Vísir - 13.02.1976, Síða 15

Vísir - 13.02.1976, Síða 15
vísm Föstudagur 13. febrúar 197« SÝNINGAR OG SÖFN I.istasafn íslands Á laugardag kl. 1.30 veröur opnuð á safninu sýning á is- lenskri popplist. Sýningin stendur i u.þ.b. mánuð. Norræna liúsið Gunnar örn Gunnarsson opn- ar sýningu á 60 oliumálverkum á laugardag kl. 2. Sýningin stendur til 24. febr. og er opin daglega frá kl. 2-10. I.of tið Gunnar örn Gunnarsson opn- ar sýningu á 50 koi-, grafik og blýantsteikningum. Sýningin veröur opin um helgina frá kl. 2-10 og stendur til 24.íebriiar. Mokkakaffi A sunnudaginn kl. 2 opnar Hjalti bórðarson sýningu á um 20 vatnslita og oliumyndum. Asgrimssa fn Syning á valnslitamyndum Asgrims. Safnið er opið þriöjud., fimmtud., laugardaga og sunnudaga frá kl. 1.30-4. Atriði úr einþáttungi Odds Björnssonar „Við lestur framhalds- sögunnar.” Verslunarskóla- skemmtunin 76 A laugardag kl. 2 halda verslunarskólanemar skemmt- un i Austurbæjarbiói sem opin er öllum. Dagskráin er létt og f jörleg að vanda. Sýndur verður dans sem lýsir tiðaranda hernámsáranna. Einn nemandi, Sigrtin Magnúsdóttir, syngur frumsam- in lög við gitarundirleik. Tveir einþáttungat; eftir Odd Björnsson verða sýndir. Bera þeir nöfnin Partý og Við lestur framhaldssögunnar. 1 leikskrá segir m.a. um höfundinn: — „Mikilvægt einkenni Odds sem höfundar er skörp myndræn sýn og næm skynjun á hinum sviðs- lega i formgerð leiksins. Eitt fremsta höfundareinkenni hans má þó telja hina siðferðislegu afstöðu, Mörg verka hans má túlka svo að þema þeirra sé sið- ferðilegur vandi. Hvað er rétt og hvað er rangt?” Að lokum syngur nemenda- mótskórinn lög eftir Simon og Garfunkel. |í| ISBBWSSí V ||pjj 1 V, - : . J L - 1 ...og annað atriði úr einþáttungi Odds. Hér er mikiö partý i gangi. — Ljósm : Loftur Sjálfsmynd frá árinu 1973. Til sýnis á „Loftinu Gunnar Örn: Opnar tvœr sýningar i Á laugardaginn kl. 14 opnar Gunnar örn Gunnarsson 5. einkasýningu sina i Norræna húsinu og á Loftinu. Gunnar örn er sjálflærður listamaður og vakti fyrst at- hygli á haustsýningu FÍM 1971 Að lokinni einkasýningu árið 1972 hélt hann utan. Hann ferðaðist um Evrópu þar sem hann sýndi og kynnti sér list annarra. Undanfarin ár hefur Gunnar verið búseltur i Dan- mörku og hafa myndir hans hlotið þar lofsamlega dóma. — Það er ólikt betur búið að listamönnum i Danmörku en hér heima —, sagði Gunnar þeg- ar við litum inn i Norræna húsið. —- I Kaupmannahöfn eru t.d. galleri sem taka að sér að kynna verk listamanna. Ég átti mynd- ir hjá einu þeirra i eitt ár. Þar er beitt látlausum áróðri til að vekja athygli á myndunum. Listamaðurinn ber engan kostn- að af sýningum, en galleriin fá 50 prósent af allri sölu. Málverk eins og t.d. eftir Þor- vald Skúlason seldust á um 2,5 milljónir þar, en hér seljast slikar myndir á um 250 þúsund. Listasmekkur islendinga finnst mér vanþróaður, fólk kaupir frekar sófasett en málverk. — Er þetta viðamikil sýning sem þú ert með? — Ég er með 60 oliumálverk hérna i Norræna húsinu og á Loftinu eru 50 kol-, grafik- og blýantsteikningar. — Sýning Gunnars stendur til 24. febrúar og er opin frá kl. 2-10. bæði á Loftinu og i Norræna húsinu um helgina. „A fyrstu sýningunni sneri fólk viö þegar það hafði litið yfir salinn". Gunnai' Orn við eina af nivndum sinuni i Norræna húsinu. — Ljósm.: Loftur. llótel Saga: Föstudagur: Lokað. Laugar- dagur: Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og Þuriður Sigurðardóttir skemmta i Súlnasal. Lokaö i Atthagasal. Sunnudagur. Otsýnarkvöld i Súlnasal, lokað i Atthagasal. Hótel Borg: Hljómsveit Arna tsleifs og Linda Walker skemmta um helgina. Tónahær: Föstudagur. Hljómsveitin Ýr frá tsafirði leikur. Lokað laugardagskvöld. Klúbburinn: Föstu- og laugardagskvöld. Hljómsveit Guðmundar Sigur- jónssonar og Kaktus. Sunnu- dagskvöld. Hljómsveitin Ýr og Dvnamit. Rööull: Hljómsveitin Bella Donna skemmtir föstudags- og laugar- dagskvöld. Stuðlatrió leikur sunnudagskvöld. Tjarnarbúð: Lokaðyfir helgina vegna einka- samkvæma. Lindarbær: Gömlu dansarnir á laugardags- kvöld. Hljómsveit Itúts Kr. Hannessonar og Jakob Jónsson skemmta. Sigtún: Pónik og Einars skemmta íöstudags- og laugardagskvöld. Drekar leika fvrir gömlu dönsunum sunnudagskvöld. Glæsibær: Asar leika um helgina. Leikhúskjallarinn: Skuggar leika um helgina að venju. Skiplióll: Hljómsveit Birgis Gunnlaugs- sonar skemmtir vfir helgina. Óðal: Diskótek Sesar: Diskótek.. Ungó. Keflavik: Haukar leika föstudagskvöld. Festi, Grindavik: Ýr og Kabarett skemmta laugardagskvöld.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.