Vísir - 03.04.1976, Blaðsíða 4

Vísir - 03.04.1976, Blaðsíða 4
Föstutiminn er senn á enda að þessusinni. Kyrravikan á næsta leiti. Með lotningu og tilbeiðslu nálgumst við þá atburði, sem kyrravikan minnir okkur á, nú i ár eins og endranær. Og þeir koma á móti okkur úr óra- fjarska löngu liðinna alda. Þeir standa eins og klettar upp úr reginhafi.Allt umhverfis þá, allt sem hæst bar og veglegast og voldugast þótti á þeirri tið, er grafið og gleymt, máð út og horfið. Ekki til i hugárheimi nokkurs manns. Verður þetta ekki eins þegar horft er fram? Hvað mikið lifir af okkar sam- tið, af þvi sem hún skapar eða hefur til mála að leggja á sviði sögunnar? Hulin er okkur sú framtið. En ef álykta skal út frá fortiðinni, og þvi sem hún hefur okkur eftir skilið, þá er ekki ó- eðlilegt að lita svo á, að einnig i fjarlægri framtið muni hinir 2000 ára gömlu atburðir kyrru- vikunnar bera hærra en allt það, sem er að gerast nú og við jafn- vel viljum telja, að geti skipt sköpum i mannkynssögunni. Hið mikla drama Hið mikla drama kyrruvik- unnar fer fram á ýmsum stöð- um: t húsi æðsta prestsins, frammi fyrir ráðinu, i höll Pila- tusar landstjóra, á Hausa- skeljastað. Þar var það full- komnað, þar með hafði það ræst, sem hann sagði fyrir: Sjá, vér förum upp til Jerúsalem og þar mun það koma fram við mannssoninn, sem skrifað er af spámönnunum. Hann verður svikinn, framseldur, hæddur, Honum verður misþyrmt. Hann mun verða húðstrýktur. Hann mun verða liflátinn. Þar var hóð hin harða barótta Allt kom þetta á daginn. Allt þetta gerðist i kyrru vikunni eins og við vitum. En forleikurinn fór fram i Getsemane, gras- garðinum við Oliufjallið handan við ,,Kedrons breiðan bekk”. Þar var háð hin harða barátta. Þar var beðið: Þó ekki, sem ég vil heldur sem þú vilt. Þar birt- ist honum engill af himni, sem styrkti hann meðan lærisvein- arnir, vinirnir, brugðust, yfir- buguðust, sofnuðu. Hann einn vakti i bæn og baráttu á örlaga- nótt. Frá þessu öllu er sagt i upp- Getsemane kveður Hallgrimur „um herr- ans Jesú dauðastrið i grasgarð- inum”. Sá sálmur er bæði að bragarhætti og efni framhald annars sálmsins og er með þvi kyngimagnaðasta, sem finnst i kveðskap Hallgrims: Gegnum hold, æðar, blóð og bein blossi guðlegrar heiftar skein hafi pislarsögunnar, svo sem hún er skráð i guðspjöllunum. Og Hallgrimur, hann tekur þetta einnig til meðferðar i Hassiusálmunum. Fyrstu niu sálmarnir fjalla um atburðina i Getsemane. Af þeim öllum má einhvern lærdóm draga enn i dag. Að voga frek- lega holdsins styrk 1. sálmur: Um herrans Kristi útgang i grasgarðinn — þar er þetta aikunna erindi: Sú von e r bæði völt og m yrk að voga freklega á holdsins styrk. An Guðs náðar er allt vort traust óstöðugt, veikt oghjálparlaust. Hverer sá, sem ekki getur til- einkað sér og heimfært til sin og sinnar aðstöðu það, sem hér er sagt og Hallgrimur orðar svo snilldarlega. Um þann upphafs- sálm Passiusálmanna erekki úr vegi að geta þess, að Matthiasi fannst hann vera „angurblið- astan af öllum sálmunum”. Annar Passiusálmurinn er um „Kvöl Kristi i grasgarðin- um”. Þar er 7. erindið „ein af þessum perlum Passiusálm- anna, sem ekki verður með orð- um lýst”, segir dr. Magnús Jónsson i sinu mikla riti um Hallgrim. Enda þótt þess sé ekki getið i helgisiðabókinni, hefur það orð- ið fastur liður, a.m.k. i sveitum landsins og viðar að syngja það um leið og lik er borið i kirkju. Þá taka söngmenn sér stöðu innan við sáluhliðið og syngja: Jurtagarður er herrans hér helgra Guðsbarna legstaðir þegar þú gengur um þennan reit þin sé til reiðu bænin heit. Andláts þins gæt og einnig þá upprisudaginn minnstu á. Huggunin er líka mikil i þriðja Passiusálminum eins og segir i 2. versi. Eða þetta: An Guðs náðar er allt um kring eymd, mæða, kvöl og fordæming. En huggunin er lika mikil og þvi má hjartað fagna i sinni barnslegu gleði: Sjá þú, að engill sendur var syni Guðs hér til huggunar. Þeir góðu andar eru oss nær alla tima þá biðjum vær helst þá lifs enda liður að. Lazari dæmi kennir það. Fjórði Passiusálmurinn segir frá „samtali Krists við læri- sveinana”. — Um hann mætti fara mörgum orðum. En hér Ég er meö þér En Drottinn sagði um nótt við Pál i sýn: „óttastu eigi heldur tala þú og þeg eigi, þvi að ég er með þér, og eng- inn skal ráðast að þér til að vinna þér mein, þvi að ég á margt fólk i þessari borg.” Post. 18. 9-10. Engin eins málhrein bók Þýðing Gamla testament- isins er hin fegu'rsta og rétt- asta, sem um getur á Norðuriöndum ... Þó eigi sé litit nema á málið eitt á þýð- ingunni þá er það sannast mála um það sagt, að engin eins málhrein bók hefur börnum tslands borist, siðan út komu Kvöldvökur Hannesar biskups og Odyseifskviða Sveinbjarnar Egilssonar. En sá er hinn mikli munur. að Biblian verður allra-heimila-bók framtiðarinnar en hinar bækurnar voru, tiltölulega á fárra vitum. (Eirikur Magnússon). Frækorn trúarinnar Vér berum ábyrgð á þvi, að það trúarfrækorn vaxi, sem Guð hefur gróðursett i sálum okkar. Við eigum aö hlúa að þvi, með þvi að hugsa um Jesú, hugsa af al- vöru um lif hans, áminning- ar og fyrirheit, hugsa um hann sem nálægan og máttugan frelsara og vin, þannig að umhugsunin verði að tilbeiðslu. (Fr. Hallgrimson). ég sé þaö nú best Ég lærði „Ungum ér það allra best” og margt annað gott af öllum hug og hjarta. Min góða móðir hafði allan hug á þvi að innræta okkur börnum sinum guðs orð og góða siðu. Ég sé það nú best á elliárum minum, hver móðir hún var mér á æsku- árum minum, þegar mest þurfti við. (Páll Melsteð). Islandssaga — kirkjusaga Á fundi Prestafélags Suðurlands i Skálholti 80.8. ’54 hélt próf. Sigurbjörn Einarsson nú biskup erindi er hann nefndi: Skálholt á timamótum. Þarkomst hann m.a svo að orði: Kirkju feðranna hillir uppi i sögunni. Nýlega sagði gáfaður maður úr leik- mannastétt við mig: ,,is- landssagan er alveg á sér- stakan hátt saga kirkjunn- ar Það, sem saga konung- anna og annarra slikra mektarmanna er öðrum þjóðum, það er saga biskupa og kirkjunnar hjá okkur.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.