Vísir - 03.04.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 03.04.1976, Blaðsíða 9
VISIB l,augardagur :!. april 1976 9 Ánœgjuleg kvöldstund ó Nesi Hlauptu af þér liornin. Höfundur: Neil Simon Leikstjóri: Helgi Skúiason Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Þýðing: Hjörtur Halldórsson ( '■ v- Haraldur Blöndal skrifar: ---------v*-------- j Þórunn Halldórsdóttir og Jónatan T. Steinsson. Seltirningar leggja á það á- herslu, að þeir séu annað og meira en svefnbær frá Reykja- vik. Og menningarstarfsemi er mikil á Nesinu: bókasafnið þar er t.a.m. með flest útlán á nef i landinu. Leikfélag Seltjarnar- ness er ekki gamalt, aðeins fimm ára, en félagar þess hafa verið duglegir og starfsemin verið blómleg. M.a. hafa er- lendar gestasýningar verið furðu oft hjá svo ungu félagi. Nú er það öllum ljóst, að á- hugamannaleikfélag lýtur öðr- um lögmálum en atvinnu- mannafélög, ekki sist i nánd við tvö helstu leikhús þjóðarinnar og þau einu, sem svo til ein- göngu styðjast við atvinnuleik- ara. Það hefur hins vegar ekki i för með sér, að áhugamanna- sýningarnar séu verri sýningar i þeim skilningi að þær veiti verri skemmtun, siður en svo. Hlauptu af þér hornin er bandariskt leikrit, og höfundur þess er kunnur gamanleikrita- höfundur, — sjónvarpsáhorf- endur muna sjálfsagt eftir laug- ardagsmynd fyrir stuttu, sem hét The Odd Couple, þar sem Jack Lemmon lék aðalhlutverk- ið. Hlauptu af þér hornin er gamanleikrit um unga menn, sem vilja lifa og leika sér frekar heldur en vinna i fyrirtæki föð- urins, — vera glaumgosar og föndra við kvenfólk. Leikritið er i ágætri þýðingu Hjartar Halldórssonar. Helgi Skúlason leikstýrir þessu verki. Hefur leikurunum verið mikill styrkur að njóta svo ágætrar leiðbeiningar góðs leik- stjóra. Leikarar veittu áhorfendum ágæta skemmtun. Vil ég þar sérstaklega tilnefna Jón Jóns- son og Jórunni Karlsdóttur i hlutverkum þeirra Bakers- hjóna, og þá ekki siður Hilmar Oddsson.sem áreiðanlega getur orðið góður leikari, er timar liða, svo ágætlega sem hann lék á stundum. Helst fannst mér ljóður á sýningunni, að leikar- arnir, einkanlega þeir yngri töl- uðu full hratt, svo að orð runnu saman. Ég gat þess framar, að önnur lögmál gilda um áhugamanna- leikfélög. Þau eru mörg á Is- landi, og þar hafa margir af bestu leikurum okkar staðið fyrst á sviði. Það er mikill mis- skilningur, að starf þessara fé- laga sé þýðingarlitið, allt leik- húslif hlýtur að verða til þess að efla áhuga landsmanna á leik- list og tryggja hana. Leikhús er að minum skilningi fyrir al- menning fyrst og fremst, en ekki fyrir sérmenntaðan áhorf- endahóp manna i leikhúsfræð- um, þótt vitanlega séu þeir nauðsynlegir eins og súkkat i jólaköku. Leiksýning Leikfélags Sel- tjarnarness kemur áhorfendum i gott skap, og það verður eng- inn svikinn af þvi að skreppa suður á Nes eina kvöldstund. Jón Jónsson og Hilmar Oddsson. Mik Magnússon skrifar Sprengjuárásir eru hafnar á ný i London. Og nýjasti skotspónn þeirra er neðanjarðar járnbrautin og skipti- linurnar til höfuð- borgarinnar. Þetta hefur leitt til mestu öryggisráðstafana sem gerðar hafa verið á friðartimum. Vopnaðir leynilögreglumenn, dulbúnir þannig að þeir líti út fyrir að vera venjulegir far- þegar, ferðast með flestum lestum núna. Það gera einnig einkennisklæddir lögreglumenn (aðeins fáir þeirra eru vopnaðir). Öryggisverðir og lögreglu- menn eru á verði á flestum stöðvum og leita á öllum sem hafastóra tösku eða skjalatösku meðferðis. Almenningur kvartar ekki yfir þessu... reyndar segir fólk þegarþaðerspurt,aðþaðsé þvi fegið, þar sem það vilji heldur láta leita á sér en sprengja sig i loft upp. Þvi verður ekki neitað að lög- reglan hefur náð talsverðum árangri. Tveir tilræðismenn hafa meiðst af völdum sinna eigin tóla i þessum mánuði. Og þegarlögreglan oghinn sérstaki hópur sem myndaður var til varnar hermdarverkum rann- sökuðu feril þeirra, leiddu hinir grunuðu yfirvöldin að þremur sprengjuverksmiðjum i London. En það skyldi haft i huga að (i það minnsta að hluta til) hefur lögreglan verið mjög heppin. Þvi ef tilræðismennirnir hefðu ekki verið með gallaðar sprengjur sem sprungu of snemma, hefðu þeir sennilega komist upp með aðgerðir sinar. Hverjir eru þá þessir tilræðis- menn? Svariðereinfalt: Óþjálf- aðir irskir öfgamenn. Nýlegar aðgeröir bæði i Eng- landi og Irska lýðveldinu hafa borið þann árangur að atvinnu- hryðjuverkamenn IRA eru bak við lásog slá — að minnsta kosti flestir þeirra. Þetta hefur orðið til þess að IRA verður aðtreysta á „sofendur” („sleepers”) Það eru irskir öfgamenn sem eiga a fara til Bretlands og ekki hafa samband við aðra irska þjóðernissinna árum saman. Þessir „sofendur” samlagast umhverfi sinu: lifa eðlilegu lifi: fara til vinnu: og virðast vera venjulegir borgarar sem sinna sinum málum. Þeir búa venjulega i sama svæði i þrjú eða fjögur ár (stundum lengur), en þegar þeir eru „settir i gang” flytjast þeir til mið- eða suðurhluta Lundúna ogsetjastað i litlum ibúðum eða herbergjum. Þar safna þeir sprengiefni frá samböndum sem IRA útvegar. Eina helgina sækja þeir sprengiefnið sjálft — þá næstu tundrið — og þar næstu tima- stillinn og hvellhettuna. Þegar þeir hafa náð öllum hlutunum saman, reyna þeir að muna þaðsem þeim hefur verið kennt og setja sprengjurnar saman. Þar sem þeir hafa ekki farið frá Bretlandi til að fara á endur- hæfingarnámskeið i Irska lýð- veldinu, gleyma þessir „sof- endur” oft öllum smáatriðunum sem þeim hefði verið kennt. Það er þá sem mistölcin eiga sér stað. Þeir hryðjuverkamenn sem hafa verið handteknir i London upp á siðkastið hafa án undan- tekninga verið „sofendur”. Ef til vill eru þeir hættulegastír allra pólitiskra öfgamanna. Þvi að til að vera „sofandi” krefst þess að menn helgi sig algerlega málstaðnum. Þeir mega aldrei hitta vini sina: geta aldrei farið „heim”: og eru staðsettir með aðeins eitt markmið ihuga — að koma sprengjum fyrir á al- mannafæri. Allt þetta hefur orðið til þess að lögreglan býst við nýrri öldu ofbeldis. Það er ekki vitað hversu margirhópar „sofenda” eru i Bretlandi núna, en yfirvöld teljaað margir slikir hópar geti verið dreifðir um allt landið — allir tilbúnir þegar merki verður gefið frá Dubtin um að fara af stað. Alitið er að örfáir sprengju- sérfræðingar, þjálfaðir af IRA hafi verið sendir til Bretlands til að halda endurhæfingarnám- skeið fyrir hermdarverkamenn- ina hér — sérstaklega með tilliti til þess hversu margar illa gerðar sprengjur hafa fundist upp á siðkastið. Þaö er álitið að IRA hafi áhyggjur af þvi að ef þeir ekki þjálfi meðlimi sina aftur muni öll herferð þeirra hrynja til grunna. Þetta hefur orðið til þess að lögreglan hefur gefið út hverja aðvörunina á fætur annarri til almennings i Bretlandi. F'ólk sem leigir út Ibúðir og herbergi hefur verið beðið aö vera sérstaklega varkárt núna. Þvihefur veriö bent á aðathuga vandlega meðmæli allra sem hafa irskan hreim eða irskt nafn, áður en þeim sé veitt slik aöstaða. Og nágrannar se’rii álita að „maðurinn i næsta húsi" hagi sér grunsamlega eru beðnir að hafa samband við yfirvöld fljótt. En þetta er aðeins toppur is- jakáns. Sérstakar öryggisráð- stafanir hafa verið gerðar fyrir allan almenning. Tilkynningar koma i sjónvarpinu þar sem farþegar á neðanjarðarlestanna eru beðnir að tilkynna alla grunsamlega pakka éða poka strax. Ef ein- hver sér poka skilinn eftir, á hann að segja starfsfólki lest- anna frá þvi á næstu stöð. Allir hinir farþegarnir eiga þá að yfirgefa lestina. Alvarlegasta aövörunin er „Takið ekki i neyðarhemilinn á millistöðva ef lestin er neðanjarðar”. Astæða þess er að ef lestin stansaði, myndi sprenging i svo mikilli innilokun leiða til dráps eða lim- lestunar mun fleira saklauss fólks. Þegar lögreglan fer að aug- lýsa slikar ráðleggingar i sjónvarpinu, er ljóst að neyöar- '■'ástand rikir i landinu. Við eðlilegar aðstæður myndi þetta koma hryðjuverkamönn- unum mjög vel. Þvi að hluti kerfis þeirra er aö reyna að fá lögregluna til að taka upp strangar aðgerðir og láta þannig li'a út fyrir aö lýðræðið sé i upplausn og lögregluriki komið á. Þetta hentar borgáirskærulið- um þar sem það liti út sem yfir- völd brygðust of harkalega við og neituðu almepningi um borgaraleg réttindi. Þetta myndi samkvæmt kenningunni leiða til þess að almenningur snérist á sveif með skæruliðun- um. En — að minnsta kosti hvað snertir Bretland — hefur þetta ekki tekist. 1 stað mikilla kvart- ana við lögregluna vegna leita sem skellt er á fólk fyrirvara- laust, hefur breskur almenning- ur tekið þeim allshugar. Litið er á lögregluna sem ein- beittskipulag gegn borgaralegri upplausn og fagnað sem slfkri. Þegar allt kemur til alls: ef lögreglan ræður viö að fækka sprengjuárásunum : tekst að handtaka tilræðismennina: og aö minnsta kosti viröast vera á hælum leiðtoganna. þá hlýtur það að vera litil fórn að leitað sé í losKunum þinum. Hermdarverkamennirnir munu tapa ef þessi afstaða er höfð hugföst. SPRENGJUR • Bretar taka leit fram yfir sprengjur • Þrjár sprengjuverksmiðjur hafa nýlega fundist í London • Atvinnuhryðjuverkamenn IRA bak við lás og slá • Sprengjutilrœðin gerð af nýrri tegund hryðjuverkamanna • Sprengjur springa í höndum tilrœðismanna • Lögreglan auglýsir ráðleggingar í sjónvarpinu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.