Vísir - 13.02.1976, Page 7
w
VISIR Föstudagur 13. febrúar 1976
Jarðskjálftinn
flutti landið
metra í vestur
Vísindamenn halda því
fram að jarðskjálftinn
sem leiddi ógn og dauða
yfir Guatemala hafi fært
landið að minnsta kosti
einn heilan metra vestur á
bóginn út f Kyrrahaf.
Almannavarnarráð Guatemala
hefur sent frá sér skýrslu þriggja
sérfræðinga sem segja að jarð-
skjálftinn mikli hafi átt rætur
sinar að rekja til þess að bergið
hafi færst lárétt eftir heljar-
mikilli sprungu.
Þeir segja að slikum fyrir-
brigöum áöur hafi fylgt urmull
smærri jarðskjálfta sem fjaraö
hafi smám saman út. — „Fylgi
jarðskjálftinn 4. febrúar þeim
fordæmum ætti ekki að þurfa að
óttast annan slikan tjónvald,”
segja sérfræðingarnir.
í Guatemala er haldið áfram
björgunarstarfinu og unnið viö
uppgröft úr rústum og hreinsun i
þéttbýli. — Nú hafa nær nitján
þúsundir manna verið taldar af.
Kjell Laugerud, forseti Guate-
mala, flutti útvarpsræðu i gær-
kvöldi. — Grafið hina látnu, berið
sár ykkar möglunarlaust og hefj-
ist handa við uppbyggingu lands-
ins af eigin rammleik — var boð-
skapur hans.
Matvæli og hjálpargögn flæða
inn i landið viða frá. Daglega ber-
ast um 100 smálestir til aðstoöar
hinum bágstöddu.
í höfuðborginni einni saman
misstu um 400,000 manns heimili
sin, en alls um allt land stendur
nú uppi um ein milljón manna
með heimili sin i rústum. — Til
sumra afskekktustu þorpanna
hefur engin hjálp borist enn.
Til hliðar: Fjölskylda gengur
framhjá hrundum húsum i San
Pedro Sacatapeque þorpinu sem
ekki er fjarri höfuöborg Guate-
mala. Þetta þorp var mjög illa úti
i jarðskjálftanuin 100 manns fór-
ust, og var búinn til nýr kirkju-
garður i þorpinu. Að neðan: Ráð-
vitlt móðir situr með barn sitt í al-
menningsgarði í Guatemalaborg.
Heimili hennar gjöreyðilagðist i
jarðskjálftanum mikla.
Sameining Alsír
og Libyu
Á ný hefur verið vakin
upp hugmyndin um sam-
runa Alsír og Líbýu og
greinilegt að það er deilan
um Vestur-Shara sem nú
gæðir þessa gleymdu
drauma lífi.
Houari Búmedienne forseti
Alsir sagöi viö komu sina til Tri-
póli i gær: ,,Libya er meir en
bandamaður. viö erum hér til
að leita að öruggustu og áhrifa-
bestu leiöinni til að láta vonir um
sameiningu rætast.”
Þessi hugmynd fékk byr undir
báöa vængi á fundum þeirra
Búmedienne og A1 Gaddafi i
desember, en hefur legið niðri
siðan. Greinilega hafa nú skýrst
aftur þær hillingar sem arabar
sjá um eitt sameinað arabariki
sem spanni yfir mestalla Noröur-
Afriku.
Birta nöfn fímm
KGB njósnara hjá
Sam. þjóðunum
Fjórar austur-e vrópskrar
frelsishreyfingar dreifðu í gær
lista til sendinefnda hjá Sam-
einuðu þjóðunum, með nöfnum,
heimilisföngum og simanúmer-
um fimm háttsettra sovéskra
diplómata hjá Sameinuöu þjóð-
unum. Sagði aö þessir menn
væru allir njósnarnar sovésku
leyniþjónustunnar KGB.
1 bréfi sem fylgdi listanum
segja frelsishreyfingarnar aö
vegna þátttöku KGB i að gefa
upplýsingar um CIA, hafi verið
ákveðið að birta listann. Þessar
opinberanir KGB hafi leitt til
þess að yfirmaður CIA i Grikk-
landi, Richard Welch, hafi verið
drepinn.
1 bréfinu voru sovétmenn var-
aðir viö að reyna að berja niður
króatisku þjóðarhreyfinguna i
Júgóslaviu eftir lát Titós sem
búist er við hvenær sem er
vegna veikinda hans.
Frelsishreyfingarnar sögðu
að niu menn þeirra hefðu verið
drepnir i Vestur-Evrópu undan-
farna mánuði af hendi komm-
únista.
Frjálsar
fóstureyðingar
Vestur-þýska „Bundestad”
(neöri málstofa þingsins) sam-
þykkti i gær frjálsari fóstureyð
ingarlög fyrir landsmenn, þrátl
fyrir megna andstöðu kristilegrs
demókrata.
Þetta er i annað skipti á tveim
árum sem frjálslyndir reyna að
létta á lagaákvæðum um fóstur-
eyðingar.
Atkvæði féllu aö þessu sinni 234
gegn 181 á móti. — En frumvarpið á
eftir að hljóta samþykki efri deild-
ar áöur en það getur orðið að lög-
um.
Hauskúpukrossfari
38 ára gamall læknir i Munchen
sem notaði málningu i krossferð
sinni gegn reykingum, ætlar sér að
afplána tólf daga fangelsi fremur
en greiða sekt og skaðabætur fyrir
skemmdir á auglýsingaspjöldum.
Dr. Eberhard Busch haföi farið i
fritimum sinum um borgina og
málaö hauskúpu dauðans á öll
veggspjöld sem auglýstu vindlinga.
Drjúgur skattur
Búðarhnupl, skemmdarfýsn og
rán hafa valdið 23,600 milljón doll-
ara tjóni i bandariskri kaupsýslu á
siðasta ári. — Það er þrem milljón-
um meira, en árið 1974 eftir þvi
sem viðskiptamálaráðuneytið upp-
lýsir. '
Kartöfluskortur
Belgar hafa farið i flokkum yfir
frönsku landamærín til þess að
bæta sér upp kartöfluskort sem rik-
ir i heimalandi þeirra. Hafa toll-
verðir haft i nógu að snúast við að
fylgjast mep kartöflusmygli.
Um leiö er mikill úlfaþytur i
Belgiu vegna mistaka sem uröu
þegar skip meö 2,300 smálestir af
kartöflum var snúið frá Belgiu, en
þvi hefur nú verið snúið aftur og er
væntanlegt meö nýju birgðirnar i
dag eða á morgun.
Þetta kartöfluhamstur hefur leitt
til hærra verðs á kartöflum á
markaönum.
Anna ekki eftirspurn
eftir skriðdrekum
Bandarikin hafa tilkynnt aö þau
muni ekki afgreiða ameriska skrið-
dreka til erlendra rikja næstu átján
mánuðina. Meðal þeirra sem eiga
skriödreka I pöntun er israel.
Martin Hoffman varnarmálaráð-
herra sagði i gær að afgreiösia á M-
60 skriðdrekum hæfist ekki aftur
fyrr en framleiðslan gæti annað
eftirspurninni.
Flestir hafa fiktað
við maríjúana
Meirihluti bandariskra ung-
menna á aldrinum 18 til 25 ára hafa
fiktað við marijúana samkvæmt
skýrslu bandariskra stjórnvaida.
— Fyrir þrem árum varö þetta ekki
sagt um nema 48% ungmenna.
Dr. Robert Dupont sem fylgdi
skýrslunni úr hlaði á blaðamanna-
fundi sagði að engin sönnun hefði
fundist á þvi að marijúana væri
skaðlegt likamanum. En hitt færi
ekki á milli mála að marijúana-
vima dragi mjög úr hæfni notand-
ans.
Hann vildi jafnvel meina að
vindlingar og áfengi væru meiri
vandamál vegna almennari neyslu.
Benti hann á að þær raddir gerðust
nú háværari sem aflétta vildu
lagamanni við notkun marijúana.
Nefndi hann til sex riki sem nýlega
hafa afnumið fangelsisviðurlög viö
neyslu marijúana.
Köfunarvinna
Hollenskir kafarar sem rann-
sakað hafa skemmdir á risa-
oliuskipinu Olympic Bravery
urðu að hætta i gærkvöldi köfun-
arstarfinu vegna veöurs og
brælu.
Skipið sem er i eigu Onass-
is-skipafélagsins strandaði á
skerjum við Quessant-eyju
skammt frá Brest i Frakklandi.
Þaö er 275 þúsund smálestir.
Uppi eru ráöagerðir um aö ná
skipinu á flot aftur, ella gæti
þetta orðið dýrasti skipstapi
sögunnar. Þaö var tryggt fyrir
nær 50 miiljónir doUara, eða
tvöfalt hærra en norska risa-
flutningaskipiö Berge Istra sem
fórst i desember i Kyrrahafi.
Olíuskildingur
Eftir 1980 búast norðmenn við
að framleiða- árlega úr Norður-
sjó oliu fyrir 12,888,000,000,000
króna, eftir þvi sem Bjartmar
Gjerde iðnaðarráöherra sagði i
gær.
Hann sagði að árleg oiiu-
vinnsla norðmanna úr Norður-
sjó mundi veröa 78 milljónir
lesta eftir 1984.
Ráðherrann sagði að átta
Evrópuriki heföu leitað eftir
samningum við þá um kaup á
oliu og gasi, Sviþjóð, Finnland.
Danmörk, Pólland, V-Þýska-
land, Holland, Bretland og
Austurriki.