Vísir - 21.01.1976, Blaðsíða 5

Vísir - 21.01.1976, Blaðsíða 5
visra Miðvikudagur 21. janúar 197G. Áhrifin og ábyrgðin gœtu og œttu að vera meiri Svo virðist sem flestir þeir, er um verkmenntunarmál hafa fjallað undanfarin ár, séu þeirr: ar skoðunar, að samtök at- vinnulifsins eigi að hafa einhver áhrif á þróun verkmenntunar. Hins vegar greinir menn á um, hversu mikil þessi áhrif skuli vera. 1 áliti verk- og tækni- menntunarnefndar frá árinu 1971 var lagt til, að komið yrði á fót samstarfskerfi atvinnulifs- ins. Fulltrúai atvinnulifsins áttu að vera ráðgefandi og sam- bandsaðilar fyrir samtök sin gagnvart yfirstjórn fræðslu- mála á viðkomandi verkmennt- unarsviði, t.d. varðandi ákvörð- un námsefnis, verklegs og bók- legs fyrir hverja starfsgrein. Verkskólasvið Þá lagði nefndin til, að sett yrði á laggirnar sérstakt Verk- skólaráð, er vera skyldi menntamálaráðuneytinu og verk- og tækninámsskor fræðslumáladeildar þess til að- stoðar. Skyldi það m.a. leysa Iðrifræðsluráð af hólmi. Fulltrú- ar i Verkskólaráði áttu að vera 15-20 talsins, tilnefndir af helstu samtökum vinnumarkaðarins á þessu sviði, kennurum og nem- endum skóla, er heyrðu undir skorina, auk þess fulltrúar frá ráðuney tinu og sérfróðir aðilar, er ráðuneytið skipaði án tilnefn- ingar. Verkskólaráðið átti að halda a.m.k. tvo fundi árlega til þess að fjalla um ársskýrslu skorar- innar og ganga frá fram- kvæmdaaætlun næsta árs. Sam- kvæmt tillögum verk- og tækni- menntunarnefndar átti Verk- skólaráð siðan að kjósa 5 manna Iramkvænulanefnd úr sinum hópi, er halda skyldi fundi eigi sjaldnar en mánaðarlega. Hlutverk framkvæmdanefnd- ar skyldi vera stöðug ráðgjöf um stefnumörkun i verk- og tækninámi og umsjón með skil- greiningu námskrafna og náms- þátta. f nýlegum tillögum Iðn- fræðslulaganefndar um þróun verkmenntunar á framhalds- skólastigi v i 11 meirihlutinn ganga enn lengra. 1 tillögum nefndarinnar segir að visu, að menntamálaráðuneytið fari með yfirstjórn þeirra mála, sem lagatillögur nefndarinnar fjalla um, en framkvæmd skuli falin framkvæmdaráði og náms- brauta^tjórnun i umboði fram- kvæmdaráðs. Siðan segir i 4. gr. lagafrum varps nefndarinnar: Framkvæmdaráð „Menntamálaráðherra skipar sjö manna framkvæmdaráð og jafn marga til vara. Þrir aðal- menn og þrir varamenn skulu skipaðir eftir tilnefningu Al- þýðusambands islands og þrir aðalmenn og þrir varamenn samkvæmt tilnefningu Vinnu- veitendasambands íslands og einn aðalmaður og varamaður án tilnefningar. Þrír aðalmenn, einn úr hópi fulltrúa Alþýðusambands Is- lands og annar úr hópi fulltrúa Vinnuveitendasambands ís- lands og hinn þriðji, sem skip- aður er án tilnefningar, skulu hafa starfið sem aðalstarf. Menntamálaráðherra skipar formann ráðsins úr hópi aðal- manna.” Og um námsbrautastjórnir segir í 6. gr.: „Framkvæmdaráðið skipar eina námsbrautarstjórn fyrir hverja verk- og tæknimenntun- arbraut, sbr. 8. gr. Hver stjórn skal skipuð fimm mönnum, tveim tilnefndum af viðkomandi launþegasamtökum, tveim til- nefndum af viðkomandi vinnu- veitendafélögum og einum skip- uðum af þeim ráðherra, sem fer með málefni viðkomandi at- vinnugreinar. Ráðið skipar for- mann stjórnarinnar.” Stjórnkerfið i höndum aðila atvinnulifsins I greinargerð nefndarinnar með tillögunum segir m.a.: „Hér er lagt til, að stjórnkerf- ið verði i höndum aðila atvinnu- lifsins, sem best þekkja þær þarfir og þau markmið sem verkmenntunin þarf að stefna að. Yfirstjórn og heildarskipu- lag starfsins er falin fram- kvæmdaráði, ennfremur er námsbrautarstjórnunum faldar framkvæmdir i umboði fram- kvæmdaráðsins i einstökum námsbrautum. Ætlast er til að framkvæmda- ráðið, námsbrautarstjórnirnar svo og atvinnulifið sjálft séu virkir aðilar að þróunarstarfinu og hafi frumkvæði um öll mál, er þeir telja, að betur megi fara. Lagt er til, að aðalsamtök at- vinnulifsins, Alþýðusamband Islands og Vinnuveitendasam- band tslands hafi forgöngu um að tilnefna i framkvæmdaráðið og taki um leið á sig þá skyldu að fylgja þvi eftir, að lögum þessum verði framfylgt. Við tilnefningu i ráðið er ætl- ast til þess, að samtökin hafi samráðviðþá aðila atvinnulifs- ins, sem hagsmuna hafa að gæta i hinum ýmsu námsbraut- um, sem lög þessi ná til, og að lögð verði áhersla á að velja aðalmenn og varamenn úr mis- munandi starfsgreinum með það fyrir augum að sem viðtæk- astra áhrifa gæti i fram- kvæmdaráðinu. Telja verður eðlilegt aðfulltrúi menntamála- ráðuneytisins muni vera skóla- maður.” Um námsbrautastjórnir Og um námsbrautastjórnirn- /”■■■...... ar segir i greinargerð nefndar- innar: „Lagt er til, að þróunarstarfið innan hverrar námsbrautar verði i höndum fimm manna námsbrautastjórnar, sem sé skipuð aðilum atvinnulifsins. Tveir verði skipaðir af launþeg- um, tveir af vinnuveitendum og einn af ráðherra þess ráðuneyt- is, er greinin fellur undir. Ætlast er til þess að nefndar- menn verði valdir úr mismun- andi störfum svo að eðlileg tengsl verði við þau félög, sem hagsmuna hafa að gæta. Þá er fulltrúa ráðuneytisins ætlað að mynda tengsl við hlutaðeigandi ráðuneyti. Áhrif skólamanna á starfsemi stjórnanna eru hugsuð koma frá þeim starfsmönnum, er stjórn- irnar ráða til starfa, en margir þeirra munu að sjálfsögðu vera skólamenn eða menn með kennslureynslu. Hér er ábyrgð- in á framvindu mála lögð á herðar fulltrúa atvinnulifsins á svipaðan hátt og áður var sagt um skipun framkvæmdaráðs- ins.” Álit minnihlutans Ekki voru allir nefndarmenn sammála þessari skipan mála. Einn þeirra, Gunnar Guttorms- son, skilaði séráliti og sagði þar m.a., að með tillögum nefndar- innar myndi „stjórnun og fram- kvæmd verkfræðslunnar verða i reynd slitin úr tengslum við stjórnkerfi annarrar fræðslu á skólastiginu og þannig torveld- uð nauðsynleg og eðlileg heild- arstjörn á málefnum fram- haldsskólanna.” 1 séráliti Gunnars sagði einnig: „Það er álit minnihlutans, að áhrif starfsgreinasamtaka og ann- arra aðilja utan hins opinbera stjórnkerfis á mótun námsinni- halds og aðra þætti er varða fræðslustarf, eigi að vera i formi ráðgefandi stofnana eða timabundinna starfsnefnda”. Nú má vitaskuld lengi um það deila, hver stjórnaraðild og ábyrgð aðila vinnumarkaðarins á verkmenntun eigi að vera og hvernig fulltrúar atvinnulifsins skuli skipaðir. Hitt liggur fyrir, að bæði Alþýðusamband tslands og Vinnuveitendasamband ts- lands fögnuðu þessum þáttum i tillögum nefndarinnar og lýstu þátttöku aðila vinnumarkaðar- ins að stjórnun verkmenntunar- r y”"" > Mikilvœgi verkmenntunar og ábyrgð aðila vinnu- markaðarins II: c Baldur Guðlaugsson skrifar " V J mála mikilvæga og ákjósan- lega. Verkmenntunin mun ekki gjalda slikrar breytingar Persónulega finnst mér mjög æskilegt, að aðilum vinnumark- aðarins verði veitt slikt tæki- færi. Að sjálfsögðu fylgir vandi vegsemd hverri og yrðu þessi heildarsamtök vinnumarkaðar- ins þá að ráðstafa auknum mannafla, fé og fyrirhöfn til verkmenntunarmála, en ég er trúaður á, að verkmenntun i landinu myndi ekki liða fyrir slika „byltingu" i stjórnunar- málum, heldur þvert á móti ná tilgangi sinum betur. Eins og getið var um hér að framan verður ekki farið út i umræður um það, hvort fella eigi verk- námsbrautir inn i samræmdan H ^ , | | i 1l |l|Pp; jk - - íi ) 4 r ™ H§§ «*» | Pr : framhaldsskóla nú þegar, eða láta ákvörðun um það biða loka þróunartimabils, eins og Iðn- fræðslulaganefnd leggur til. Enda breytir það að minu áliti ekki neinu varðandi það, hvern- ig stjórnun verkmenntunar eða verknámsbrauta skuli hagað. í skólastofnunum eða á vinnustöðum? Að lokum mætti vikja með ör- fáum orðum að tilhögun sjálfs verknámsins. Á það að fara fram i skólastofnunum ein- göngu, eða úti i atvinnulifinu að meira eða minna leyti? Ég sneiði hér hjá deilum um það, hvort leggja skuli meistarakerf- ið niður og fiytja iðnnám alfarið inn i iðnskóía. 1 ályktun aðal- fundar Vinnuveitendasambands Islands i mennta- og fræðslu- málum 11. april s.l. sagði m.a.: „Skilningur fer sem betur fer vaxandi á þvi, að tengsl menntakerfis og atvinnulifs verður að auka. Það er engan veginn sjálfsagt, að rikisvaldið ráði stefnumörkun og fram- kvæmdum á þessu sviði. Eðlilegra væri og affarasælla á margan hátt, að samtök at- vinnuveganna gætu sjálf mótað stefnuna og annast fræðslu að þvi er varðar þann þátt skóla- starfsins, sem að atvinnulifinu snýr. Þetta mætti t.d. gera með þvi, að samtök atvinnuveganna beittu sér fyrir námskeiðum i hagnýtum greinum fyrir nem- endur i opinberum skólum, en samkomulag væri um, að slikt nám væri hluti af skólanámi nemenda. Kennarará slikum námskeið- um væru ráðnir af samtökum atvinnuveganna og kennslan skipulögð af þeim. Einnig væri hugsanlegt, að samtök atvinnu- veganna tækju einhvern þátt i gerð kennslubóka i hagnýtum greinum á hinum ýmsu stigum menntakerfisins. Þessar hug- myndir og aðrar hliðstæðar þurfa nánari skoðunar við.” ‘ Hvar eiga aðilar atvinnulifsins að koma til skjalanna t samræmi við þetta sagði m.a. i umsögn Vinnuveitenda- sambands tslands um frum- varpsdrög Iðnfræðslulaga- nefndar: Vinnuveitendasam- band Islands telur jafnframt eðlilegt, að gert sé ráð fyrir i ■' frumvarpinu, að nú eða siðar verði að samkomulagi milli námsbrautastjórna og ein- stakra samtaka atvinnulifsins, stofnana, félaga eða einstakra fyrirtækja að slikir aðilar tækju að sér að hafa með höndum ein- staka þætti fræðslunnar, svo sem námskeiðahald eða starfs- þjálfun og þá gegn fuliri greiðslu kostnaðar úr rikissjóði. T.d. má nefna. að eðlilegt væri að tæknistofnun iðnaðarins. þegar á fót verður komið, tæki að sér flest allt námskeiðahald fyrir starfsfólk framleiðsluiðn- aðarins, en þó væri hægt að fela einstökurr fyrirtækjum þjálfun starfsmanna á sérstökum til- greindum sviðum framleiðslu- iðnaðarins. Þvi leggur Vinnu- veitendasambandið , til. að við 12. gr. frv. bætist ný málsgrein svohljóðandi: „Námsbrautastjórnun skal heimilt i samráði við skóla- stjórnir að fela samtökum at- vinnuveganna eða öðrum stofn- unum (félögum eða einstökum fyrirtækjum ) framkvæmd ein- stakra þátta verk- og tækni- menntunarinnar, svo sem með námskeiðahaldi, starfsþjálfun o.fl. Skal kostnaður af sliku greiddur úr rikissjóði." í endanlegum tillögum nefifri- arinnar var tekið tillit til.þess- arar breytingartillögu. Vafalitið gætu samtök atvinnulifsins komiðtil skjalanna á fleiri vegu við framkvæmd verkmenntunar i lanciinu, og þá hvort sem iðn- meistarakerfið stendur eða fell- ur. Aðlokum skal aðeins áréttað. að ábyrgð aðila vinnumarkað- arins á þróun verkmenntunar gæti og ætti að vera meiri, en i þeim efnum stendurá öðrum en aðilum sjálfum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.