Vísir - 03.04.1976, Blaðsíða 17

Vísir - 03.04.1976, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 3. april 17.00 tþróttir. Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson 18.30 Apaspil. Barnaópera eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Höfundur stjórnar flutningi, en leikstjóri er Pétur Ein- arsson. Flytjendur Júliana Elfn Kjartansdóttir, Krist- inn Hallsson, Sigriður Pálmadóttir, Hilmar Odds- son, börn úr Barnamúsík- skólanum og hljómsveit. Siðast á dagskrá á gamlárs- dag 1970. 19.00 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Kjördæmin keppa. 2. þáttur Keykjavik: Vestur- land. Lið Reykjavikur: Bergsteinn Jónsson, sagn- fræðingur, Sigurður Lindal, prófessor, og Vilhjálmur Lúðviksson, eðlisfræðingur. Lið Vesturlands: Sr. Hjalti Guðrúundsson, Stykkis- hólmi, Jón Þ. Björnsson, kennari, Borgarnesi, og sr. Jón Einarsson, Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. t hléi syngur Arni Helgason frá Stykkishólmi frumsamið ljóð, „Á fögru kvöldi i sveit”, við undirleik Grettis Björnssonar. Stjórnandi er Jón Asgeirsson, en dómari Ingibjörg Guðmundsdóttir. Stjórn upptöku Tage Amm- endrup. 21.00 Læknir til sjós. Breskur gamanmyndaflokkur. Drós er dánumanns yndi. Þýð- andi Stefán Jökulsson. 21.25 Hroki og hleypidómar. (Pride and Prejudice). Bandarisk biómynd frá ár- inu 1940, byggð á sögu eftir Jane Austen. Handritið sömdu Aldous Huxley og Jane Murfin. Aðalhlutverk Laurence Olivier og Greer Garson. Myndin gerist i smábæ á Englandi. Bennett- hjónin eiga fimm gjafvaxta dætur, og móður þeirra er mjög i mun að gifta þær. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 23.30. Dagskrárlok. Sunnudagur 4. april 18.00 Stundin okkar Sýnd verður austurrisk brúðu- mynd, siðan kemur Gúrika i heimsókn, og sýnd verður mynd um Pésa, sem er einn heima. Stúlka úr iþrótta- félaginu Gerplu sýnir fim- leika með borða og fylgst er með skólagöngu drengja i Kumaondalnum i Himalayafjöllum. Þá verða kenndir nokkrir útileikir, og loks sýnir Valdis Osk Jónas- dóttir, hvernig búa má til einfalt páskaskraut. Um- sjónarmenn Sigriður Margrét Guömundsdóttir og Hprmann Ragnar Stefáns- son. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. 18.50 Skákeinvigi i sjónvarps- salOnnur skák Guðmundar Sigurjónssonar og Friðriks Ólafssonar. Skýringar Guðmundur Arnlaugsson. 19.20 lilé 20.00 Fréttir og vcður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Það eru komnir gestir Gestir Arna Johnsen eru Stefán Jónsson, listmáiari og hestamaður frá Möðru- dal, Svava Pétursdóttir, húsfreyja frá Hrófbergi við Steingrimsfjörð, og Jörundur Gestsson, báta- smiður, bóndi og skáld á Hellu við Steingrimsfjörð. 21.25 Gamalt vin á nýjuni belgjum 22.15 Skuggaliverfi Sænskt framhaldsleikrit i fimm þáttum. 4. þáttur. Efni 3. þáttar: Barónsfrúin kynnist nábúum sinum og gefur þeim mat, sem hún hefur haft með sér úr sveit- inni. Hún heimsækir Blom bilstjóra og konu hans, en hún hefur róttækar stjórn- málaskoðanir. Frænka Britu heldur veislu, og hún útvegar veisluföngin, Ýmsir gestanna bjóðast til aö kaupa af henni áfengið. Þýðandi óskar Ingimars- son. (Nordvision-Sænska sjónvarpið) 23.05 Aö kvöldi dags Dr. Jakob Jónsson flytur hug- vekju. 23.15 Dagskrárlok Sjónvarp, kl. 21.25: „Bestur af þeim öllum" Laurence Oliver og Greer Garson í aðalhlutverkum í bíómyndinni Laurence Olivier og Greer Garson’fara með aðalhlutverkin i bió- mynd sjónvarpsins i kvöld. „Pride and Pre- judice” eða „Hroki og hley pidómar ’ ’ heitir Laurence Olivier er kominn til ára sinna. Hér er hann við tökur á myndinni „Marathon Man” á siðasta ári I New York. Fyrsta mynd hans I Bandarikjunum i 25 ár. Dustin Hoffman er einn af aðalleikurum þeirrar myndar. myndin og er frá árinu 1940. Myndin gerist i smábæ á Englandi. Bennett-hjónin eiga fimm gjafvaxta dætur, og móður þeirra er mjög i mun að gifta þær. „Bestur af þeim öll- um” Laurence Olivier var fyrstur leikara til þess að fá titilinn „Lord” árið 1970. Olivier hefur sagt að hann hafi ekki lengur ánægju af þvi að leika. „Kannski að ábyrgðin sé of - mikil” hefur hann sagt. „Ég álit hann besta leikarann sem er uppi nú”, hefur enginn annar en Charlton Heston sagt um .Olivier og Spencer Tracy sagði: „Hann er bestur af þeim öllum.” Laurence Olivier fæddist i Dorking, Surray, árið 1907, son- ur prests. Á meðan hann var enn i skóla fékk hann sitt fyrsta hlutverk. Fyrstu reynslu sina af leik i kvikmynd hlaut hanni Þyska- landi, þar sem hann lék i „Thé Temporary Widow” árið 1930. Fljótlega eítir það beindist áhugi hans að Hollywood. Mörg fyrirtæki reyndu hann, en kvikmyndirnar Laurence Olivier með Marilyn Monroe i „The Prince and the Showgirl” árið 1958. Olivier leikstýrði en myndin þótti hálf misheppnuð. voru misheppnaðar. Þá átti hann eftir að taka boði frá Bret- um og reyna siðan aftur i Holly- Hann kom við á mörgum stöð- um, fékk ýmis hlutverk og lék talsvert I New York. Og loks kom frægðin Eftir þvi sem við komumst næstmunhann vera mjög góður i hlutverki sinu i myndinni i kvöld. Ætlaði að verð kennari Greer Garson fæddist árið 1914 i Bretlandi. Fjölskyldan fluttist til London og Greer hóf nám, ákveðin i því að verða kennari. 1 staðinn snéri hún sér að leiklistinni. Olivier réði hana á árinu 1935 tilþess að verða statisti i „Gold- en Arrow”. Þegar hann fékk ekki þá leikkonu sem hann ósk- aði eftir i aðalhlutverkið, ákvað hann að reyna Greer Garson. Þau áttu siðan eftir að leika saman. Um 1938fórhún til Hollywood. Þar virtist þó litið að hafa og hún ákvað að fara til London aftur. Þá hitti hún leikstjórann Sam Wood. Hann sá reynslu- kvikmynd með henni og ákvað að fá hana i „Goodbye Mr. Chips.” Svo Greer Garson fór til London, til þess að taka við hlut- verkinu. Dó eftir 20 mlnútur... Hana langaði ekki að leika frú Chips þar sem hlutverkið var litið. Hún var látin deyja eftir 20 minútur. En kvikmyndin varð mjög vinsæl ognægði til þess að Greer Garson verð fræg. Þá fór hún til Hollywood. Þar náði hún litlum árangri i „Remember?”, en stóð sig vel sem Elizabeth Bennett i „Pride and Prejudice” myndinni sem við sjáum i kvöld. Upphaflega átti Clark Gable að leika það hlutverk sem LaurenceOlivier fer með i þess- ari mynd, en hafnaöi boðinu. Norma Shearer átti lika að fá það hlutverk sem Greer Garson siðan fékk. — EA Allt innlent í íþróttoþœttinum Allt efnið i Iþróttaþætti sjón- varpsins i dag verður innlent, að sögn umsjónarmannsins Bjarna Felixsonar. 1 gær þegar við spjölluðum við hann, var ákveðið að á dag- skránni yrði fyrst körfubolti, úr- slitaleikur i bikarkeppni KKI, Armann og Ungmennafélag Njarðvikur. Þá verður sýndur kafli úr landsleik Islendinga og Kanada i handbolta. Þá verður einnig sýnt frá Norðurlanda- meistaramóti unglinga i hand- bolta, og liklega mun eitthvað bætast við i dag, sem ekki var á- kveðið i gær. Þátturinn hefst klukkan 17 og stendur yfir i einn og hálfan tima. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.