Vísir - 21.01.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 21.01.1976, Blaðsíða 9
9 VISIR Miðvikudagu r 21. jandar 1976. Umsión: Guðmundur Pétursson. ) Viðbrögð Lecanuets ,,Lögreglumenn drepa hvorir aðra,” sagði hann, ,,og þeir myrða saklaus fórnarlömb i að- gerðum sinum. ,,Ég ætla ekki að fella neinn dóm, en ég leyfi mér að gagnrýna rétt annarra ráð- herra til að fella dóm yfir sjáif- um dómsyfirvöldunum.” Hér fór það ekki milli mála við hvern var átt, og bráðlega kom upp sögusögn um, að Giscard D’Estaing forseti yrði bráðlega að velja milli mann- anna tveggja.” Þessar sögusagnir gengu enn, þegar rikisráðsfundurinn var haldinn. Þegar svo i ljós kom, að staða hans var öflugri en nokkru sinni fyrr, varð það ekki aðeins til að gleðja Miðflokkana, heldur einnig til að gera harðlinumönn- um innan Gaullistaflokksins gramt i geði. Evrópuþing 1978? Lecanuet gerði það fljótlega heyrinkunnugt, að útnefning sin, og Raymond Barre, fyrrum varaformanns sendinefndar EBE — væri mikið happ fyrir EBE og evrópska samvinnu yfirleitt. Eitt eftirlætismálefni dóms- málaráðherrans er að kosið verði beinum kosningum evr- ópskt þing, og hefur hann stöð- ugt haldið þeirri ósk sinni á lofti. Hinar Evrópuþjóðirnar munu liklega samþykkja þetta árið 1978, en ihaldssamir Gaullistar hafa stöðugt barist gegn tillög- unni. Lecanuet fer sér hægt af stað. Hann veit, að tveir máttarstólp- ar forsetans, Gaullistar og Poniatowski lita hann tor- tryggnum augum. EFTIR BÓKAFLÓÐIÐ Eftir bókaflóðið Nú er flóðið gengið yfir — og þegar séð er á bak þvi út i busk- ann fer ekki hjá þvi að ýmislegt komi upp i hugann, að örli á vilja til að athuga nánar þetta sérstæða fyrirbrigði — sem að þvi best er vitað er ókunnugt með öðrum læsum þjóðum — en auðvitað ekki annað en ein sönnunin í viðbót fyrir þvi hvað Nú, islenskar bækur seljast ekki nema fyrir jól er sagt — en samt er hluti þeirra gefinn út r — Islenskar bœkur seljast ekki nema fyrir jól er sagt útgefandi og auðvitað höfundur bera hinn skarða hlut frá borði. Hagsmunir þeirra falla hér semsé saman, annað verður ei séð. Hver er þá skýringin? Ég veit hana ekki en mér þykir málið forvitnilegt og mun sjá um að það verði lagt fyrir Rit- höfundaráð. Óvirðing við lands- byggðina ...og þegar séð er ó bak þvi út i buskann við erum merkileg menningar- og bókmenntaþjóð. Það sem vakti undrun Það sem vakti fyrst undrun mina i þessu sambandi var sú ómyrka staðreynd að nokkur fjöldi bóka kemur út það seint fyrir jól, að ékki er hægt að skrifa um þær fyrr en eftir jól, bókabunkinn á borðinu minu — Það er undir hœlin lagt, hvort þœr fá líf sem fekk þennan úrskurð var álitlegur og veit ég að öll kurl voru þá ekki komin til grafar — hvernig skyldi bunkinn hafa lit- ið út hjá þeim sem skrifa um fleiri greinar bókmennta en ég? Það er semsé staðreynd að þó nokkuð af bókum kemur út það seint að það er undir hælinn lagt hvort þær fá lif, það er ekki skrifað um þær, þær fá ekkert umtal og ef þær eru auglýstar svona seint er hætt við að það fari fyrir ofan garð og neðan. Spurnir af ljóðabók og hljómplötu Éghafði t.d. spurnir af ljöða- bók sem kom út á Þorláksmessu og einnig hljómplötu með text- um og lögum eftir ungt og efni- legt ljóðskáld. Nú hefur það oft heyrst að is- lenskar bækur seljist aðeins fyrir jól, eftir það séu þær aðal- lega fyrir, enda hurfu þær með öllu úr gluggum sumra bóka- búðanna strax eftir áramótin og það er vitað að bóksalar skila óseldum bókum rétt eftir jólin og allir vita hvað verður um þær. það seint að kaupendur fá ekki tækifæri til að átta sig á vörunni sem svo auðvitað selst litið sem ekkert. Hvar er skýringin? Hverjum er þetta til gagns? Eru þessir bókaútgerðar- menn að forða þjóðinni frá að lesa þessar bækur? Af hverju þá að gefa þær út? Eða er það veiðiiþróttahugsunarháttur sem ræður hér ferðinni, einhverjar leifar frá laxveiðigamni sumarsins? Ef fengist er við viðskiptasálfræði i Háskóla Is- lands þá er hér verðugt rannsóknarefni. Ef fyrirbrigðið er athugað nánar kemur hið alkunna i ljós, allir aðilar bókiðnaðarins, hönnuðir, prentarar og bókbind- arar hafa auðvitað fengið sitt, bóksalinn tekur enga áhættu en Ein hlið á þessu máli er sú augsýnilega óvirðing sem landsbyggðinni er sýnd, þjóðin er ekki öll i Reykjavik og gaman þætti mér að vita hvenær bök sem kemur út frá viku til einum degi fyrir jól er komin til allra bóksala á landinu. Nú mun vera að verða til samningur milli rithöfunda og útgefenda, séu ekki i honum — Er það veiði- íþróttarhugsunar- hátturinn, sem rœður ferðinni? Verðurt viðfangs- efni fyrir við- skiptasálfrœði rœður ferðinni? bundið að bók komi ekki út siðar en 1. desember ef henni er ætlað að koma út það árið nema sam- þykki höfundar komi til. Með þessu yrðu stigin fýrstu skrefin í þá átt að breyta is- lenskri bókaútgáfu i eðlilegra horf. Þar sem málið mun ekki út- nein ákvæði um útg.tima bóka v rætt ætla ég ekki að hafa þessi er það miður. Það er hægt að orð fleiri. hugsa sér að það sé samnings- Þorvarður Helgason. „Svo þetta voru hinir elskulegustu tónleikar" Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitarinnar 15. jan. i Háskólabiói Efnisskrá: Þorkell Sigurbjörnss: Albumblatt Mendelsohn: Fiðlukonsert i e- moll Beethoven: Sinfónia nr. 5 i c- moll. Flytjendur: Sinfóniuhljómsveit tslands Stjórnandi: Karsten Andersen Einleikari: Carmian Gadd. Það er árviss viðburður að Sinfóniuhljómsveitin frumflytji verk eftir Þorkel Sigurbjörns- son, og jafnan er beðið með spenningi eftir nýju verki frá honum. Þorkell er afkasta- mikið tónskáld en um leið mjög stabill listamaður. Hann breytist ekki .mikið frá einu verki til annars, þróun hans er hæg og jöfn. Still hans hefur breyst méð árunum, sem sjá má ef Albumblatt er borið saman við þau verk sem hann samdi fyrir sjö til átta árum. Þorkell semur alltaf mjög áheyrilega tónlist, verk hans láta vel i eyrum og eru auðmelt við fyrstu heyrn. Svo er einnig nú. Albumblatt er samið af kunnáttu og smekkvisi Verkið er einkar einfalt og lætur litið yfir sér Olikum tónmyndum er raðað upp og fléttað saman á s'érkennilegan hátt. Þorkell hefur samið metnaðarfyllri verk og áhrifameiri en þetta, en Albumblatt er verk sem stend- ur fullkomlega fyrir sinu. Fiðlukonsert Mendelsohns er eitt lifseigasta og ferskasta verk hinna rómantisku fiðlu- bókmennta og allir fiðlu- snillingar hafa spreytt sigá þvi, frá þvi það var samið. Þótt fiðlukonsertinn hafi verið fluttur óteljandi sinnum er alltaf gaman að heyra hann. Charmian Gadd er afburða fiðlari. Túl’kun hennar var einkar látlaus, en um leið yfir- veguð og markviss. Tónn hennar er ljúfur og fallegur og tæknin prýðileg. Samleikur við hljómsveitina var hnökralaus. Tónleikunum lauk með fimmtu sinfóniu Beethovens. Túlkunarmöguleikar þess verks eru ótæmandi og seint heyrir maður flutning sem uppfyllir allar kröfur manns. En Karsten Andersen stjórnaði_ verkinu mjög vel. Hann dró' fram þunga verksins. hinar dökku eigindir þess. Sinfóniu- hljómsveitin lék prýðilega svo þetta voru hinir elskulegustu tónleikar. Atli Heimir Sveinsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.