Vísir - 21.01.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 21.01.1976, Blaðsíða 24
VfSIR Miðvikudagur 21. janúar 1976. Skogi: Aldrei eins mikill snjór í 35 ór... er mesti snjór sem ég man eftir á Skaga í þau l!5 ár sem ég hef verið hér” varð lögreglumanni á Akranesi að orði i morgun. þegar við rædd- um við hann. en i nótt snjóaði þar mikið. Ef vind hreyfir eitthvað má fastlega gera ráð fyrir þvi að allt verði ófært þar. Eins og er, er þó illfært á mörgum stöðum, og búast má við þvi að nóg verði að gera i dag við að koma bilum af stöðum þar sem þeir hafa festst. Engin óhöpp hafa orðið á Akranesi, en litill drengur varð þó fyrir bO i gær, en hann mun ekki hafa slasast. — EA. Innbrot í bóta í leit að lyfjum Brotist var inn i tvo báta, Helgu RE og Birting AR, þar sem þeir lágu við Grandagarð. Stjórnklefi beggja var brotinn upp. Sennilegt er að tilgangurinn hafi verið að afla lyfja en ekkert hafðist upp úr krafsinu, þvi að lyfjakassar beggja bátanna höfðu verið teknir i land. Að sögn rannsóknarlög- reglunnar er þetta að verða ófremdarástand með báta við Grandagarð. Engin vakt er þar og þvi vaða menn af þessu tagi uppi og leita ákaft i bátunum i von um að finna einhvers konar lyf. -VS Góðar kökur í Breiðholts- bakaríi Akaflega hljóta þær að vera góðar kökurnar I Breiðholts- bakarfi. Aðfaranótt laugar- dagsins var brotist þar inn og hver einasta kaka étin, sem var i útstillingarskápnum. Farið var beinustu leið inn i bakariið, spyrnt upp hurðinni og karmurinn stórskemmdur. Gert var við skemmdirnar til bráðabirgða. Ekki stóð sú dýrð lengi, þvi að um miðnættið siöasta var hurðinni aftur spyrnt upp og i sama tilgangi, hver einasta kaka étin. Að visu hefur græðgin verið fullmikil, þvi að eitthvað fór til spillis út um gólfið. -VS Yfir 40 símtöl ó klukkutíma Allir spyrja um fœrð Siminn hjá lögreglunni i vrhæ stoppar varla þegar ófærðin er hvað rnest. 1 morg- un þegar Vlsir hringdi á lög- reglustöðina þar. var okkur sagt. að þetta væri i 22. skiptið á einuin klukkutima sem siminn hringdi þar. Fólk hringir stöðugt til þess að vita hvernig fa-rðin er á hinum og þessum stöðum. Ollu meira mun þó hafa verið hringt i ga'rmorgun, og gisk- aði lögreglan á að simtölin hefðu verið helmingi lleiri eða yfir 40 á einum klukkutima. — E A. Fœr ekki að auglýsa mjólk — Vörum arkaðurinn I Armúla fær ekki að auglýsa að þar fáist mjólk og mjólkuraf- urðir. Þetta eru skilyrði sem M jólkursamsalan setur fyrir mjólkursöluieyfi, segir forstjóri fyrirtækisins, Ebenezer As- geirsson. „Þegar ég fékk loks mjólkur- söluleyfi og fór að selja mjólk fyrir nokkrum dögum, fylgdu þau skilyrði munnleg að ég mætti ekki auglýsa mjólkina” sagði Ebenezer þegar Visir for- vitnaðist um málið hjá honum. „Þetta er mjög bagalegt fyrir mig. Þegar ég opnaði nýju mat- vörudeildina fyrir tveimur mánuðum, var ég ekki búinn að fá mjólkursöluleyfi. Ég er bú- inn að missa óskaplega mikið af viðskiptavinum, sem reiknuðu með að ég hefði strax mjólk, eins og aðrar verslanir með þessu sniði” sagði Ebenezer. Hann sagði að það kæmi sér þvi mjög illa að geta ekki aug- lýst að mjölkin væri nú loks komin. Hræddir við sprengingu! „Þegar ég spurði hvers vegna ég mætti ekki auglýsa, var mér sagt að það yrði að vera svo, til að ekki yrði sprenging hjá ein- hverjum mönnum”. ,,Ég er búinn að vera i óskap- legri baráttu, ekki aðeins við Mjólkursamsöluna, heldur við kerfið. Fyrst fékk ég synjun á mjólkursöluleyfi. En siðan fékk ég leyfi til að selja mjólk, um leið og frumvarp til laga um mjólkursölu kæmi fram á Alþingi. Mjólkursölunefndin samþykkti þetta. Siöan var þetta stoppað frá æðri stöðum, og ég hef átt i mikilli baráttu. Ég hef fullkomið heilbrigðis- vottorð, og engin verslun hefur stærri kælibúnað fyrir mjólkur- vörur, þannig að þar er engin hindrun i veginum. En það eru nokkrir menn innan kaup- mannasamtakanna sem hafa gert mér þetta og fengið kerfið til að ganga svona afturábak”. — ÓH. 45 togarar á veiðum Herskipin eru farin útfyrir eftir þvi sem við best vitum, en það eru eftir einir fjörutiu og fimm breskir togarar að veiðum i landhelginni, sagði Jón Magnússon, blaðafulltrúi Land- helgisgæslunnar, við Visi i morgun. — Venjulega eru ekki nema um tuttugu togarar að veiðum hér um þetta leyti. Landhelgis- gæslan hefur fyrirmæli um að halda áfram að verja land- helgina, eins og kemur fram i ummælum forsætisráðherra, svo við biðum nú frétta. — Það eru tveir dráttarbátar hjá togurunum, sem eru út af Melrakkasléttu. Það eru States- man og Euroman. Við hlýddum áðan á tal Euroman og freigát- unnar Falmouth, og hún itrekaði fyrirmæli frá þvi i gær að Euroman skuli yfirtaka stjórn togaraflotans. — Það var ekki flugve'ður i gær, en við vonumst til að geta sent vélina út i dag, til þess meðal .annars að lita á herskipin. Visir hafði samband við flug- umsjón i morgun og fékk þær fréttirað engin njósnaþota hefði boðað komu sina á miðin. Aætlað var að ein kæmi i gær, en tilkynnt var um seinkun á ferð hennar, og hún lét svo aldrei sjá sig. -ÓT. Torfœrubíll í sjúkra- flutningum Bfll frá slysavarnadeildinni Ingólfi i Reykjavik var i sjúkra- flutningum I alia nótt og var enn þegar við höfðum samband við Hannes Hafstein hjá Slysa- varnafélaginu I morgun. Sagði hann að lögreglan hefði hringt i gærkvöldi og beðið um að fá bilinn. Þótti vissara að hafa hann til taks ef færð versnaði. Bill þessi er af Unimog-gerð, feikna-mikið tæki, sem ekkert stendur fyrir. Er hann einstak- lega heppilegur til þessara nota þegar færð er slik sem nú og hægt er aö taka úr honum sætin og fá þannig rými fyrir 9 sjúkra- körfur. -VS. „EG ER AÐALLEGA HISSA" „Mér Hður bara engan veg- inn. Ég er aðallega hissa. Þessi vcrðlaunaveiting kom mér svo gersamlega á óvart” sagði Atli Heimir Sveinsson tónskáld sem I gær hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs, fyrstur Is- lendinga. — Atli er tónlistar- gagnrýnandi VIsis. Kona hans Sigriður Hanna Sigurbjörnsdóttir bætir viö: „Ég hringdi I hann seinni part dagsins, áður en frést hafði af verðlaunaveitingunni og spurði livort hann hefði nokkuð frétt. „Frétt, af hverju? spurði hann. „Verðlaunaveitingunni?” „Gleymdu þessu,” sagði hann og þar með var það búið i bili.” — O — Nú siðustu árin hefur mikil gróska verið i tónsmiðum. Bæði samin mikil og góð islensk tón- list.” — Hvernig verk er verð- launaverk þitt? „Þetta er flautukonsert. Ég samdi hann fyrir vin okkar, Robert Atkin frá Kanada, sem oft hefur verið hér á landi og á hér marga vini. Við hjónin vorum árið 1972 i Kanada hjá honum og þá bað hann mig að skrifa stórt verk fyrir sig. Verkið var siðan skrif- að um haustið og frumflutt af Sinfóniuhljómsveitinni. Sjálfur stjórnaði ég hljómsveitinni, en Robert Atkin lék einleik af þeirri snilld sem honum er lag- in.” Atli Heimir Sveinsson tónskáld og kona hans, Sigriöur Hanna Sigur- björnsdóttir. Ljósmynd Loftur. — Ég vona að athygli manna beinist i rikara mæli að islensk- um tónsmiðum en verið hefur, sagði Atli þegar við spurðum hver áhrif hann teldi að verð- launaveitingin myndi hafa. „Ekki aðeins nútima verkum heldur og verkum fyrri tón- skálda. Við höfum átt betri tón- skáld bæði fyrr og nú en við höf- um gert okkur grein fyrir. Sumarfristónskáld Gera þessi verðlaun þér kleift að sinna meira tónsmiðum en áður? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég og margir aðrir félagar minir höfum unnið við kennslu svo okkur gefst helst tækifæri þegar fri eru að sinna tónsmið- unum. Það er, mest i sumarfrium og öðrum slikum frium. Það má kannski segja að við séum eins konar sumarfristónskáld. Miðaö við þessar aðstæður er undravert hverju islensk tónskáld hafa fengið áorkað. — íslensk tónskáld hafa ekki verið metin sem skyldi á erlend- um vettvangi en það er samt að aukast. Það væri gleðilegt ef þessi verðlaunaveiting gæti orð- ið til þess i rikara mæli að vekja athygli á islenskum tónsmið- um”- - EKG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.