Vísir - 03.04.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 03.04.1976, Blaðsíða 2
Teljið þér að halda beri áfram framkvæmd- um við Kröfluvirkjun? I I Egill Smári Egilsson sims- smiður: — Já, já, alveg hiklaust. Eins og Jón Sólnes hefur sagt munum við krafla okkur i gegn- um þetta eins og allt annað. Ólafur Uaraldsson menntaskóla- nemi: — Nauðsynlegt að rannsaka umhverfið betur og at- huga hvort grundvöllur sé fyrir þessu vegna breyttra aðstæðna sl. haust. Jófriður Traustadóttir fóstra: — Alveg tvimælalaust, ekki næg ástæða til að hætta framkvæmd- um þrátt fyrir jarðhræringar. Kolbeinn Sigurbjörnsson : — Ljúka ber þeim áfanga sem nú er i smiðum og kanna siðan fram- haldið. Friðjón A. Arnason, nemi: — Nei, ég hef alltaf verið á móti Kröflu- virkjun. Björgvin Jónsson framkvæmda- stjóri: — Já, vegna þess skorts sem hefur veriö á undanförnum árum (rafmagnsskorts) og ekki enn komnar nægar forsendur fyrir að hætt sé framkv. þar. Kristfn Jónsdóttir afgreiðslu- dama: — Helst ekki, þetta er svo mikið fyrirtæki. Vil heldur láta hitaveituna sitja fyrir eins og svo margir aðrir. BORINN FER AUSTUR Ég hef ekki heyrt um neina breytingu á Kröflufram- kvæmdum og meðan svo er stendur þaðóhaggað, að bor- inn fer austur á Kröflu”, sagði Jakob Björnsson, orkumála- stjóri i samtali við Væisi. „Við hérna hjá Orkustofnun og eins Iðnaðarráðuneytið erum allir af vilja gerðir að leysa vanda Akureyringa. Þeirra vandi er þó engan veg- inn einstæður. Við eigum við þetta vandamál að striða við- ar þótt það varði ekki jafn stóra bora. Að þvi leyti er þeirra vandi ekki einstæður”. ,,Að öðru leyti hef ég engu við það að bæta, sem þegar hefur verið haft eftir mér um þetta mál”. _ VS l.augardagur (!. april VISIR Nýútskrifaðir þroskaþjálfar. Talið frá vinstri eru Oddný Jóhannsdóttir, Kolbrún Gestsdóttir, Ragnheið- ur Benediktsdóttir, Joann Hern, Guðrún Stefánsdóttir, Guðriður Olafsdóttir, Berglind Hallgrimsdóttir, Ingibjörg Gisladóttir, Dadda Ingvadóttir, Anna Fia Sigurðardóttir, Agnes Elisdóttir og María Ingólfs- dóttir. Ljósm. Jim Vilja þroskaþjálfaskól- ann inn í skólakerfið... Okkur finnst eðlilegast að allir skólar tilheyri sama ráðu- neyti. Þroskaþjálfaskólinn heyr- ir enn sem komið er undir heil- brigðisráðuneytið og það hefur verið afar óheppilegt að okkar áliti,” sögðu nýútskrifaðir þroskaþjáifar i samtali við Visi. Þroskaþjálfaskólinn er 17 ára og á þeim tima hafa nálægt 100 nemendur útskrifast, frá skólan- um. Mikil og vaxandi eftirspurn er eftir fólki með þessa menntun, eftir þvi sem menn gera sér betur grein fyrir mikilvægi starfs af þessu tagi. Annar skólinn nær hvergi að uppfylla þá þörf sem fyrir hendi er. Aðsókn er mjög mikil. Raun- hæfar umsóknir eru árlega 7-8 sinnum fleiri en þeir nemendur sem skólinn getur tekið við. Hafa þvi kröfur um úndirbúnings- menntun aukist mjög. Lágmarks- menntun er gagnfræðapróf, auk starfsreynslu. Aðspurðar kváðust stúlkurnar vera ánægðar með námið sem slikt. Þó væri kennsluaðstaðan ekki nógu góð. Voru þær allar sammála um að mikil bót yrði að þvi að kennsla i þroskaþjálfun flyttist inn i hið almenna skóla- kerfi og yrði kennt t.d. i fjölbraut- arskólum. „Það er hvergi verri aðstaða fyrir verklega þjálfun en hér á Kópavogshæli,” sögðu þær. „Það er ekki gert ráð fyrir okkar fagi hér. Þetta er mjög erfitt starf, bæði andlega og likamlega. En það er mun auðveldara að vinna það þar sem aðstæður og tækja- kostur eru betri.” si Aprílgabb með sérstðku trukki Svo er komiö I. april, að hvorki cr hægt að lita i blað eða opna fyrir útvarp (sjónvarpið var i helgarfrii) öðruvisi en vera leiddur út i hringingar, bil- ferðir eöa langar gönguferðir á nýja stórmarkaði. Þó er ára- munur að þessu, og stundum hefur I. april liðið án stórtið- inda. En þetta gýs alltaf upp aftur, og 1. april I ár hefur að likindum verið sá hastarlegasti frá þvi að blaöstjórar byrjuðu að narrast að lesendum. Við fljótlegt yfirlit virðist sem blöð hafi nú i fyrsta sinn gripið til þess ráðs að birta fleiri en eina aprílfrétt, ef önnur þeirra kynni að verða feiiskot. Þetta tvihleypukerfi hefur áreiðan- lega orðið til þess, að þeir sem höfðu fundið eina aprilfrétt i blaði áttuðu sig ekki á april- fréitinni á næstu siðu. Þannig virðist verðbólgan hlaupin i aprilfréttirnar eins og annað, en aukinn glannagangur I. april getur vfirleitt bent til þess, að nú þyki glannatimar i þjóðfé- laginu. og það sé ekki verra að hlaupa I. apríl en hlaupa eftir vorum daglega reyk og vindi. Alþýðublaðið dró Idi Amin inn i þorskastriðið og lét hann bjóða skip til gæslustarfa. Þessi frétt var ein af mörgum um land- helgisgæsluna og húsbónda hennar. Til öryggis hirti Al- þýðublaðið aðra aprilfrétt um notkun bilbelta. Spennið beltin á niiönætti stóð þar. Þá var for- siöuleiðari blaðsins aprilgabb. Visir birti mynd af Ólafi Jó- hannessyni. þar sem hann er að stiga um borð i islenskt varð- skip og sagði að þar væri komin sovésk M irka-kor vetta, en Rússar ætiuöu að sýna okkur það drengskaparbragð að leigja okkur korvettuna til tveggja ára. Þá var birt mynd af Boris Golovko, aðmirál, til áréttingar á baksiðu og enn hert á fréttinni. Ekki er að vita nema geislunar- mengun I Breiðholtinu hafi ver- ið aprilgabb. Um það verður ef- laust ekkcrt sagt fyrr en ibúarn- ir eru orðnir geislavirkir. Dagblaðið birti forsiðufrétt um aö Kinverjar viidu leigja okkur hraðbáta, og sagði aö bát- ur af Shanghai IV gerð hefði komið um morguninn og siglt með kver Maos fyrir áttavita. Ekki var ólafi blandað i þetta mál. Hins vegar mátti lesa á baksiöu blaðsins, að væntanieg væri poppplata i búningi Rió- triósins, þar scm sunginn væri íslenzkur texti við ,,Oni;y You”, scm gengi út á hjartagæsku og brcitt bak. Einn kafli lagsins væri þó „sunginn með sérstöku trukki”, þegar kæmi að söng um sekt og sælu. Fáikinn á að heita útgefandi. Því miður var áður búið að birta fréttir um afnám æviráðningar opinberra starfs- manna. Annars hefði sú frétt þénað vel sem aprilgabb. Morgunbiaðið birti minnstu aprilfréttina, en liklega þá, sem freistaði flestra til að ieggja land undir fót. Þetta var frétt um tæki, sem breytti svart-hvit- um sjónvarpstækjum i litasjón- varp og kostaði frá sex þúsund og tvö hundruð krónum. Sjón- varpsverslanir og raftækjasalar fengu að finna fyrir þessu, og hafa eflaust ekki fengiö borgaða sina fyrirhöfn. Þeir láta þó ef- laust einhvern borga áður en lýkur. Og ótalinn mun sá fjöldi sem ýmist hringdi eða gerði sér l'erð i verslanir i leit að litrikari heimi. Þá lagöi fóik leið sina inn að Sundahöfn i gær tii að verzla I nýju Kron-versluninni, sem Timinn boðaði að þar væri opin með kjarapöllum og öllu til- heyrandi. Þeir studdu frétt sina með hálfri myndasíðu, og vöktu um leið athygli á þvi, að ekki hafði fengist ieyfi fyrir þessari Kron-verslun. Fréttastofa útvarps efndi til sérstaks fréttaauka i fyrrakvöld um aprilsnilli sina frá þvi i há- deginu. Þar voru boðuð vildar- kjör á bilum, sem að nauðsynja- gildi ganga næst smjöri og eru ámóta hættulegir. Hans heilagleiki, Þjóðviljinn birti eina frétt um hækkanir á forsiðu, og tók fram að hún væri ekki aprilgabb. Þetta gerði blaöið til aö lesendur tryðu bet- ur aprilgabbi blaðsins, sem birtist á bls! 9 undir fyrirsögn- inni: Arkitektafélagið fimm- tugt. Svarthöfði Rússor bjóða Mirka korvettu *— og eru <omnir að sýna hana - -fe ^Ct' 6orgorsíjóf»tortn*ifíHrwtinn *o a& KRON opnar stór- markað við Sunda höfn í dag ígLr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.