Vísir - 03.04.1976, Blaðsíða 14

Vísir - 03.04.1976, Blaðsíða 14
Opið bréf fil dóms- málaróðherra og annarra íslendinga Opið bréf til dómsmálaráð- herra og annarra tslendinga. Ástæöa þess að ég settist niður og fór að pára þessar línur er að kunningi minn vildi endilega lána mér til lestrar bréf þau er dóms- málaráðherra ritaði ritstjóra Visis og birtisem opin bréf i dag- blaðinu Timanum. Ég las þessi bréf af gaumgæfni og meira að segja tvisvar. Hafið þið séö kettling reyna að krækja sér i heitan fisk: Ef svo er skiljið þiö kannski hvernig áhrif þessi lestur hafði á mig, iMér sýnist ráöherrann fara likt að og kisi, slæmir klónni öðruhvoru i fiskinn, en hörfar jafnan er hann finnur hitann, snýst i kringum fatið (aukaatriðin), slæmir siðan aftur til fisksins, en sézt siðan vondaufur á rassinn og horfir uppgefnum augum á góðgætið. Frá minum bæjardyrum séð, hefur þetta mál allt lent á villigöt- um, það er pexað um þýðingu orðsins mafia, það tuggið fram og aftur, en aðalmálið látið eiga sig, sem sagt réttarfarið á tslandi. Ég hef haft þá skoðun á skrifum Vilmundar aö hann væri fyrst og fremst að benda á þá spillingu er haslað hefur sér völl i islenzku réttarfari, máli sinu til staðfestu tekur hann fyrir einstök mál og bendir á ýmsa punkta sem vægast sagt eru heldur dökkir i augum almennings, svo ekki sé harðar að kveðið. Með nefið í hvers manns koppi bað er ek'ki hægt að ætlast til þess af dómsmálaráðherra að hann sé með nefið i hvers manns koppi, og geti fylgzt með öllu sem kann að gerast, enda hefur hann fjölda manns i ráðuneyti sinu sér til halds og trausts, sem eftir minum skilningi, er ætlað að leysa mál ráðuneytisins, bæði i stóru og smáu, og leita aðeins til ráðherra þegar að kreppir eða misklið kemur upp, enda mun ráðherra hafa nógu öðru að sinna. En nú kem ég að þvi er mér virðist vera mergurinn málsins, það er að einhver i þvi háa dóms- málaráöuneyti hafi misstigið sig, og það illilega og verið sé að reyna að breiða yfir það. Okkur er sagt að hið opinbera geri aldrei skyssu, eða verði á mistök, þvi má ekki viðurkenna slikt, Þetta er bara venjulegt fólk, breyzkar sálir, sem þarna vinna, bara rétt eins og við hin. Ég á i fórum minum fjöldann allan af skjalfestum og undirrit- uðum villum, bæði frá dóms- málaráðuneytinu sem og öðrum opinberum stofnunum. Ert þú, Ölafur, ekki að fóma þér og þinum orðstí fyrir þessa misgengu menn, i stað þess að spyrna við fótum og svipta þá aðstöðu til að láta frekar illt af sér leiða i starfi. Ég hef alltaf haft tilhneigingu til að lita á þig, dómsmálaráð herra, sem greindan mann og nokkuð ábyrgan, og eru margir á sama báti og ég hvað það snertir, þvi er það leitt að þú skulir sjálfur vinna svo ötullega að niðurrifi eigin dyggða, og skapa um leið vantrú almennings á þér og þin- um gjörðum. Tveir nýtilegir róðherrar Það er ekkert launungamál að við sem erum i andstöðu við nú- verandi rikisstjórn, höfum talið tvo menn nýtilega og hæfa i starfi innan hennar, en aðeins tvo, og ert þú annar þeirra, Ólafur Jóhannesson. Er þvi sárt til þess að vita, að þú, dómsmálaráðherr- ann skulir með stráksskap og dólgshætti vera að rýja sjálfan þig traustí þjóðar þinnar að ástæðulausu er viröist. Er þetta ekki alveg óþörf taugaveiklun hjá þér að taka þau skrif sem hafa átt sér stað að und- anförnu sem persónulegar árásir á þig, en þú verður að gera þér ljóst að forsvarsmenn hverrar stofnunar verða alltaf aö gjalda misgjörða undirmanna sinna, nema þeir séu sjálfir látnir svara til saka. Æviróðning starfsmanna Þá langar mig aðeins að minn- ast á æviráðningu opinberra starfsmanna A hún ekki þátt og hann ekki smáan, i þvi ófremdar ástandi er nú rikir i réttarfars- málum okkar Isl. Isl.?. Stuðlar hún ekki að samvörn embættis- manna, sem smám saman sljóvgar siðferðiskennd þeirra, svo þeir sofna flestir á verðinum, en hinir læða sinum hagsmuna- málum i gegn, svona i rólegheit- um, og reyna þá gjarnan að fá hina sifjuðu litiliega með, svona til að tryggja samsekt þeirra, svo þeir sofi áfram? Skapar hún ekki hættu á að menn vinni litið svo þeim verði ekki á skyssa i starfi, þvi enginn er rekinn sem ekkert brýtur af sér: Væri ekki betra að þessir menn væru látnir vinna sig upp i starfi, með eigin verðleikum, heldur en langri setu innan kerfisins? Myndum við þá ekki losna við þessar hvimleiðu og mjög svo óþægilegu „kerfisflækiur” sem margan hafa leikiö grátt, ósek an? Mig langar að lokum að segja smásögu sem segir hvernig rétt- visinni er hagrætt ef þurfa þykir. bað átti sér staö ekki alls fyrir löngu, hér eigi langt undan, að haldin var stór skemmtun og mættu þar til bæði háir sem lágir i mann féla g sstig anum , að ógieymdum Bakkusi Hátið þessi stóð fram undir morgun og hafði þá Bakkusi tekizt að rugla margan góðan drenginn. Að loknum dansleik þurfti fólk- ið að komast til sins heima en veður var heldur leiðinlegt tíl að spranga um á ballklæðum, og gripu þvf sumir til bila sinna, þó sálartetrið væri kannski nokkuð döggvað, einn leystí málið þannig að hann keyrði sittfólk heim, kom svo aftur og lagði bil slnum i sitt fyrra stæði en gekk sjálíur he'im, ekki voru allir svona hyggnir en fóru að reyna hæfni sina i snjó- mokstri i sköflum, en þá kom babb i bátinn, löggan kom nefni- lega að tveim dáða drengjum þar sem þeir höfðu fest bila sina i sama skaflinum. Annar var og er stjóri en hinn bara ungur iðnnemi. Hvernig brást nú réttvisin við, jú, það er fljót sagt, iðnneminn missti Okuleyfiðen stjórinn slapp. Þeir stóru sleppa Þetta er þvi miður ekkert eins- dæmi, heldur það sem alitaf er að gerast i landi hér, mönnum ermismunaö eftir stöðu og greiðslugetu. Sem sagt allt kerfið á harða hlaupum á eftir smáglæponum, en þeir stóru sleppa. Égmunsenda þetta bréf nokkr- um blöðum til birtingar, þvi ég á ekki tök i neinu einu frekar en öðru, kannski við sjáum þá hver eru opin, hver frjáls, hver óháð. Með ósk til allra landsmanna um bætt réttarfar og að þú, dóms- málaráðherra, athugir þinn gang og látir smástrákana um stráks- skapinn. Með vinsemd Aðalsteinn Valdimarsson Búðardal. Úrrœðagóð kynslóð Kristinn skrifar \ Alltaf eru islendingar jafn úrræöagóö þjóð. Þráttfyrir vosbúðöldum saman lánaðist okkur að ráða fram úr vandanum og skrimta harðræðið. Þessi kynslóð, sem er sú f yrsta sem hef ur feng- ið nóg að borða, eins og Sigurður heitinn Nordal benti á af sínu spaklega viti, ætlar ekki að standa forverum sínum neitt að baki hvað úrræðin snert- ir. Eins og allir muna kom út „svört skýrsla” þar sem var- að var við ofveiði. Sú skýrsla leiddi okkur i allan sannleika að leggja þyrfti hluta bátaflotans ef vel ætti að vera. Auðvitað voru ekki allir sammála. Lúðvik Jósefský reiddi upp refsivöndinn og hugðist rassskella stjórnvöld fyrir að þorskurinn var að klár- ast. En vopniö snerist i höndum hans. Nú liggur það ljóst fyrir að skipum verður lagt. En hvaða skipum á að ieggja — hver á að bera krossinn? Rikisvaldið hefur auðvitað forsjá fyrir okkur i þessum mál- um eins og flestum flestu öðru. Við þurftum ekki að kviða þess- ari ákvörðun. Undanfarið hafa æ fleiri skut- togarar verið teknir til land- helgisgæslu. Með þessu hefur rikið axlaði þá byrði sem er að tapreka þessa tog- ara. Auk þess eflir hún flota sinn og lætur ekki sitt eftir liggja i vigbúnaðarkapphlaupi stór- veldana. Avinningurinn er tvöfaldur. Vér verðum flotaveldi. Kannski við tökum við af bretum og verðum kóngar úthafsins. I ann- an stað minnkum við ásóknina á miðin. Þessa rikisstjórn skipa ekki neinir þorskar á þurru landi.’, VERÐLA UNA-KROSSGA TURITIÐ 8. HEFTI KOMIÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.