 21. janúar 1976. VISIR VISIR Miðvikudagur 21. janúar 1976. Umsjón: Kjartan L. Pálsson og Björn Blöndal. Stefán Gunnarsson verður að hafa hægt um sig þessa dagana, en hann var þó hinn vigreifasti þegar við litum inn til hans. „Þeir verða að berjast eins og ljón ikvöld, strákarnir”, sagöi Stefán og kreppti hnefann þvi til áréttingar. „Byrjunin rœður úrslitum í kvöld — sagði Stefán Gunnarsson sem getur ekki leikið gegn FH „Ég veit ekki hversu alvarleg meiðslin eru, en þau eru nógu slæm til þess að ég get ekki verið með gegn FH i kvöld né á móti Þrótti á sunr.udaginn”, sagði Stefán Gunnarsson, lands- liðsmaður og leikmaður með 1. deildarliði Vals i handknattleik — þegar Visir sótti hann heim i morgun. Stefán varð fyrir þvi óhappi i leik Hauka og Vals i Hafnarfirði á sunnudaginn að meiðast illa á ökkla — og liggur hann nú heima með fótinn i þrýstiumbúðum, samkvæmt læknisráði. „Það kemur svo væntanlega i ljós i dag hversu alvarleg meiðslin eru, þvi að þá fer ég i læknisskoðun. Ef um slæma tognun er að ræða varmérsagt að ég yrði góður eftir tiu daga, en ef liðbönd eru slitin — þá versnar málið þvi að þá leik ég örugglega ekki meira með i þessu tslandsmóti. „Leikurinn i kvöld verður erfiður hjá strakunum, en það er þó bot I máli að Jón Karlsson er kominn heim — en hvort það verður nóg — fer allt eftir byrjuninni. Ef strákarnir byrja jafnilla og við gerðum á móti Haukum á sunnudaginn — þá er ég ekki alltof bjartsýnn. Við lærðum að visu vissa lexiu i þeim leik, en hvort hún hefur verið nægjanleg verður að koma i ljós i kvöld.” Valsmenn verða þvi ekki öfundsverðir I Hafnarfirði i kvöld, þegar þeir leika við FH I 1. deild tslandsmótsins i hand- knattleik án fyrirliða sins, Stefáns Gunnarssonar. Stefán hefur verið jafnbesti maður liðsins i vetur, bæði i sókn og vörn og verður skarð hans þvi vandfyllt. Valur stendur best að vigi i baráttunni um Islands- meistaratitilinn, en tap liðsins fyrir Haukum um siðustu helgi setti strik i reikninginn. Vals- menn eru nú með 13 stig eftir 9 leiki, Haukar eru með 12 stig eftir 10 leiki og siðan koma FH, Fram, Vikingur og Þróttur með lOstig — FH og Vikingur eftir 9 leiki, en Fram og Þróttur eftir 10 leiki. Það eru þvi sex lið sem berjast ennþá um islands- meistaratitilinn, en staða Vals, Hauka. FH og Vikings er par best eins og stendur. Það má þvi reikna með að FH-ingar sem töpuðu fyrir Viking á sunnudaginn og voru eina liðið sem vann Val i fyrri umferðinni, leggi allt kapp á að sigra I leiknum i kvöld, þvi að ef þeim tekst það ekki, þá getur orðið erfitt að vinna upp það þriggja stiga forskot sem valsarar þá hafa. Leikur FH og Vals hefst um kl. 21.15 i iþróttahúsinu i Hafnarfirði i kvöld, en á undan leika Grótta og Vikingur og hefst sá leikur kl. 20:00. t þeim leik má reikna með öruggum sigri Vikings, þvi að Gróttuliðið hefur vægast sagt ekki verið uppá marga fiska að undan- förnu — eins og staða liðsins gefur glögglega til kynna. Fyrir þá sem hafa gaman af, birtum við stöðuna eins og hún er I dag og geta menn þvi velt vöngum yfir möguleikum einstakra liða i keppninni. Valur Haukar FH Fram Vikinfur Þróttur Arinann Grótta Reenen í öðru sœti! Það er ekki á hverjum degi scm suður-afrikumaðurinn John van Reenen, tap- ar i kringlukasti og það ekki sist þegar landar hans eru annars vegar. Reenen hefur verið i fremstu röð kringlukastara i heiminum — hefur kastað lengst 68.48 m. Hann varð þó að gera sér að góðu annaö sætið i kringlukasti á frjálsiþróttamóti sem fram fór i Port Elizabeth í Suður-Afriku í gærkvöldi á eftir landa sinum Pict Goosen sem er aðeins 20 ára og kastaöi 63.84 m. Rcenen kastaöi 63.34 m. A sama móti hljóp Danie Malan 3000 m á 7.58.2 m inútum — og Smit (fornafn hans ekki gefið upp i fréttaskevtinu) hljóp miluna á 3.59.00 minútum. — BB. Atli Þór til Holbœk? Allt útlit er l'yrir að KR-ingurinn Atli Þór Héðiiisson muni leika með danska 1. dcildar- liðinu Ilolbæk sama félagi og Jóhannes Eðvaldsson lék með i fyrra sumar. Eins og við sögðum frá á dögunum, er Atli farinn til Danmerkur, þar sem hann hyggst stunda nám i matvælatæknifræði, en það nám tekur a.m.k. fjögur ár. Þrjú félög höfðu jiegar samband við hann er hann kom þangað — Köge, B 1903 og llolbæk — og er nú allt útlit fvrir að hann muni velja Holbæk. Ilonum hafði verið lofað bæði húsnæði og atvinnu áður en hann hélt að lieiman, en þegar til kom stóðst hvorugt. Þeir hjá Ilolbæk buðust þá til að aðstoða hann með þetta tvennt, svo að hann þyrfti ekki að fara heim aftur. Skólinn sem hann mun stunda nám i, hefst i september. og mun vera eins auðvelt fyrir hann að sækja liann frá llolbæk og Kaup- mannahöfn og þvi er reiknað með að hann slái til og þiggi boð þeirra holbækmanna, sem eru mjög hrifnir af islendingum eftir að .lóhannes Eðvaldsson var hjá þeim. -klp- Landslið tékka tapaði fyrir Feyenoord! Hollenska liðið Feyenoord sigraði landslið tékka I knattspyrnu I Rotterdam I gærkvöldi 4:2. Staöan i hálfleik var 3:1. Mörk Feyenoords skoruðu Jansen, Kreuz og de Jong <tvö), en mörk tékkanna þeir Pollak og Pevarnik. Áhorfendur voru 10 þús- und. — BB. Bjóða frítt kaffí að fá aðsókn! til * förnu, er hið fræga Kaupmanna- hafnarlið HG, sem nú er I einu af neðstu sætunum i 1. deild. Nú hafa forráðamenn þess fundið upp nýtt ráð til að draga að áhorfendur, og er það fólgið i þvi að hafa suma heimaleiki liðsins fyrir hádegi á sunnudögum, þeg- ar lítið er um að vera i stórborg- inni. Sem uppbót er áhorfendunum boðið upp á fritt morgunkaffi, og hefur þetta mælst ágætlega fyrir meðal þeirra — I þau fáu skipti sem þetta hefur verið reynt. klp Mörg af frægustu og rikustu félögum heims biða eftir því að samningur Johans Cruyff við Barcelona renni út i sumar. FER CRUYFF TIL ÍTALÍU? Handknattleikurinn i Dan- mörku hefur ekki átt neinni sér- stakri velgengni að fagna að undanförnu, og hefur það komið glöggt I ljós i aðsókn að leikjunum i 1. deild karla. Það eru aðallega félögin i Kaupmannahöfn og nágrenni sem hafa átt við þetta vandamál að etja, en aftur á móti hafa liðin úti á landsbyggðinni ekki þurft að kvarta mjög mikið. Þó er ljóst að aðsókn að handknattleiknum hefur minnkað allverulega á undanförnum árum,og er nú ólikt minni en þegar Danmörk var og hét eitthvað i aiþjóða handknatt- leik. Helsingör hefur einna jafnbestu aðsóknina, að sögn dönsku blað- anna, og er ástæðan sögð sú, að liðið er með á boðstólum ýmislegt * skemmtilegt, sem fellur vel i kramið hjá áhorfendum. Annars segja blöðin að liðin leiki almennt þannig handknattleik urn þessar mundir, að þau dragi ekki að áhorfendur. Það félag sem hefur átt einna erfiðast uppdráttar að undan- En heimamenn eru afbrýhisamir.... ítalska knattspyrnufélagið Juventus er nú á höttunum eftir hollensku „superst jörnunni”, Johan Cruyff sem nú leikur með spánska félaginu Barcelona, sem keypti hann frá Hollandi fyrir 922.300 sterlingspund. „Það er ekkert hægt að segja um samningaviðræður okkar við Cruyff á þessu stigi málsins, þvi þær eru enn á byrjunarstigi,” sagði Pietro Gulliano, ritari Juventus, við fréttamenn i gær — eftir að hann hafði átt klukku- stundar fund með Cruyff. „Það verður ekkert ákveðið fyrr en i mai eða júni, og þá verða það peningarnir sem skipta mestu máli.” Gulliano sagði að Cruyff sem verður laus allra samninga við Barcelona 30. júni hefði sýnt mikinn áhuga á að koma til ítaliu. Eins og sakir standa fá erlend- ir knattspyrnumenn ekki að leika á ítaliu, en Gulliano sagði að þvi banni yrði aflétt á næstu mánuð- um — og væru stóru félögin þegar farin að leita fyrir sér að erlendum knattspyrnustjörnum. Eftir að Cruyff var keyptur til Barcelona frá Ajax 1973 sigraði félagið i spönsku 1. deildar- keppninni og hafði Barcelona þá ekki unnið neinn titil i 14 ár, og var Cruyff markahæsti leik- maður liðsins það árið — skoraði 14 mörk. Eftir það hefur ekki gengið alltof vel hjá Barcelona og nú er liðið i 2. til 3. sæti ásamt Real Madrid á eftir Atlectico Madrid sem hefur forystuna i deildar- keppninni. -BB. A skemmtistabnum |Sjái6 þið þær þessar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.