Vísir - 02.02.1976, Side 8

Vísir - 02.02.1976, Side 8
8 IYIánudagur 2. febrúar 1976. VISIR VÍSIR Ctgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri ogábm: Ritstjóri frétta: Ritstfórnarfulltrúi: Fréttastjóri erl. frétta: ,./ Auglýsingastjóri: Augiýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Daviö Guömundsson Þorsteinn Pálsson Árni Gunnarsson Bragi Guðmundsson Guömundur Pétursson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siðumúla 14. simi 86611. 7 iinur Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasögu 40 kr. eintakið. Blaöaprent hf. Fólkið og leiðtogarnir Á siðari timum hefur mjög tiðkast að tala af litilli virðingu um stjórnmálamenn og þeirra starf. Er þá gjarnan látið sem þá stétt skipi vart aðrir en auðnuleysingjar, sem þurfi að komast á rikisjötuna, þar sem þeir skammti sér opinber laun. Stefnumun- ur manna i ólikum flokkum sé enginn, allur ágrein- ingur sé sviðsettur handa almenningi. Auðvitað eru flestar slikar fullyrðingar út i bláinn, en hinu er ekki að neita, að margir stjórnmálamenn bera það nafn ekki með neinum sóma. Það eru einkum þeir, sem varpa rýrð á „stéttina” sem heild, og er ekki að undra, þar sem þeir sýnast geta leikið lausum hala i flokkum sinum. Þá 'Vill það oft brenna við, að stjórnmálamenn bregðast starfi sinu. Þeir eiga auðvitað að ráða málum hverju sinni, eftir þvi sem samviskan býður þeim, en ekki fara eftir þvi, hvað almannarómur kýs helst þá og þá stundina. En þó er ekki verst, þegar stjórnmálamenn fara eftir þvi, sem vinsælast er á hverjum tima. Verra er, þegar þeir eru að hl^upa eftir imynduðu almenningsáliti, sem er þó ajp ekki fyrir hendi, þegar á herðir. Stærsta dæmið i pessum efnum eru umræðurnar um varnarmálin á (fögum vinstristjórnarinnar. Þá voru kommúnistar isúnirað básúna i blöðum sinum, i nafni þjóðarinnar allrar, að varnarliðið ætti að fara. Slikt væri vilji 'megin þorra manna. i kjölfarið fylgdu ótal pantað- ;ar ályktanir frá alls konar smáklikum og félögum, ,sem rikisreknu fréttastofurnar gieyptu við og dundu siðan i eyrum manna. öll þessi herferð bar þann árangur, að forystu- menn Framsóknarflokksins voru farnir að trúa, að um raunverulegan vilja þjóðarinnar væri að ræða. Jafnvel sumir sjálfstæðismenn trúðu hinu sama. Þá tóku sig til nokkrir röskir og viðsýnir menn og efndu til undirskriftar undir kjörorði Varins lands. Sú söfnun tók af öll tvimæli um raunverulegan vilja þjóðarinnar. Á siðustu vikum hafa kommúnistar reynt að endurtaka leikinn. Þeir hafa enn hafið að tala óum- beðnir og umboðslausir fyrir hönd þjóðarinnar allr- ar. Þeir eru farnir að fullyrða að þjóðin öll vilji að islendingar varpi öryggismálum landsins fyrir róða og segi sig úr Atlantshafsbandalaginu. Pöntuðu ályktanirnar eru farnar að berast i hrönnum eins og forðum. Og þvi miður hefur bragðið heppnast að nokkru leyti aftur, þótt svikin hafi áður verið af- hjúpuð. Nokkrir minni spámenn Framsóknar- ílokksins hafa bitið á agnið og eru farnir að trúa þvi, að sennilega vilji menn almennt að islendingar gangi úr Atlantshafsbandalaginu. Þessir menn hefðu átt að fylgjast með baráttu- fundum fyrir þessari úrsögn, sem fram fóru rétt íyrir jólin. Á þá fundi mættu um og undir hundrað hræður, þótt fjögur stjórnmálasamtök stæðu að þeim. Þær aumu samkundur höfðu svo sannarlega engan þjóðfundarbrag á sér. Auðvitað eiga stjórnmálamenn að hlusta eftir röddum kjósenda. En umfram allt eiga þeir þó að vera menn til að fara eftir þvi, sem samviskan segir þeim, en liggja ekki flatir fyrir lýðskruminu. Fræg er sú setning: ,,Látið mig lausan, ég verð að elta lýðinn, ég er leiðtogi hans”. Stjórnmálamaður, sem ætlar sér að hlaupa eftir sviptivindum almennings- álitsins á hverjum tima er ekki i réttu starfi. Sá flugstjóri, sem ætlaði að miða flugtök sin og lend- ingar við óskir einstakra farþega i hverri ferð, fengist seint tryggður hjá tryggingafélögum. Einbeitni Margrétor Thatcher yljar flokks- brœðrum hennar... Frú Margaret Thatcher er talin heldur óvön utanríkismálum, en engu að siöur hefur afstaða henn- ar til þeirra vakið allmikið umtal. llún hakaði sér óvinsældir rússa, þegar hún réðst á stefnu þeirra i ræðu, svo og fjandskap bresks ráðherra, en meöal ai- mennings virðast vinsældir henn- ar allmiklar. Þessi ræða hennar gæti þó orðið ihaldsflokknum að gagni, en stefna hans hefur verið nokkuð á reiki, frá þvi hann beið ósigur fyrir Verkamannaflokknum. Þvi mun Irú Thatcher hafa glaðst i laumi yfir andmælum rússa, og þau styrkt hana þar sem hún var lalin veikust' fyrir. 11ún hefur komist hæst i aö verða nicnnta málaráöherra . og viöurkennir, að þekking sin á ut- anríkismálum sé næsta Iftil mið- að við reynslu hennar heima fyrir. 160 styðja Thatcher Yfir hundrað þeirra 277 þing- manna, sem styðja ihaldsflokk- inn. hafa fylkt sér að baki frú Thatcher og lýst sig samþykka þeirri skoðun hennar. að bretum stafi hætta af rússum. Hún þarf þvi ekki að hafa svo miklar áhyggjur af fullyrðingum rússa og ásökunum um. að hún sé „striðsæsingaseggur”. Tmtalið gæti jafnvel haft góð áhrif á sjálfstraust frú Thatcher og veitt henni þá þægilegu vitneskju. að hún sé einhvers metin á alþjóða- sviðinu. Harðlinumenn innan Ihalds- flokksins eru vfirleitt taldir á- nægðirmeð hina einbeittu afstöðu frú Thatcher, þvi að innan ílokks- ins er hver höndin upp á móti annarri. Viðbrögö sovétmanna komu á óvart En þeir eru lfka vissulega margir ihaldsmennirnir, sem á- lita ræðu frú Thatcher óþarft vopnaskak. Það veldur fréttaskýrendum undrun , að sovétmenn gerðu sér það ómak að fjargviðrast yfir ræðu leiðtoga stjórnarandstöðu- l'lokks. þar sem fátt nýtt kom lram um stefnumið sovétmanna. Kom þessi gagnrvni frúarinnar svona illa við kaunin á sovét- mönnum, eða var einhver önnur ástæða lyrir hinum harkalegu viðbrögðum þeirra? Kin kenning er þannig. að rúss- ari hafi ráðist á frú Thathcer i þvi skvni að stvrkja aðstöðu Wilsons lorsætisráðherra . sem þeir álita forystumann flokks. sem opnari er fyrir áhrifum kommúnista en ihaldsflokkurinn. Nokkrir ihaldsmenn, þar á meðal rithöfundurinn Bethell lá- varður, halda þvi fram að sov- éska sendiráðið i London reyni nú að svarta ihaldsflokkinn i aug- um umheimsins. Bretar vilja öflugri stjórn Frú Thatcher hefur meðal ann- ars sætt þeirri gagnrýni, að hún hafi með ræðú sinni brotið i bága við eitt meginmarkmið stjörn- málaleiðtoga i Bretlandi — að halda uppi friðsamlegri sambúð við Sovétrikin og minnka þarmeð spennuna. En þyngri er þó á metunum ósk , bresku þjóðarinnar um stjórn, i stað málamiðlunarstefnu Wilsons forsætisráðherra. Frú Thatcher hafði það ef til vill i huga, þegar hún i ræðu á flokksfundi þann 19. þ.m.. sagði að staðreyndum um varnarmál hafi verið haldið leyndum fyrir þjóðinni. Ýmsir menn, bæði i stjórn sem utan hennar hafi sagt bretum. „að þeim stafaði sist af öllu hætta af rússum. þar rikti okkert nema Ijúfmennskan ein i garð breta. og sveit herílugvéla eða flokkur landgönguliða sé minna virði en aðstoð við verk- smiðju, sem þegar rambar á barmi gjaldþrots. „Bretland i mikilli hættu” „Bretum hefur aldrei verið ógnað meir en nú siðan heims- .styrjöldinni siðari lauk. en samt lét rikisstjórnin varnarmál sitja á hakanum,” sagði frú Thatcher. „Rússar láta hergagnafram-’ leiðsluna sitja i fyrirrúmi,” sagði hún á flokksfundi i Kensing- ton-hverfi, „en hjá okkur eru varnirnar látnar drabbast nið- ur.” Viðbrögð sovétmanna komu breskum Iréttaskýrendum á óvart. vegna þess hve heiftarleg þau voru. Sovéski sendiherrann kom i heimsókn i utanri'kisráðu- neytið, án þess að gera boð á und- an sér fyrst. og i bréfi frá Vladi- mir Semenov. sendiráðsfulltrúa i London. stóð aö breski fhalds- flokkurinn hafi mjög breytt stefnu sinni. og „gadti þar nú mikils fjandskapar og ósanngirni i garð rússa”. I bréfinu var vitnað i fyrrum ráðherra lhaldsflokksins. Peter Walker og .lulian Amery sem dæmi um hreytingu á stefnu thaldsflokksins. Amery kvaðst undrandi á þvi. hve nissar væru- nú skvndilega orðnir hörundsárar. Talsmaður fhaldsflokksins um utanrikismál, Reginald Maudling. taldi um- kvartanir sovétmanna vindbelg- ing einn. Sovésk blöð héldu árásunum á- fram. og Izvetia sakaði James Oallaghan utanrikisráðherra, um að hafa gert „kröfur” til Aust- ur-Berlinar. Þaðvar fyrsta árás- in. sem opinberir fjölmiðlar i Sovétrikjunum hafa gert á bresk- an ráðherra. frá þvi Callaghan og Wilson heimsóttu Moskvu fyrir nærri ári. Varnarmálaráöherra brást ókvæða viö Harkalegasta árásinn á frú Thatcherkom þó ekki frá Moskvu heldur I,ondon. Varnarmálaráð- herra i rikisstjórn Wilsons. Roy Mason. sagði ræðu frú Thatcher hafa verið flutta á óhentugum tima og ögrandi. „Endurtekn- ingu á gamaldags afturhalds- rausi sem stofnað ga'ti friðnum i mikla hættu.” Ilins vegar urðu viðbriigð breskra blaða nokkuð á aðra lund.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.